Þjóðviljinn - 05.06.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.06.1980, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. júni 1980. Fimmtudagur 5. júni 1980. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 9 r TÍÐNI ALGENGUSTU KRABBAMEINA HJÁ ÍSLENSKUM KONUM 1955-60 1961-66 1967-72 1973-78 TÍÐNI ALGENGUSTU KRABBAMEINA HJÁ ÍSLENSKUM KÖRLUM MIÐAÐ VIÐ 100.000 BRJÓSTAKRABBAMEIN Árleg tíðni á íslandi miðað við 100.000 1941-45 46-50 51-55 56-60 61-65 66-7.0 71-75 76-78 RÁÐSTEFNA KRABBAMEINSFÉLAGS ÍSLANDS Fimmti hver Islendingur fær krabbamein Lífslíkur alltaf að aukast Frá ráðstefnu Krabbameinsfélags íslands sem haldin var á Hótel Loftleiöum á föstudaginn var. Guömundur Jóhannesson yfirlæknir leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins er I ræðustól. Svo sem skýrt var frá í blaðinu fyrr í vikunni hélt Krabbameinsfélag Islands ráðstefnu fyrir fáum dög- um þar sem f jallað var um ýmsa þætti krabbameins- leitar og læknmga Fimm f ramsöguræður voru fluttar á ráðstefn- unni. Dr. Gunnlaugur Snædal for- maður Krabbameinsfélags Is- lands skýrði frá verkefnum krabbameinssamtakanna i land- inu, Guðmundur Jóhannesson yfirlæknir leitarstöðvar krabba- meinsfélagsins ræddi um hóp- skoðanir, Gunnlaugur Geirsson yfirlæknir frumurannsóknarstofu krabbameinsfélagsins um stungusýni til sjúkdómsgrein- ingar, Hrafn Tulinius um hagnýt- ingu faraldsfræði og loks talaöi Þórarinn E. Sveinsson læknir á geisladeild Landspitalans um að- stöðu til meðferðar krabbameins. Að loknum framsöguerindum voru frjálsar umræöur. Fundar- stjóri var prófessor Jónas Hall- grimsson. Hér á eftir verður fjallað um nokkur helstu atriðin sem fram komu á ráðstefnunni en aöeins stiklað á stóru eins og gefur að skilja. Á fyrstu árum krabbameins- samtakanna i landinu beindist aðalstarfið að krabbameinsleit en fljótlega bættist við rannsóknar- starf, aðallega var um frumu- rannsóknir að ræða. Siðan hefst krabbameinsskráning, og nú hefur enn einn þáttur i starfsem- inni bæst við en það er heil- brigðisfræösla. Er Krabbameins- félag Reykjavikur þar fremst I flokki og hefur unnið gifurlegt starf einkum meðal skólabarna. Krabbameinsskráin 26 ára Krabbameinsskráin Islenska nær aftur til ársins 1954 og sýnir hún að tiðni krabbameins hefur aukist litillega. Þessi tæpu 30 ár sem hún spannar. Hins vegar hefur tfðni aukist verulega I einstökum liffærum en minnkað I öðrum. T.d. er brjósta- krabbi i konum i hröðum vexti og magakrabbi hjá körlum. Upplýs- ingar um brjóstakrabbamein á Islandi eru mun meiri en um aðrar tegundir krabbameins þvi aö til er i fræðiriti nokkuð áreiðanleg skrá yfir öll slik tilfelli siöan fyrir siöustu aldamót. Vegna þessara upplýsinga er unnt aö leita ýmissa orsakaþátta sem liklegir eru til að valda brjóstakrabba og er einmitt unnið aö þvi nú og nefnist sú fræðigrein faraldsfræöi. Ættfræði er þar stór liður. Sem dæmi má nefna aö kona sem á systur sem fengiö hefur krabbamein i brjóst er I þrefalt meiri hættu en aðrar. Þá virðist einnig vera fylgni á tiöni brjóstakrabba og aldri kvenna viö fyrstu barnsfæöingu svo og barnaf jölda. Þvi yngri sem konur eru þegar þær eignast sitt fyrsta barn og þvi fleiri börn sem þær fæöa þeim mun minni likur eru á brjóstkrabba og öfugt. 40 konum bjargað Hópskoðanir á heilbrigðu fólki hófust fyrst árið 1957. Þá tók til starfa Leitarstöð — A og var þá leitað að magakrabba. Þessi stöð starfaði til ársins 1969 en var þá hætt. Mun umfangsmeiri hóp- skoöunum var siöan hleypt af stokkunum áriö 1964 en þaö eru skoöanir á konum til greiningar leghálskrabbameins. 1974 var lika farið aö leita að krabbameini i brjóstum og er það nú fastur liður i þessum hópskoöunum. Fyrst i stað voru skoðanirnar ein- göngu bundnar við Reykjavikur- svæðið en ná nú til landsins alls. Með hópskoöunum þessum var og er ætlunin aö finna meinsemd- ina á byrjunarstigi en þá eru lik- urnar á lækningu mestar og vissulega hefur marktækur árangur náðst þó að erfitt sé að sanna gildi hópskoöana yfirleitt. I fyrstu jókst tiðni leghálskrabba- meins og kann það að hljóma undarlega en skýringin er sú aö viö þessa leit fundust mun fleiri tilfelli á byrjunarstigum en ella heföi orðið. Siðar lækkaði tiðnin aftur. Arið 1977 dóu aðeins 7 konur af þessum sjúkdómi en 1968 voru þær 21. Miðað við þessar tölur virðist ekki ofreiknaö að tekist hafi að bjarga lifi a.m.k. 40 kvenna siöan leit aö legháls- krabbameini hófst. Þrátt fyrir þetta má hvergi slaka á og sl. tvö ár hefur ný- greindum tilfellum aftur fjölgað. Astæðurnar eru margvislegar, m.a. þær aö konur koma ekki nógu reglulega til skoöunar, reyndar eru ekki aöstæöur fyrir hendi til aö skóöa aTlar konur nægilega oft sökum þrengsla i leitarstöðinni I Suðurgötu. Þar er hægt að skoða um 6 þúsund konur á ári en þær yrðu 8—9 þús. ef allar konur frá tvitugu til sjötugs væru skoðaðar árlega en það er tak- markið. Verður betur vikið að húsnæðismálunum siðar. Brjóstkrabbi algengastur Langalgengasta krabbamein hjá islenskum konum er brjósta- krabbamein. Verulega vaxandi tiðni er siöustu árin. Þaö er þess vegna mjög þýöingarmikiö aö gera allt sem hægt er til þess að tryggja sem besta greiningu þessa djúkdóms. Eins og áöur getur voru brjóstaskoðanir teknar upp sem fastur liöur I hóp- skoðunum frá 1974. 1 samvinnu við röntgendeild Landspltalans hafa veriö geröar brjóstamynda- tökur á talsverðum fjölda kvenna, fyrst öllum yfir 35 ára (2000 konur), siðan I völdum til- vikum eftir ákveðnum ábending- um. Rúmlega 800 brjóstamynda- tökur voru þannig framkvæmdar á siðasta ári. Viö athugun á öllum brjósta- krabbameinum sem greind voru á árunum 1974—1978, sem voru alls 350, höfðu 93 verið I skoðun innan eins árs frá greiningu. Af þeim höfðu 76 verið greind við skoöun og rannsókn eða 82%, en 17 hötðum við misst af, þar af 11 frá 6—12 mánuðum og 6 innan 6 mánaða. Þessi árangur veröur aö teljast mjög þokkalegur þar sem við náum aöeins til aö skoða ár- lega fjórðung allra kvenna i þess- um aldurshópum og læknisskoð- unin ein verður aldrei fyllilega örugg. Meö aukningu á ástungum og brjóstamyndatökum má vafa- laust bæta þennan árangur. A þingi norrænu krabbameins- félaganna I Stokkhólmi i fyrra- haust kom fram aö röntgen- myndataka af brjóstum væri verulega vænleg aðferð við að greina brjóstakrabba á byrjunar- stigi. I þremur hópskoðunum I Sviþjóö voru teknar brjósta- myndir af öllum konum 40 ára og eldri og greindust 6—7 tilfelli af hverjum 1000. Hjá samanburöar- hópum sem ekki voru myndaðir voru tilfellin aftur á móti aöeins 1.4. Vegna þessa og að fenginni reynslu hér heima er taliö æski- legt (sbr. ræðu Guðmundar jó- hannessonar) að stefna að þvl — eða beita sambærilegum rann- sóknaraöferðum — að taka röntgenmyndir af brjóstum allra isl. kvenna 35 ára og eldri annað eöa þriðja hvert ár. Til þess aö svo megi verða þarf Krabba- meinsfélagiö að eignast eigiö röntgentæki sem hægt er að ferð- ast með um landiö. Fimmti hver Islendingur En vitaskuld er ekki nóg aö greina rétt sem flest krabba- meinstilfelli þá er lækning eða lækningatilraunir sjúkdómsins eftir. Fram til þessa hefur með- ferð krabbameins aðallega veriö þrenns konar, skurölækningar, geislameðferð og lyfjagjöf. Is- lendingar hafa ævinlega, ekki sist fyrir ötult starf krabbameins- félaganna, reynt að hafa tiltæk öll fullkomnustu lækningatæki sem til eru hverju sinni. Það hefur þó ekki ævinlega reynst unnt og enn þarf að senda árlega nokkurn fjölda sjúklinga utan til rann- sókna. Arlega eru greind hér um 600 ný krabbameinstilfelli. Má þvi gera ráð fyrir að um fimmti hver Is- lendingur sem meðalaldri nær muni fá krabbamein. Arið 1977 var keypt til landsins svokallað kóbalt-tæki til geislameöferðar krabbameinssjúklinga og var það þá hiö fullkomnasta á markaðn- um. Nú er þetta tæki hins vegar ekki fullnægjandi. Hafa allir sjúklingar siðan fengið kóbalt- meðferð en fjöldinn eykst ár frá ári og i fyrra komu 13 þús. sjúk- lingar til meðferðar. Aætlað er að fjöldinn verði mestur allt að 30 þús. sjúklingum en þá er talið aö e.k. jafnvægi verði komið á. Miðað við allan þennan sjúk- lingafjölda er húsnæðið þar sem þeim er sinnt vægast sagt bág- borið. Þegar tækiö kom til lands- ins var byggt yfir þaö úthýsi frá Röntgendeild Landspitalans og er gólfflöturinn aðeins 180 ferm. Er þar vitaskuld mikil þröng á þingi daglega og aðeins vegna mikillar iipurðar starfsfólks er hægt að komast yfir að sinna öllum þess- um sjúklingum. Ongþveiti En nú er svo komið að til öng- þveitis horfir og afleiðingin er sú aö ekki er unnt að nýta I þágu krabbameinssjúklinga alla þá þekkingu á sjúkdómnum sem læknar hér og visindamenn hafa yfir að ráöa og svo verður ekki fyrr en húsnæöisvandinn hefur verið leystur. Framtiðarhúsnæði krabba- meinslækninga er fyrirhugaö I K-álmu Landspitalans sem byrjaö verður að reisa á næst- unni. Til bráðabirgða hefur svo um samist að hluti þessara lækn- inga fari fram á gamla fæöingar- gangi kvennadeildarinnar. Það húsnæði er þó hvergi nærri full- nægjandi,aðeins 200 ferm, — og þar verður aðeins unnt að sinna þeim sjúklingum sem eru i lyfja- meðferð og eftirliti. Þess má að lokum geta að þjóð- hagslega séð er það afar óhag- kvæmt og dýrt aö senda sjúklinga úr landi til rannsókna. Hver legu- dagur á krabbameinsdeild á Norðurlöndunum kostar 140—150 þús. krónur en algengur með- ferðartimi er 6 vikur. Beinn kostnaöur við hvern sjúkling er þvi um 6 miljónir auk þeirra óþæginda og erfiðleika sem sjúk- lingar verða að þola til viöbótar erfiöum og oft Hfshættulegum sjúkdómi. — hs HUNDRAÐSHLUTFALL EFTIRLIFANDI KRABBAMEINSSJUKLINGA 5 ÁRUM FRÁ GREININGU HUNDRAÐSHLUTFALL EFTIRLIFANDI BRJÓSTAKRABBAMEINSSJÚKLINGA Greiningarár Ekki hægt að nota nýjustu tæki sökum húsnæðisleysis á daaskrá Þá sem voru með 250 þás. kr. á mánuði vantaði 21.825,- kr. á mánuði eða kr. 261.900,- rniðað við ár, en þeir sem voru með ráma miljón á mánuði fengu aukalega 31.944,- kr. á mánuði, eða 383.803,- kr. á ári. Bjarnfriður Leósdóttir Akranesi Notum vísitöluna til launajöfnunar Hvað má tefja samninga lengi er spurning sem margir velta fyrir sér nú á þessum vordögum. Samningar hafa verið lausir siðan 1. des. s.l. hjá fólki innan A.S.I. Enn lengur hjá rtkisstarfs mönnum. Nákvæmlega I sex mánuöi hafa þykjast viðræður fariðfram á milli atvinnurekenda og verkalýðsforustu, án sjáanlegs árangurs. A meðan hefur verið nagaö utan af kaupmætti launa, en auðvitað hefur það gerst miklu lengur. Allt frá þvi aö Ólafslögin illræmdu voru lögfest eftir kröfu Framsóknar og krata hefur visi talan verið stórskert á hverju bótatimabili. Núna 1. júni átti vísitalan að verða 13,23 prósent en vegna kjaraskerðingarlag- anna veröa ekki greidd nema 11,73 prósent. Atvinnurekendur boöa ennþá meiri skerðingu á visitölu, þá að hún veröiekki reiknuð nema tvis- var á ári og án þess t.d. að hækkun á launaliðum verði tekin með og ennþá fleiri liðir sem allir væru til skerðingar. Þeir neita öllum grunnkaupshækkunum, vilja eyöileggja ýms félagsleg réttindi, sem áunnist hafa og eru þegar oröin að lögum. Þetta er boðskapurinn er þeirsenda sam- tökum launafólks eftir allan þenn- an tima frá þvl samningum var sagt upp. Þó hefur Vinnuveit- endasambandiö margoft lýst þvi yfir að það yrði að hækka laun þeirra lægstlaunuðu, t.d. sjálfur framkvæmdarstjórinn lýsti þvi yfir i sjónvarpi, bláeygur og eins og sára saklaus, að þetta verði bara að gera, en þaö er bara of- vaxið skilningi alls almennings, hvernig þetta á að ske, meö stór- skertri visitölu, lika á þessi lágu laun, engum grunnkaups- hækkunum, og með þvi að fella burt ýms félagsleg réttindi. Svo halda þeir þvi fram aö verkafólk og atvinnurekendur hafi sömu hagsmuna að gæta, þess vegna eigi ekki að vera strið á milli þessara stétta, heldur samvinna. Sem sagt, verkafólk á aö vernda hámarksgróöa auðvaldsins. Þaö er margt skrýtið I kýrhausnum. Eöa er Vinnuveitendasambandið fariö að gera opinberlega grin að verkalýðshreyfingunni. Aö þeir geti teymt hana á asnaeyrunum afturábak mánuö eftir mánuö, meöan þeir mergsjúga fyrirvinnu þjóðarinnar, sem malar auð- stéttinni þeim mun hraöar gull. erlendar bækur A History of Europe. A Cultural and Political Survey. John Bowle. Secker & Warburg / Heinemann 1980. Það eru rúmlega fjörutiu ár frá þvl að all ýtarleg Evrópusaga kom út á Englandi, skrifuð af Englendingi, en það var A History of Europe eftir H.A.L. Fisher. En þaö.sem kannski er allra verst, er álit það sem almenn- ingur viröist hafa á verkalýðs- forustunni. Maður opnar varla svo blað þar sem fólk er spurt um þetta að svörin séu ekki á einn veg, að hún sé duglaus, úrræða- laus og alveg steingeld.svaraði einn i Þjóðviljanum núna á dögunum. Það er eitthvað meira en lítið aö. Ég held að verkalýös- forustan veröi aö fara að reka af sér slyðruorðið, ganga til verka, og þá með það vopn i höndum sem vinnuveitendasambandið skilur. Það sem ég tel veigamest að ná fram I þessum samningum er sú krafa Alþýðusambandsins, sem fyrst var borin fram á þingi Verkamannasambandsins á s.l. hausti um breytingu á greiöslu verðbóta á laun þannig: a) A þau laun sem eru lægri en 300 þús. kr á mánuöi greiðast sömu verðbætur i krónutölu og á 300 þús. kr. b) A laun á bilinu 300 til 400 þús. kr á mánuði greiöast verö- bætur i prósentum. c) A laun,sem eru hærri en 400 þús, kr á mánuði, greiöist sama krónutala og á 400 þús. kr. Allt miðað við 1. des. s.l Þetta er mótuð stefna Alþýöu- sambandsins og fram sett sem önnur aðalkrafan varöandi kaupið, hin er 5 prósent grunn- kaupshækkun ásamt taxta til- færslum. Kjararannsóknarnefnd gerði úttekt á hækkun á framfærslu- kostnaði visitölufjölskyldunnar svokölluðu. Þá kom eftirfarandi I ljós: 1. mars s.l. hækkaði kaupgjaldsvisitalan um 6.67 prósent, sem auðvitað var skert visitala, vegna Ölafslaganna. Þá haföi framfærslukostnaöur þess- arar fjölskyldu hækkað um 38.500 krónur pr. mánuð á siöasta verð- bóta timabili. En viti menn, þessi hækkun kom ekki að fullu fram i greiðslu verðbóta fyrr en við 577 þús. kr. mánaðarlaun. Allir sem voru fyrir neðan fengu ekki þær verðbætur sem þurfti til þess að mæta hækkuðum framfærslu- kostnaöi viömiðunarf jöl- skyldunnar. Eftir þvi sem launin voru lægri þeim mun meira vantaði uppá. En þeir sem voru með laun yfir 577 þús. fengu meira en þaö sem þessari hækkun nam, og þeir auðvitað mest, sem hæst höfðu launin. Höfundurinn hlaut menntun sina I Oxford, kenndi slöan þar og viðar og nú siöast i Briissel. Hann hefur skrifað margar bækur um stjórnmálasögu og sagnfræði, meöal þeirra The English Experience, The Imperial Achievement, Napoleon ofl. Höfundurinn skrifar þessa bók m.a. I þeim tilgangi aö kynna landsmönnum sinum sögu Evrópu vegna þeirra auknu tengsla, sem hann álitur aö hljóti að aukast milli Bretlandseyja og meginlands Evrópu, eftir aö breska heimsveldiö er orðið aö kapitula I veraldarsögunni Bowle segir i formála, að nú sé fráleitt að Englendingar einangri sig sem eyþjóð og hvetur landsmenn slna til þess að taka upp Evrópustefnu og Evrópuhyggju. Höfundurinn hefur I fyrri ritum sinum leitast við aö sýna fram á þýðingu og Þá sem voru með 250 þús. kr. á mánuði vantaði 21.825 kr. á mánuði eða 261.900 miðaö við ár, en þeir sem voru með rúma miljón á mánuöi fengu aukalega 31.984 kr. á mánuði, eða 383.803 kr. á ári. Þessi útkoma yrði auð- vitað miklu verri ef miðað væri við þá visitölu sem kom á kaupið 1. júni. Það er einmitt vegna þessara augljósu sanninda, hvernig visi- talan I sömu prósentu leikur þá sem lægst hafa launin, að krafan um breyttar greiðslur á visitölu kemur fram. Ef þetta yrði gert, myndi þaö þýða verulega launajöfnun eða sem svaraöi til 10 prósent grunn- kaupshækkunar á ári miðaö við núverandi ástand, einvörðungu á lægstu launin. Ef hugur fylgir máli allra þeirra ábyrgu aðila sem viöurkenna nauðsyn þess að hækka lægstu launin, án þess að öll skriðan komi á eftir, hljóta þeir aö fylgja þessu eftir. Auð- veldast af öllu væri að stjornvöld beittu sér fyrir þessari lausn, annaðhvort með þrýstingi á vinnuveitendasambandið, eða hreinlega meö lögum. Eflaust hrökkva einhverjir viö að maöurskuli leyfa sér að stinga upp á þvllikum afskiptum rikis- valdsins, en þvi er til að svara: Það hafa margsinnis verið sett lög einmitt um visitölu, sem verka- lýðshreyfingin hefur orðið að gangast undir, nauðug viljug, og við búum við eina slika núna, Ólafslögin. Þvi ekki að nota þetta vald, einmitt I þágu þeirra mörgu sem órétti eru beittir, rétta örlitiö við kjör þeirra lægst launuðu, án þess að hinir komi allir á eftir, þaö er ekkert vit I því að láta visi- töluna mæla i sömu prósentu upp úr og niðurúr öllum launastigum, og ég held að þeir^sem um þetta hugsa, sjái að þetta muni ekki ganga öllu lengur. Ef við ekki spymum nú við fótum, þá mun það veröa sem svo oft hefur skeö áður f samningum að þeir, sem meira mega sin, munu klifra upp eftir bakinu á þeim sem vinna aö framleiöslustörfunum, fyrirvinnu þjóöarinnar. Við erum með fólk, sem vinnur að mikilvægum störfum, stóran hóp af fólki, sem er með laun undir nauðþurftar- marki. Það er til skammar fyrir islenska verkalýðshreyfingu, til skammar fyrir Islenskt atvinnu- lif, fyrir þjóðina alla. kosti hins liðna breska heims- veldis, menningarstarf þess og áhrif á ýmsar þjóðir. Nú telur hann að Englendingum beri að samsamast evrópsku samfélagi að vissu marki og skuli þannig stuðla aö framhaldi evrópskrar og enskrar menningar og verða hinu evrópska samfélagi hvati til átaka og áhrifa e.t.v. undir merkjum ný-evrópsks efnahags- legs imperialisma. Höfundurinn rekur hér sögu Evrópu á hefðbundinn hátt á tæp- um 600 blaösiöum, höfundurinn leggur mikla áherslu á áhrif Evrópuþjóðanna og nýtingu þeirra á auölindum heima og heimaa einkum eftir Iðnbylting- una, en sá þáttur er ólikt ógeö- feldari en saga Evrópuþjóöanna fram að þeim tima. Höfundurinn skrifar hér læsilega bók, sem hentar vel almennum markaði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.