Þjóðviljinn - 01.05.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.05.1980, Blaðsíða 11
Fímmtudagur 1. mal 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 @ íþróttir (2) í þróttir Bikarmeistarar HSt 1980: HAUKAR — Mynd: —gel. Haukar urðu bikarmeistarar Þeir sigruðu KR í æsispennandi leik, 22-20 „Það var gamla góða Hauka- seiglan sem færði okkur þennan sigur. KR-ingarnir börðust eins og ljón alian leikinn, en stórleikur Arna og Inga I lokin sá til þess að bikarinn fer nú suður I Hafnar- fjörð”, sagði eldhress fyrirliði handboltaliðs Hauka, Andrés Kristjánsson, eftir að Haukarnir höfðu tryggt sér sigur I bikar- keppni HSt i gærkvöld með þvi að sigra KR, 22-20. Mikill hraöi var i upphafi leiks- ins og litið um varnir hjá báðum liðum. Haukar tóku forystuna, 1- 0, 4-2, og 7-4. Þá var eins og KR- ingarnir rönkuöu við sér og þeir léku vörnina af grimmd, samfara liðugum sóknarleik. Næstu 12 minúturnar skoraði KR 6 mörk án svars frá Haukum og staöan allt i einu orðin 10-7 fyrir Vesturbæjar- liðið. A þessum kafla voru Hauk- arnir einstaklega óheppnir, þeim var bókstaflega fyrirmunað að skora úr dauöafærum. Þaö sem eftir lifði hálfleiksins voru Hafn- firöingarnir með undirtökin og I leikhléi var staöan jöfn, 11-11. Björn skoraði 2 fyrstu mörk seinni hálfleiksins fyrir KR, 13-11, en Haukunum tókst aö jafna, 14- 14. Síðan var jafnt á öllum tölum upp i 17-17, en þá náði Ingimar forystunni fyrir Hauka, 18-17, og átti hann eftir aö koma heldur betur viö sögu leiksins það sem eftir var. Simon jafnaði fyrir KR, 18-18, en Ingimar svaraði með 2 mörkum, 20-18, og 3 min.eftir. Þá fengu 2 Haukar reisupassann, en flumbruháttur KR-inganna kom I veg fyrir aö þeim tækist aö nýta sér liösmuninn. Hilmar skoraði 19. mark KR, og Ingimar bætti viö 21. marki Hauka og 30 sek. eftir. Hilmar skoraöi siöan aftur fyrir KR og á lokasekúntunum innsiglaði Sigurgeir sigur Hauk- anna, 22-20. KR-liöið vantaði aö þessu sinni alla yfirvegun, sérstaklega voru Vesturbæingarnir ragir og hik- andi lokaminúturnar. Konráð átti frábæran leik i liði KR og einnig Ingimar Haraldsson átti manna drýgstan þátt I að tryggja sigur Hauka i gærkvöld og var ekki að undra að pilturinn væri hress að leikslokum. Mynd: —gel. voru góðir Jóhannes og Hilmar I lokin. Þá vöröu • markverðirnir, Gisli og Pétur, þokkalega allan timann. Sú lexia sem KR-ingarnir ættu að draga af þessum bikarúr- slitaleikjum er að með meiri ákveðni og betri ástundun geta þeir komist I hóp þeirra bestu. Til þess aö svo veröi þurfa þeir aö stefna markvisst að toppárangri. Ég vona aö smjörþefur velgengn- innar i gærkvöld hafi fært þeim þessi sannindi. Sömu sögu má reyndar segja um Hauka og KR. Þeir eru nú á toppnum og allir ættu að leggjast á eitt um að halda Haukum þar næstu árin. Islenskur handknatt- leikur þarf á nokkrum toppliðum að halda, honum er það hreinlega lifsnauðsyn. Lokaminútur leiksins i gær- kvöld veröa Ingimar Haralds- syni eflaust ógleymanlegar. Hann hreinlega sá um aö innbyröa sigur Hauka. Þá var Arni Her- manns góður allan leikinn og skoraði mörk sin á mikilvægum „kritiskum” augnablikum. Einnig áttu Arni Sverris og Þórir góða spretti. Mörk KR skoruðu: Konráð 5, Hilmar 4/1, Jóhannes 4, Björn 3/3, ólafur 2 og Simon 1. Fyrir Hauka skoruöu: Arni H 6, Ingimar 5, Arni Sv 3, Júllus 2, Hörður 2/2, Þórir 2, Andrés 1 og Sigurgeir 1. TIL HAMINGJU, HAUKAR. — IngH Bústjóri Laust er til umsóknar starf bústjóra á stóðhestastöö Búnaðarfélags Islands á Litla-Hrauni. Umsóknarfrestur er til 15. mal. Miðað er við að nýr bústjóri taki við stöð- inni 1. júnl. Launakjör ákveðast af mennt- un og starfsreynslu. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist stjórn Búnaðar- félags íslands, Bændahöllinni Reykjavlk. Búnaðarfélag tslands. BIFVELAVIRKI Kaupfélag Vopnfirðinga óskar eftir að ráða bifvélavirkja, vélvirkja eða mann vanan vélaviðgerðum sem fyrst. Húsnæði fyrir hendi. Upplýsingar gefur kaupfélagsstjóri I slma 97-3201. KAUPFÉLAG VOPNFIRÐINGA Ritstjóri Laust er til umsóknar starf ritstjóra Búnaðarblaðsins FREYS. Umsóknarfrestur er til 15. mai. Umsóknir sendist stjórn Búnaðarfélags íslands, Bændahöllinni Reykjavlk. Búnaðarfélag tslands. Sveit 15 ára drengur óskar eftir plássi á góðu sveitaheimili. Upplýsingar í slma 81663 f.h. og 66842 e.h. VORGLEÐI Alþýdubandalagsins í Reykjavík og Alþýðubandalagsins í Kópavogi Ingveldur wróur í Þinghól laugardaginn 3. maí. Húsið opnað kl 21.00 DAGSKRA: Sigurður Rúnar Jónsson, Ingveldur ólafs- dóttir og Jóhanna Linnet skemmta. Þórhallur Sigurðsson leikari flytur sjálfvalið efni. Magnús Randrup og félagar leika fyrir dansi til kl. 02.00. Erlingur Viggósson verður veislustjóri. Framreiddur verður miðnæturverður. Miðaverð kr. 2.000.- Sigurður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.