Þjóðviljinn - 22.03.1980, Síða 7
Laugardagur 22. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra er gert ráö fyrir aö stjórn-
völd geti sett vissar skorður viö fasteignakaup erlendra sendiráða.
Þessi mynd er af aðalstöðvum bandarfska sendiráðsins.
S tjórnarfrum varp:
F asteignakaupum
erlendra sendiráda
settar skordur
Friðþjón Þórðarson dómsmála-
ráðherra mælti á fimmtudaginn
fyrir frumvarpi sem felur i sér að
settar verði skýrar reglur um
kaup erlendra rikja á fasteignum,
og lóðarréttindum þeirra, vegna
sendiráðsstarfsemi á islandi. 1
frumvarpinu er gert ráð fyrir að
samþykki íslenskra stjórnvalda
þurfi til, áður en fasteignum eða
lóðum sé afsalað til erlendra rikja
vegna sendiráösstarfsemi þeirra
hér á landi. 1 greinargerð fyrir
frumvarpinu segir m.a.:
„Árið 1971 gerðist Island aöili
að alþjóðasamningum um stjórn-
málasamband — yinarsamning-
num — frá 18. apnl 1961 og hafa
ákvæði samningsins lagagildi á
Islandi, sbr. lög nr. 16 31. mars
1971.
1 22. gr. sama samnings segir,
að sendiráðssvæðið skuli njóta
friðhelgi og aö sérstök skylda
hvfli á móttökurikinu til að gera
allar þær ráðstafanir, sem viðeig-
andi eru, til að vernda sendiráðs-
svæðið fyrir öllum árásum og
tjóni og koma I veg fyrir röskun á
friði sendiráösins eða skeröingu á
virðingu þess. Ennfremur er i 30.
gr. sama samnings ákvæöi um,
að einkaheimili sendierindreka
skuli njóta sömu friðhelgi og
verndar sem sendiráössvæðið.
Þegar framangreind ákvæöi
eru virt þykir ljóst að bæði sé
nauðsynlegt fyrir islensk stjórn-
völd að geta sett fasteigna-
kaupum erlendra sendiráða
vissar skorður með hliðsjón af 11.
gr. Vinarsamningsis, svo og
gera ákvæði 22. og 30. gr. Vinar-
samningsins stjórnvöldum
nauðsynlegt að geta haft hönd i
bagga með staðarvali fyrir
húsnæði, sem sendiráð vilja
eignast fyrir starfsemi sina,
þannig að nauðsynlegri löggæslu
verði þar við komiö.”
I ' 41 j
UM|i lA i „ __ * • 1] s.:" a " 'JL f m 9 j Im Æ?
Þau sjá um sæluna: frá v. Marinó F. Birgissson, bakari/>g eigendur
Sæluhússins, Gyða Björk Atladóttir og Brynjar Eymundsson.
Mynd: -eik.
Nýtt sæluhús
Lengi hafa það verið forréttindi
forhertra „fjallasauða” að njóta
þeirra unaðssemda, aö gista
sæluhúsin okkar. Þeir, sem til
þekkja^ vita að óvfða er betra aö
njóta hvildar, friðar og hress-
ingar.
Brátt munu nú þessi forréttindi
úr sögunni, þvi nú mun þeim fjöl-
mörgu, sem finnst Bakara-
brekkan gamla ærið nógu þung
fyrir fæti, bjóðast „gisting” og
veittur beini við brekkubrún, eöa
nánar tiltekið aö Bankastræti 11,
(á horni Ingólfsstrætis). Þann 24.
n.k. mun opnað þar nytt kaffihús,
sem auk þess aö bjóða ilmandi
kaffi, bakkelsi og brauö, mun
bjóða gestum slnum heitan rétt I
hádeginu. Pönnukökur verða
framreiddar þar, glóðvolgar, lið-
langan daginn. Verði mun að
sjálfsögðu stUlt i hóf, þannig, aö
hæfi pyngju hins almenna veg-
faranda.
Fyrst um sinn mun
SÆLUHÚSIÐ verða opiö frá kl.
8.30 árdegis til kl. 19 að kveldi,
alla daga nema sunnudaga. En
með vori og hækkandi sól mun
vegfarendum boðið að njóta sæl-
unnar allt til kl. 23.30 aö kveldi,
alla daga vikunnar.
Eigendur og umsjónarmenn
SÆLUHÚSSINS eru hjónin Gyöa
Björk Atladóttir og Brynjar
Eymundsson, matreiðslumaður,
sem *hefur rekiö Félagsheimili
Kópavogs um nokkurt skeiö.
Bakari er Marinó F. Birgisson.
SÆLUHÚSIÐ er búið
vönduöum innréttingum. Litla
teiknistofan i Hafnarfiröi sá um
allar teikningar. Innanhússarki-
tekt er Lovisa Christiansen. Yfir-
smiöur var Páll Emil Beck.
Staðinn prýða baticmyndir eftir
Katrinu Agústsdóttur og Stefán
Halldórsson.
-mhg.
Afnema þarf söluskatt
r
a
Siðastliðinn miðvikudag urðu
nokkrar umræöur i efri deild
Alþingis um þann mismun sem er
á vöruverði I Reykjavik og dreif-
býlinu. Umræður þessar uröu I
tilefni af frumvarpi Sigurlaugar
Bjarnadóttur um að fella niður
söluskatt á flutningsgjaldi, en
söluskattur leggst á flutnings-
gjald vöru sem flutt er frá
Reykjavik og út á land. Allir þeir
þingmenn er til máls tóku töldu
hér brýnt réttlætismál á ferðinni.
Bent var á að oft áður hefði slik
tillaga verið flutt en ekki náð
fram að ganga og væri þvi tima-
bært að leiðrétta það misræmi
sem þetta fæli I sér I vöruverði I
Reykjavik og dreifbýlinu. 1 fram-
sögu sinni sagði Sigurlaug m.a.
annars: *
„Lögum samkvæmt leggst
söluskatturinn, sem i dag er 22%
á siðasta stig sölu eða viðskipta,
þ.e. sölu til neytenda. Ef tekin e^r
sem dæmi vara sem send er sjó-
leiðis frá Reykjavik til verslunar-
staðar úti á landi, verður sölu-
skatturinn þessi: heildsöluverð
vörunnar að viðbættu vátrygg-
ingargjaldi, vörugjaldi, út-
skipunargjaldi, uppskipunar-
gjaldi I heimahöfn, heimakstri
og flutningsgjaldi. Ofan á alla
þessa kostnaðarliði leggst svo
22% söluskattur og þar með er
fundið hiö endanlega kaupverð
neytandans. Það liggur I augum
uppi, að sjálft flutningsgjaldið
hefur ærin áhrif til hækkunar
vöruverðs og það er engan veginn
réttlætanlegt, að skattheimta
rikisins seilist eftir hagnaði af
þessum viðauka af almennum
framfærslukostnaði þess hluta
landsmanna sem háður er að-
dráttum lifsnauðsynja um langa
vegu”.
Helgi Seljanlýsti stuðningi sin-
um við efni frumvarpsins og taldi
það óeðlilegt að rikissjóður væri
að seilast til tekna með þvi aö
skattleggja flutningsgjald vör-
unnar. Helgi Seljan minnti á að
þetta mál hefði oft komið til um-
ræðu á Alþingi og m.a. hefðu
hann og Stefán Jónsson flutt slika
tillögu á Alþingi sem ekki hefði
náð fram að ganga, sföast á dög-
um rikisstjórnar Geirs Hall-
grimssonar. Sagðist Helgi myndu
veita þessu máli allan þann
stuðning sem hann gæti og þannig
Þingsjá
reyna að stuðla að þvl að þessari
skattheimtu væri létt af lands-
byggðarfólki.
Stefán Jónssonminnti á að þeg-
Siðustu daga hafa eftirtalin ný
þingmál verið lögð fram á
Alþingi:
1) Frumvarp til lögréttulaga.
Frumvarpið felur I sér að stofn-
aöur verði nýr dómstóll sem kall-
ist lögrétta. Lögréttan skal fjalla
um hin stærri mál sem fyrsta
dómstig, en um önnur mál sem
annað dómstig. Ef frumvarpiö
yrði að lögum yrðu dómsstig hér-
lendis þrjú, en hvert mál gæti þó
að jafnaði aðeins farið fyrir tvö
þeirra. Frumvarp til lögréttulaga
hefur verið flutt áöur á Alþingi en
ekki hlotið afgreiðslu. 1 þvi frum-
varpi sem nú hefur verið lagt
fram hefur ákvæðum 2., 3. og 4.
gr. fyrra frumvarps verið breytt.
2) Frumvarp um landflutninga-
sjóð. Lög um landflutningasjóö
voru samþykkt I mai 1979. Við
samþykkt laganna urðu þau mis-
tök að ekki kom fram hver sá
gjaldstofn væri er leggja ætti 1%
ar hann og Helgi Seljan fluttu
sams konar frumvarp var þvi
svarað til af embættismönnum
þáverandi rikisstjórnar að það
væri alltof flókið að framkvæma
þetta. Þessi sama andstaða hefði
svo verið höfð uppi gegn þvi að
fella niöur söluskatt af kjötvöru.
Söluskatturinn hefði þó veriö
felldur niður af kjötvörum og i
ljós kom að það var vel
framkvæmanlegt. Stefán áleit þvi
að alveg eins ætti að vera hægt að
fella niður söluskattinn á flutn-
ingsgjaldinu.
Auk ofangreindra þingmanna
tóku Davíð Aðalsteinsson, Salóme
Þorkelsdóttir og Eiður Guðnason
til máls og lögðu áherslu á aö hér
væri um réttlætismál fyrir lands-
byggðina að ræða. Að lokinni um-
ræðu var málinu vlsað til
fjárhags- og viðskiptanefndar.
-þm
gjald á. Samkvæmt frumvarpinu
er gert ráð fyrir að gjaldstofninn
sé aðstööugjaldstofn vegna
rekstrar bifreiðanna sjálfra og
þeirra vöruafgreiðslna sem
tengjastþeim. Frumvarp þetta er
flutt af samgöngunefnd neðri
deildar.
3) Tillaga til þingsályktunar
um bætta skipan launa- og kjara-
mála.Tillagan felur I sér að rikis-
stjórnin skipi samstarfsnefnd
eftir tilnefningu frá aðilum vinnu-
markaðarins, er falið skuli að
athuga og gera tillögur um
breytta og bætta skipan Islenskra
launa — og kjaramála. Flutnings-
menn eru Sigurlaug Bjarnadóttir
og Pétur Sigurðsson.
4) Frumvarp til breytinga á
lögum um sönnun fyrir dauða
manna sem ætla má að farist hafi
af slysum. Flutningsmenn eru
Pétur Sigurösson og Tryggvi
Gunnarsson.
Ný þingmál:
Bætt skipan
launamála
A myndinni eru talið frá vinstri: örn Steinsen, skrifstofustjóri, Kristin
Aðalsteinsdóttir, deildarstjóri hópferða og Ingólfur Guöbrandsson for-
stjóri Útsýnar.
Útsýn 25 ára
Tala ferda-
langa nærri
íbúðafjölda
íslands
Ferðaskrifstofan
tftsýn er 25 ára um þess-
ar mundir og er nú
stærsta ferðaskrifstofan
á islandi. Á siðasta ári
stóð hún fyrir ferðum
u.þ.b. 8 þús. manns, en
frá upphafi mun talan
láta nærri ibúafjölda
þjóðarinnar i dag. Áætl-
un tJtsýnar um hópferð-
ir 1980 er nýkomin út og
býður ferðir til þriggja
heimsálfa.
1 Evrópu er vinsælasti staöur-
inn Costa del Sol á Spáni. Útsýn
býöur mjög ódýrar vorferðir
þangaö og einnig til Torre-
molinos. Þar geta farþegar dval-
ist I 26 daga fyrir sama verð og
2ja vikna ferð I sumar.
Italia kemur fast á hæla Spánar
hvaö vinsældir og ásókn snertir.
Lignano „Gullna ströndin” þykir
bera af öðrum baðstöðum við
Adriahaf, um fegurð, fjölbreytni
og aöstöðu.
Júgóslavla hefur áunniö sér
fastan sess, sem sumardvalar-
staður Islendinga. Þar er dvalið I
Grand Hotel Metropol og Porto-
roz, við Adríahaf. 1 ferðum til
Júgóslavlu er innifalið I verðinu
hálft eða fullt fæði. Auk framan-
greindra feröa til Evrópulanda
efnir Útsýn til Rinarlandaferöa
og ferðar til Vestur- og Miö
Evrópu sem nefnist „Sex landa
sýn”, I samvinnu við Tjæreborg.
Útsýn býður ferðir til Afrlkurlkis<
ins Kenya I samvinnu við
Brithist Airways og Sovereign
Holidays I London, sem Útsýn
hefur fengið umboð fyrir hér á
landi. Stærsta nýlundan I áætlun
Útsýnar I ár eru Floridaferöir,
sem nú eru kynntar á umfangs-
meiri hátt en áður meö úrvali
gististaða bæöi I St. Petersburg
og Miami Beach. Útsýn verður
með starfsfólk og þjónustu fyrir
viðskiptavini slna á báöum þess-
um stöðum og vikulegar brottfar-
ir frá 3. maí og fram eftir hausti.
Almenn farseðlasala og þjón-
usta við einstaklinga er einnig sl-
vaxandi grein I starfsemi útsýn-
ar sem t.d. selur alla farseðla i
áætlunarferðum flugfélaga um
allan heim, á lægsta fáanlegu
veröi.
Útsýn hefur haldið upp á 25 ára
afmæli sitt með ýmsu móti, t.d.
ferðakynningum og skemmtun-
um tvisvar 1 mánuði á Hótel Sögu
við mikla aðsókn og vinsældir, en
aðalafmælishátföin mun fara
fram 13. aprll n.k.
1 tilefni afmælisins mun Útsýn
leggja sérstaka áherslu á, að
greiða fyrir ferðalögum ungs
fólks. 1 þvl tilefni er I undirbún-
ingi stofnun nýs feröaklúbbs
Útsýnar, sem nefnist „Klúbbur
25”, og er ætlaöur fólki á aldrin-
um 16-25 ára, sem vill kynnast
heiminum, skemmta sér, fræðast
og ferðast á menningarlegan
hátt. Auk ákveöinna Útsýnar-
ferða, þar sem meðlimir klúbbs-
ins fá 25 þúsund króna afslátt,
mun klúbburinn hafa forgöngu
um námsferðir og útvegun skóla-
vistar viö valda sumarskóla
erlendis og einnig gangast fyrir
skemmtunum og ferðakynning-
um meö listrænu ívafi, þar sem
ungt fólk kemur fram.
Fyrsta skemmtunin af þessu
tagi veröur næsta Útsýnarkvöld á
Hótel Sögu 30. þ.m. sem haldið
veröur I nafni „Klúbbs 25’