Þjóðviljinn - 05.06.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.06.1980, Blaðsíða 1
ÞJOÐVIUINN Fimmtudagur 5. júni 1980 —126. tbi. 45. árg. Klóakmengun I fjörum er vlöarvandamál en I Reykjavlk. Þessl mynd var tekin I gær, Kópavogsmegin I Fossvoginum, en þar sem svo vIBa annars staöar, standa frárennsli á þurru I minnstu fjöru. Mynd — gel. Gera þarf stórt átak til að koma frárennslismálum í vidunandi horf Mengun í fjörum Hrikaleg mengun er orðin viða í fjörum á höfuðborgarsvæðinu vegna útrennslis frá skolplögnum, eins og landsmenn voru rækilega minntir á með fréttamyndum sjónvarps i fyrrakvöld, og Þjóðviljinn hefur oft vakið máls á. Þessi megun viröist hafa aukist aö mun á slðustu árum, og áöur óþekktir sýklar hérlendis, komnir til sögunnar eins og t.d. salmonella sem læknar telja orðinn landlægan hér á landi. Vegna þessa ástands leitaöi Þjóöviljinn álits Heimis Bjarnasonar sem nú gegnir embætti borgarlæknis á þeirri hættu sem þessari mengun er samfara, og einnig var Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi sem á sæti i heilbrigöisráði spurö um fyrirbyggjandi aögeröir borgaryfirvalda vegna þessarar mengunar. — lg. Dauði prinsessu” veldur ugg hjá flugfélögunum: ff Starfsfólk sendir útvarpinu áskorun Útvarpsráð er staðráðið íað sýna myndina með formála Undirskriftasöfnun fer nú fram meöal starfsfólks bæöi Flugleiöa og Arnarflugs undir áskorun til forráöamanna Rfkisútvarpsins um aö fella annaöhvort niöur eöa fresta sýningu kvikmyndarinnar „Dauöi prinsessu” I sjónvarpinu á föstudagskvöldiö nk. Aöur hafa yfirmenn Flugleiöa lýst áhyggjum slnum vegna fyrir- hugaörar útsendingar myndar- innar, sem þeir telja aö muni skaöa hagsmuni fyrirtækisins I Saudi-Arabíu og fleiri arabalönd- um sem pilagrimaflug fyrirtækis- ins nær til. Otvarpsráö hefur hinsvegar samþykkt aö sýna myndina engu aö siöur, en láta flytja formála á undan henni þar sem útskýrt sé, aö Saudi-arabar hafi mótmælt efni hennar og telji þar gefna alranga mynd af þeim atburöum er hún fjallar um. Myndin segir frá aftöku þarlendr- ar prinsessu og byggist á sannsögulegum atburði, en arabar telja, að ranglega séu túlkuö fyrirmæli kóransins um strangar refsingar. Aö sögn Sveins Sæmundssonar blaöafulltrúa Flugleiöa óttast starfsfólk þar aö andúö og óvild Saudiaraba vegna sýningar myndarinnar hér kunni aö bitna á Flugleiðafólki viö pilagrlmaflug- iö, en á annaö hundarö manns munu starfa viö þaö. Ennfremur, aö flugiö veröi hreinlega stöövaö ogstarfsfólkiömissi atvinnu slna. Þota Arnarflugs flaug I gærkvöldi til Miö-Austurlanda, þar sem hún veröur I förum næstu mánuöi og starfa viö flugið 35 mannshéöan. Undirskriftasöfnun er nú einnig I gangi meöal starfs- fólks þar, sem álltur aö samstarfsfólkiö syöra kunni að verða fyrir aökasti. Aö sögn Magnúsar Gunnarssonar framkvæmdastjóra Arnarflugs hefur máliö ekki veriö rætt formlega á stjórnarfundi, en for- ráöamenn félagsins telja, aö viöskiptahagsmunum sé þarna stefnt I voöa. Magnús kvaöst hafa oröiö var viö sterk viöbrögö araba gegn myndinni bæöi I Bretlandi og Bandarlkjunum og væri þetta greinilega heitara mál meöal þeirra en yröi td. meðal okkar ef fjallaö væri ranglega um okkar menningu. Þyrfti oft minna til en þetta til aö fólk yröi fyrir aökasti I arabalöndum og væri ótti starfs- fólksins skiljanlegur. — vh Spurning um fjármagn „Þaö er til áætlun sem gatnamálastjóri lét útbúa áriö 1972, um algera endur- skipulagningu á frárennslis- málum hér I borginni, en þaö veröur aö segjast eins og satt er, aö hér er um feiknalega dýra framkvæmd aö ræöa, sem ekki veröur ráöist I nema meö sérstakri fjár- veitingu,” sagöi Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi I samtali viö Þjóöviljann I gær. „Spurningin er fyrst og fremst um fjármagn. Bæöi fyrri borgarstjórnarmeiri- hluti og eins viö höfum ekki treyst okkúr til aö fara á full- um krafti út I þessar viöamiklu framkvæmdir. Hugmyndin er sú aö samtengja allar frárennslis- lagnirnar I tvær stórar lagnir sem koma til meö aö liggja mun lengra út I sjó, en nú viögengst, auk þess sem hreinsibúnaöi veröur komiö fyrir I þessum stóru lögn- um,” sagöi Adda Bára. Mun önnúr lögnin liggja út af Laugarnestanganum og hugmyndin er aö hin liggi út frá Gróttu á Seltjarnarnesi. Adda Bára sagöi aö sjálfeagt þyrfti aö endurskoöa hreinsi- búnaöinn meö tillitr til nýjustu rannsókna á salmonellasýklum i skolpi. „Eins og ég sagöi, þá veröur ekki fariö út I svo stórvirkar framkvæmdir nema fjármagn sé tryggt. Þetta er ekki einungis vandamál I Reykjavik heldur I öllum nágranna- sveitarfélögum og miklu vlöar um allt land. Þaö er komiö undir vilja alþingisog almennings hvort fjármagn fæst til aö ráöa bót á þessum vanda, áöur en I óefni veröur komiö” sagöi Adda Bára aö lokum. -lg. Heimir Bjarna- ■son, læknir: ! Þrifnaður j eina ráðið \gegn sýkingu „Eina ráðiö viö þessum ■ vanda meöan óbreytt ástand | varir, er aö brýna nógsam- | lega fyrir fólki, sem sækir | fjörurnar hér við Reykjavlk ■ og viðar við þéttbýli, aö fara I með gát og gæta fyllsta I þrifnaðar” sagði Heimir | Bjarnason sem nú gegnir ■ stöðu borgarlæknis i samtali I við Þjóðviljann I gær. Heimir sagði, aö þaö væri I ljóst aö nokkuö mikil hætta ■ stafaði af sóttkveikjum og þá I einkanlega af salmonella- I sýklum sem hafa fundist i sl- I auknum mæli viö frá- ■ rennslisop I fjörum viö I Reykjavlk. Salmonellasýklar smitast * um meltingarveginn og þvi * er nauðsynlegt aö fólk þvoi I sér vel um hendurnar eftir I að þaö kemur úr fjöruferö- ‘ um. Þessir sýklar hafa fund- ' ist m.a. i fugladriti og má I I ljósi þess reikna meö aö um I keöjuverkun og smitun er * oröiö aö ræöa. >| „Þetta vandamál hefur I margoft verið rætt og þaö I leysist ekki fyrr en frá- „ rennslismálin veröa komin I * viöunandi ástand, þ.e. mun I lengri leiöslur I sjó fram og I einnig þurfa hreinsunar- , stöövar aö koma til. Þaö þarf ■ geysimikiö fjármagn til aö I koma þessu I framkvæmd, | en þetta er stór ákvc^jg ■ sem einhverntimann þai \\J V erulegt magn af heitu vatni á Egilsstöðum Fullnægir þörf hitaveitunnar Undanfarið hafa Orkustofnun og Hitaveita Egilsstaða- og Fella- hrepps verið að bona eftir heitu vatni fyrir austan i holu 5 sem svo er kölluð. Nú i vikunni kom upp I holunni verulegt magn af 64 stiga heitu vatni eðu 14 sek. litrar. Mun það nægja til þess að fullnægja heita vatnsþörf Egilsstaða og Fellahrepps a.m.k. um einhverja framtið en hitaveita þar var stofnuð 1979. Lengi vel var taliö aö Austurlandiö væri „kalt” land - svæöi en 1977 kom upp heitt vatn I holu 4. Reyndar hölöu tilrauna- boranir þá staöiö lengi eöa allt frá árinu 1960 aö fyrst var fariö aö bora fyrir austan. Nýja holan, hola 5, er 780 metra djúp eöa svipuö og hola 4 og vatn- ið I báöum er jafnheitt. — hs. 11.7% hækkun fiskverös „Það segir sig sjálft að með þvl að samþykkja þessa hækkun telj- um við okkur hafa náð fram við- unandi lausn á þessari deilu mið- að viö allar aöstæður” sagði Kristján Ragnarsson formaður Landssambands islenskra út- vegsmanna I samtali við Þjóövilj- ann I gærkvöldi, en laust fyrir kl. 19 i gær náöist samkomulag I yfir- nefnd verðlagsráös sjávarútvegs- ins um nýtt fiskverð. Þaö voru fulltrúar sel jenda þeir Kristján Ragnarsson og Ingólfur Ingólfsson sem ásamt oddamanni nefndarinnar Jóni Sigurössyni forstjóra Þjóöhagsstofnunnar mynduðu meirihluta um 11.7% hækkun á fiskverði, frá og meö 1. júnl s.l. og gildir þetta fiskverö til loka september. Fulltrúar kaupenda þeir Arni Benediktsson og Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson greiddu atkvæöi gegn þessari ákvöröun. „Þessi verðákvöröun er áframhaldandi uppgjöf gegn veröbólgunni, og I beinu samræmi viö þær veröákvaröanir sem teknar hafa verið á siöustu vikum” sagöi Eyjólfur Isfeld i samtali viö Þjóöviljann I gærkvöldi. Hann sagöi aö frystihúsareksturinn I landinu væri þegar rekinn meö tapi, og þessi fiskveröshækkun þýddi ekkert annaö en nýja stórfellda gengisfellingu, nema menn finndu upp á einhverju öðru, ef frystihúsin ættu ekki aö stöövast alveg. -lg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.