Þjóðviljinn - 09.04.1980, Page 3
Miðvikudagur 9. april 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Dauda-
slys á
Akur-
eyri
Banasiys varð á Akureyri á
föstudaginn langa. 15 ára gamall
piltur, Ragnar Ragnarsson til
heimilis að Skaröshlið 40 F, lést i
umferðarslysi.
Slysið varð um kl. 5 siðdegis á
gatnamótum Hamarsstigs og
Byggðavegar. Ragnar heitinn var
á bifhjóli og lenti i árekstri við
bifreið. Hann var látinn þegar
komið var með hann á sjúkrahús.
Iris Murdoch
í heimsókn
hér
Hinn þekkti breski rithöfundur,
Iris Murdoch, er stödd hér á landi
um þessar mundir ásamt eigin-
manni slnum, John Bayley, sem
er prófessor I enskum bókmennt-
um við Oxford háskóla, þar sem
hún kenndi einnig heimspeki áð-
ur. Þau hjón eru hér i stuttri
heimsókn i boði breska sendi-
herrans og með styrk frá British
Council.
John Bayley hefur samiö mörg
rit um bókmenntaleg efni, eink-
um skáldsagnagerð, rómantisku
stefnuna, Tolstoy, Pushkin og
Hardy. Iris Murdoch hefur ritað
um heimspeki og m.a. fjallað um
Sartre, auk þess að hafa samið
fjölda skáldsagna.
Þau hjónin munu taka þátt i
málstofuumræðum um skáld-
sagnagerö á vegum heimspeki-
deildar Háskóla íslands kl. 17.15
fimmtudaginn 10. april i stofu 201
i Arnagaröi. Umræðuefnið nefnist
„The Novel”.
Iris Murdoch mun siðan halda
fyrirlestur, einnig 1 boði heim-
spekideildar, kl. 17.15 föstudaginn
11. april I stofu 201 I Arnagarði.
Fyrirlesturinn nefnist „The Truth
of Art
Fyrirlesturinn og málstofu-
umræöurnar verða á ensku. öll-
um er heimill aðgangur.
A blaðamannafundi hjá FIDE i gær. Friörik ólafsson forseti FIDE fyrir enda borðsins en honum á
hægri hönd situr einn af varaforsetum FIDE, Campomanes frá Filipseyjum en hann var m.a. frægur
fyrir aö stjárna einvigi Kortsnojs og Karpovs á sinum tima. Til vinstri handar Friðriks eru þeir Sveinn
Jónsson gjaldkeri FIDE og Einar Einarsson forseti Skáksambands IsIands.ILjósm.: eik)
Framkvæmdaráð FIDE þingar í Reykjavik 10.-15. april:
Heimsbikarkeppní
í skák ákveðin
A fimmtudaginn hefst I Reykja-
vik fundur Framkvæmdaráðs
FIDE og er það I fyrsta skipti sem
hann er haldinn I Reykjavik.
Fjölmörg mál eru á dagskrá
fundarins og m.a. verður tekin
ákvörðun um heimsbikarkeppni
FIDE en hún mun byggjast á
stigakeppni á svipaðan hátt og
heimsbikarkeppni I skiðaiþrótt-
um.
I framkvæmdaráðinu eiga sæti
allir heistu embættismenn FIDE
og auk þeirra fjórir kjörnir full-
trúar og heiðursforsetinn dr. Max
Euwe.
Framkvæmdaráðið sem þingar
a.m.k. einu sinni á ári milli aðal-
þinga gegnir fyrst og fremst þvi
hlutverki að vera forsetanum til
trausts og halds um allar meiri
háttar ákvarðanir, úrlausn veiga-
mikilla verkefna sem og mótunar
stefnu I framtiðarmálefnum
FIDE.
Helstu verkefni sem liggja fyrir
fundinum nú eru fyrirkomulag
næstu heimsmeistarakeppni i
skák, heimsbikarkeppni FIDE,
höfundarrdttur I skák, ákvörðun
vegna Olympiuskákmótsins á
Möltu 1980, nýtt svæðafyrirkomu-
lag, inntökubeiðnir nýrra skák-
sambanda og fjáröflunarleiðir.
Friðrik Ólafsson sagði á Blaða-
mannafundi I gær en hann er sá
fyrsti sem hann heldur hér á landi
sem forseti FIDE og var haldinn I
nýjum húsakynnum sambands-
ins að Laugavegi 51 að hugmynd-
ir væru uppi að f jölga svæöum og
m.a. að gera Norðurlöndin að
einu skáksvæði en hingaö til hafa
þau verið með V-Þýskalandi,
Austurriki, Sviss og Israel.
Það er stjórn Skáksambands
Islands sem hefur haft veg og
vandað að undirbúningi og skipu-
lagningu fundarins. Hann verður
settur kl. 9.30 á fimmtudag.
Menntamáiaráðherra og Einar
Einarsson forseti Skáksambands
Islands flytja ávörp en Friðrik
Ólafsson stjórnar athöfninni og
setur þingið. — GFr
Vid viljum Volvo-vagna
segja starfsmenn SVR
Vagnstjóri hjá SVR kom með
eftirfarandi samþykkt ásamt
greinargerö á ritstjórn Þjóðvilj-
ans I gær, og skýrði frá þvl að all-
irbllstjórar SVR og starfsmenn á
verkstæði hefðu skrifað undir
samþykktina nema fjórir, fimm
menn,
Samþykktin hljóðar svo:
„Við teljum að hagsmunum
farþega, vagnstjóra og verk-
stæðismanna, og að ógleymdu
fyrirtækinu sjálfu, verði best
borgiö með þvi að tekiö verði til-
bóði Nýju Bflasmiðjunnar h.f. i
smlði yfirbyggingar og jafnframt
tilboði Volvo I undirvagna.”
Greinagerð:
„Akvörðun sú, sem stendur
fyrir dyrum um val vagna til
endurnýjunar á núverandi
vagnakosti, mun hafa langvar-
andi afleiðingar fyrir alla sem
hlut eiga að máli. Er það eindreg-
ið álit okkar að undir engum
kringumstæðum megi slaka á
gæðakröfum frá þvi sem verið
hefur þegar skal kaupa nýja
vagna, enda eru vagnar SVR nú
Þjóöviljinn hefur það eftir
áreiðanlegum heimildum að hjá
endurskoðunarskrifstofu Reykja-
vikurborgar liggi fyrir hag-
k v æ m n i ú t r e i k n i n g a r og
kostnaðarútreikningar á þeim
tveimur tegundum strætisvagna,
sem i notkun eru hjá SVR, Volvo
og Benz.
Samkvæmt upplýsingum Þjóð-
viljans er niðurstaða þessara út-
reikninga sú, aö áriö 1978 hafi
kostnaður við hvern Volvóvagn
verið um 22 krónum meiri fyrir
5-12 ára gamlir og þess að vænta
að endurbætur og tæknilegar
nýjungar hafi komið fram siðustu
ár. Framhald á bls. 13
hvern ekinn kilómeter en
kostnaöurinn við Benz og væri
kostnaðarmunur á ári þvi á að
giska 200 miljónir sem Benz væri
ódýrari I rekstri en Volvó væri
vagnaflotinn allur af einni tegund
á verðlagi dagsins I dag.
Þjóðviljinn mun leita staðfest-
ingar á þessu, en rétt er aö hafa I
huga, að að slepttum Ikarusvögn-
unum var tilboö Benz hagstæöara
en tilboð Volvo, sem forráða-
mönnum SVR er svo mikiö I mun
að festa kaup á þessa daga.-úþ
Er Benz-strætó ódýrari í rekstri?
200 miljóna
munur á ári
“I
Sendu skiparakettu inn i dagheimili i Stykkishólmi
Allur hópuriim Udur fyrir þetta
B
I segir forstöðumaöur Unglingaheimilisins
L
- Þetta er geysilega erfitt og
kemur niður á þeim, sem eru
saklausir i hópnum,og jafnvel
niður á krökkum, sem hér hafa
verið áður, sagði Kristján Sig-
urösson, forstöðumaður Ung-
lingaheimilis rlkisins,! gær, en
um helgina var tiundaö ræki-
lega I öllum fréttum, að tveir
piltar, búsettir á heimilinu,
heföu gert mikinn óskunda i
Stykkishólmi.
Strákarnir, sem hér um ræöir,
komu slðla vetrar á Unglinga-
heimilið út úr vandræðum eins
og flestir sem þangað koma, að
sögn Kristjáns. Þeim var treyst
til þess að fara með i árlega
páskaferð heimilisins og I þetta
sinn fór 9 manna hópur ásamt 3
starfsmönnum heimilisins vest-
ur á Snæfellsnes og dvaldi þar 4
nætur. Um eftirmiödag á laug-
ardag brutust þrir úr hópnum
inn I ýmsa skúra i Stykkishólmi
og seinna um kvöldið fóru þessir
tveir, 13 og 15 ára gamlir, i ó-
leyfi út og brutust inn I skýli
björgunarsveitarinnar. Þar
tóku þeir flugelda, sem þeir
kveiktu i,og fór einn þeirra inn
um glugga á dagheimili systr-
anna og kveikti I fatahengi.
Systurnar náðu fljótlega að
slökkva eldinn en ekkert barn
var á heimilinu þegar þetta
geröist. Talsvert tjón varð af
eldinum.
Ég ætla ekki að fara að draga
neitt úr þvi sem þarna geröist,
sagði Kristján, en ég býst viö að
það sé gert meira úr þvi en ella,
vegna þess að þeir eru héðan.
Það hefði t.d. ekki verið til-
kynnt, hvar þeir ættu heima,ef
þetta hefðu verið sonur minn og
sonur þinn, en menn ætlast eðli-
lega til þess aö krakkarnir séu
passaðir betur hér. Meðan Ung-
lingaheimilið er ekki rekiö eins
og fangelsi, heldur sem heimili
þar sem ákveðinn agi rikir,eig-
um við auðvitað eitthvaö þessu
likt á hættu, sagöi Kristján enn-
fremur. Ég hef hins vegar enga
trú á þvi að hægt sé að laga fólk
meö innilokun og hún veröur
varla tekin upp vegna þessa
atburðar. Hins vegar mun
liða nokkur timi þar til strákun-
um tveimur verður treyst til
þess aö fara út án fylgdar full-
orðinna, enda þeir oröið fyrir
miklum erfiöleikum vegna
þessa atburöar I hópnum, sem
liður allur fyrir framkomu
þeirra.
— AI.
Stjórn-
mála-
fundlr á
Norður-
landi
vestra
Alþýðubandalagið efnir til al-
mennra stjórnmálafunda á Sauö-
árkróki og Hvammstanga um
næstu helgi. Fundurinn á Sauðár-
króki veröur laugardaginn 12.
april og hefst kl. 4 e.h. I Villa
Nova, en fundurinn á Hvamms-
tanga veröur sunnudaginn 13.
april og hefst kl. 4 e.h. I félags-
heimilinu.
Ragnar Arnalds fjármálaráð-
herra hefur framsögu á fundinum
á Sauðárkróki, en Baldur Óskars-
son starfsmaður Alþýðubanda-
lagsins veröur auk Ragnars með
framsögu á fundinum á
Hvammstanga.
Fundir þessir eru öllum opnir,
frjálsar umræður veröa og fyrir-
spurnum svarað. — þm.
Skoðana-
kannanir
Þjóðviljinn hefur frengir af 6
nýjum skoðanakönnunum um
fylgi forsetaframbjóöenda og
hafa Vigdls Finnbogadóttir og
Guðlaugur Þorvaldsson mest
fylgi I þeim nema einni þar sem
Pétur Thorsteinsson er efstur.
Niðurstöður i skoðanakönnun
meðal starfsfólks i saltfiskverkun
Kaupfélags Austur-Skaftfellinga
á Höfn eru þær aö Guðlaugur fékk
3 atkvæði, Vigdis 8 en Albert 3.
Hjá Vegageröinni á Reyðarfiröi
fékk Vigdis 10 atkvæði, Pétur 6 og
Guðlaugur 5.
1 Sparisjóði Hafnarfjarðar fékk
Vigdis 16 atkvæði, Guðlaugur 10,
Albert 6 og Pétur 4.
1 Prentsmiðjunni Odda fékk
Guðlaugur 26 atkvæði, Vigdis 22,
Albert 8, Pétur log Rögnvaldur 1.
Hjá starfsfólki I Sigtúni fékk
Pétur 20 atkvæði, Guðlaugur 13,
Vigdis 8 og Albert 2.
Hjá starfsfólki Vlfilsstaðaspit-
ala fékk Vigdis 55 atkvæöi, Guö-
laugur 38, Pétur 6, Albert 4 og
Rögnvaldur 2. —-GFr
Félag bifreiðasmiða:
Styrkjum
íslenskan
iðnað
og byggjum yfir
Volvógrindur
Nýendurkjörin stjórn Félags
bifreiðasmiða hefur beint þvf til
þeirra aðila, sem nú huga að stór-
feildum vagnakaupum, að beina
viðskiptum til innlendra aöila til
þess að efla islenskan iðnað og
flýta fyrir frekari uppbyggingu
þessarar 50 ára starfsgreinar hér
á landi.
1 ályktun stjórnarinnar segir að
eðlilegt sé og nauðsynlegt stéttar-
innar vegna aö stuðlað sé að
smiði yfirbygginga á strætis-
vagna og langferðabila hér
innanlands. Bent er á aö gera
þurfi innlendum aðilum kleift að
fást við þau verkefni sem fyrir
liggja á hverjum tima og að verk-
efni séu skipulögö fram i timann,
þannig aö ekki verði um óeðlilega
dauða tima að ræða. Þá er enn-
fremur bent á aö leiörétta þurfi
tollakerfið, en eins og nú er eru
tollar langtum hærri af efni til
smiði yfirbygginga heldur en ef
efniö kemur unnið aö utan. Hér er
um hrópandi mismun aö ræða,
sem gerir yfirbyggingarsmiðj-
Framhald á bls. 13