Þjóðviljinn - 01.05.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.05.1980, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 1. mai 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 i n 1 $»#***« ÍMíSŒSt—J ||| 1 's M W&TwS&k 'W-' | ■t\ | Friörik: Tilbúnir I verkfall. Menn ordnir langþreyttir segir Fridrik Oddsson tœkjamaður t tækjasalnum hjá Bæjarútgerö Hafnarfjaröar hittum viö fyrir Friörik Oddson og spuröum hann álits um stööuna I kjaramálunum. — Ég veit ekki hvaö ég á aö segja. Menn eru orönir nokkuö langþreyttir eftir samningum. — Tilbúnir I verkfall kannski? — Já, þaö held ég alveg örugg- lega, og þaö má sjálfsagt fara aö búast viö einhverjum frekari ákvöröunum hjá verkalýösfélög- unum hvaö úr hverju. — Hvaö hafiö þiö i bónus i tækj- unum? — Þaö er yfirleitt milli 10-15 þúsund á dag, en fer þó stundum niöur I fimm þúsund krónur. — Er mikiö rætt um kjaramálin á vinnustaönum? — Nei, þaö get ég ekki sagt. Hérna i tækjunum vinna mest ungir strákar og hugsa sjálfsagt flestir um eitthvaö annaö en kjaramálin. Þó veröur maöur var viö aö umræöan er aö aukast síö- ustu dagana. Fásinna ad skerða verðbætur segir Margrét Albertsdóttir verslunarmaður Mér ltst illa á þetta allt saman miöaö viö hvaö verölag hækkar ört og sýnist rikisstjórnin ekki ætla aö ráöa viö þetta. Ég verö mjög vel vör viö hækkanirnar af þvi aö ég vinn hér i verslun og þar aö auki er ég nýbúin aö ferma og kynntist þá heldur betur dýrtlö- inni, sagöi Margrét Albertsdóttir verslunarmaöur I Hagkaup er Þjóöviljamenn svifu á hana þar innfrá. Margrét sagöist vera búin aö vinna viö þetta starf I tæp 5 ár og hafa tæpar 300 þúsund krónur i fastakaup en meö þvi aö vinna fram eftir á föstudagskvöldum og á laugardagsmorgnum fer kaupiö I 400 þúsund krónur á mánuöi. Hún er meö þriggja manna fjöl- skyldu og er á mörkum aö endar nái saman. ,,Ef nokkrir dagar falla úr viö Margrét Albertsdóttir: Fasta- kaupiö eftir 5 ára starf eru tæpar 300 þúsund krðnur á mánuöi. (Ljósm.: gel). vinnuna er allt i voöa og tel ég aö viö mættum illa viö verkfalli. Ég er þar aö auki þeirrar skoöunar aö vonlaust veröi aö vinna upp tekjutapiö af verkfalli þó aö nokkrar kjarabætur fengjust — a.m.k. löngu verkfalli:’ Margrét taldi þaö fásinnu aö skeröa veröbætur hiö minnsta eins og veröbólgubáliö er núna. — GFr Skattadæmið óljóst ennþá segir Svanur Jóhannesson bókbindari ,,Mér viröist kaupmátturinn veröa minni og minni fyrir venju- legt heimili en hef ekki ennþá getaö áttaö mig á hvernig þetta kemur út meö skattana, sagöi Svanur Jóhannesson bókbindari hjá Bókfelli i Kópavogi er Þjóö- viljinn náöi tali af honum þar i gærdag. Svanur sagöi aö bókbindarar ynnu einungis timakaupsvinnu en vegna yfirborgana væri ómögu- legt aö segja hver væru meöal- kjör þeirra. Þaö væri mjög mis- munandi frá verkstæöi til verk- stæöis. Æskilegt væri náttúrlega aö jafna þessi kjör meö samningum. „Ég er ekki tilbúinn til aö segja hvort ég vil fara út i verkfall. Þaö fer eftir þvi hvaö er komiö aö landi i samningum þegar þar aö kemur og ég tek þaö fram aö þar kemur ýmislegt annaö til greina Svanur Jóhannesson bókbindari: Ýmislegt annaö kemur til greina en beinar kauphækkanir (Ljósm.: gel). heldur en beinar kauphækkanir”, sagöi Svanur. Hann sagöi aö sér litist engan veginn á þær tillögur atvinnurek- enda aö skeröa veröbætur og reikna þær aöeins út tvisvar á ári. Kaupmátturinn yröi helst aö halda sér. —GFr Fulltrúaráö verkalýðsfélaganna i Reykjavik, Bandalag starfsmanna rikis- og bœja og Iðnnemasamband Islands: 1. maí ávarp 1980 i. 1. maí 1980 fylkir reykvísk alþýða liði til sóknar í baráttu fyrir bættum kjörum og réttindum. Að undanförnu hefur kaupgeta rýrnað stig af stigi af völdum verð- bólgu og skertrar vísitölu. Jaf nhliða er verkafólki ætlað að bera enn frekari byrðar með auknum sköttum. Þessari óheillaþróun verður að snúa við, auka þarf nú þegar kaupmátt og knýja fram auknar félagslegar umbætur. Samningar hafa verið lausir um langt skeið. Hógværum kröfum verkalýðs- samtakanna svara atvinnurekendur og ríkisvald með neitun og kref jast at- vinnurekendur auk þess að kjör launa- fólks verði enn skert. Umrót á stjórnmálasviðinu síðustu misseri hafa enn aukið á óvissuna í efnahags- málum. II. 1. maí 1980 fylkir reykvísk alþýða sér til baráttu gegn þeim stöðuga áróðri sundrungar-og afturhalds- aflanna. að kauphækkanir láglauna- fólks séu undirrót þeirrar óðaverð- bólgu, sem þjakar almenning í land- inu. Verkalýðshreyfingin berst ekki fyrir því að fleiri verðminni krónur fáist í launaumslagið. Markmiðið er aukinn kaupmáttur. 1. maí 1980 leggur reykvísk alþýða áherslu á þessar kröfur: • Tekjujöfnun, samræmd og réttlát launastefna. ^ óskert framfærsluvísitala á öll laun. • Réttlátt skattakerfi, skattleysi láglaunafólks. • Verðtryggður lifeyrissjóður allra landsmanna. Jafnrétti i lífeyris- málum. ^ Auknar atvinnuleysistryggingar til alls launafólks. % Aukið fæðingarorlof til allra foreldra. 0 Launagreiðslur til foreidra í veik- indum barna. • Næg og góð dagvistunarheimili fyrir öll börn. • Stórauknar félagslegar ibúða- byggingar. • Stórbætt verkmenntun, aukinn stuðningur við fræðslustarf alþýðu og símenntun. • Atvinnulýðræði — aukin áhrif verkafólks. • óskertur samnings- og verkfalls- réttur til alls launafólks. ^ Bætt vinnuumhverfi — öryggi á vinnustað. • Aukið öryggi sjómanna — aukin réttindi í slysa- og veikindatilfell- um. ^ Bættkjör farandverkafólks. Reykvísk alþýða fylkir liði til stuðn- ings við kröfur samtaka sinna um félagslegar úrbætur og aukna kaupgetu. Verkafólk á rétt á mannsæmandi launum fyrir 8 stunda vinnudag. íslenskt atvinnulíf verður aðtryggja sókn til framfara og bættra lífskjara. Samræmd efnahagsstefna, skipulögð fjárfesting, markviss at- vinnuuppbygging og skynsamleg nýt- jng auðlindanna er undirstaða efna- hagslegra framfara í þágu íslenskrar alþýðu. III. 1. maí 1980 fylkir reykvísk alþýða sér til baráttu í nafni alþjóðlegrar samstöðu alls launafólks. Meiri hluti mannkyns býr enn við hungur, kúgun og fáfræði. Mikilvægur þáttur í baráttu íslenskrar verkalýðshreyf- ingar er að treysta aðstöðu undirok- aðra í öllum löndum. Skera verður á sultarólina og útrýma ólæsi, atvinnu leysi, ójafnaði og ofbeldi, jafnt pólitísku sem félagslegu. Verkafólk verður að sporna gegn vaxandi ítökum fjölþjóðahringa í alþjóðasamskiptum og efnahagslífi einstakra landa. Efnahagslegt sjálf- stæði og barátta gegn erlendri hern- aðarásælni, hernaðarbandalögum og erlendum herstöðvum er sameiginleg undirstaða sjálfsákvörðunarréttar smáþjóða, hvar sem er. Reykvísk alþýða vill herlaust land utan hern- aðarbandalaga. I stað þess að sóa verðmætum, mannviti og tima i vitf irrt kapphlaup i framleiðslu kjarnorkusprengja og annarra gjöreyðingarvopna, ber stór- veldum 'að stuðla að útrýmingu fátæktar i heiminum. IV. 1. maí 1980 fylkir íslensk alþýða, hvar sem er á landinu, sér til samstöðu i baráttu fyrir nýjum kjarasamning- um. islenskri alþýðu ber að snúast gegn þeim neikvæða áróðri, sem stefnir verkafólki hvoru gegn öðru. íslensk alþýða hefur sameiginlega hagsmuni. Rétturog launakjör þeirra, sem viö skarðastan hlut búa, veröur aö hafa algjöran forgang. Jafna verður lifskjörin í landinu. Atvinnurekendur og ríkisvald verða að gera sér Ijóst að þolinmæði launafólks er þrotin. Sanngjörnum kröf um verður að svara nú þegar á jákvæðan hátt. Ríkisstjórn- in verður að koma til móts við kröfur verkalýðssamtakanna um félagslegar umbætur og hafa það hugfast að allar ríkisstjórnir verða dæmdar af verkum sínum. Það er tekist á um hvor ráða eigi ferðinni, auðstéttin eða verka- lýðsstéttin, og í þeim átökum verður að samtvinna fagiega og pólitíska baráttu. Auka verður vald verkalýðs- stéttarinnar á öllum sviðum þjóðlífs- ins. Verkafólk á tilkall til virks lýðræðis í atvinnulífinu og yfirráða yfir atvinnutækjunum. Knýja verður f ram breytta skiptingu arðsins svo all- ir fái notið afraksturs þjóðarauðs og vinnu. Islensk alþýða berst fyrir alhliða jafnrétti karla og kvenna I at- vinnulífinu og á öðrum sviðum þjóðlífsins. Á verkalýðssamtökunum hvílir sú skylda, að herða baráttuna fyrir þá hópa sem búa við skerta starfsorku og aðra þá sem dregist hafa aftur úr í lífskjarabaráttunni, efnalega og félagslega. Reykvískt verkafólk heitir á alla Islendinga að ganga fram og gerast virkir í baráttunni. Reykvísk alþýöa. Fram til sigurs í kjarábaráttunni. Fram fyrir hugsjón verkalýös a.lra landa. Frelsi — jafnrétti — bræðralag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.