Þjóðviljinn - 01.05.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.05.1980, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. mai 1980 Fólk á vinnustöðum tekið tali Björn og Helgi: Allir lofa upp i ermina V erid ad leika sér aö fólki segir Helgi Bjarnason linumaður — Mér finnst vanta algerlega sterka forystu bæöi hjá stjórnvöldum og eins í verkalýös- hreyfingunni til aö taka i eitt skipti fyrir öll almennilega á bæöi kjaramáiunum og veröbólgu- vandanum, sagöi Helgi Bjarna- son linumaöur sem ásamt vinnu- félaga sinum Birni Svavarssyni unnu aö viögerö á sfmstreng I tjaldi sem þeir höföu komiö upp á umferöareyju gegnt Þjóökirkj- unni f Hafnarfiröi. — Annars er frekar litil um- ræöa I okkar vinnuhópi um þessi mál, segir Björn. Menn viröast vera orönir því vanir, aö hlutirnir gangi seint fyrir sig. — Hvaö um verkfall? — Ég vildi foröast verkfall i lengstu lög, segir Helgi, — en ef ekkert fer aö gerast, þá er þaö eina leiöin til aö knýja á meö. Þaö fer hver aö veröa siöastur. Sjálf- um hefur mér alltaf fundist, aö þaö sé veriö aö leika sér aö fólk- inu. Allir lofa upp i ermina á sér og aö lokum veröur ekkert úr. — Hvaöa form viljiö þiö hafa á kjarabótunum? — Kjarabætur i formi beinnar kauphækkunar kemur út á eitt, þaö höfum viö margreynt. Skattalækkun gæti komiö aö einhverju gagni, en sjálfsat ekki fyrir alla. Þaö þarf þvi aö finna aörar leiöir til aö leysa þessi mál svo aö einhverju gagni veröi, sagöi Helgi aö lokum. -lg Guöbjörg Ágústsdóttir: Hef ekki efni á aö fara I verkfail.tLjósm.: gel) Guðbjörg Ágústsdóttir aðstoðarmaður i bókbandi: 70 þúsund krónur á víku ,,Ég er ekkert ánægö meö mitt kaup. Núna fæ ég tæpar 70 þúsund krónur á viku en hér á vinnu- staönum er nú bara um dagvinnu aö ræöa”, sagöi Guöbjörg Ágústs- dóttir aöstoöarmaöur i Bókfelli I Kópavogi I viötali i gær. Guöbjörg sagöi aö kaupiö hrykki rétt fyrir mat og brýnustu nauösynjavörum og heföi hún þvi langt i frá efni á aö fara i verkfall núna en þó yröi náttúrulega aö berjast fyrir kjörum sinum. Þaö er helst fyrir jólin aö völ er á yfir- vinnu á þessari bókbandsstofu og þá veröa tekjurnar dálitiö drýgri. Hún sagöist ekki hafa kynnt sér tillögur atvinnurekenda og þess vegna ekkert vilja segja um þær. -GFr „Ætli það sé ekki til litils” Rætt við Gunn- ar Einarsson iðnverkamann „Andinn hjá atvinnurekendum er eins og hann hefur alltaf veriö. Þeir eru ekkert aö hugsa um þessa smælingja en einhvers staöar veröa vondir aö vera”, sagöi Gunnar Einarsson iön- verkamaöur í Trésmiöjunni Viöi i samtali viö Þjóöviijann I gær. Gunnar sagöist hafa unniö þarna i 8 ár og vera litils háttar yfirborgaöur en engu aö slöur væri kaupiö lágt. Hann er meö 1630 krónur á timann og meö þvi aö vinna 8 tima i eftirvinnu á viku fær hann 320 þúsund krónur i kaup. Frá þeirri upphæö dragast aö sjálfsögöu gjöld I lífeyrissjóö o.fl. Gunnar hefur komiö 11 börn- um til manns og eru þau hjónin nú oröin tvö ein i kotinu. Hún vinnur úti 8 tima á dag. „Þaö er i þaö minnsta hægt aö eyöa tekjunum”, sagöi Gunnar er hann var spuröur hvernig þau drægju fram lifiö. Er hann var spuröur hvort hann væri tilbúinn til aö fara i verkfall til aö bæta kjör sin sagöi hann: „Ætli þaö sé ekki til litils. Þó aö eitthvaö fáist er þaö venjulega tekiö riflega til baka”. -GFr Gunnar Einarsson ibnverka- maöur: Með tveggja tima eftir- vinnu á dag fer kaupið upp I 320 þúsund krónur á mánuði (Ljósm.:gel) Krónu- tölu- hœkkun segir ekkert segir Alda Péturs- dóttir trúnaðarmaður i BÚH — Jú. það er óhætt aö segja að mikil umræða er komin i gang um kjaramálin, og menn eru sem betur fer ekki alveg orönir heila- þvegnir, enda ekki við öðru að búast þegar verðhækkanir dynja yfir svo til daglega, sagði Alda Pétursdóttir, trúnaðarmaður hjá BÚR, i samtali við Þjóðviijann I gær. — Eru menn tilbúnir I verk- fall? — Ég hef nú ekkert um þaö aö segja á þessu stigi. Verkfall er eins og hvert annaö neyöarbrauö og ég held aö viö höfum hreinlega ekki efni á þvi eins og á stendur. — 1 hvaða formi eiga kjarabæt- urnar að vera? — Krónukauphækkun hefur ekkert aö segja. Þaö er búiö aö stela þvi úr umslaginu áöur en maöur tekur þaö upp. — Hvað um kröfur um skatta- lækkun? — Fólk viröist vera eitthvaö Alda: Menn ekki alveg orðnir heilaþvegnir. uggandi um sk'attahækkanir, en ég held aö menn viti ósköp litiö um hvernig dæmiö kemur út, einnig þeir sem hafa veriö aö koma þessum nýju lögum i framkvæmd. Þetta er mest einhver hræösla i fólki finnst mér. Skattalækkun á þá lægst- launuöu gæti komiö skringilega út. Þvi aö ef fara ætti aö kafa I skattskýrslum þá vitum viö ósköp vel, aö þaö er ekki hinn venjulegi verkamaöur sem hefur lægstar tekjur á pappirunum, heldur þeir sem kunna aö leika á kerfiö. Menn veröa einnig aö gera sér grein fyrir þvi, aö þaö er gifurlegt vinnuálag sem liggur á bak viö þær tekjur sem frystihússfólk hefur. Fólk veröur jafnvel aö leggja á sig auka eftir- og helgi- dagavinnu til aö bjarga verömæt- um frá skemmdum, þótt þaö vildi gjarna eiga fri. Menn ættu aö hugleiöa þann hátt einnig þegar rætt er um kjaramál frystihúss- fólks, sagöi Alda aö lokum. — lg Engir samningar fyrir vestan segir Gunnar Gunn- arsson sjómaður — Mér lýst bara alls ekki nógu vel á stöðuna eins og hún er i dag, annars er ég sjómaður og þekki betur inn á þau mál, sagði Gunnar Gunnarsson þegar blaða- maður Þjóðviljans kaliaðist á við hann ofan af millidekki niður i lest á togbátnum Ágústi Sigurös- syni sem veriö var aö landa úr I Hafnarfjaröarhöfn i gær. — Hvernig fannst þér útkoman hjá sjómönnum fyrir vestan? — Þetta eru engir samningar. Þetta eru eintómar frivaktir á stóru togurunum og menn Gunnar: Menn búnir um fertugt. 1 hreinlega orönir uppgefnir um fertugt. Auövitaö á aö borga allar frivaktir i botn, lika á minni togurunum. Annars veit almenningur alls ekki hvaö um er aö ræöa hjá sjómönnum i dag. Eins og kom fram I sjónvarpinu I gær, aö hald- iö er aö allir séu til i þaö aö jafna bara niöur skiptaprósentunni á alla linuna. Þaö er út I hött aö vera aö tala um slikt. Menn veröa aö vita hvaö sjómennska er áöur en þeir ætla aö leysa málin á svona einfaldan hátt, sagöi Gunnar um leiö og slðasti karfinn úr stiunni lenti ofani löndurmál- inu. — Lítið kaup miðað við vinnutímann segir Ingjaldur Sigurðsson Sigurðarson „Með því að vinna á laugardög- um lika fara launin upp i hálfa miljón króna á mánuði. Það er nú ekki meira,” sagði Ingjaldur Sigurðsson trúnaðarmaður tré- smiða I Trésmiðjunni Vlði er Þjóðviljinn leit þar inn i gær. „Okkur finnst viö bera litiö úr býtum miöaö viö hvaö þetta er langur timi sem fer i aö vinna fyrir þessu. Viö erum meö bónus- kerfi sem geröar hafa veriö til- raunir meö s.l. 3 ár en viö erum ekki ánægöir meö þaö. Nú stend- ur til aö gera úttekt á þessu kerfi.” Ingjaldur sagöist alltaf hafa veriö fylgjandi verkföllum þegar á hefur þurft aö halda og svo gæti farið núna. „Annars vildi ég alveg eins fara niöur á bryggju og henda innfluttum húsgögnum i sjóinn þvi aö þau eru aö drepa starfsgrein okkar”, bætti hann viö. Um þær tillögur atvinnu- rekenda aö skeröa veröbætur og borga þær aöeins tvisvar á ári sagöi Ingjaldur aö þær jafngiltu þvi aö lækka kaupið eins og verö- bólgan er núna. Hann sagöi aö hluti af bónusnum væri borgaöur á þriggja mánaöa fresti og væri hann þvi rýrari heldur en ef hann væri borgaður jafnóöum. -GFr Ingjaldur Sigurðsson: „Annars vildi ég alveg eins fara niður á bryggju og henda innfluttum hús- gögnum i sjóinn”. (Ljósm.:gel)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.