Þjóðviljinn - 22.05.1980, Síða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. mai 1980
*skák
Umsjón: Helgi Ólafsson
leik sem ekki hefur veriö gefinn
mikill gaumur að. 11. Bd3 er al-
gengasta svarið og þarf vart að
taka það fram að Spasskí hefur
margoft mætt þeim leik,m.a. i
einviginu við Portisch 1977.)
Jafntefli
geta
yerid
gód
Þrátt fyrir að 12 af 14 skákum
þeirra Spasskis og Portisch hafi
lokið með jafntefii er langt i frá
að mjög friðvænlegt hafi verið i
skákum þeirra. Næstum ávalit
var barist til siðasta blóðdropa og
oft á tiðum sýndu keppendur
hreina snilldartakta. Það fór
reyndar eins og flesta hafði grun-
að að yfirburðabyrjanaþekking
Portisch var ærið þung á met-
unum og þurfti Spasskl þvi oft að
taka á honum stóra sinum til að
bjarga hálfum punkti i land.
Þessar fjórtán skákir einvigisins
eru þvi hrein gullnáma fyrir þá
skákmenn sem vel eru inni helstu
kennisetningum skákfræðinnar
og væri vel að fleiri slík einvigi
fylgdu, þó með þvi fororði að
jafnteflunum fækki. ósjaldan
hneyksiast menn á mergð jafn-
teflanna í þessum einvigjum, en i
þvisambandimá minna á að þeg-
ar jafningjar mætast á skáksvið-
inu þá hljóta jafnteflislikurnar að
vera töluverðar. Ég hygg að vinn-
ingsskák Portisch hafi birst hér i
Þjóðviljanum ekki ails fyrir
iöngu, en i næstu tveimur skákum
var baráttunni f nokkurt hóf stillt.
t fjórðu skákinni gneistaði hins-
vegar af vopnum skákmann-
anna:
4. einvígisskák
Hvitt: Lajos Portisch
Svart: Boris Spasski
Nimzoindversk vörn
1. d4-Rf6 6. Rf3-0-0
2. c4-e6 7. 0-0-Rc6
3. Rc3-Bb4 8. a3-Bxc3
4. e3-c5 9. bxc3-dxc4
5. Bd3-d5 10. Bxc4-Dc7
(Afbrigði þetta hefur verið lengi i
vopnabúri Spasskis, einkum þeg-
ar mikið liggur við dregur hann
það úr sliðrum. Þetta er traust
afbrigði sérlega brúklegt i ein-
vigjum sem þessum.)
11. Bb5
(Portisch hefur margoft þurft að
mæta þessu afbrigði. Hann velur
11. ...a6
12. Be2-e5 13. Bb2
(Oftast svarar hvitur viðleitni
svarts á miðborðinu með upp-
skiptum á e5. Hér hefur Portisch
greinilega annað I huga. Hann
eftirlætur Spasski að loka mið-
borðinu með e5-e4. en ., hyggst
seinna meir sprengja þar
brúarsporð með f2-f3. Þó að
þessi áætlun komist aldrei I
framkvæmd er hún allra' góðra
gjalda verð.)
13. ..e4
14. Rd2-Bf5 16. Dc2-Hac8
15. a4-Hfd8 17. Hfcl
(Portisch gat hindrað þá áætlun
sem Spasski hefur á prjónunum
með 17. Khl. 1 sovéska timaritinu
„64” er þá bent á eftirfarandi leið
sem tryggir svörtum gott tafl: 17.
-cxd4 18. cxd4 Rb4 19. Db3? Dc2!
20. Dxb4 Rd5! o.s.frv. eða 19.
Dxc7 (i stað 19. Db3) Hxc7 20.
Hfcl Hdc8 21. Hxc7 Hxc7 22. Hcl
Hxcl- 23. Bxcl Bd7! 24. a5 Bb5 og
hvitur er i vanda staddur. En nú
fara merkilegir hlutir að gerast.)
17. ..cxd4 18. cxd4-Rxd4!
(Setur allt i bál og brand)
19. Dxc7-Rxe2+ 20. Kfl-Rxcl!
(En ekki 20. - Hxc7? 21. Hxc7
Hxd2 22. Bxf6-gxf6 23. Hel og
riddarinn á e2 á ekki aftur-
kvæmt.)
21. Db6!
( 1 „64” er látið að þvi liggja að
hér sé um eina leikinn að ræða
sem geti bjargað stöðu Portisch.
Aðrar leiðir eru A: 21. Df4 og B:
21. Da5
A: 21. Df4-Hxd2 22. Bxcl-Hdl +
23. Ke2-Rd5! og svartur hótar
bæði 24. -Rxf4 og 24. -Rc3 mát.
B: 21. Da5-Hd5 22. Db6 (eða 22.
Db4 a5! 23. Dxb7 Hxd2 24. Hxcl
Hxcl+ 25. Bxcl Hdl+ 26. Ke2
Hxcl 27. Db8+ Hc8 o.s.frv.)
Hc6!! 23. Dxb7-Hxd2 og svartur á
að vinna.)
21. .. Rd5 22. Da5-Rd3
(Það er greinilegt að Spasski hef-
ur fengið riflega færi fyrir drottn-
inguna. Raunar má Portisch taka
á öllu sinu til að halda velli.)
23. Bd4-R3b4 24. Rc4!
(Góður varnarleikur. Nú strand-
ar 24. -Hxc4?? auðvitað á á 25.
Dxd8+.)
24. ..Rc6 25. Dd2-Be6
(Með hðtuninni 26. -Rxe3 i-)
26. Ra3-Rdb4 30. Hc5-b6
27. a5-Rxd4 31. axb6-Rxb6
28. exd4-Rd5 32. Hxc8-Hxc8
29. Hcl-h6 33. h3-Rd5
— Jafntefli. Hvorugur kemst
neitt áleiðis án þess að taka á sig
verulega áhættu.
Menningar og friðarsamtök
íslenskra kvenna
BÓKMENNTA -
KYNNING
Hin árlega bókmenntakynning okkar
verður i Félagsstofnun stúdenta fimmtu-
daginn 22. mai kl. 20.30. Kynnt verða rit-
verk þessarra höfunda:
Guðrúnar Guðjónsdóttur
Magneu Matthíasdóttur
Olgu Guðrúnar Arnadóttur
Steingerðar Guðmundsdóttur
Svövu Jakobsdóttur og
Ingibjargar Haraldsdóttur
Einnig lesa:
Nina Björg Árnadóttir og
Kristin Bjarnadóttir ljóðaþýðingar.
Auk höfunda eru flytjendur:
Guðrún Ásmundsdóttir, Sigurbjörg Árna-
dóttir, Ása Ragnarsdóttir, Hjördis Bergs-
dóttir og Fanney M. Karlsdóttir.
Allir velkomnir —
Undirbúningsnefnd M.F.I.K.
Netabátarnir hafa dregið drjúgt að landi I Vestmannaeyjum fyrstu fjóra mánuði ársins.
Nythæsta mjólkurkýr
þjóðarbúsins
Eins og nýútkomin afla-
skýrsla sýnir glögglega eru
Vestmannaeyjar svo ekki
verður um villst nythæsta
mjólkurkýr þjóðarbúsins hvað
sjávarafurðir snertir. Þó fékk
ekki þessi kýr ef maður má taka
svo til orða helming af þvl fóðri
frá rlkinu, sem hún þurfti til að
geta viðhaldið eðlilegum hold-
um hvað þá vaxiö fiskur um
hrygg. A ég þá við ýmsar fram-
kvæmdir eins og hitaveituna,
eflingu og viðhald bátaflotans
svo eitthvað sé nefnt. Einnig
mætti minnast á fiskiðjuverin,
sem I vök eiga að verjast vegna
verðbólgu og vaxtabyröi lána,
að ógleymdu verkafólkinu, sem
vinnur myrkranna á milli.
Af skýrslunni má ýmislegt
ráða. Svo sem að~ I april eru
gerðir út 87 bátar og fjórir tog-
arar og heildaraflinn ér 8.500
tonn I 720 löndunum, eða að
meöaltali 10 tonn á bát og
löndun og 165.6 tonn á togara og
löndun.
Þá er einnig athyglisvert að
bátum hefur fækkaö á siðustu
árum,sérstaklega bátum með
botnvörpu og spærlingsvörpu.
1979 voru gerðir út 97 bátar i
april og*78 109 en 87 nú eins og
áður sagði.
Ágœt vertið
Heildaraflinn fyrstu fjóra
mánuði ársins var hér i Vest-
mannaeyjum 27.400 tonn I 2117
löndunum, en það gerir um 10,3
tonn á bát I löndun og 169.7 á
togara I löndun að meðaltali.
Heildaraflinn 1979 var um 7
þúsund lestum minni á sama
tima I fyrra og 10 þúsund lestum
minni árið 1978 en nú fyrstu
fjóra mánuði ársins. Ariö 1977
var heildaraflinn aöeins 16.690
tonn og 1977 var hann svipaður
og 1979 eða um 20 þúsund tonn.
Þvl er ljóst að vertiöin i ár er
með þeim bestu I langan tíma.
Aflahœstu bátarnir
Netabátarnir eru drýgstir við
að koma afla I land fyrstu fjóra
mánuðina eða 16.167 lestir,
siöan fást 4.751 lest 1 botnvörpu,
á linu 313 lestir, á handfæri 128,5
lestir og 74.2 I spærlingsvörpu.
Aflahæstu netabátarnir i
Vestmannaeyjum fyrstu fjóra
mánuði ársins eru Þórunn
Sveinsdóttir VE 401 með 1.200
tonn i 34 löndunum, Gjaf-
ar VE 600 meö 2.066 tonn
I 39 löndunum og Bjarnar-
efst af botnvörpungum með 619
tonn I 17 löndunum, Heimaey
VE 1 með 447.9 tonn i 14
löndunum og Björg VE 5 með
365.2 tonn i 33 löndunum. Af
minni bátum og trillum er Sæ-
björg SU 39 efst með 119 tonn i 46
róðrum, Helga Jó. VE önnur
með 61,7 tonn 141 róðri og Bensi
VE 234 með 31,2 tonn i 30
röörum.
Aflahæstur togaranna fjögurra
erBrekiVE 61 með 1.432 tonn og
skiptaverðmæti mest einnig eða
261.1 miljón króna. Hinsvegar
er Sindri VE 60 með hærra
skiptaverð pr. kilógramm en
Breki, eða 188,55, um sex kr.
hærra.
Saltfiskpökkun
Ég kom viö hjá ísfélaginu
fyrir nokkrum dögum. Var þá
byrjað að pakka saltfiski. Ég sá
ekki betur en að margra mán-
aða vinna væri framundan,
enda salur nýja saltfiskshússins
fullur af fiski. Mér leist fisk-
urinn stinnur og I góðu ásig-
komulagi.
Sögufélag
Vestmannaeyja
stofnað
1. mai sl. var haldinn stofn-
fundur sögufélags Vestmanna-
eyja. Til fundarins boðuðu
nokkrir áhugamenn, sem geröu
grein fyrir aðdraganda að
þessari félagsstofnun og þeim
tilgangi, sem félagið á að þjóna.
I stjórn voru kosnir þeir Helgi
Bernódusson form., Ragnar
Óskarsson varaform.,Hermann
Einarsson ritari, Agúst Karls-
son gjaldkeri, Haraldur Guðna-
son og Ingólfur Guðjónsson
meöstjórnendur. A fyrsta fundi
stjórnar var Haraldur Guöna-
son ráðinn ritstjóri ársritsins,
og mun fyrsta heftiö koma út á
næsta ári. 1 ráöi er að birta
greinar um byggöasögu Vest-
mannaeyja, alþýölegan fróð-
leik, myndir, kveðskap o.fl..Þeir
sem hug hafa á að skrifa i ritið
geta snúið sér til ritstjóra eöa
stjórnar. Félagsmenn geta allir
þeir orðið sem greiða ársgjaldið
(kr. lOþúsund) og þeirsem vilja
gerast stofnfélagar skulu hafa
samband við stjórnarmenn
fyrir 1. ágúst. Meginverkefni
fyrstu stjórnar eru að kanna
ýmsar heimildir og varðveislu
þeirra, og ná sambandi við fróð-
leiksmenn, sérstaklega þá sem
eiga óbirt efni um Vestmanna-
eyjar. A stofnfundinum var
Þorsteinn Þ. Viglundsson
kjörinn heiðursfélagi Sögu-
félags Vestmannaeyja I virð-
ingar og þakkarskyni fyrir
framlag hans til byggðasögu
Vestmannaeyja.
Magnús Jóhannsson
frá Hafnarnesi
Jón Gunnars-
son sýnir á
Vestijöröum
Jón Gunnarsson myndlistar-
maður hefur nú sýnt myndir
sinar i tvær vikur i ráðhúsinu i
Bolungarvlk, en sýning þessi
var m.a. haldin á vegum Junior
Chamber i Bolungarvik, er fékk
Jón til þess að halda þessa sýn-
ingu.
Frá Bolungarvik verður farið
með sýninguna til Suðureyrar
við Súgandafjörð, en þar er
Lionsklúbburinn á staðnum, er
stendur að þeirri heimsókn.
Aðsókn að sýningunni á Bol-
ungarvik var góð og nokkrar
myndir seldust, en alls eru
þarna sýndar 40—50 myndir,
vatnslitamyndir og oliumál-
verk. Sýning á Suðureyri mun
standa I tvær vikur.
i