Þjóðviljinn - 05.06.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.06.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 5. júni 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Chon hershöfðingi: Honum er Herinn beitti fáheyröri grimmd. ikt við Idi Amin og Pinochet. ÞEGAR ÞOLINMÆÐIÞRAUT: Uppreisnin í Sudur-Kóreu Stúdentar hófu frið- samlegar mótmælaað- gerðir. Herinn var sendur til að berja á þeim. Stúdentar snerust til varnar og fengu góðan stuðning al- mennings. Eftir fjög- urra daga bardaga höfðu þeir náð borginni á sitt vald —borginni Kvangju i suðvestur- hluta Suður-Kóreu. Stjórnin lýsti þvi yfir að þetta væri uppreisn undir stjórn bófa og agenta frá Norður - Kóreu. Uppreisnar- mönnum var skipað að gefast upp, en þeir neituður enda var þeim ekkert boðið i staðinn fyrir uppgjöf. Þess i staö reyndu þeir aö koma á sinni reglu i borginni, skipuleggja læknisþjónustu, matvæladreifingu og annaö þaö sem nauösynlegast var. t Fáheyrð grimmd Þau alþýöuvöld stóöiK. skamma hriö. Stjórnin, sem á aö heita borgaraleg, en er I raun i hersins höndum, sendi ,,sér- sveitir” sinar á vettvang. Tvö herfylki voru höfö til aö brjóta Kvangju á bak aftur. Enginn veit hve margir féllu þegar ráö- húsið, sem var siðasta vlgi námsmanna og bandamanna þeirra, féll. Fréttamenn i Seúl telja aö ungt fólk hafi veriö murkaö niöur svo hundruöum skiptir. Þeir sem lágu særöir i blóöi sinu voru skotnir til bana. Sögur ganga af fáheyr,bTÍ grimmd: að brjóstin hafi veriö skorin af ungri stúlku áöur en hún var drepin. Viö heyröum sögur um aö okkar hersveitir heföu gert slika hluti I Vietnam - striöinu, sagði ung kona viö sænskan blaöamann — og nú trúum viö þeim. Forsagan Frá þvi um miöjan sjöunda áratug aldarinnar laut Suöur - Kórea stjórn, sem beindi er- lendu fjármagni inn i landið i stórum stil, skapaöi forsendur fyrir hrööum hagvexti — en hirti þeim mun minna um al- menn mannréttindi. Kerfi þetta byggöiaðverulegu leyti á þvi aö verkalýönum væri haldiö i skefjum meö valdi — svo aö landiö væri áfram freistandi fjárfestingarvettvangur, eink- um fyrir vinnuaflsfrekari greinar japansks iönaðar. Fréttaskýring Höfundur þessa kerfis, Park Chung Hee forseti, var i fyrra- haust myrtur af yfirmanni hans eigin leynilögreglu. Nú þótti andstööuöflum tækifæri upp runniö til aö losna viö einræöið og byrja á þvi lýðræöi sem haföi veriö i felum eða i fangelsum. En þaö hefur æ betur verö aö koma I ljós aö undanförnu, aö þaö var mikiö djúp staðfest milli lýöræöisvina af ýmsum tegundum og herforingjanna, sem helst vildu óbreytt ástand. Upp úr sauð eftir sautjánda mai, þegar herforingjarnir og þó einkum þeirra „sterki maður” Chon Too Hwan, yfir- maður öryggissveitanna, stigu ný skref i átt til hernaðaral- ræöis. Þeir skipuðu lepp sinn I embætti forsætisráöherra, viku nokkrum „hófsömum” mönn- um úr stjórninni, og létu hand- taka ýmsa foringja stjórnar- andstööunnar — meöal annarra Kim Dae Jung, sem er þeirra þekktastur og þar aö auki frá Kvangjufylki, þar sem mót- mælin uröu siöan aö uppreisn samkvæmt alþekktum lög- málum vlxlvérkunar. Þaö voru þessi tíöindi sem leiddu til mótmælaaðgeröa viöa um land, ekki sist i höfuðborg- inni Seúl. Og eins og einatt áöur höföu stúdentar frumkvæöiö, rétt eins og þeir flæmdu Syng- man Rhee frá völdum á sinum tima — án þess aö geta komið I veg fyrir aö fyrrnefndur Park, þá hershöföingi, hrifsaöi völdin og þar meö árangur baráttu þeirra. Lærdómar Og nú hefur herinn beitt öllum sinum styrk og grimmd til aö bæla þetta andóf niður I blóði. Hershöföingjarnir hafa reynt aö láta lita svo út sem stúdent- arnir væru „harösoönir” bylt- ingarmenn. Ekkert bendir til þess I frásögnum vestrænna fréttamanna. Þeir munu flestir teljast til frjálslyndra afla og róttækra i breiðum skilningi. Þeir eru þjóðernissinnar: meö- an þeir heldu Kvangju hvöttu þeir lögregluna óspart til aö syngja meö sér þjóösönginn. Þeir sreyndu aö fá Bandarlkja- stjórn til aö miöla málum milli sin og stjórnarinnar. En vafalaust munu þeir, sem og aörir andstæöingar hershöfö- ingjanna, gerast róttækari eftir atburöina i Kvangju. Þaö er til dæmis haft eftir ýmsum tals- mönnum kristinna frjálslyndra afla, aö nú sé ljóst aö þaö sé vonlaust aö beita venjulegum þrýstingi meö það fyrir augum að fá andófsmenn leysta úr haldi, heldur sé rétt að hefja marksækna baráttu gegn her- foringjaklikunni sjálfri meö sem breiöastri þátttöku. Ýmsir fréttaskýrendur hafa látiö i ljós þá skoöun aö almenningur i Suöur-Kóreu hafi misst trúna á friðsamlega leiö til lýöræðis- þróunar. Um leið telja menn sig taka eftir verulegri bjartsýni meðal stúdenta og annarra hópa i upp- reisnarham. Kjörorð margra er: Kvangju hefur vfsaö veginn! Það hefur einnig komið vel i ■ ljós, að ekkier hægt aö skýra at- I buröi þar meö þvi einu, að viö- komandi hluti landsins hefur I um margt veriö afskiptur heldur 1 tjá þeir óánægju landsmanna I meb þrjátiu ára timabil her- laga. Herinn hefur meö hörku sinm 1 reynt aö ná algjörum undir- I tökum aftur — og um leið nota töku Kvangju til aö „sanna” aö I landið sé ekki þroskað fyrir lýö- J ræði, eins og þaö hefur svo oft heitið. En svo til allir frétta- skýrendur eru á einu máli um I aö þaö muni brjótast út upp- ] reisnir á ný, ef ekki nú I haust, þá næsta vetur. Og Chon Too Hwan fær þaö • orð á sig aö vera mest hataöi ] maöur landsins. Honum er likt I viö Idi Amin og Pinochet. AB (Byggt á Newsweek, Infor- ' mation og DN) Uppreisnarmenn fara um götur Kvangju I bflum sem tcknir voru af hernum. yiY»yrr.M»>i=i í ->US> ^ 1 K:"' SXÆ } Klingklang um alla Kaupinhafn. Borgarumferð er hjólaumferð Danskir hjólreiðamenn sýndu mátt sinn i 36 borgum og bœjum Því hefði enginn trúað fyrir skemmstu# en það er engu líkara en að hjól- reiðamenn séu að verða umtalsverð pólitísk hreyf- ing. Um siðustu helgi fóru þeir í miklar kröf uaðgerðir i 36 borgum Danmerkur og var þátttaka mikil — i Kaupmannahöfn er til að mynda talið að 20- 25 þús- undir hjólreiðamanna hafi stigiðá bák reiðskjóta sin- um í tilefni dagsins. Þeir höföu uppi kröfur I þá veru aö „borgarstjórnin lúti hjóla- stýri”, „Gerum aflvana um- feröaraðila sterka” eöa þá „Borgarumferð er reiðhjólaum- ferö”. Allt fór þaö vel fram, nema hvað stundum misstu bilstjórar þolinmæðina þegar þeim fundust hjólaraöirnar of langar og reyndu aö brjótast I gegn. Þeir komust ekki upp með múöur. 1 Kaupmannahöfn var stefnt eftir átta leiöum inn aö Ráöhús- torginu og voru þar haldnar snjallar ræöur um loftmengun frá bílum og blessun reiöhjólsins. Fylgjum eftir. Villo Sigurdsson, sem er sósial- isti og fer meö áætlunarmál i borgarstjórn varaöi hjólreiöa- menn við þvl, aö taka vinsemd stjðrnmálamanna alvarlega. Þeir eru svo vanir aö hlaupast frá loforöum sinum, sagöi hann meðal annars. Ef aö viö eigum aö ná fram kröfum okkar um betri borg erum viö neyddir til að fylgja þeim eftir meö pólitisku valdi. Villo borgarstjóri skýröi frá þvi, aö hann hefði látiö semja áætlun um hjólabrautir, en um- ferðarráð heföi saltaö hana. Aætlun um hjólabrautir á hættu- legustu götunum yröi fram- kvæmd á 7—8 árum en ekki fimm eins og áður var ætlab. Hjólreiðamenn efndu svo til til- komumikillar samhringingar meö bjöllum sinum á Ráöhús- torginu. Aö lokum var slegið upp dansi undir vígoröum hjólreiöamanna. — (Info) Bœjarstarfsmenn um kjaramálin: Vidbúnir aögeröum! „Ekki verður lengur viö þaö unað, aö næst-stærstu launþega- samtök landsins séu hundsuð af sveitastjórnum og rikisvaldi með þvi aö þessir aðilar neiti raunhæf- um samningaviöræöum”, segir m.a. I samþykkt ráðstefnu bæjar- starfsmanna sem haldin var dagana 28-29, mai s.l. á vegum B.S.R.B. 1 samþykktinni er minnt á að samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunnar hafi „hag- vöxtur veribmeiri á Islandi s.l. 10 ár en i flestum öðrum rikjum Vesturlanda, en þrátt fyrir þaö sé kaupránið nú oröiö yfir 20% miö- að viö samningana 1977. Bæjarmálaráöstefnan skorar þvi á alla opinbera starfsmenn aö búa sig undir þaö, aö hvenær sem er þurfi samtökin aö beita öilum samtakamætti sinum i yfirstand- andikjaradeilu.” — lg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.