Þjóðviljinn - 01.05.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.05.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 1. mai 1980 AFMÆLISKVEÐJA Jón Böðvarsson skólameistari 50 ára á morgun Fimmtugur verður á morgun 2. mai Jón Böðvarsson skólameist- ari Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Jón er fæddur Reykvikingur og varð stúdent frá M.R. og cand. mag. i islenskum fræðum frá Há- skóla Islands 1964. Foreldrar Jóns eru þau sæmdarhjónin Böðvar Stephensen Bjarnason húsasmiðameistari i Reykjavik og kona hans Ragnhildur Dag- björt Jónsdóttir. Kona Jóns er Guðrún Erla Björgvinsdóttir. Þaö er ekki gjörlegt i stuttri af- mæliskveðju aö gera grein fyrir störfum Jóns Böðvarssonar, svo litrikur er starfsferill hans og persónuleiki, enda þegar orðinn þjóðkunnur maður bæði á sviöi mennta- og félagsmála. Við stofnun Fjölbrautaskóia Suðurnesja árið 1976 var Jón Böðvarsson ráöinn skóiameistari hans. Skólanefndin gerði sér strax ljóst að starf skólameistara við þennan skóla yrði ekki létt. Aö honum standa sjö sveitarfélög á Suðurnesjum en þar búa nú um 13 þúsund manns. Jón Böðvarsson má telja einn af frumkvöðlum fjölbrautaskóla- kerfisins hér á landi. Það var þvi mikið lán fyrir Suðurnesin að fá hann til starfa þegar þeir eygðu langþráða lausn á framhalds- skólamenntun á Suðurnesjum. Það kom fljótlega i ljós aö ýmsir erfiðleikar urðu á vegi hins nýstofnaða skóla, svo sem skort- ur á húsnæði undir skólastarfiö. Hefur kennsla því orðið að fara fram aö töluveröum hluta i leigu- húsnæði all f jarri skólanum. Með miklum áhuga og dugnaði skóla- meistara hefur þó skólastarfið tekist með ágætum þrátt fyrir ýmsa byrjunarerfiöleika, og nú eygjum við Suðurnesjamenn þann möguleika, að úr rætist I húsnæöismálum skólans. Það er ósk okkar og von að við getum fengið sem lengst aö njóta hæfi- ieikamannsins Jóns Böðvars- sonar við menntun æskufólks okkar, og að okkur takist að búa honum svo I haginn, að hæfni hans geti notið sin sem best um ókomin ár. Jón tekur á móti gestum I Safnaðarheimili Innri-Narðvfkur frá kl. 4—6 laugard. 3. mai n.k. Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja; Gunnar Sveinsson, Ingvar Jóhannsson, Jón Hólmgeirsson, Hreinn Ásgrimsson, Eggert Ólafsson, Ómar Bjargþórsson, Sævar Guöbergsson. J árniðnaðarmenn Fjölmennið í kröfugöngu verkalýðsfélag- anna og takið þátt í hátíðahöldum dagsins. Gleðilega hátíðí Félag járniðnaðarmanna 1. mai kaffi Svalanna í Súinasal Hótel Sögu, opnað kl. 14. Glæsilegt hlaðborð Tlskusýningar kl. 14.30 og 15.30. Skyndihappdrætti. Glæsilegir vinningar Allur ágóöi rennur til Ifknarmála. Svöiukaffi svfkur engan. Svölurnai; félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja. Sendum viðskiptavinum vorum, starfsfólki okkar og öðru vinnandi fólki til lands og sjávar bestu kveðjur i tilefni dagsins. EIMSKIP SIMI 27100 * UTBOÐ Hitaveita Hafnarhrepps óskar eftir tilboð- um i langningu 2. áfanga hitaveitudreifi- kerfis. útboðsgögn verða afhent á skrif- stofu Hafnarhrepps Hafnarbraut 27 Höfn Hornafirði og á verkfræðistofunni Fjarhit- un h/f Alftamýri 9 Reykjavik gegn 50.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hafnarhrepps Hafnarbraut 27 Höfn Homafirði 13. mai 1980 kl. 11 f.h. Þroskaþjálfaskóli Islands auglýsir inntöku nemenda skólaárið 1980-1981 Nemendur skulu hafa lokið a.m.k. 2ja ára námi i framhaldsskóla. Æskilegt er að umsækjendur hafi starfað 4—6 mánuði á stofnun þar sem þroska- heftir dveljast. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skól- ans. Umsóknir skal senda til Þroska- þjálfaskóla íslands, pósthólf 261, 202, Kópavogi. Umsóknarfrestur er til 30. mai n.k. Skólastjóri Blikkiðjan Asgaröi 7, Garöabæ önnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboö SIMI53468 Munið 1. maí-kaffl ABR Alþýðubandalagsins íReykjavík kl. 3 á Hótel Borg að lokinni göngu 'B og útifundi. Stutt ávörp flytja: Wj ■ Sigurður G. Tómasson borgarfulltrúi og Ásmundur Hilmarsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.