Þjóðviljinn - 05.06.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.06.1980, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 5. júni 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Fjórum frumvörpum vísað til ríkisstjórnarinnar: Frumvarp um fæðingarorlof endurskoðað fyrir áramót Siðustu dagana fyrir þingslit vísaði Alþingi fjór- um lagafrumvörpum til ríkisstjórnarinnar. Hér er um að ræða frumvörp um fæðingaror lof/ kvik- myndasjóð Islands, friálsa verðlagningu og aukinn rétt kvenna til atvinnu- leysisbóta: Kvikmyndasjóður Frumvarp um aö 50 króna gjald yröi lagt á alla selda aögöngu- miöa aö kvikmyndasýningum. Menntamálanefnd efri deildar var sammála um aö brýna nauö- syn bæri til að efla Kvikmynda- sjóö, en hins vegar náöist ekki samkomulag um aö gera þaö meö þeim hætti aö leggja á enn eitt gjald á aögangseyri kvikmynda- húsanna. Fjármálaráöherra lýsti þvi yfir viö nefndina aö sölu- skattur af sýningum innlendra kvikmynda yröi á þessu ári allur greiddur i Kvikmyndas jóö. Nefndin varö sammála um aö una viö þá lausn, enda yröi máliö þingsjá tekiö upp aö nýju strax á haust- þingi. Lagt var því til aö málinu yröi visaö til rikisstjórnarinnar. Atvinnuleysis- bœtur Frumvarp um aukinn rétt kvenna til atvinnuleysisbóta. Frumvarpiö geröi ráö fyrir aö fella niöur ákvæöi i atvinnuleysis- tryggingarlögunum þar sem segir aö menn fái ekki atvinnu- leysisbætur eigi viökomandi maka sem á siöustu 12 mánuöum hefur haft og hefur hærri tekjur en sem svarar tvöföldum dag- vinnutaxta verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Heilbrigöis- og tryggingarnefnd neöri deildar varö ekki sammála um máliö. Nokkrir nefndarmanna töldu aö miöa ætti viö eitthvert hámark tekna maka, en töldu ekki eölilegt aö sérhver launþegi ætti rétt til atvinnuleysisbóta án tillits til þeirra. Þar sem ekki var gert ráö fyrir aö frumvarpiö ætti aö taka gildi fyrr en 1. jan. l981,ogjafn- frarnt i ljósi þess aö þetta mál verður méöal baráttumála verkalýðshreyfingarinnar i kom- andi kjarasamningum, þá lagði nefndin til að frumvarpinu yrði visað til rikisstjórnarinnar. Allsherjar fœðingarorlof Frumvarp um allsherjar fæöingarorlof. Frumvarpiö geröi ráö fyrir aö hverju foreldri yröu tryggö laun i fæöingarorlofi, sem aö aöalreglu skyldi vara i 3 mánuöi eöa 90 daga samfellt. 1 nefndaráliti heilbrigöis- og trygginganefndar neöri deildar kemur fram aö fjölmargar breyt- ingatillögur hafa komiö fram viö frumvarpiö frá ASI, auk þess sem mikil gagnrýni befur verið sett fram á greiöslutilhögun. Nefndin taldi þvi rétt aö endurskoöunar- nefnd almannatryggingalaga sem samdi frumvarpiö fengi máliö aftur og henni yröi faliö aö samræma þær tillögur og umsagnir sem fram hafa komið I málinu. 1 trausti þess aö endur- skoöuninni yröi lokiö fyrir áramót vísaöi nefndin málinu til rikis- stjórnarinnar. Frjáls verð- lagning Frumvarp um frjálsa verö- lagningu. Frumvarpiö geröi ráö fyrir aö þau ákvæöi verölagslag- anna er fjalla um frjálsa verö- lagningu tækju gildi á þessu ári, en samkvæmt hinum svokölluöu Ólafslögum eru nú allar verö- ákvaröanir háöar endanlegu samþykki rikisstjórnarinnar. Stjórnarliöar i fjárhags- og viöskiptanefnd töldu aö málið þyrfti nánari athugunar viö og lögöu þvf til aö þvi yröi visaö til rikisstjórnarinnar. — þm Ályktun Alþingis: Lög um fasteignasölu verði end- urskoðuð Síöast Iiöinn fimmtudag samþykkti Alþingi svohljóð- andi þingsályktun um kaup og sölu á fasteignum: „Alþingi ályktar aö fela rikisstjórninni aö láta þegar i staö fara fram endurskoöun á lögum um fasteignasölu, nr 47/1938, og öörum þar aö lútandi lögum og reglum, sem um fasteignaviöskipti eru,til aö tryggja betur en nú er réttarstööu kaupenda og seljenda i fasteignaviö- skiptum. Viö slíka endurskoöun skal kveöa nánar á en nú er um þá viöskiptahætti sem I fast- eignasölu gilda, svo sem skyldur fasteignasalans gagnvart kaupendumog seljendum fasteigna, ábyrgö þá sem hvllir á sölu- og kaupaöilum i slikum viö- skiptum, svo og um fast- eignaviöskipti á byggingar- stigi. Endurskoöunin skal einungis viö þaö miöuö aö koma I veg fyrir óeölilega veröþróun á fasteignum.” Flutningsmenn þessarar tillögu voru Jóhanna Siguröardóttir og Eiöur Guönason. —þm Flugsamgöngur við Vestfirði: Athugun á úrbótum Rétt fyrir þingslit s.l. fimmtudag samþykkti Alþigi þingsályktun um athugun á úrbótum í flug- Hagnar Arnalds, fjármálaráö- herra lýsti þvi yfir á sföast starfs- degi Alþingis, s.l. fimmtudag aö hann teldi eölilegt aö hiö svokall- aöa tollkrltarmál yröi athugaö vei I sumar og máliö undirbúiö fyrir þingiö er þaö kæmi saman I haust. 1 þessu skyni myndi rlkis- stjórnin hafa samráö viö þá þing- nefnd er fengi máliö til umfjöll- unar. Tollkrlt felur I sér aö veittur er greiöslufrestur á tollum og aöflutningsgjöldum. Fjármálaráöherra sagöi aö tollkrit heföi ýmsa kosti, en hins vegar heföi hugmyndin veriö gagnrýnd út frá þvi, aö hér yröi samgöngum við Vestfirði. Ályktunin var svohljóð- andi: „Alþingi ályktar aö fela sam- um aö ræöa tekjumissi fyrir rikis- sjóö og aö sá tekjumissir heföi jafnframt þensluáhrif og myndi valda aukningu peningamagns i umferð. Þegar Matthias A. Mathiesen mælti fyrir frumvarpinu um toll- krit, lagöi hann áherslu á að slikt fyrirkomulag myndi stuöla aö sparnaöi, hagræöi og lægra vöru- veröi, neytendum, flutnings- aöilum og hinu opinbera til hags- bóta. Meðflutningsmenn Matt- hiasar eru Friörik Sophusson, Arni Gunnarsson, Albert Guö- mundsson og Sverrir Hermanns- son. — þm gönguráöherra aö láta athuga nú þegar með hvaöa hætti tryggja megi sem bestar og öruggastar flugsamgöngur viö Vestfiröi. At- hugun þessi skal fyrst og fremst beinast að eftirfarandi: 1) Lýsingu og öryggistækjum vegna aðflugs og lendingar á tsa- fjarðarflugvelli. 2) Endurbótum á lengingu á flugbrautinni við Holt I önundar- firði og flugbrautinni i Bolungar- vik með það i huga að þær gegni þvi hlutverki að vera varavellir fyrir Isafjaröarflug. 3) öryggisútbúnaöi og lýsingu á Þingeyrarflugvelli. 4) Lýsingu á öryggistækjum vegna aöflugs og lendingar á Patreksfjaröarflugvelli. Athugun þessari skal hraðað svo sem frekast er kostur.” Flutningsmenn þessarar tillögu voru Karvel Pálmason, Sigurgeir Bóasson og Matthias Bjarnason. —þm. Lög um samvinnu- félög verdi endurskoöuð Nýlega samþykkti Alþingi eftirfarandi þingsályktun um ný sam vinnufélagalög: „Alþingi ályktar aö fela rikis- stjórninni aö láta I samráöi viö samvinnuhreyfinguna hefja undirbúning nýrrar löggjafar um samvinnufélög og samvinnusam- bönd.” Flutningsmaöur þessarar tillögu var Eyjólfur Konráö Jónson. — þm GUÐLAUGS ÞORVALDSSONAR Aðalskrifstofa Brautarholti 2, (áður Hús- gagnaverslun Reykjavikur). Simar: 39830, 39831 og 22900 Tollkrítarmálið athugað í sumar Laus staða Lektorsstaöa I islenskum bókmenntum i heimspekideild Háskóla Islands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf sin, ritsmiðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 3. júli n.k.. 3. júni 1980 Menntamálaráöuneytið Laugavegi 24 II. hæð. Simi 17144. FORSETAKJÖR1980 SKRIFSTOFA Vigdisar Finnbogadóttur er að Laugavegi 17, 2. hæð. Opið kl. 10-21 alla daga. Simar 26114 og 26590.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.