Þjóðviljinn - 01.05.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.05.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. mai 1980 UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis L tgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvænidastjóri: EiÖur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Ölafsson Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir. Auglýsingastjóri: Þorgeir ölafsson. úmsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson Rekstrarstjóri: Úlfar þormóÖsson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús'H. Gísiason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson útlit og hönnun: GuÖjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson, Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa -.Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristín Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. liúsmóöir: Jóna SigurÖardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halia Páisdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavfk, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Vonlaus lausn? • Mörgum manninum hef ur sjálfsagt brugðið í brún er hann las forsíðufrétt Þjóðviljans i gær. Þar segir að meðaltaxtakaup verkafólks í verksmiðjuiðnaði fyrir átta stunda vinnudag sé rúmar 263 þúsund krónur á mán- uði. Meginhluti þessa fólks nýtur lítilla hagsbóta af ákvæðisvinnukref um eða launaskriði (óumsömdum kauphækkunum á samningstíma) og á ekki kost á veru- legri yfirvinnu. Taxtakaupið er þvi að verulegu leyti hárréttur mælikvarði á raunverulegt mánaðarkaup. • í orði eru allir sammála um að það sé forgangsverk- efni í kjarasamningum að bæta kjör þess fólks sem býr við þvílík launakjör, og auðvitað eru f jölmennir hópar innan annarra landssambanda en iðnverkafólks sem svipað er ástatt um. Þó er áratuga reynsla fyrir því að hvað harðsóttast er að ná f ram kjarabótum tii láglauna- hópanna. Þeir eru f jölmennir og aðrir hópar launafólks sem hlutfallslega eru betur settir hafa átt auðvelt með að tryggja sér sama skerf og láglaunahóparnir og oft ríflega það. • Það væri mikill ósigur ef sú samstaða sem ríkir um að rétta hlut láglaunahópanna riðlaðist i kapphlaupi um krónur og aura. Styrkur verkalýðshreyfingarinnar myndi vaxa að miklum mun ef tækist að reka burt sund- urlyndisf jandann og lyfta kjörum láglaunafólks svo um munar. Jafnvel þótt það kynni að hafa í för með sér ein- hvern undanslátt frá ýtrustu kröfum fyrir hina fjöl- mennu meðaltekjuhópa. óánægja láglaunafólks með kjör sin má ekki snúast upp í vonleysi: Það getur skipt sköpum fyrir baráttuþrek verkalýðshreyfingarinnar í framtiöinni hvort láglaunafólkið sannfærist í samning- um um samstöðu félaganna í hreyfingunni. • Ekki síst er slik samstaða nauðsynlegri nú en nokkru sinni f yrr vegna þvergirðings og óprúttinna vinnubragða atvinnurekenda sem af fremsta mætti reyna að éfla sundrungu í röðum launafólks. Eftir hörkuna og verk- bannshótanir í kjölfar mannaskipta í valdastöðum vinnuveitendasambandsins er nú beitt smeðjulegu tali um velferð láglaunahópanna og samstöðuleysi innan um verkalýðshreyfingaarinnar. Á sama tíma neita at- vinnurekendur að ræða leiðréttingar á kjörum láglauna- fólks. Verkalýðshreyfingin þarf að koma atvinnu- rekendum i skilning um vilja sinn með markvissum að- gerðum á næstu vikum. -ekh Aukin samneysla • „Það koma engir félagsmálapakkar í stað launa- hækkana, það f innur fólk á eigin kroppi. Engin þörf er að velja á milli, þvi hvort tveggja er nauðsyn", segir Stúdentaráð Háskóla Islands í 1. maí ávarpi. Þessi skoð- un heyrist ærið of t í kjaramálaumræðu í seinni tíð. Undir það skal tekið að þorri launafólks er ekki of haldinn í launum og þyrfti sannarlega launahækkun til þess að standa undir húsnæðiskaupum, stóraukinni vaxtabyrði, daglegri neyslu, bíl og sólarlandaferðum. • En afskaplega er þetta viðhorf í litlu samræmi við reynsluna af verkalýðsbaráttu síðustu áratuga. Hver einasti áfangi sem náðst hef ur í þeirri viðleitni að auka réttindi og félagslegt öryggi verkafólks hefur kostað baráttuog fórniraf hálfu launafólks. I engan tímahefur verkafólk getað innleyst ávísanir á reikningi félagslegs réttlætis hjá stjórnvöldum baráttulaust, enda kosninga- úrslit aldrei verið krafa meirihluta launafólks í landinu um skilmálalaust jafnréttisþjóðfélag. • Þeir sem telja að félagslegar umbætur geti á engan hátt komið í stað launahækkana líta f ramhjá þeirri stað- reynd að veigamiklir þættir í lífskjörum aljDýðufólks í dag eru til komnir vegna kjaralegra fórna baráttu- manna á liðinni tíð. Atvinnuleysistryggingajóður, hús- byggingr Framkvæmdanefndar byggingaráætlunar og afnám söluskatts á matvælum eru nokkur dæmi og þau mætti lengi telja. Fyrirhyggja fyrir morgundeginum er aðall sannrar verkalýðsbaráttu og á stundum skýlausan forgang fram yfir neyslukröfur dagsins. • I stefnuyf irlýsingu ASI kemur f ram að meginmark- mið verkalýðshreyf ingarinnar er að berjast fyrir frelsi, jöfnuði og réttlæti. Réttlát tekjuskipting, afnám mis- mununar milli starfshópa í vinnutima, aðbúnaði,orlofs- tíma, tryggingum og öðrum félagslegum ef num og raun- verulegt jafnrétti kynjanna eru þar meðal höfuðmála. Kröfur ASÍ á félagslega sviðinu eru í fullu samræmi við yf irlýsta stef nu þess að ef la beri þá sarrmeyslu „sem á virkari hátt en einkaneysla tryggir lífskjör og félags- lega aðstöðu alþýðufólks". Framgangur þeirra krafna er vissulega nokkurra króná virði. -ekh Beita verður samræmdum virkum aðgerðum til efnahags- legrar endurreisnar. Það er skoðun Alþjóðasam- bands frjálsra verkalýðsfélaga að „Heimsþróunar áætlun” sé nauösynleg til að styðja viðleitni þróunarlanda til að efla iönað sinn og byggja upp innanlands- markaði. Gagnkvæmir hagsmunir ríkja og meginlanda eru rökréttur grundvöllur fyrir kröfunni um að koma á nýrri skipan efna- hags- og félagsmála. An þess verður ekki nað auknum llfs- gæðajöfnuöi milli norður- og suöurhvels jarðar. Það er óhæfa, að á okkar timum skuli miljónir karla, kvenna og barna i heiminum líða hungur og búa við sárustu örbirgö. Alþjóðleg hreyfing frjálsra verkalýðsfélaga mun halda áfram á braut raunhæfrar al- þjóðlegrar samstöðu til þess að koma á félagslegu réttlæti og útrýma örbirgð og hungri. E.t.v. hefur aldri verið brýnni þörf en nú aö að tryggja virð- ingu fyrir mannréttindum og rétti verkalýðshreyfingarinnar hvarvetna i heiminum. Ekki liður dagur, án þess að berist fregnir, á annan bóginn af aögeröum til að hefta skoöana- frelsi, af útlegðardómum, fang- elsunum, pyntingum, ógnunar- herferðum og moröum, og á hinn bóginn af gislatöku og Samstaða um frelsi og félagslegt réttlœti Fyrsta mai i ár eru liöin 90 ár frá fyrstu opinberu kröfugöngu verkafólks 1. mai, til aö árétta kröfur sinar um betri kjör og vinnuaðstæður og til að öðlast og auka lýðræðisleg réttindi. Oft eru rifjaöar upp skot- árásir, fangelsanir og aðrar þvingunaraögeröir gegn þeim verkamönnum sem fylktu sér i kröfugöngu i mörgum löndum fyrir 90 árum. t flestum þessara landa hefur réttur verkalýös- félaga nú verið tryggður með alþjóðlegum reglum og samn- ingum. En verður fólki i þeim löndum ekki hugsað til þeirra miljóna verkamanna i Suður-Ameriku og Suöur-Afriku, svo dæmi séu tekin, sem daglega leggja lif sitt i hættu i baráttunni fyrir grund- vallaratriðum lýðræöis? Verður fólki ekki hugsað til þeirra miljóna verkamanna i A-Evrópu sem ekki eru frjálsir að þvi að vinna að málefnum sinna verkalýðsfélaga á þann hátt sem þeir kysu að gera og enn verða oft að hverfa i skugg- ann fyrir hersýningu 1. mai? A baráttudegi verkalýösins 1. maí, má hvorki gleyma sögu- legri framvindu né rikjandi ástandi i heiminum. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga sem hefur innan vébanda sinna 70 milj. launþega, itrekaöi enn einu sinni fyrir nokkrum mánuðum i samráði við 127 aðildarfélög sin i 89 þjóðlöndum hver væru bar- áttumál alþjóðlegrar frjálsrar verkalýöshreyfingar. — Hún berst: % gegn fátækt, skorti og hungri £ gegn ófrelsi, harð- stjórn og ofbeldi ^ gegn hatri, styrjöldum og vígbúnaðarkapp- hlaupi Með alþjóðlegri samstööu munu verkamenn innan raða / Avarp Alþjóöasambands frjálsra verkalýðsfélaga 1. maí 1980 frjálsra verkalýðsfélaga berjast hlið við hliö til að ná þeim mark- miðum sem fram eru sett i yfir- lýsingu Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga um forgangsverkefni niunda ára- tugsins. Meginmarkmiðin eru full at- vinna, útrýming örbirgðar úr þriöja heiminum og að tryggt verði að virt séu grundvallar- atriði lýðræðis um heim allan. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga hefur lagt fram tillögur um hvernig mæta skuli efnahagskreppunni i heiminum og koma á nýrri skipan I efna- hags- og félagsmálum. Almennt rikir mikil svartsýni varðandi atvinnu- og efnahags- ástand. A það sjónarmiö er litið sem þögla viöurkenningu á að þær stefnur sem hingaö til hefur verið fylgt i þeim málum séu haldlausar. Rétturinn til vinnu er grund- vallar mannréttindi! Til þess að tryggja þau mann- réttindi veröa stjórnvöld aö fá aukna möguleika til aö hafa áhrif S gang mála, innan ramma heildaráætlunar. Varð- andi allan undirbúning og fram- kvæmdir i þeim efnum er fhlut- unaraðstaða verkalýðshreyf- ingarinnar nauðsynleg. Stjórn og skipulag efnahags- mála hafa slik áhrif á lif ein- staklinga að ófært er aö banka- stjórar, hluthafar og iðnjöfrar ráðskist einir með þá þætti. A sama hátt er brýnt að hafa sterka lagalega stjórn á starf- semi fjölþjóðafyrirtækja. öðrum aðgerðum sem leiða til glæpastarfsemi. Ekki liður dagur án þess að einræðisherrar, hvort sem þeir eru hernaðarlegir, borgaralegir eða konunglegir, misbeiti valdi sinu i einum eöa öðrum hluta heimsins, til þess að þagga niöur i óþægilegum baráttu- mönnum fyrir mannréttindum, verkalýðsleiðtogum eða póli- tiskum andstæðingum. Alþjóöasamband frjálsra verkalýösfélaga fordæmir slikar aðgerðir harðlega. Það mun i samvinnu við svæðasam- bönd sin, aðildarfélög og alþjóð- leg sérgreinasambönd, beita öllum ráðum til þess að tryggja aö öll þjóðþing og rikisstjórnir staðfesti mannréttindasáttmál- ann innan skamms. Það veröur aö hafa virkt alþjóðlegt eftirlit með framkvæmd ákvæða sátt- málans, svo aö mannréttindi séu að fullu tryggö með öllum þjóðum. Þannig verður einnig alltaf og alls staöar að tryggja frelsi verkalýðsfélaga og pólitiskra samtaka i samræmi viö sam- þykkir Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar. Aöeins það umhverfi, sem leyfir mannsandanum að þrosk- ast á fr jálsan hátt og veitir frelsi til aö tjá sannfæringu slna og skoöanir, getur oröið grund- völlur vonarinnar um að koma á friði I heiminum. Aðeins alþjóðleg samstaða allra verkamanna, sem trúa á stefnu frjálsrar verkalýðshreyf- ingar og fylkja sér innan raða hennar, getur þrátt fyrir allan mótbyr komið á þvi umhverfi frelsis og félagslegs réttlætis, sem Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga hefur barist fyrir frá þvi að það var stofnað. Hinn hefðbundna baráttudag verkafólks 1. mai munu verka- menn um heim allan fylkja sér um vigorðin „Brauð, Friður og Frelsi”. Lengi lifi 1. mai og samstaða alþjóðlegrar verka- lýðshreyfingar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.