Þjóðviljinn - 05.06.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.06.1980, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. júni 1980. Kolbeinn Bjarnason skrifar um tónlist á Listahátíð Snillingar — auglýsingar — einlæg túlkun UndirritaBur hefur tekið að sér að fjalla um einhvern slatta þeirrar tónlistar sem er framreidd á yfirstandandi hátið listanna. En hann skrifar ekki kritik, til þess skortir hann bæði vilja og dómgreind. Ætlunin er fyrst og fremst að kynna þau verk sem standa til boða og kannski að velta vöngum spekingslega yfir tónlistinni almennt. Hér er þá fyrst dulitið almennt tilskrif: I einhverri frétt las ég að á listahátið væru mörg atriði og hvert ööru stórfenglegra (þvi er égsammála) en af þeim atriðum, mörgum og margvislegum bæri tónleika Pavarottis hæst. Þessu er ég hins vegar ósammáia, það er hreinlega rangt að flokka atriði hátiðarinnar eftir gæöum — nema menn geri það hver fyrir sig „privat og persónulega” án þess að koma með almennar staðhæf- ingar. Pavarotti er stórkostlegur söngvari en frægðin þarf ekki að vera mælikvarði á gæði, fjöldi út- gefinna hljómplatna og stærð mynda á plötuumslögum er enginn mælikvarði á merkileg- heit. Tónlistarlffið er harður og miskunnarlaus bransi, eitraður af samkeppni og lögmálum framboös og eftirspurnar. Bisnesmenn og auglýsingasál- fræðingar hafa að likindum komist að þeirri niðurstööu að vænlegast sé að höföa til þeirrar þarfar okkar meðaimenna að dyrka mikilmenni. Þess vegna eru auglýstar upp stjörnur sem geta allt, þaö er verslað með stórstjörnur en ekki afurðir andans. öll áhersla hvilir á flytjendum, verkin virðast auka- atriöi. Engum er greiði gerður með slikri auglýsingamennsku, snillingar á borö við Alicia de Larrocha eöa Göran Söllscher sigra með hógværðinni og einlægri túlkun viðfangsefna sinna. Leiö tónlistarmanna til alþjóö- legrar viðurkenningar liggur oft á tiðum um keppnir. 1 kynningu á Göran Söllscher er frá þvi greint að hann hafi unniö I „hinni óopin- beru heimsmeistarakeppni ungra gitarleikara.” Hvað spilaöi hann hratt? Hver skyldi eiga heims- metið i gitarleik? Keppnir i tónlist eru dálitið fáránlegar vegna þess að það eru ekki til neinir algildir mælikvarðar á list- rænt gildi. En nóg um það. Aöalatriðið er að á listahátiö er heill hellingur af merkilegum verkum framreiddum af merkilegum listamönnum. Það hefði gjarnan mátt básúna það meir að nokkur almerkustu verk 20. aldarinnar eru á grógramminu: Gaspard de la Nuit, Pierrot Lunaire, La Nativité du Seigneur, Quatour puor la fin du temps. Það mætti lika auglýsa meö striösletri flutn- ing islenskra verka (Af þeim mætti raunar vera meira). Píanótöfrar A þriðjudagskvöldið voru pianótónleikar i Háskólabiói. Þar sat Alicia de Larrocha viö hljóm- borðið. Þessa tónleika hefði ég t.d. auglýst svona: A efnisskránni er m.a. eitt merkasta og erfiðasta verk pianóbókmenntanna, Gaspard de la Nuit eftir Maurice Ravel, samið 1908. Sá mæti pianósnill- ingur, Walter Gieseking lét þau orö falla um pianótónlist Ravels að hún væri það besta sem samiö hefði veriö fyrir pianó með tilliti til þess aö allir möguleikar hljóöfærisins væru nýttir til hins ýtrasta. Siðan heföi gjarnan mátt greina frá þvi að ve'rkiö er að nokkru leyti byggt á þrem ljóðum eftir franska 19. aldar skáldið Aloysius Bertrand, Ondine, vatnadisinni (þá streymir tónlist- in fram i bylgjum, allt frá örsmáum gárum til ólgandi brims) Le Gibet, gálganum, sem fjallar um lik dinglandi i gálga i skini kvöldsólar, (tónlistin liður áfram „sans expression” og án hraðabreytinga, slendurtekið „b” gengur i gegnum allan kaflann) og Scarbo sem fjallar um hinn sibreytilega og óttalega dverg, sem birtist og hverfur á vixl. A þessum tónleikum var llka Chaconnan hans Bachs úr partitu fyrir einleiksfiðlu I d-moll á dagskrá. Margir telja þetta eitt stórkost1egasta verk tónbókmenntanna, enda hafa menn ekki getaö stillt sig um aö útsetja þaö á ýmsa vegu. Brahms útsetti það fyrir vinstri hönd píanistanna, Busoni þótti ekki nóg að gert og útsetti verkiö fyrir báðar hendur. Undirritaður var fyrirfram vantrúaöur mjög á slikt tiltæki en frábærlega blæ- brigðarikur leikur Aliciu de Larroche mátaði hann gjörsam- Ravel: „Það besta sem samið hafði verið”. Söilscher: Verk á þjóðlegum grunni. lega, kom honum I annarlegt ástand og ruglaöi dómgreindina. Annars get ég ekkert sagt um stórkostlega túlkun hennar (eða eigum við að segja skáldskap) á þessum tónleikum, enda var það alls ekki ætlunin. Forvitnileg efnisskrá Og I kvöld eru gitartónleikar Göran Söllscher. Efnisskráin er mjög forvitnileg. Fyrst eru ýmis lög eftir samtímamann og samlanda Shakespeares, John Dowland. Hann var heimsfrægur á þess tima mælikvarða og starf- aði sem lútuleikari og tónskáld i Frakklandi, Italiu og Danmörku. Þá verða flutt verk eftir 3 20. aldar tónskáld sem eru reyndar öll gengin á vit feðra sinna. Paraguaymaðurinn Augustin Barrios á j>arna La Catedral. Söllscher sagði mér að Barrios heföi verið fyrstur gitarleikara til þess að spila inn á hljómplötu en verk hans hefðu litiö verið spiluð þar til á allra siðustu árum að John Williams hóf að kynna þau. Þá leikur Söllscher Sonatinu meridional eftir Manuel Ponce frá Mexico. Ponce nam m.a. hjá Dukas I Paris, en er engu aö siður mjög þjóðlegur, enda virtur af löndum sinum. Þessi sonatina er meö siðustu verkum höfundarins. Þá eru einnig á dagskránni tilbrigði við Sakura eftir Japanann Y. Yocoh. Söllscher kvað hann einnig byggja á þjóðlegum grunni. Sakura er þjóölag sem var m.a. nokkurs konar kynningarlag vetr- ar-ólympiuleikanna I Japan hér á árum áður. KB. Þátttakendur og fararstjórar, taliö frá vinstri: Guömundur Þorsteins- son námsstjóri, Leó Ragnarsson Akranesi, Hermann Ingólfsson Akur- eyri, Birgir Guömundsson Reykjavik, Ingþór Óli Thorlacius Búöardal, Bragi Gunnarsson Reykjavik, Hreiöar P. Haraldsson Reykjavik og Björn Mikaelsson lögregluþjónn Akureyri. Á hjólum í Lundúnum Sex islenskir piltar eru ný- komnir heim frá alþjóölegri keppni i Lundúnum á reiöhjólum og vélhjólum. Tuttugu þjóöir tóku þátt i keppninni og var frammi- staöa og framkoma islensku pilt- ana til sóma, enda þótt þeir ættu viö ramman reip aö draga, segir i frétt frá umferðarráöi. Keppnin sem er haldin árlega af alþjóðasambandi umferöar- ráða fór fram 21.—23. mai sl. I vélhjólakeppninni kepptu þeir Birgir Guðmundsson úr vélhjóla- klúbbi Fellahellis I Reykjavik og Leó Ragnarsson úr vélhjóla- klúbbi Akraness og urðu þeir i 10. sæti með 649 stig. Englendingar sigruöu. Frakkar uröu númer tvö og Spánverjar nr. þrjú. í hjólreiðakeppninni urðu heimamenn einnig fyrstir, nr. tvö urðu Ungverjar og nr. þrjú Belgar. Islensku piltarnir Bragi Gunnarsson Æfingadeild KHÍ, Hermann Orn Ingólfsson, Glerár- skóla Akureyri, Ingþór Óli Thorlacius, Búðardal og Hreiðar Páll Haraldsson, Laugalækjar- skóla Reykjavik uröu i 14. sæti. Fararstjórn og þjálfun önnuö- ust þeir Björn Mikaelsson lög- regluþjónn frá Akureyri og Guð- mundur Þorsteinsson námsstjóri sem jafnframt átti sæti i dóm- nefnd mótsins. — ekh ÍFréttir af forseta- frambj óðendum Opiö hús hjá Vigdísi A sjómannadaginn höföu stuöningsmenn Vigdisar Finnboga- dóttur i fyrsta skipti opið hús i Lindarbæ I Reykjavik en ætiunin er aö þaö veröi framvegis á hverjum sunnudegi i júni. 1 fréttatil- kynningu segir aö mikiil straumur fólks hafi legiö i Lindarbæ á sunnudaginn. Auk kaffiveitinga og sjálfboðaliðaskráningar flutti Ingólfur A. Þorkelsson skólameistari tölu um kosningabaráttuna og kveðja kom frá Vigdisi sem stödd var á kosningaferöalagi á Egilsstöðum þennan dag. Komin eru út merki til að festa i barm eða á bilglugga og stendur á þeim VELJUM VIGDISI. Þau eru á boðstólum á kosn- ingaskrifstofum Vigdisar. Stuðningsmenn Vigdísar á Húsavík og nágrenni opna skrifstofu Stuðningsmenn Vigdisar Finnbogadóttur i forsetakosningun- um hafa opnað skrifstofu aö Laugarbrekku 22 á Húsavik. Siminn er 41731. Þá hefur veriö tilnefnd framkvæmdanefnd I Húsavik og nágrannasveitum fyrir kosningarnar. I framkvæmdanefndinni sitja eftirtaldir einstaklingar: Sigrún Ingvarsdóttir Héðinshöfða, Astriöur Sæmundsdóttir Ar- holti, Hanna Guðnadóttir Heiðargarði, Ragnheiður Jónsdóttir Hafralækjarskóla, Baldvin Atlason Hveravöllum, Hólmfriður Pétursdóttir Viöihlið, Hildur Asvaldsdóttir Gautlöndum, Svan- hildur Hermannsdóttir Barnaskóla Bárðdæla, Kolbrún Bjarna- dóttir Ystafelli, Bjarni Pétursson, Fosshóli, Jón Pétursson Ar- hvammi, Aðalbjörg Pálsdóttir Vallakoti, Hrefna Jónsdóttir Húsavik, Birglr Steingrimsson Húsavik og Einar Njálsson Húsavik. Albertsskrifstofa í Grundarfirði Stuðningsmenn Alberts Guðmundssonar I Grundarfirði og ná- grenni hafa opnað skrifstofu i Grundarfiröi. Er skrifstofan I húsi Sæfangs hf„ að Sólvöllum 2, Grundarfiröi og siminn er (93)8759. Guðlaugur á Austfjörðum Guölaugur Þorvaldsson hefur undanfarna daga veriö á feröa- iagi um Austfiröi og heimsótt fjölmarga staöi. Ferðalagið hófst á Höfn I Hornafirði en slöan var haldið til Djúpavogs og haldinn þar fundur i matsal frystihússins þar sem yfir helmingur hreppsbúa mætti. A Breiðdalsvik voru haldnir tveir fundir og kom þar m.a. fram I svari Guðlaugs viö fyrir- spurn um fiskvinnsluskóla, að hann hefði i rektorstið sinni beitt sér fyrir þvi, að nemendum úr atvinnugreinum væri gefinn kost- ur á námi við Háskóla Islands án undangengins stúdentsprófs. A Stöövarfirði var haldinn kvöldfundur, hádegisfundur á Fáskrúösfirði og kvöldfundur á Neskaupsstað. A Reyðarfiröi var fullur salur félagsheimilisins. Tóku þar fjölmargir til máls. Þaðan var fariö til Seyöisfjarðar til fundar viö trúnaðarmenn, en ráðgerter að halda almennan fund þar siðar. A fundi á Eskifirði var mikil stemmning enda hafði Regina frettaritari sitthvaö til málanna aö leggja. 1 lok allra fundanna flutti Kristin Kristinsdóttir eiginkona Guölaugs stutt ávarp og þakkarorð. Stuðningsmenn Péturs opna skrifstofu á Egilsstöðum Stuðningsmenn Péturs Thorsteinssonar á Egilsstööum hafa stofnaö kosninganefnd og opnaö þar skrifstofu á Bláskógum 2, siminn er 97-1587. Nefndina skipa Arnfriöur Hallvarðsdóttir húsfreyja, Skriðu- klaustri, Arni ísleifsson tónlistarkennari, Björg Helgadóttir húsfreyja, Gunnar Egilsson flugumferöarstjóri, Kristján Giss- urarson simvirkjameistari, Ragnar O. Steinarsson tannlæknir, Sigurbjörn Brynjólfsson kaupmaöur, Hlööum, Sigrún Benediktsdóttir talsimavörður, Sveinn Jónsson bóndi, Þurlður Þormar húsfrú Geitagerði og Sigrún Einarsdóttir kennari, sem er forstöðumaður skrifstofunnar. Guðlaugur á Akureyri A sunnudaginn héldu stuöningsmenn Guölaugs Þorvaldssonar fund I Sjálfstæöishúsinu á Akureyri og segir I fréttatilkynningu frá þeim aö þar hafi veriö saman komnir hátt á þriöja hundraö manns. Gunnar Ragnars forstjóri var fundarstjóri en ávörp fluttu Jón Helgason formaöur Einingar, frú Guðriöur Eiriksdóttir, Stein- dór Steindórsson fyrrv. skólameistari og Tryggvi Gislason skólameistari Þá tók og frambjóðandinn til máls og rakti hann fyrst för sina daginn áöur um S.-Þingeyjarsýslu en þá hélt hann alls 8 fundi sama daginn. Fundinum lauk með þvi að allir stóðu á fætur og sungu ætt- jarðarljóð. Albert til Eyja 11. júní Stuðningsmenn Alberts Guömundssonar og Brynhiidar Jó- hannsdóttur i Vestmannaeyjum hafa opnað skrifstofu aö Strandvegi 47, Vestmannaeyjum, (neöri hæöinni) og mun Marianna Siguröardóttir veita skrifstofunni forstöðu. Verður skrifstofan opin virka daga frá kl. 14—18, fyrst um sinn, en þegar nær dregur kosningum verður skrifstofan opin allan daginn og um helgar, en siminn er 1900.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.