Þjóðviljinn - 05.07.1980, Page 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgtn 5. — 6. júlt.
AF LANDI ÓTTANS
Það er stundum sagt við hátíðleg tækifæri
aðlslendingar búi hér norður við hið ysta haf í
sátt og samlyndi og lausir við hrellingar
nasisma, fasisma, kommúnisma eða Kórans-
ins.
Þá er það almenn söguskoðun að næst höf-
um við komist einræði þegar Jónas f rá Hrif lu,
einn svipmesti og merkasti stjórnmálaskör-
ungur sögunnar, réði hér lögum og lofum.
Sfðan höfum við búið við heimsfrægt lýðræði,
sem mér er sagt að sérfræðingum finnist að
vfsu dálítið broslegt, en það er þá ekki nema
bara gott ef lýðræðið á íslandi getur komið
einhverjum í gott skap.
Því verður, hvað sem öðru líður,ekki neitað
að hér á landi hefur ekki ríkt umtalsverð
ógnaröld síðan á tímum sturlunga, eða í hart-
nær þúsund ár.
Og nú vaknar þessi spurning: Hvernig víkur
því við að það skuli vera útbreidd skoðun að
við Islendingar búum í landi óttans?
Víst eigum við ekki von á því að vopnaðar
stormsveitir taki okkur á heimilunum og
fleygi okkur I gasofna, að hryðjuverkamenn
brenni ofan af okkur, né að við verðum hand-
höggnir fyrir að stela og hálshöggnir fyrir að
halda f ramhjá. Þá væru nú fslendingar upp til
hópa haus-og handalausir.
Nei, ógnaröldin á Islandi birtist I svokölluð-
um gluggapósti frá hinu opinbera þar sem
viðstöðulaust er verið að hóta að selja ofanaf
manni, loka símanum, skrúfa fyrir raf magnið
og hitann, taka af manni útvarpið og sjón-
varpið, jafnvel sjálfræöiðf-
I morgun fékk ég „stefnu" frá lögreglusf jór
anum I Reykjavlk þess efnis að ég yrði settur í
fangelsi með „aðför að lögum", ef ég kæmi
ekki aðtala viðf ulltrúa hans á morgun. Konan
mln varð f yrri til að rífa upp þetta bréf og lá I
taugaáfalli þegar ég kom heim. Ég hugsa að
þessi kvaðning hafi verið send mér af þvl að
ég virti ekki stöðvunarskyldu um daginn
þegar ég var að koma af öskuhaugunum uppá
Vesturlandsveg.
Orðin „aðför" og „stefna" vekja mér alltaf
talsverðan ugg alltfrá því að ég var krakki og
lá I Sturlungu,og er skemmst að minnast að-
farar Hrafnssona að Þorvaldi Vatnsfirðingi
þar sem sá síðarnef ndi var brenndur inni og I
framhaldi af því var mönnum STEFNT til
Sauðafells þar sem lunganum af heimilisfólk-
inu var slátrað eða það helsært varnarlaust I
rúminu.
Já, mér dettur semsagt Sauðfellsför I hug,
þegar ég fæ STEFNU um AÐFÖR, þó hún sé
að lögum.
Eitt svona hótunarbréf fékk ég um daginn
frá Gjaldheimtunni. Hótað var að selja ofanaf
mér íbúðina mína og setja mig og mína útá
gaddinn ef ég ekki kæmi strax að borga fast-
eignagjöldin. Ég þaut að sjálfsögðu skelf ingu
lostinn niðureftir, I biðröð sem náði útá götu
og tjáði mig — þegar loksins kom að mér —
fúsan til að gjalda keisaranum o.s.frv. Svo
settist ég niður þrælf úll og beið þess að fá að
reiða féð af hendi. Þegar loksins kom að mér,
kom I Ijós að tölva Gjaldheimtunnar ætlaðist
til þess að ég borgaði snarvitlausar upphæðir
af snarvitlaust útreiknaðri fasteign fyrir
snarvitlausan mann. Ég varð auðvitað snar-
vitlaus I vonsku, en gætti mín að láta það ekki
bitna á gjaldkeranum, sem var aðlaðandi og
eiguleg stúlka. Hún gat — hugsaði ég — hvort
sem er ekkert gert að þvl þótt tölvan hlypi út-
undan sér, f li ppaði og frikaði út (eins og æska
fslands kallar það).
Ég sagði henni þó, að ég yrði að fá þetta
leiðrétt,og hún sagði mér aðtala við f ulltrúann
ef hann væri þá ekki I kaffi.
Hann var I kaffi.
Þá sagði hún mér að tala við starfskraft
Gjaldheimtunnar á næstu hæð. Hún væri af
veikara kyninu og hefði þessvegna ekki jafn
langan kaffitíma og fulltrúinn niðri.
Það stóð heima. Starfskrafturinn á annarri
hæð var bæði geðugur og eigulegur kvenmað-
ur og ekki I kaffi. Þegar ég sýndi henni af-
sprengi tölvunnar, sem ég var með I hendinni,
fórnaði hún höndúm og sagði: „Guð minn
góður, sem betur fer hef ég ekkert með þetta
að gera, en það er maður á næstu hæð, sem þú
gætir reynt að tala við."
Ég þangað.
Þar hitti ég fyrir ákaflega elskulegan full-
trúa, sem var greinilega kominn úr kaffi, og
var upperindið. Hann fórnaði líka höndum og
stundi: „Ef það er vitleysa í tölvunni, verður
hún ekki aftur tekin". Svo bætti hann við:
„Það er ekki fyrr en að það er búið að keyra
sömu vitleysuna I gegnár eftirár, að það er
hugsanlegt að hún leiðréttist". Svo gekk hann
að tölvunni, sem var þarna á staðnunvog setti
hana I gang. Og f Ijótlega kom útúr henni sama
dellan og ég hafði fengið niðri. Þá sagði hann
mér að fara til fógeta, lóðarskrárritara,! fast-
eignamat. ríkisins og víðar, en annars væri
kannske réttast að ræða þessi mál við f ulltrú-
ann niðri. Ég sagði honum að fulltrúinn niðri
væri í kaff i, en hann sagði mér að ég yrði bara
að hinkra við.
Ég niður aftur.
Fulltrúinn var enn I kaffi, en mér var bent á
það, elskulega, að ég gæti fengið mér sæti og
hinkraðog engin leiðrétting I sjónmáli. Ég var
kominn I ægilega fýlu. Var satt að segja ekki
viss um að ég tæki gleði mína aftur.
Þá var það að einn af gleðimönnum mið-
borgarinnar, Beggi f immklof i,gekk I salinn og
öskraði: „Djöfulsins rafmagnsheilinn gerði
mig fallítF'. Svo gekk hann að eigulegri konu,
sem sat við kassa með tölvuskjá framaná,og
lamdi tækið þrjú býlmingshögg I skallann.
Astandið I móttökusal Gjaldheimtunnar varð
eins og komist hefði minkur I hænsnabú og
löggan kom og tók Begga fimmklofa áður en
honum tókst að gera gersamlega útaf við
„rafmagnsheilann" og eigulegu konuna.
Nú var ég kominn I svolítið betra skap og
þess ekki langt að bíða að ég kæmist I sólskins-
skap? því sem ég sat þarna á bekknum, vatt
sér að mér háöldruð, hvíthærð og I alla staði
töfrandi kona og sagðist hafa verið að skoða
stóru mósaikmyndina hinummegin við göt-
una, en bætti svo við: „en ég er bara orðin svo
voðalega kölkuð og gleymin að ég get með
engu móti munað hvers dóttir hún Gerður
Helgadóttir er". Ég sagði henni það, var
raunar aftur kominn I sólskinsskap, gekk útí
rigninguna og raulaði þennan gamla húsgang
fyrir munni mér:
Tölvan hún er þarfaþing,
þó er vert að muna
að þegar allt er komið í kring
kembir hún vitleysuna.
— Flosi.
Sumarferd Alþýdubandalagsins í Reykjavík
LITAST UM I
T
ÞJORSARDAL
Fjölbreytt ferð með nýju snlði
Árleg sumarferð Alþýðubandalags-
ins I Reykjavík verður sunnudaginn
20. júlí og farið I Þjórsárdal. Merkið
strax við daginn í almanakinu og takið
hann frá fyrir sumarferðina!
Sumarferðin verður með öðru sniði
en oftast áður. í stað mikillar yfir-
ferðar á bílum verður lögð áhersla á
samveru og styttri skoðunarferðir út
frá föstum samastað. Aðalstöðvar
verða settar upp einhversstaðar
nálægt„Gjánni" I Þjórsárdal og ferðir
við allra hæfi skipulagðar þaðan.
Meðal skipulagðra ferða út f rá aðal-
stöðinni verða þessar:
1. Gönguferðað Háafossi undir leið-
sögn þaulvanra göngumanna.
2. Okuferð I Skjólkvlar og Rangár-
botna, staðnæmst þar og fræðst um
Heklu og Hekluelda.
3. ökuferð að Hjálparfossi oq
Búfellsskógi.
4. Gönguferð um Gjána og að Stöng.
5. Sundlaugarferð.
Þeirsem vilja hafa hægt um sig geta
dvalist daglangt l námunda við aðal-
stöðvarnar og farið þaðan I stuttar
gönguferðir.
Síðdegis á sumarferðardaginn 20.
júli verður safnast saman við bæki-
stöðvarnar og er þar áætlað að fram
fari f jölbreytt dagskrá með leikjum
og söng.
Sumarferð Alþýðubandalagsins I
Reykjavík verður nánar auglýst og
kynnt I Þjóðviljanum á næstu dögum.
A Iþýöuba nda lag ið
í Reykjavík
— 20. júlí — 20. júlf — 20. júlí — 20. júlí — 20. júlí —