Þjóðviljinn - 18.04.1980, Side 5
Föstudagur 18. aprll 1980 'þjóÐVILJINN — SIÐA 5
Fjögurra
daga
kókbann
i Svíþjóð
A miðvikudag hófst i
Sviþjóö fjögurra daga kók-
Ibann: þessa daga verður
kókakóla ekki framleitt og
þvi ekki dreift I Sviþjóð. Það
I’ eru fimm verkalýðssamtök
sem standa að þessu banni til
að fylgja eftir fordæmingu á
þeim ofsóknum á hendur
I’ verkalýðsfélögum i kóka-
kólaverksmiðjunni i Guate-
mala, sem mjög hafa verið á
t dagskrá að undanförnu.
IÞað er starfsfólk i mat-
vælaiðnaði og á veitingahús-
um sem einkum stendur að
, banninu, en, samtök
Iverslunarfólks og flutninga-
verkamanna hafa og lagt
þessu máli lið. Samtök
, verslunarmanna hafa hvatt
Imeðlimi sina til að selja ekki
kók, en smákaupmenn selja
áfram gosdrykkinn af birgð-
, um sinum.
ITalsmenn Prippsverk-
smiöjunnar, sem framleiðir
kók i Sviþjóð,halda þvi fram,
, að bann þetta muni ekki hafa
Iönnur áhrif en þau, að bæta
hag keppinauta eins og pepsi
kóla. I sænska stórblaðinu
.Dagens nyheter var fjallað
Ium mál þetta i leiðara og
sagt sem svo, að þótt
eigendur Pripps geti ekki
• ráðið þvi sem gerist i Guate-
Imala, þá sé verksmiðjan
samt hluti af þvi kókveldi
sem full ástæða sé til að veita
•nokkra ráðningu.
L____________________iá5.
Heima er best
Út er komið mars-hefti tima-
ritsins Heima er bezt, sem er
„þjóðlegt heimilisrit” og kemur
út mánaðarlega. Meðal efnis er
forsiðuviðtal við Soffiu Gisla-
dóttur frá Hofi i Svarfaðardal,
frásögn eftir Svein frá Elivogum
ásamt mörgum öðrum frá-
sögnum, ljóðum, framhaldssögu,
bókadómum og fleiru.
Forsœtisráðherra gagnrýnir harðlega
stjórnarandstöðuna í Sjálfstœðisflokknum:
Flytja tillögur er
auka verdbólguna
þing$|á
Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráðherra gagnrýndi harðlega á
Alþingi I gær stjórnarandstöðuna
I Sjálfstæðisflokknum fyrir þær
tillögur sem hún hefði kom fram
með til lausnar verðbólguvand-
anum.
Forsætisráðherra minnti á að
stjórnarandstaðan i Sjálfstæöis-
flokknum hefðilagt til að minnka
tekjur rikissjóös og auka jafn-
framt útgjöld rikisins. 1 reynd
hefði meirihlutí þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins aðeins lagt fram
eina tillögu um lækkun rikis-
útgjalda og sú tillaga hefði frekar
getað stuölað að aukinni verö-
bólgu frekar en draga úr henni.
Tillaganhefði falist i þvl að lækka
niðurgreiöslur á búvöru um 5
miljarða. Forsætisráðherra benti
Tillögur stjóraarandstæðinga f
Sjálfstæðisflokknum eru til þess
fallnar að magna verðbólguna.
áaðlækkun niðurgreiðslna myndi
leiða til hækkunar framfærslu-
kostnaðar og þar með hækkunar
verðbðtavisitölu um nokkur
prósent. Lækkun niðurgreiðslna
og hækkun framfærsluvfsitölu
samhliöa halla á rikissjóði myndi
vitaskuld leiöa tíl aukinnar verð-
bólgu.
Þd gagnrýndi forsætisráðherra
þær blekkingar sem stjórnarand-
staöan hefði haldið uppi varðandi
aðgerðir rikisstjórnarinnar I
skattamálum. Stjórnarandstaðan
reyndi að telja fólki trú um að
rikisstjórnin hefði i hyggju stór-
kostlegar skattaþyngingar. Sagði
forsætisrdðherra að samkvæmt
þeim skattstiga sem nú lægi fyrir
þinginu væri ljóst að hjá meðal-
fjölskyldu með almennar launa-
tekjur myndu skattarnir hlut-
fallslega lækka verulega. Hlutfall
skatts af tekjum yrði lægra
heldur en verið hefði I mörg ár
t.d. hjá hjónum meö tvö börn er
hefðu almennar launatekjur. þm.
Kratar með hótanir varðandi eldhásdagsumræður:
Andvígir því aö Gunnar
fái sérstakan ræöutíma
Þingmenn Alþvðuf lokksins,
þeir Sighvatur Björgvinsson og
Kjartan Jóhannsson, gáfu I gær
yfirlýsingar á Alþingi sem vart
verða skildar öðru visi en svo að
Alþýðuflokksmenn ætli að reyna
að hindra að Gunnar Thoroddsen
forsætisráðhérra geti tekið til
máls við eldhúsdagsumræður er
verða á Alþingi nokkru fyrir þing-
slit.
Samkvæmt þingsköpum skal
útvarpa á hverju þingi al-
mennum stjórnmálaumræðum,
svokölluðum eldhúsdagsum-
ræðum,og i þeim umræðum eiga
fulltrúar þingflokkanna rétt til
þátttöku. Óliklegt er talið aö
Gunnar Thoroddsen forsætisráð-
herra verði tilnefndur ræðu-
maður af hálfu þingflokks Sjálf-
stæðismanna og getur þvi sú
staða komið upp að forsætisráð-
herra geti ekki tekið þátt i slikum
umræðum. I umræðum á Alþingi i
gær sagði forsætisráðherra að
vegna þeirrar sérkennilegu stöðu
er nú væri i stjórnmálum landsins
(þ.e. aðeins hluti Sjálfstæðis-
flokksins styður rikisstjórnina)
þá væri eðlilegt að veita afbrigði
frá þingsköpum varðandi þessar
umræður og þannig tryggt að for-
sætisráðherra, oddviti rikis-
stjórnarinnar, gæti tekið til máls.
Aðurgreindir þingmenn
Alþýðuflokksins sögðu að Gunnar
Thoroddsen væri i þingflokki
sjálfstæðismanna og þvi væri það
þess þingflokks að meta hvort
forsætisráðherra fengi að taka
þátt i umræðum sem þeirra full-
trúi.
Urðu orð þeirra vart skilin
öðru visi en svo að þeir myndu
ekki samþykkja að forsætisráö-
herra yrði veittur sérstakur timi
til ræðuhalda með afbrigöum frá
þingsköpum. Mátti á þing-
mönnum Alþýðuflokksins heyra
að þeir teldu eðlilegast að for-
sætisráðherra og hans stuðnings-
menn mynduðu sérstakan þing-
flokk, þvi þannig væri þeim
fullkomlega tryggður réttur til
þátttöku I eldhúsdagsumræð-
unum.
Þvi má bæta við að i útvarps-
umræðum um þingmál eins og
t.d. skattamál er verða eftir
helgi, þá er forsætisráðherra i
sömu stöðu og hér hefur verið
lýst. Þó að hann sitji i efri deild
þar sem umræðan fer fram þá
mun hann ekki taka til máls, þvi
hann hefur ekki verið tilnefndur
ræðumaður af hálfu neins þing-
flokks. Forsætisráðherra hefur
reyndar lýst þvi yfir að hann óski
ekki eftir þvi sérstaklega að taka
þátt I þeim umræðum, þó að hann
muni hins vegar leggja á það
áherslu að tala i eldhúsdags-
umræðunum er verða siðar.
—þm
Guðrún Hallgrimsdóttir
Guðrún
Hallgríms-
dóttir
tekur sœti
á Alþingi
Guðrún Hallgrimsdóttir
matvælaverkfræðingur tók i
gær sæti á Alþingi i forföllum
ólafs Ragnars Grimssonar
sem dvelur erlendis i opin-
berum erindagjörðum.
Guðrún Hallgrimsdóttir er 1.
varaþingmaður Alþýðu-
bandalagsins i Reykjavik og
hefur hún ekki áður setiö á
Alþingi.
Þá tók Sigurlaug Bjarna-
dóttir einnig sæti á Alþingi i
gær i forföllum Þorvaldar
Garðars Kristjánssonar sem
er erlendis I opinberum
erindagjörðum. Sigurlaug
hefur setið siðustu vikur á
Alþingi i forföllum Eyjólfs
^ Konráðs Jónssonar. -þm ^
Ördabók
Blöndals
ljósritud
lslensk-dönsk orðabók eftir
Sigfús Blöndal (Rv. 1920-24) hefur
sem kunnugt er veriö ófáanleg
um árabil, en veröur nú
Ijósprentuð að nýju og er væntan-
leg á markað með haustinu.
Bókin er 1098 bls. og verður
bundin I tvö bindi.
Þeir sem gerast áskrifendur aö
ljósprentinu á næstu mánuðum fá
það á lægra veröi en aörir.
Verðtil áskrifenda er 40 þúsund
Ný búgrein á Islandi:
Ræktun feldfjár
Búnaðarfélag tslands hefur
ákveðið, að höfðu samráði við
Stéttarsamband bænda og Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins, að
hefja skipulega ræktun feldf jár til
framleiöslu á pelsgærum. Tilefni
þessarar ákvörðunar er, að tals-
veröir möguleikar eru á þvl að fá
hærra verö fyrir gráar gærur ef
hægt er að bjóða þær sem pels-
gærur.
Sveinn Hallgrimsson, sauðfjár-
ræktarráöunautur Búnaðarfélags
tslands, hefur sett fram tillögur
um markmið, ræktunaraðferðir
og skipulag framkvæmda. Þar
leggur hann áherslu á að nota i
ræktuninni svart og grátt fé.
Stofnuð ver.ði 10-15 feldfjár-
ræktarfélög, sem starfi sam-
kvæmt búfjárræktarlögum. Valin
sérstök afmörkuð svæði, þar sem
feldfjárrækt verði stunduð.
Islenski fjárstofninn hefur ekki
þá eiginleika i gæru, sem eru
aðaleinkenni á góðum pelsgær-
um, þ.e. lokk, eins og t.d. gæran
af Gotlandslambinu sænska. Þó
er talið aö rækta megi á tiltölu-
lega skömmum tima þennan
eiginleika i fjárstofninn, þvi alltaf
koma fyrir einstaklingar I
islenska fjárstofninum, sem gefa
gæru með góðan lokk. Aðalein-
kenni góðrar pelsgæru eru:
Lokkamyndun, gljái og hreinn lit-
ur. Einnig er mikilsvert að gæran
sé létt miðað við stærð.
-mhg
Kristján
Helga
Garðar
SAMEINING 1. MAI
gegn undanslætti — til baráttu
Baráttu- og skemmtifundur
verður haldinn 20. apríl n.k.
kl. 13.30 að hótel Borg
Fundarstjóri: Kristján Guðlaugsson kennari
Avörp flytja:
Helga Jóhannesdóttir, félagsráðgjafi,
Garðar Norðdahl, rafsuðumaður,
Hjálmtýr Heiðdal, teiknari.
Pétur Pétursson mun segja sögu úr stéttabaráttunni.
Þorlákur Morthens, Kristján Guðlaugsson, Torfi
Hjartarson og Þorvaldur Árnason mjnu syngja og
standa fyrir söng.
Framkvæmdaráð Sameiningar 1. mai.
Hjálmtýr