Þjóðviljinn - 05.06.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.06.1980, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. júni 1980. ! I I L r i i Hitaveita Suðurnesja Útboð Hitaveita Suðurnesja auglýsir eftir tilboð- um i uppsetningu varmaskiptarása 6,7 og 8 i Varmaorkuverinu H.S. i Svartsengi. Verkið skal unnið á timabilinu 15.7 1980-1.6. 1981. Útboðsgögn verða afhent frá og með föstudeginum 6.6. á verkfræðistofu Guð- mundar og Kristjáns Laufásvegi 12 Reykjavik og skrifstofu Hitaveitu Suður- nesja, Brekkustig 36 Ytri-Njarðvik. Skilatrygging er kr. 100 þús. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 25.6. kl. 14 á skrifstofu H.S. Brekkustig 36 Ytri-Njarðvik. LAUS STAÐA Staða ritara hjá samgönguráðuneytinu er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist ráðuneyt- inu fyrir 20. júni 1980. Upplýsingar um téða stöðu verða ekki gefnar i sima. Reykjavik, 3. júni 1980. Samgönguráðuneytið. Blaðberar óskast strax! Kópavogur Kársnesbraut Kópavogsbraut—Sunnubraut—Skjólbraut Borgarholtsbraut DJOtMUlNN simi 81333 — virka daga simi 81663 — laugardaga Húsráðendur athugið! Höfum á skrá fjölda fólks sem vantar þak yfir höfuðið. Leigjendasamtökin Bókhlöðustig 7 Opið: Kl. 13-18 aila virka daga,simi: 27609 Blikkiajan Ásgarði 7, Garöabæ onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 Blaðberar athugið! Rukkunarheftin eru komin og vinsamlega sækið þau strax svo skil geti farið fram. -. Blaðberum i Reykjavik og Kópavogi er bent á að sækja heftin þar sem þau verða ekki send. Múovium Simi 81333 Fiskeldisstöð rís að Hólum Fyrsta skóflustungan var tekin sl. sunnudag — Viö væntum þess að menn frá blöðunum mæti þarna og úr þvi að þú ert staddur hér nirðra þá kemuröu heimeftir á sunnu- daginn. Það var GIsli Páisson, búndi á Hofi i Vatnsdal, sem mælti þessi orð við undirritaöan þar sem þeir voru staddir f eldhúsinu norður á Frostastööum I vikunni sem leið. Og hvaða erindi áttu svo blaða- mennheim I Hóla þennan sunnu- dag? Jii, þar skyldi þá tekin fyrsta skóflustungan að væntan- legri fiskeldisstöð Hólalax h.f. En að Hólalaxi h.f. standa, eins og áður hefur veriö skýrt frá hér I blaöinu, veiðifélög á Norðurlandi að 60 hundraöshlutum og rikið að 40. Og þaö var töluvert mannkvæmt á Hólum þennan dag, enda viö hæfi. Þar voru ráð- herrar og alþingismenn, stjórn Hólalax h.f., skólanefnd Hóla- skóla, sýslunefndarmenn, verk- fræðingar og æði margir aörir. Safnast var saman á hlaði Hóla- staðar en síðan ekið suður og niður á bakka Hjaltadalsár og staðnæmst niður undan Hofi. Þar greindi Gísli á Hofi, formaður stjórnar Hólalax h.f. frá dagskrá, Pálmi Jónsson, landbúnaðarráð- herra, greip skóflu og stakk fyrsta hnausinn úr grunni væntanlegrar fiskeldisstöövar og varð litið fyrir. Lét þó ekki þar við sitja heldir sté um borð I jaröýtu og gerði með henni myndarlega rispu í bakkann.Lýsi þvi næst yfir að framkvæmdir væru hafnar við fiskeldisstöðina og lét i ljósi þá von, að hún mætti veröa fiskeldis- málum i landshlutanum og raun- ar á landinu öllu til eflingar. Þessu næst var ekið heim I Hóla á ný, gengiö til boröstofu og sest þar að rikulegum veitingum og ræðuhöldum. Fyrstur tók til máls Valgeir Guðjónsson, bóndi á Daufá, einn af stjórnarmönnum Hólalax. Rakti hann sögu fiskiræktarmála I Skagafiröi og aðdragandann að stofnun fiskeldisstöðvarinnar. Eftir aö veiðifélag var stofnað I Skagafiröi kom fljótlega fram hugmynd um fiskiræktarstöö i héraöinu. Var veiðimálastjóri mjög hlynntur hugmyndinni. Siðan gerðist það að Húnvetn- ingar og Skagfirðingar efndu til sameiginlegs fundar að FlóðvangiiVatnsdal á árinu 1977. Var þar kosin nefnd til þess að vinna að framgangi málsins og samstarf haft við Arna tsaksson fiskifræöing hjá Veiöimálastofn- un, um staðarval fyrir væntan- lega fiskeldisstöð. Voru ýmsir staðir athugaöir.en er borun eftir heitu vatni var hafin að Reykjum I Hjaltadal beindust augu manna mjög að Hólum. Með tilkomu hita veitunnar var heita vatnið fyrir hendi og ágætt kalt vatn reyndist fáanlegt úr lindum hjá Hofi. Valgeir sagöi mjög góða sam- stöðu hafa veriö um þetta mál og mætti hún verða visir aö þvi á fleiri sviöum. Þakkaði hann þvlnæst rikisstjórn, þingmönnum og Veiðimálastofnun mikilsverða aðstoö við málið. Pálmi Jónsson, landbúnaðar- ráðherra, kvað mikið starf óunnið á sviöi fiskiræktar, ekki slst á Norðurlandi og við hana væru miklar vonir bundnar. Að þvl kæmi væntanlega, að fiskeldis- stöðin á Hólum yrði útibú frá Veiöimálastofnun. Mikil og ánægjuleg samstaöa hefði tekist um þetta mál. Hólanefnd, sem starfaði á árunum 1977—1979 og slðan skólanefndin, hefðu lagt fram tillögur um framtlöar- uppbyggingu Hólastaðar og mjög samhljóða. Þar komu hitaveita og fiskeldisstöð I fremstu röð. A fundi ríkisstjórnarinnar 20. mars sl. var samþykkt að vinna að endurreisn Hólastaðar samkvæmt tillögum nefndanna. Við afgreiöslu fjárlaga var samþ. 30 milj. kr. framlag rlkisins til fiskeldisstöövarinnar gegn 40 milj. annarsstaðar frá, ásamt fjárveitingu til hitaveitunnar. Vel færi á þvl, að fiskeldisstöð risi á Hólum þvl framtiðarnám þar yröi trúlega tengt „aukabúgreinum”, auk almenns búnaðarnáms. Yfir stendur nú viögerð á skólahúsinu. Er ætlaö, aö viðgerð hiö ytra ljUki i sumar en slðan taka viö innanhúss viðgeröir. BUiö er að taka grunn að hesthúsi og ráögert að ljúka fyrsta áfanga þess I ár. Stefnt er að þvi að fiski- búið geti tekið tii starfa i haust og þá verði lokið við að leggja stofn- æð hitaveitunnar. LandbUnaöarráðherra kvaö Hólaskóla hafa verið afræktan um fjárframlög. Or þvi yrði aö bæta. Hugmyndin væri aö reglu- legt skólastarf hæfist að nýju á Hólum haustið 1981 en námskeið yrðu haldin þar I vetur I svipuðu formi og sl. vetur. „Þaö hlýtur aö vera metnaðarmál Islenskra bænda aö skólinn haldi áfram að starfa og eigi hann óskiptan samhug norðlenskra bænda, sem ég efast ekki um, er honum borgiö”, sagði landbúnaðarráð- herra. Ragnar Arnalds, fjármálaráö- herra, sagði að þrátt fyrir stundarerfiðláka væri óþarfi að syngja nokkurn erfisöng yfir Hól- um. Unnið yrði að endurreisn staðarins og að þvl stæði rikis- stjórnin óskipt og heilshugar. Eftir aö fjárlög hefðu verið afgreidd varð ljóst, að nokkuö skorti á nægjanlega fjárveitingu til fyrirhugaöra framkvæmda á Hólum og þvi hefði rikisstjórnin sl. föstudag samþ. til þeirra 10 milj. kr. aukafjárveitingu, samkvæmt tilmælum landbún- aðarráöherra. Guðmundur Gunnarsson, verk- fræðingur, útskýrði ýtarlega uppdrætti að væntanlegri fisk- eldisstöð. Hann sagði seiðaeldi verða stóran lið I fiskirækt á næstu árum þvl framvegis þyrftum við að nýta mun betur vötn okkar og ár en hingað til heföi veriö gert. Fregnir heföu nú borist um aö seiði hefðu verið seld til Noregs á 1000 kr. stykkið, sem væri mun hærra verð en áður og ef svo héldist yrði fiskeldisstöðin fljót að borga sig. Skúli Skúlason, verkfræðingur hjá Fjölhönnun h.f., en hann sá um hönnun hitaveitunnar sagöi, að 1978 hefði veriö boruö á Reykjaum 603 m. djúp hola, sem gæfi 20—25 sekltr. af 56—58 stiga heitu vatni. Vegalengdin frá borholu að fiskiræktarstöð er 6,4 km. Leiöslan þangaö, sem liggur ofanjarðar, er 6 tommu vfö en þaöan og heim á Hólastað 4 tommur. Flutningsgeta leiösl- unnar er 25 sekl. en hana má auka með dælingu I 35 sekl. Vatnsnotk- un til húsahitunar er að sjálf- sögöu mun minni að sumrinu en vetrinum og kæmi það sér vel þar sem þvi væri öfugt farið með fisk- eldisstöðina. Stofnkœtnaöur við hitaveituna, að fiskiræktarbúinu var á verð- lagi I maí sl. 230milj. kr. en þaðan og I Hóla um 90 milj. Þessi kostn- aður kemur þó ekki allur til útborgunar strax þvl frestur fæst á greiöslu innflutningsgjalda. Framkvæmdir við hitaveitulögn- ina hefjast I júllbyrjun og verður hún tengd fiskihúinu I haust. Hitaveitaner sameignarfélag þar sem rlkið á 50%, Hólalax hf. 44% og Hólahreppur 6%. Gunnar Bjarnason, ráðunautur: Fyrirhefur komiöað nokkurs rlgs hefur gætt milli einstakra sýslna á Norðurlandi. En það hefur aldrei verið rigur um Hóla. Þeir eru eign Norðlendinga allra. Gleðilegt, aö nú hafa Norðlendingar bundist samtökum um að tryggja lif Hóla, eins og ég vildi gera, þegar ég kom hingað sem skólastjóri, en tókst ekki. Þegar sól skln á Hóla, eins og hún gerir nú og vonandi um alla framtlö, þá skln hún á Norðurland allt. Hjörtur E. Þórarinsson.bóndi á Tjörn, þakkaði Hólalaxi hf. framtakiö þvl fiskiræktarbúið væri mikilvæg forsenda fyrir framhaldi skólastarfs á Hólum. Fiskeldisstöðin gerir hitaveituna mögulega og sameiginlega valda þessar framkvæmdir þáttaskil- um i sögu skólans. Haukur Jörundsson, fyrrv. skólastjóri á Hólum, rifjaði upp ýmsar minningar frá dvöl sinni þar sem nemanda, siðar kennara og loks skólastjóra. Frá engri skólavist ætti hann, sem nemandi, ánægjulegri minningar. Óskaði skólanum allra heilla i bráð og lengd. Þór Guðjónsson, vejðjmála- stjóri, drap á sögu fiskeldis á tslandi, sem enn væri næstum við upphaf sitt. Það hefði raunveru- lega ekki hafist hér fyrr en á striðsárunum og ætti raunar rót sina að rekja til starfsemi tveggja bænda noröur I Kelduhverfi. Nauðsynlegt væri að kenna fisk- eldiþeim, sem við það vildu fást, þvl það þyrfti að lærast eins og annaö. Vinna þyrfti að þvl aö koma laxinum upp fyrir fossa i ánum og nýta vötnin, sem landið væri svo auðugt af. Lét I ljós von um að ekki liði á löngu þar til fisk- eldisstöðin á Hólum yrði útbú frá Veiðimálastofnuninni. Konráð Gfslason, sýslunefndar- maöur á Frostastööum sagöi frá þvl að sýslunefnd Skagafjarðar- sýslu hefði samþ. 20 milj kr. fjárveitingu til framkvæmda snertandi Hóla. Þórarinn Jónasson, sýslu- nefndarmaður I Hróarsdal, ræddi um samstarfið I stjórn Hólalax og kvað það hafa verið með miklum ágætum. Þegar hér var komið sögu var orðið áliðið dagas. Gisli á Hofi sleit þvl umræðum og þakkaði mönnum komuna. En skólanefndin hélt upp i brekkuna niöur undan gamla bænum, (sem heitir nú raunar Nýi bær), og settist þar á fund I sólskininu. Og svo blðum við eftir haustinu þegar laxaseiðin fara að leika sér I eldisstöðinni á bökkum Hjalta- dalsár. — mhg Á Listahátíð: Sýning hjá Islenskum heimilis- iðnaði Eins og á Listahátið 1978 mun Heimilisiðnaðarfélagið verða með listsýningu I verslun félags- ins I Hafnarstræti 3. Þeir lista- menn, sem sýna nú, eru Haukur Dór, ieirkerasm iöur, Signe Ehrngren, vefari og útskuröar- maðurinn Asgeir Torfason. Haukur Dór sýnir að þessu sinni skulptúra eöa grlmur og til- brigði við grímur, sem hann hefir unniö sérstaklega fyrir þessa sýningu. Signe Ehrngren hefir ofið mikiö fyrir Islenskan heimilisiönað á undanfömum árum, og hafa ýmis verk hennar verið sýnd á vegum Heimilisiðnaðí.rfélagsins bæði hérlendis og erlendis S;ignesýnir nú listvefnað- eöa litil veggteppi, sem unnin eru eftir teikningum úr Teiknibókinni I Arnasafni. Asgeir Torfason, hefir I mörg ár unnið mikaö af smlðisgripum I samvinnu við íslenskan heimilis- iðnað, og nú á ári trésins hefir Asgeir valið sér sérstaklega Islenska birkið I sina smlöisgripi. Listsýning Heimilisiðnaðar- félagsins i Hafnarstræti 3, er opin á venjulegum verslunartima.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.