Þjóðviljinn - 05.06.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.06.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. júni 1980. sfcáfc Umsjón: Helgi Ólafsson Stjarna Tals fer lækkandi A siöasta ári átti fyrrum heims- meistari Mikhael Tal nánast ótrúlegri velgengni aö fagna. Hann vann hvert mótið á fætur öðru, Montreal, millisvæðamótið i Kiga og fleiri keppnir. Elo- stigatala hans þaut uppi 2705 og með þvi skaust hann upp i 2. sætið á heimslistanum á eftir Karpov sem fékk töluna 2725. Kortsnoj var dottinn niður i 3. sæti með 2695 Stig. Unnendur meistarans biðu spenntir eftir að Áskorenda- keppnin hæfist því margir hölluð- ust að þvi að nú mætti vænta sig- urgöngu á borð við þá sem upp- skar heimsmeistaratitilinn árið 1960. En viti menn, nú fór allt að ganga á afturfótunum. Hann byrjaði með herfilegri frammi- stöðu á Sovétmeistaramótinu þar sem hann hlaut einungis 7 1/2 vinning af 17 mögulegum. Siðan kom Evrópukeppnin og þar tap- aði hann einni skák og gerði 4 jafntefli. Siðan einvigið við Polu- gajevski og nú stórt tap, 2 1/2í5 1/2. Margar skýringar hafa verið á lofti hvað valdi. Sú algengasta er að enn sé heilsan að spilla fyrir karli og má það vel vera. En fleira kemur sjálfsagt til. Rétt fyrir einvigið við Polugajevski missti Tal bróöur sinn svo að öllu samanlögðu þarf engan að undra þótt frammistaðan hafi verið heldur klén. Nú siöast tefldi Tal á stórmeistaramótinu i Bugonjo og enn mátti hann þola mótlæti, hlaut 5 v. af 11 mögulegum.Onnur kempa sem okkur Islendingum er ekki með öllu ókunn spjaraði sig á hinn bóginn frábærlega vel. Þar var á ferðinni Bent nokkur Larsen. Hann kom fussandi og sveiandi frá London þar sem hann kenndi lélegum skipuleggjendum og að- gangshörðum ræstingarkonum um slappa frammistöðu sina. í blaðagrein þegar mótið var u.þ.b. hálfnaö skrifaði hann eitthvað á þessa leið: „Eftir herfilega frammistöðu i London þar sem utanaðkomandi gerðu allt til aö hrella mig finn ég mig knúinn til að sýna umheiminum hvers ég er megnugur. Hér i Bugonjo hef ég teflt frábærlega vel, unnið t.a.m. bæði Hort og Tal. Karpov og Polugavjevski rétt mörðu jafn- tefli...”. Larsen virtist eiga sigur- inn visan en þá kom Karpov til skjalanna og með glæsilegum endaspretti skaust hann i siðustu umferð uppfyrir Larsen. Mikla athygli vakti viðureign Larsens við Tal. Þeir hafa i gegnum árin marga hildi háð og hefur gengið á ýmsu. Þegar Larsen komst fyrst i Askorendakeppnina árið 1965 sló Tal hann út i æsispennandi einvigi. Fjórum árum siöar hefndi Larsen sin og vann með yfirburðum. Skákir þeirra eru ávallt þrungnar baráttumóð og skapandi krafti. Svo var einnig i Bugonjo: Hvitt: Bent Larsen Svart: Mikhael Tal Vængtafl j. c4-c5 e3-Rc6 2. g3-g6 5’ Re2-d6 3. Bg2-Bg7 („Ég hafði undirbúið mig fyrir 5. -e6 en þegar til kastanna kom fór Tal auðvitað aðra leið. Enn eitt dæmið um þýðingarleysi þess að undirbúa sig fyrirfram” — Larsen) 6. Rbc3-Bd7 10. Dd2-Da5 7. b3-a6 11. 0-0-RÍ6 8. Bb2-b5 12. Hadl-e6 9. d3-Hb8 (Eftir 12. — 0-0, 13. Rd5 hefur hvitur litið en traust frumkvæði.) 13. d4-0-0 („Svartur var að komast i tima- hrak. Hafði notað 100 minútur og átti þvi einungis 50 eftir”, segir Larsen i aths. sinum. Hann fagn- ar yfirleitt hverri minútu sem andstæðingurinn notar.) 14. dxc5 (Hvitur gat viðhaldið frumkvæð- inu með 14. d5 en finnur annan möguieika.) 14. ,.dxc5 16. a4!-bxa4 15. cxb5-axb5 17. Rxa4-Rb4 (Tal er eldri en tvævetur og legg- ur skemmtilega gildru fyrir Lar- sen: 18. Bxf6-Bxf6, 19. Dxd7-Hfd8, 20. Rxc5-Dxc5, 21. Da4-Hxdl, 22. Hxdl-Dc2! o.s.frv..) 18. Be5-Hbd8 20. Hxd-Hxd8 19. Db2-Bxa4 (Endataflið eftir 20. -Dxd8, 21. bxa4-Rd3, 22. Bxf6-Rxb2, 23. Bxd8-Hxd8 er svörtum mjög i óhag. Fripeð hvits á a-linunni er miklu meira viröi en svarts á c- linunni.) 21. bxa4-Re8 22. Bxg7-Rxg7 23- Rc3-Rd3 („Skynsamir menn myndu leika 23. — Re8 en skákmaður I tima- hraki er sjaldnast skynsamur” — Larsen.) 24. Dc2-Rb4 25. De4-Rd3 26. Dc4-Re5 27. Db3-c4 28. Dc2-f5 (Hindrar -Re4 en nú gerist kóngs- staðan viðsjárverð.) 29. Hbl-Hd3 30. Hcl („Hvitum hefur tekist að lokka svartan fram á vigvöllinn” — Larsen.) 30. -Re8 32. Re2-Hb3 31. Db2-Rd6 33. Dd4-Hd3 (Betra var 33. -Rdf7.) 34. Dal-Hd2 35. Rd4-Rd3 („Svartur átti 2 minútur eftir og hér gat ég leikið 36. Rxe6. En það finnst enn betri leikur” — Larsen.) 36. Rc6!-Dc7 (36. — Rxcl strandar á 37. Dxcl! og hrókurinn fellur. Vert er að veita þvi athygli að 37. Rxa5 er grófur afleikur vegna 37. -Hdl+, 38. Bfl-Re2+ og drottningin á al feflur.) 37. Hbl!-Hxf2 39. Rd8+-Ke8 38. Hb8+-Kf7 40. Bc6+ — Biskupinn hefur staðið þögull um langa hrið. Það fer vel á að hann hafi siðasta orðið. Tal gafst upp. 29. JÚNÍ Pétur J. Thorsteinsson Aðalskrifstofa stuðningsfólks Pét- urs J. Thorsteinssonar í Reykjavík er á Vesturgötu 17. Símar: 28170 — 28518 Utankjörstaðaskrifstofa: sfmar 28171 og 29873. Stuðningsfólk/ látið vita um þá sem verða að heim- an á kjördag. Allar upplýsingar um forsetakosningarnar. Skráning sjálfboðaliða. Tekið á móti framlögum í kosningasjóð. Nú fylkir fólkið sér um Pétur Thorsteinsson. Stuðningsfólk Péturs. Magnús Jóhannsson frá_ Hafnarnesi: Fréttabréf úr Eyjum Lundaveiðin er hafin — verðið 400 kr stykkiö, tilbúið I pottinn. Eggtið. Sjófugl er nú byrjaður aö verpa og hyggja veiðimenn gott til glööarinnar. Verö á eggjum og lunda hjá bjargveiöimönnum I Vestmannaeyjum verður: Heildsöluverð á eggjum kr. 300 pr. stk..Smálöluverö kr. 400 pr. stk..Lundi I ham á bryggju kr. 300. Lundi tilbúinn I pottinn kr. 400. Verð þetta þykir kostakjör, og eru bjargveiöimenn ekkert of- haldnir af þvi, þar sem bjarg- veiðimennskan er bæði erfið og hættuleg. Kosningaskrifstofa. Nú eru forsetaframbjóðendur farnir að stilla upp kosninga- skrifstofum hér. A Skólavegi 13 er komin skrifstofa Guðlaugs Þorvaldssonar. Má búast við að þeim fjölgi á næstu dögum og fer þá líf að færast I tuskurnar enda heyrir maður og sér I fjöl- miðlum daglega fréttir af fundum frambjóðendanna vf&a um land. Já, það er vlst til mikils að vinna. En fyrir mitt leyti er því ekki að leyna að ég hallast að jafnrétti kynjanna i þessum efnum eins og öðrum. Má svo hver skilja hvar ég krossa við þegar þar að kemur. Skreyting Alþýðuhúss- ins. Sjöundi bekkur Barnaskóla Vestmannaeyja hefur að undan- förnu skreytt útveggi Alþýðu- hússins undir stjórn Sigurfinns Sigurfinnssonar, kennara. Eru þetta margs konar myndir frá Eyjum, bátar, fólk og fuglar, svo eitthvað sé nefnt. Fyrir mitt leyti hefði mér þótt sterkara og athyglisverðara að skreyta hús- ið með myndum úr verkalýðs- hreyfingunni þar sem hún þetta er tengt henni. En það er kannskitilof mikils ætlast af 12- 13 ára krökkum með tilliti til þess að þjóðfélagsfræðinni er ekki svo mikill sómi sýndur I bama og unglingaskólum lands- ins. Það er hægt að kenna þjóð- félagsfræði án þess að pólitlk spanni þar inn i. Þó er þjóö- félagsfræðin það tengd sóslalismanum að það hlýtur víst að vera hættulegt að inn- prenta bömum og unglingum hana. Sorpbrennsla. Nú er fyrir nokkru hætt að henda sorpi I sjóinn vestur á Hamri. Sorpinu er nú brennt i tilheyrandi gryfju austur á hrauninu. Einhverjir byrjunarörðug- leikar urðu fyrst við þessa til- raun, en hún er nú úr sögunni. Sorp frá Eyjum var farið aö reka á fjörur Stokkseyringa og Eyrbekkinga. Geta þeir nú verið rólegir hér eftir vegna mengunarhættu frá Vest- mannaeyingum. —M.JÓh. 3,5% minna mjólkurmagn hjá KEA Ekki náðist fullt grund- yallarverð fyrir mjólkina Vegna aukins fjármagns- kostnaðar vantaði iltils háttar á að fullt grundvallarverð næðist fyrir mjólkina hjá Mjólkursam- lagi KEA 1979, auk þess sem bændur verða að greiða 5 krónur á litrann i verðmiðlunar- gjald vegna útflutningshalla, að þvi er fram kom i reikningsyfir- liti á aðaifundi samlagsins sem haldinn var 28. mai si. á Akur- eyri. Formaður kaupfélags- stjórnar, Hjörtur E. Þórarins- son, Tjörn, setti fundinn, en fundarstjórar voru kjörnir Guðmundur Þórisson, Hlé- skógum, og Steinn Snorrason, Syðri-Bægisá, og fundarritarar Smári Helgason, Arbæ, og Ólafur Ólafsson, Garðshorni. — A fundinum mættu um 130 mjólkurframleiðendur. Innlagt mjólkurmagn var 23.996.141 íitri og hafði minnkað um 891.144 litra eða 3.58% frá fyrra ári. Meðalfitu- magn mjólkurinnar var 4,087%, en 96,78% fóru i 1. flokk. Mjólkurframleiðendur 1979 voru 283 að tölu og hafði fækkað um 10 frá fyrra ári. Meðalinn- legg á m jólkurframleiðanda var 84.792 lítrar. Um 20% mjólkur- innar var seld sem neyslumjólk en 80% fóru til framleiðslu á ýmsum mjólkurvörum. A árinu 1979 var framleitt: 498,7 tonn smjör, 1.098.0 tonn ostur af ýmsum tegundum, 61,2 tonn mysuostur og mysingur, 150,0 tonn skyr, 114,3 tonn kasein og 4.9 tonn jógurt. Birgðir smjörs um siðustu ára- mót voru 445 tonn. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri, greindi frá byggingarframkvæmdum við nýju mjólkurstöðina á Akur- eyri, en til fjárfestinga i henni var á. siðasta ári varið 1.057 miljónum króna. Nýja mjólkur- stöðin hefur nú verið tekin til fullrar notkunar, þannig að öll vinnsla Mjólkursamlagsins fer fram I henni. Formleg vigsla stöðvarinnar er fyrirhuguð þann 19. júni n.k., Stefán Halldórsson, Hlöðum, var endurkosinn i samlagsráð og sem varamenn þeir Haukur Steindórsson, Þrihyrningi, og Aðalsteinn Stefánsson, Stóra-Dunhaga. Fjárhagsáœtlun Vestmannaeyjabœjar: Mest tU félagsmála Langstærsta hlutfallið I áætluðum gjöidum Vestmanna- eyjabæjar á fjárhagsáætlun 1980 rennur til félagsmála, 19, 8% eða 703. 525.000 krónur. Til fræðslu og menningarmála renna nær 589 miljónir, 16,6%,til áhaldahúss 581 miljón, 16,4%Kog til gatna- og holræsagerðar 527 miljónir, þe. 14.8% gjalda. Aðrir liðir eru stjórn kaup- staðarins 235,6 miljónir, heil- brigðis- og hreinlætismál 200.2 miljónir, opin svæði og upp- græðsla 55,5 milj. kr, Iþrótta- og æskulýðsmál 259,1 milj. kr, brunavarnir 38,5 milj. kr,skipu- lagsmál verkl. framkv. 115,9 milj. kr, leiguhúsnæði 34 miljónir, fjármagnskostnaður 180 miljónir með önnur útgjöld 34 miljónir —M.Jóh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.