Þjóðviljinn - 01.05.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.05.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN F'immtudagur 1. mai 1980 Gubmundur Björgvinsson á Akranesi. Viðfangsefnið mannslikaminn 1 dag kl. 14.00 opnar Guð- mundur Björgvinsson mynd- listarsýningu i bókasafninu á Akranesi. Þar sýnir hann rúm- lega þrjátiu pastelteikningar, flestar gerðar á siðustu tveimur árum og eru þær allar til sölu. Guðmundur hefur áöur haldið fjörar einkasýningar og tekið þátt i fjölda samsýninga. Viðfangsefni Guðmundar er mannslikaminn, ýmist i heilu eða i minni einingum. Stundum eru likamar og likamspartar þessir allsnaktir en þess á milli sveip- aðir klæðum ýmiss konar og dúk- um. Hvergi sést bregða fyrir landslagi, húsum, skipum, ban- önum eða öðru þviumliku. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-22 og henni lýkur sunnudaginn 4. mai. „Venjuleg fjöl- skylda” í Hrísey Leikfélagið Krafla i Hrisey frum- sýnir nú um helgina leikritið „Venjuleg fjölskylda” eftir Þor- stein Marelsson. Leikstjóri er Birgir Sigurðsson rithöfundur. Þetta er f jórða verkefni Kröflu og hefur aldrei verið meiri ástæða til aö hvetja fólk til að koma, sjá og heyra þaö sem þau hafa fram að færa, sagði Guðjón fréttaritari blaðsins i Hrisey, sem tók meö- fylgjandi mynd af hópnum á æfingu. Barnatón- leikar Laugardaginn 3. mai kl. 2 e.h. mun Tónmenntaskóli Reykja- vikur halda tónleika i Austur- bæjarbiói. A þessum tónleikum verða hóp- atriði úr kennslustundum yngri barna. Auk þess verður einleikur og samspilsatriði á ýmis hljóð- færi. Aögangur er ókeypis og öllum heimill. Sýning á Selfossi Stefania Pálsdóttir opnar sýn- ingu i Safnahúsi Selfoss við Tryggvagötu i dag, 1. mai. A sýningunni eru málverk, máluö tré og leirmunir, og er þetta fjórða einkasýning Stefaniu. Sýningin verður opin kl. 15-22 daglega til 12. mai. Héraðs- vaka Rang- æinga Árleg héraðsvaka Rangæ- inga hefst á laugardaginn kemur kl. 21 i Félagsheimil- inu Hvoli á Hvolsvelli og er dagskrá hennar f jölbreytt að vanda, en héraðsvakan er skemmtun fyrir fólk á öllum aldri og hefur unnið sér hefð sem raunveruleg fjölskyldu- hátlð. Meðal þeirra sem fram koma eru Samkór Rangæ- inga, kammerhljómsveit og barnakór Tónlistaskólans, svo og nýlega stonfuð lúðra- sveit. Þá les Guðmundur Danielsson, rithöfundur, upp úr nýrri og óprentaðri bók sinni. Einnig verða flutt ávörp, pianóleikur, al- mennur söngur og fleira. Að siðustu leikur hljómsveit Gissurar Geirs fyrir dansi. Héraðsvakan hefur ætið verið fjölsótt og er þess vænst að svo verði einnig að þessu sinni. Kvenfélag Karlakórsins með Flóa- markað Vinsæll flóamarkaður Kvenfélags Karlakórs Reykjavikur verður haldinn á Freyjugötu 14 A laugar- daginn 3. og sunnudaginn 4. maí nk. kl. 2-5 sd. báða dag- ana. Margt góðra muna er á boðstólum, svo sem fatnaður, búsáhöl, hljóm- plötur, rafmagnstæki og tugir tegunda blómaafleggj- ara. Einsöngs- tónleikar i Kópavogi Hólmfriður Sigrún Bene- diktsdóttir, sópransöngkona, heldur tónleika á sal Tón- listarskóla Kópavogs að Hamraborg 11, 3. hæð laugardaginn 3. mai kl. 14.00. Undirleik annast Guðrún Anna Kristinsdóttir, pianó- leikari. Hólmfriður Sigrún er að ljúka burtfararprófi, en hún hefur stundað einsöngsnám við Tónlistarskóla Kópavogs hjá Elisabetu Erlingsdóttur i 5 ár og jafnframt þvi verið skólastjóri Tónlistarskólans á Húsavik siðastliðin 4 ár. A efnisskránni á laugar- daginn eru m.a. sönglög eftir Pál tsólfsson, Leif Þórarins- son, Schumann og Wolf. Hólmfriður S. Benedikts- dóttir. S tórmeis tar asýn- ingin framlengd Sýning á 40 verkum ýmissa helstu meistara okkar aldar, sem staðið hefur i Norræna húsinu, verður framlengd til fjórða mai vegna mikillar aðsóknar. Það er Lista- og menningar- sjóður Kópavogs, sem fékk þessar myndir að láni frá safni Sonju Heinieog Niels Onstad i Osló. Picasso, Villon, Miro, Klee, Matisse, Max Ernst og Juan Gris eru meðal höfunda myndanna — að ógleymdum Edvard Munch. Myndin sýnir Frank Ponzi sem á mikinn þátt i að sýningin komst upp, útskýra fyrir skólanemum mynd eftir Yves Klein. Kór Langholtskirkju. Kórtónleikar Kór Langholtskirkju heldur tónleika á Selfossi, i Skálholti og I Reykjavik næstu daga. Föstudag- inn 2. mai heldur kórinn tónlejka i Selfosskirkju kl. 21 og laugardag- inn 3. mai mun kórinn syngja i Skálholtskirkju og hefjast þeir tónleikar kl. 16. Að siðustu heldur kórinn svo tónleika i Háteigs- kirkju miðvikudaginn 7. mai og hefjast þeir kl. 21 og verða það lokatónleikar kórsins á þessu starfsári hans. Starfsemi kórsins var mjög mikil á siðastliönum vetri og verða tónleikarnir i Há- teigskirkju niundu tónleikar kórs- ins á þessu starfsári hans. A tónleikunum mun kórinn flytja lög frá 16. og 17. öld, sálma- lög I útsetningu Johanns Sebastians Bachs og verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, norska tónskáldið Sverre Bergh og Þorkel Sigurbjörnsson. Miðar á tónleikana verða seldir við inn- ganginn, en styrktarfélagar fá aö venju ókeypis aðgang. Stjórnandi Kórs Langholtskirkju er Jón Stefánsson. Samkór Trésmiða- félagsins fyrir norðan Samkór Trésmiðafélags Reykja- vikur er nú staddur norðanlands og mun taka þátt i hátíðarhöldum verkalýðsfélaganna á Húsavik 1. mai. Daginn eftir ætlar kórinn i skemmti- og kynnisferð um S- Þingeyjarsýslu og syngur um kvöldið að Laugum. Samsöngur- inn að Laugum hefst kl. 20.30. Óvitar í síðasta sinn á vorinu Siðustu sýningarnar á hinu vin- sæla barnaleikriti Guðrúnar Helgadóttur, ÓVITAR, verða nú um helgina, laugardaginn 3. mai kl. 14.00 og sunnudaginn 4. mai kl. 15.00. Þó litið lát hafi verið á að- sókninni og sýningafjöldinn sé kominn vel á fimmta tuginn, þá er þess að gæta að börn leika puna ao sinna próflestri eins o önnur börn og fá sitt fri. Leikriti var frumsýnt i nóvember síðast liönum og er undir leikstjór Brynju Benediktsdóttur Leikmyndin er eftir Gylfa Gisla son og lýsinguna annaðis Kristinn Danielsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.