Þjóðviljinn - 01.05.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.05.1980, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. mai 1980 //Ertu orðinn vitlaus maður, ætarðu að reyna að verja þennan helvítis uppmælingaraðal, þar sem hver maður hefur ráðherralaun eða rúmlega það, þú ert bjartsýnn þykir mér" sagði vinun minn einn þegar ég tjáði honum að einhvern tímann hefði ég áhuga á að skrifa um þá f irru sem menn láta sér um munn f ara þegar rætt er um byggingariðnaðarmennina, sem vinna í uppmælingu. Við erum nefnilega báðir prentarar, sem vorum svo óham- ingjusamir á áratugnum milli 1960 og 1970 að forystu- menn okkar komu ekki uppmælíngu á í prentverki, sem án vafa var og er hægt. Og þá verður manni á að spyrja, hvaða glæp/ hafa bygg- ingariðnaðarmenn framið, sem réttlætir það illa umtal sem þeir verða fyrir. Jú, þeir hafa einir vinnandi stétta látið þann draum verkalýðsstéttanna rætast að hafa laun sem þeir geta lifað af fyrir dagvinnuna eina. beir nutu þess að eiga forystumenn sem höfnuðu þeirri ógeðfelldu vinnu- þrælkun, sem tiðkast hefur hér á landi i áratugi, vegna þess að kaupið er of lágt, svo lágt, að at- vinnurekendur munar ekkert um að láta vinna i eftir, nætur og helgidagavinnu. Hversu oft höfum við ekki heyrt þá réttmætu kröfu borna fram á hátiðarstundu verkalýðsins að timi sé til kominn að hægt sé að lifa mannsæmandi lifi á dagvinnunni einni saman? Oft og mörgum sinnum segja ef- laust allir. En svo þegar nokkrum starfsgreinum tekst það, þá brýst fram öfund hinna sem ekki hafa náð þessu marki með rógi um „uppmælingaraðal”. Tökum dæmi. Ef ég byggi mér ibúö, segjum 4ra herbergja ibúð i blokk.svona lOOferm. og kaupi af „uppmælingaraðlinum ” alla vinnu, þá kostr hún 25—30 miljónir. bessa sömu ibúð get ég svo selt, daginn eftir að ég tek viö henni, fyrir 35 —40 milj. kr. Hvernig má þá vera að þeir menn, sem byggðu fyrir mig ibúðina,hafi of hátt kaup, ef ég get hagnast á vinnu þeirra um 5—10 miljónir á einni nóttu með þvi að selja hana á frjálsum markaði. Sannieikurinn er sá að kaup uppmælingarmanna er ekki of hátt, kaup hinna er of lágt. bað ætti að vera lágmarkskrafa i hverju þjóðfélagi að menn geti lifað af þvi kaupi sem þeir fá fyrir dagvinnuna eina saman. bað geta uppmælingarmenn en ekki hinir. Ég þykist vita að margur gæti sýnt mér reikninga sem þeir hafa þurft að greiða fyrir upp- mælingarvinnu og segi sem svo: kaupið sem þessir menn hafa nær engri átt, upphæðin er svimandi. beir sem þannig tala ættu strax aö athuga það, að verktakinn, meistarinn, fær 50% af reikn- ingum i sinn hlut, þeir sem unnu verkið skipta svo hinum 50% á milli sín og innl þvi eru verkfæra- og fatapeningar, sem i raun er ekki kaup, þar eð viðkomandi menn verða sjálfir að leggja til sin verkfæri. Grétar borsteinsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavfkur.var inntur álits á þessu máli, þ.e.a.s. „uppmælingaraðlinum”. Hann sagði: —Mér er full kunnugt um þær tröllasögur sem ganga og hafa gengiö undanfarin ár, um laun þeirra manna sem vinna i upp- mælingu, en þær eru stórýktar auk þess sem svo mikil van- þekking kemur fram i tali þeirra sem um þessi mál hafa hæst. Uppmælingarvinna hófst uppúr 1960, en áður en til hennar kom hafði þekkst akkorð, sem er gam- alt form við vinnu og þekkist raunar enn. Uppmæling er meö dálitið öðrum hætti en akkorö og i uppmælingu fá menn aðeins greitt fyrir það sem þeir byggja upp og hafa enga timakaups- tryggingu. bað er stáðreynd sem við höfum kannað að allt að 6% af uppmælingarvinnu er þannig að menn ná ekki timakaupi. Svo eru aftur á móti aðrir liöir hennar, eins og til að mynda mótaupp- sláttur, sem gefur vel af sér, en þegar rætt er um uppmælingu veröur að lita á allt verkiö i heild, en ekki aðeins þann hluta þess sem gefur best af sér. Einnig verður að taka allt árjð með i dæmið. Hjá trésmiðum er það þannig aö 1/3 hluti af vinnumagni er mældur upp, rösklega helm- ingur trésmiða i Reykjavik vinn- ur I uppmælingu yfir árið og ekki nema 10% af trésmiðum vinnur alfarið i uppmælingu. bessu má ekki gleyma þegar rætt er um uppmælínguna. Ég hef heyrt það að þið hjá Tré- smiðafélaginu hafið gert ná- kvæma úttekt á launum ykkar manna i uppmælingu hjá þeim sem eru stöðugt i uppmælingu i mörg ár og að útkoman nú sé sú að þegar á árið er litiö sé kaup trésmiða um 3 þúsund krónur á timann i dagvinnu, hjá þeim sem eru stöðugt i/uppmælingu, eða um 480 þúsund krónur á mánuði fyrir dagvinnu, er þetta rétt? — Við höfum framkvæmt þessa úttekt og sú tala sem þú nefnir er mjög nærri lagi. Og þá má heldur ekki gleyma þvi, að inni þessu eru allir kostnaðarliðir. Trésmiðir verða að leggja sér sjálfir til verkfæri og ég get nefnt sem Upp- Kaup byggingariönaðarmanna er ekki of hátt, kaup annarra stétta innan ASl er of lógt. mælingaraðallínn hvað er það? dæmi að eitt blað i bogasög, sem notuð er við mótauppslátt,kostar nú 1.000 kr. beir fá þvi greitt verkfæragjald, fatagjald, fæðis og ferðagjald og það er allt þarna með. Af þeim reikningi sem greiddur er fyrir uppmælingu er meistaraálag og launtengd gjöld um 50% af reikningum, hitt skipt- ist á milli smiðanna sem unnu verkið. Aftur á móti feilar fólk oft á þvi að lita á reikninginn, telja mennina sem unnu verkiðog deila i og segja svo frá þvi hvaða kaup þeir hafa, sagði Grétar borsteins- son. 1 dag er 1. mai. Út um allt land halda menn hátiðlegan fridag verkalýðsins. Fyrirfram þori ég að fuilyrða að i barátturæðum. munu flestir, ef ekki allir ræðu- menn nefna kröfuna um mann- Grétar Þorsteinsson, formaður Trésmiöafélags Reykjavikur. sæmandi kaup fyrir dagvinnuna eina saman. Sú krafa er ef til vill réttlátasta krafan sem borin er fram á Islandi i dag. 1 öllum ná- grannalöndum okkar og þótt lengra væri farið lifir fólk af 8 stunda vinnudegi. A tslandi gerir fólk það ekki, nema iðnaðarmenn i uppmælingu. Þess vegna eiga menn ekkiað öfunda þá með róg- mælgi, heldur taka þá sér tii fyrirmyndar og fara eins að. - Þeim einum hefur tekist að láta þennan langþráða draum rætast að lifa af dagvinnunni. Það er hægt að koma fyrir uppmælingu á alla vinnu, fyrst það tókst i öllum greinum byggingariðnaðarins, þá er það lika hægt i öðrum greinum, án þess að hafa-bónusþrældóm sér til fyrirmyndar. —S.Dfir Hefjum kaup þeirra lægstlaunuöu uppi þaö sama og uppmælingarmenn hafa, en drögum þá ekki niöur. Svanur meö kaffi- og kökusölu Lúðra- leikur í V onar- stræti Lúðrasveitin Sv^nur er 50 ára á þessu ári. Akveðið er að ndinnast þessara timamóta á ýmsa l'egu. I mars voru tónleikar i Haskóla- biói, sem sýndu vel hve sveitin hefur á að skipa mörgum efni- legum tónlistarmönnum. .Hljóð- færaleikarar lúðrasveitarinnar eru 55. Innan sveitarinnar starfar 18 manna „Big Band” sem leikið hefur að undanförnu i Þórskabar- ett i Þórskaffi, við mjög góðar undirtektir. 1 lok júni mun sveitin fara i tón- leikaför til Noregs, en þ'á för verða félagarnir að kosta sjálfir. 1. mai verður efnt til kaffisölu og kökubasars kl. 14—18 i æfinga- húsnæði lúðrasveitarinnar að Vonarstræti 1, til ágóð,a fyrir utanförina. Fólki gefst kostur á að hlýða á leik lúðrasveitarinnar undir stjórn Sæbjörns Jórissonar, við kröfugönguna og siðar um daginn fyrir utan Vonarstræti 1. Helen Choi — læröi hjá Snjólaugu Sigurdson. Kanadískur píanóleikari Kanadfski pianóleikarinn Helen Choi heldur tónleika á vegum Tónlistarskólans I Reykjavik i Austurbæjarbiói föstudaginn 2. mai kl. 7 siðdegis. Helen, sem er aðeins 16 ára, er alin upp I Winne- peg og taiin meðal efnilegustu yngri pianóleikara Kanada. Aðal- kennari hennar var vesturís- lenski pfanóieikarinn Snjólaug Sigurd'son, sém er mörgum Islendingum aö góðu kunn. Hún var mikils metinn pianókennari vestan hafs en lést á siðastliðnu ári. Helen hefur unnið til fjölda verðlauna og haldið tónleika viða um Kanada. Hún er nú við fram- haldsnám i London. Aögangur að þessum tónleikum er ókeypis og er tónlistarnem- endum sérstaklega bent á að fara og hlusta á þennan efnilega unga pfanóleikara. Slasaöist alvarlega I fyrrakvöld varð þaö slys I Keflavik aö 13 ára gamall drengur féll af skemmulofti niöur á steingólf og slasaðist illa. Fallið var um hálfur fjórði metri. Taliö er að hryggjarliöur hafi sprungið i drengnum og auk þess hand- leggsbrotnaði hann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.