Þjóðviljinn - 20.05.1980, Side 2

Þjóðviljinn - 20.05.1980, Side 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 20. maí 1980 Til undirbúnings nýjum aðstæðum: Námskeið fyrir aldraða í sumar Tilraun Þjóðkirkjunnar í fyrra gaf góða raun ,,Svo vil ég bæta þvl viö að ég er oröin 83 ára og þetta er fyrsta ræöan sem ég held á ævinni” sagöi Guörún Andrésdóttir úr Reykjavik, er hún geröi grein fyr- ir niöurstööum umræöuhóps á Löngumýri i fyrrahaust. Umræöuefnið var, „kostir þess og gallar að eldast”. Þátttakend- Ur i tilraunanámskeiði þjóökirkj- unnar fyrir aldraða höföu margt um málið aö segja enda flestir komnir á eftirlaun eöa I nánd þeirra. Þessi tilraun kirkjunnar til þjónustu viö aldraöa reyndist mæta umtalsveröri þörf i þjóö- félaginu. 1 sumar veröa tvö slik 3ja vikna námskeiö á Löngumýri I júnl og septemberlok. A öörum timum sumarsins veröur orlof aldraöra aö Löngumýri. Þessi námskeiö eru ætluö eldra fólki til undirbúnings þeim nýju aðstæðum sem ellin skapar gjarnan — þá er oft mikill fritimi, breyttar heimilisaöstæöur og jafnvel nokkur einmanaleiki. A námskeiöunum eru tryggingamál kennd, hagnýt matargerö og likamsrækt aö hæfi aldraöra, leöurvinna og hnýtingar. Auk þess veröa fyrirlestrar um bók- menntir, sögu og bibliufræði og mikil áhersla á þátttöku i umræö- um. Þátttakendur geta valiö hversu margar greinar þeir stunda, þvi að hvild og næöi er llka nauösyn- leg. Skipulögö veröa feröalög um héraöiö og kvöldvökur meö góö- um gestum. Kostnaöi veröur mjög I hóf stillt. Þátttakendur greiöa fæöi, efniskostnaö og ferö- ir. Margrét Jónsdóttir, skólastjóri á Löngumýri stýrir námskeiöun- um sem i fyrra. Veitir hún allar nánari upplýsingar og annast inn- ritun (simi 95-6116), svo og Biskupsstofa I Reykjavik, simi 29377. Sigfrfö Einarsdóttir, Fann- borg 11 Kópavogi, simi 44889, var þátttakandi I námskeiöinu I fyrra gefur einnig frekari upplýsingar um þessa fulloröinsfræöslu aö Löngumýri sem sannarlega er réttnefni. Má geta þess aö sumir nám- skeiösnemendur frá I fyrra hafa þegar pantaö pláss i sumar. Rúm er þvi takmarkaö og eru menn beönir aö fresta ekki innritun um of. Ný matreiðslubók: Glóðar- steikur hráefni og aðferð Bókaforiag Odds Björnssonar hefur gefiö út nýja bók sem heitir STEIKT A GLÓÐUM og er undir- titill hennar „Safarikar steikur og ljúffengt meölæti”. 1 fyrsta kafla bókarinnar er fjallaö lltillega um þróun glóöar- steikingar frá upphafi til okkar daga. Siöan er fjallaö um gerö glóðartækja, bæöi þeirra sem hægt er aö kaupa i verslunum og eins þeirra sem maöur getur sjálfur útbúiö. Eru I bókinni leið- beiningar um hvernig best er aö búa sjálfur til sin eigin glóöar- tæki. Þaö telst til nýmæla hér á landi að 1 bókinni er fjallaö um reyk- ofna, en þeir gefa möguleika á reyksteikingu og varm- og kald- reykingu. Er leiöbeint um allar þrjár aðferöirnar I bókinni og eins hvernig best er aö haga gerö reykofna. 1 bókinni eru fjölmargar upp- skriftir á gómsætum réttum úr kjöti, fiski og fuglum. En upp- skriftirnar eru þó ekki ein- skorðaöar viö þaö, heldur er aö finna alls kyns meölæti sem á vel viö réttina, s.s. sósur, salöt kryddsmjör, brauö og drykkjar- föng. Bókin er 80 blaösíöur I stóru broti, prentuö I litum og skreytt fallegum teikningum, sem gera hana auöskilda og skemmtilega aflestrar. Margrét Kristinsdóttir húsmæörakennari þýddi bókina og færöi hana aö islenskum aö- stæöum. Van Deenen flytur FEBS fyrirlestur í fyrsta sinn hér álandi FEBS-Ferdinand Springer fyrirlesturinn svonefndi, á vegum Sambands evrópskra iifefnafræö- ifélaga (FEBS) og Springer-Ver- lags i V-Þýskalandi, sem árlega er haldinn I tveimur eöa fleiri aöildarlöndum sambandsins veröur haldinn I fyrsta sinn á Is- landi á morgun af prófessor Laurens van Deenen frá Rikishá- skólanum I Utrecht. Aö þessu sinni veröur fyrir- lesturinn haldinn i Tyrklandi, Bulgariu og Júgóslavlu auk Is- lands. Hér er hann haldinn á veg- um Llfefnafræðifélags Islands, sem stofnaö var 1972 og er opiö öllum áhugamönnum um liffræöi. Fyrirlesarinn, Laurens van Deenen, varð prófessor I lífefna- fræöi I Utrecht áriö 1961, aöeins 33 ára. Rannsóknasviö hans er efna- samsetning og starfsemi frumu- himna, og skipulag fituefna og proteina I frumuhimnunni. Hann hefurunniö mikiöaö alþjóöasam- vinnu lífefnafræöinga og veriö formaöur FEBS og er nú I stjórn Alþjóöallfefnafræöisambandsins. Fyrirlesturinn veröur fluttur á ensku og nefnist Topology of Phospholipids and Phospholipid- Protein Association in Proteins. öllum er heimill aögangur aö er- indinu, sem hefst kl. 17.15 á morgun, miövikudag, I stofu 1011 Lögbergi. 29. júní Pétur J. Thorsteinsson Aðalskrifstofa stuðningsmanna Péturs J. Thorsteinssonar er að Vesturgötu 17 Reykjavik. Skrifstofan er opin kl. 9—22, sunnudaga kl. Simar 28170 og 28171 Á skrifstofunni eru veittar upplýsingar um kjörskrá og allt sem að forsetakosn- ingunum lýtur. Skráning sjálfboðaliða er til margvislegra verkefna er hafin. Húsnæði óskast Tvær 25 ára stúlkur óska eftir 3ja — til 4ra herb. ibúð sem næst miðbænum. Reglu- semi, góð umgengni og öruggar greiðslur. Upplýsingar i sima 28275 eftir kl. 6. UTBOÐ Tilboð óskast í hjólbarða á strætisvagna fyrir Strætisvagna Reykjavikur. útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frí- kirkjuvegi 3/ Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 19. júní 1980 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN reyktavíkurborgar Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 Jón L. Árnason á mótum í N. Y. Aö undanförnu hefur Jón L. Arnason keppt á alþjóölegu móti I New York og mun I framhaldi af þvi taka þátt I 2 öörum mótum Hefur árangur hans veriö meö ágætum þaö sem af er. Hann varö 12. sæti á þvl móti sem lokiö er meö 6.5 vinning af 10 .ögulegum og skorti aöeins 1/2 vinning, i stórmeistaraárangur. Skaut hann m.a. aftur fyrir sig Israelska stórmeistaranum Dzindzichashvili (2570), sem nýlega sigraöi á Lone Pine stór- mótinu I Kaliforniu. Orslit mótsins uröu annars þau aö efstur varö stórmeistarinn Alburtmeö 8.5 v. og 3. Dzindzichashvili 6 v. 1 öðlru mótinu sem nýhafiö er hefur Jón L. unniö fyrstu þrjár skákir sinar, en alls eru keppendur 14. Aö lokum mun hann tefla I opnu 7 umferöa móti. Fulltrúar úr stiórn kiwanisklúbbsins HEKLU ásamt vfirlækni frumurannsóknastofunnar og tveimur af rannsóknastúlkunum. Smásjár til frumurannsókna Nýlega afhenti kiwanisklúbburinn HEKLA Krabbameins- félagi lslands tvær Leitz smásjár til notkunar viö frumurann- sóknir sem reknar eru á vegum félagsins. Þetta er eina frumu- rannsóknastofa sinnar tegundar hér á landi og þar fara fram allar frumurannsóknir sem framkvæmdar eru á tslandi, bæöi hvaö varöar krabbameinsleit á vegum krabbameinsfélaganna og þær frumurannsóknir sem geröar eru fyrir lækna og sjúkra- hús. Kiwanisklúbbarnir Hekla og Katla hafa áöur gefiö mikilvæg tæki til starfsemi Krabbameinsfélagsins, magaljósmyndatæki og kennslusmásjá. Leitz smásjárnar koma sér einkar vel vegna endurnýjunar tækjakosts frumurannsóknarstofunnar og er ómetanlegur stuön- ingur, segir i frétt Krabbameinsfélagsins sem vill koma á fram- færi þakklæti fyir hin verömætu tæki svo og fyrir skilning og áhuga á starfsemi krabbameinsfélaganna. Dr. Hannes Jónsson gestur MÍR N.k. fimmtudagskvöld 22. mai kl. 20.30 veröur dr. Hannes Jónsson sendiherra gestur MÍR, Menningartengsla Islands og Ráöstjórnarrikjanna, i húsakynnum félagsins aö Lindargötu 48 og flytur þá spjall, sem hann nefnir „Heyrt og séö i Sovétrikjun- um”. Einnig svarar sendiherran fyrirspurnum sem fram kunna aö koma og loks veröur kvikmyndasýning. Dr. Hannes Jónsson hefur sem kunnugt er veriö sendiherra Is- lands i Moskvu undanfarin 6 ár, frá árinu 1974, en hinn 1. júlí n.k. lætur hann af embætti ambassadors i Sovétrikjunum og tekur viö sendiherrastörfum i Genf. Aögangur aö MIR-salnum er öllum heimill meöan húsrúm leyfir. Um endurhœfingu hjartasjákra Hjarta- og æöaverndarfélag Reykjavikur heldur fræöslu- fund á Hótel Borg fimmtudag- inn 22. mai 1980 kl. 17 um endurhæfingu hjartasjúkra. Erindi um efniö flytja þeir Magnús Einarsson endurhæf- ingarlæknir og Eyjólfur K. Sigurjónsson endurskoöandi. Þá veröa Pallborösumræöur am viöfangsefniö. Stjórnandi iTnwKllK <4 V* Á fn 1 trícfínpnnn læknir en aörir þátttakendur frummælendurnir og Snorri Páll Snorrason yfirlæknir. Fundarmenn gata lagt spurn- ingar fyrir þátttakendur og tekiö þátt I umræöum. Aöalfundur félagsins veröur haldinn áöur en fræösludag- skráin hefst, en öllum er heimill aögangur á meöan loufír Fyrirlestur um nethimnu augans Pró'fessor Luigi Cervetto frá Pisa á Italiu mun flytja fyrirlest- ur um rannsóknir sinar i boöi rannsóknarstofa Háskólans I lif- eölisfræöi og ltfverkfræði. Fyrirlesturinn fjallar um taugalif- eölisfræöi nethimnunnar og nefnist á ensku: Excitation and interaction in the Vertebrate retina. Fyrirlesturinn veröur haldinn þriöjudaginn 20. mai kl. 161 hús- næöi Háskólans aö Grensásvegi 12 og er öllum opinn. Oröuveiting í breska sendiráðinu Fyrir hönd hennar hátignar Bretadrottningar afhenti breski sendiherrann I Reykjavik nýlega oröur þeim dr. Alan E. Boucher háskólakennara og Olafi O. Johnson, framkvæmda- stjóra Johnson & Kaaber. Er myndin tekin af þeim ásamt eigin- konum sinum viö þetta tækifæri.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.