Þjóðviljinn - 05.07.1980, Side 3

Þjóðviljinn - 05.07.1980, Side 3
Samninganefnd BSRB: Gagntilboð í deiglunni „Samninganefnd BSRB samþykkir fyrirsitt leyti að hald- ið verði áfram viðræðum óslitið og reynt þannig allt sem unnt er til að ná samningum. Jafnframt samþykkir samninganefndin að næsta stig viðræðnanna af hálfu samtakanna verði gagntilboð BSRB til rikisins þar sem áhersla verði lögð á tiltekin meginatriði og tilboðið afhent hið fyrsta.” Þessi ályktun var samþykkt samhljóða I lok 7 klst. langs fundar samninganefndar BSRB á fimmtudag. Kristján Thorlacius formaður BSRB sagöi i samtali viö blaðið i gær aö á sama fundi hefði verið kosin 7 manna undirnefnd sem skyldi undirbúa gagntillögur bandalagsins til aðalsamninganefndar. Þessi nefnd hefur þegar hafið störf og mun vinna yfir helgina og skila tillögum sinum á samninga- nefndarfundi á mánudaginn. Kristján kvaö ljöst að allir I samninganefnd teldu gagntilboð rikisstjórnarinnar ganga of skammt og þvi ekki grundvöllur til samninga um það sem þar er boðið en á þessu stigi málsins væri ekki unnt að gera grein fyrir þeim atriðum sem helst er ágreiningurum, það kæmi I ljós á mánudaginn þegar undirnefndin legöi fram tillögur sinar. I sjö manna nefndinni eru þess- ir: Kristján Thorlacius, Haraldur Steinþórsson, Agúst Geirsson, Sigurveig Siguröardóttir, Einar Ólafsson, Guðmundur Árnason og Þórhallur Halldórsson. —hs Yerkstæði brennur Eldur kom upp I bilaverkstæði aö Klængseli i Gaulverjabæjar- hreppi I fyrrinótt og brann verk- stæöið og tveir bilar sem voru þar. Veriö var að vinna við að logsjóða annan bilinn, og var sá sem við það vann farinn fyrir nokkru af verkstæðinu er eldur- inn kom upp. Taliö er liklegt að neisti hafi farið úr logsuöunni og kveikt eldinn. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar á Selfossi náöist ekki strax samband við lögregluna þegar eldsins varð vart og er talið að einhver bilun hafi verið I slmalinunni, sem reyndar er ekkert nýtt. Komu menn af nágrannabæjum til hiáloar við að slökkva eldinn. Voru þeir mættir um svipað leyti og slökkviliöið á Selfossi og tókst að ráða við eldinn á skömmum tima. Húsiö, sem er gamalt lbúöarhús, og bilarnir, sem voru af eldri árgerðum, er taliö ónýtt eftir eldinn. Hvorutveggja mun vera lágt eða ekki tryggt. — þs Bergþóra í morgunkaffi Rauðsokka Gestur I morgunkaffi Rauö- sokka I dag kl. 11 verður Berg- þóra Sigmundsdóttir fram- kvæmdastjóri jafnréttisráös. Hún ætlar að spjalla um starf ráðsins og stöðu jafnréttisbaráttunnar I kjölfar sigursins sæta um siöustu helgi. Kaffi og vinarbrauö veröa á boðstólum og allir eru velkomnir i spjall og ráðagerðir. — ká Bandaríkjamenn hér eiga ad skrá sig í sendiráðinu Menmngarstofnun Bandarikj- anna hefur sent frá sér fréttatil- kynningu vegna yfirlýsingar Carters Bandarikjaforseta 2. júli sl. um skráningu til herþjónustu. Eiga allir karlmenn, sem eru bandariskir rikisborgarar og fæddir á árunum 1961 — ’63 aö láta skrá sig I sendiráöum eöa hjá konsúlum Bandarikjanna I þvi landi sem þeir eru staddir i, sem ferðamenn eða Ibúar. Tekið er fram, aö aðeins sé um aö ræða skráningarskyldu, og ekki felist I þessu endurupptaka herskyldu. En sinni menn ekki skráningarskyldunni varöar þaö viðurlöngum allt að 10 þúsund dollara sektum og/eða 5 ára fangelsi, segir ennfremur. Karlmenn fæddir árið 1960 eiga að láta skrá sig vikuna 21.—27. Leiðrétting: 880 í stað 1 inngangi að frétt i Þjóðviljan- um I gær um tap á rekstri járn- blendisverksmiðjunnar varð talan 880 miljónir að aöeins 80 miljónum á prenti. Inngangurinn er þá fyrst skiljanlegur þannig rétt eftir hafður: „Á fyrsta eiginlega rekstrarári júli 1980. Fæddir 1961 eiga að mæta til skrásetningar vikuna 27. júli — 3. ágúst, fæddir áriö 1962 vikuna 5.—11. janúar 1981. A ls- landi fer skráning fram i bandariska sendiráðinu, Laufás- vegi 211 Reykjavik. Opiðer virka daga klukkan 9—12 og 2—5. Frá og með 5. janúar 1981 skulu allir karlmenn, sem ná átján ára aldri, mæta til skráningar á tima- bili sem markast af þrjátlu dög- um fyrir afmælisdag þeirra og þrjátiu dögum eftir hann. Karl- menn á skráningarskyldualdri, sem fengiö hafa heimild til fastrar búsetu i Bandarikjunum, en eru utan Bandarikjanna á skráningartimabilunum, eiga ekki að láta skrá sig utan Bandarikjanna. Þeireiga að skrá sig innan þrjátiu daga frá endur- komu þangaö. 80 miljóna Járnblendisverksmiðjunnar að Grundartanga varð rekstrarhalli 964 miljónir Isl. kr., en þar af eru afskriftir fastaf jármuna 880 miljónir, þannig aö beinn greiösluhalli varö innan við 100 miljónir kr.” Þjóðviljinn biöst velviröingar á þessum mistökum. Helgin 5. — 6. júlí. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 1SSTTI' fTI i \ i 1 -Á Tvmi rA. m ifcdf : I i Formannaráðstefna ASÍ Fátt og lítið er tiðinda af samningamálum hjá ASÍ. Á miðstjórnarfundi sambandsins á fimmtu- dag var samþykkt að kalla saman formanna- ráðstefnu á næstunni og einnig var ákveðið að boða til fundar i 14 manna viðræðunefnd- inni í byrjun vikunnar. Haukur Már Haraldsson blaða- fulltrúi ASI sagði I viðtali við Þjóðviljann I gær aö vissulega væru menn ekki ýkja bjartsýnir eftir sfðustu aögeröir atvinnurek- enda, en vitaskuld yröi reynt til þrautar aö semja. — hs ein af þeim allra bestu! Það er engin tilviljun að Rímíni er talin ein af allra bestu baðströndum I Evrópu. Spegiltær sjór og sandur, íbúðir og hótelí sérflokki, íþrótta- og útivistaraðstaða hin fullkomnasta og tækifæri fyrir börnin óvenju fjölbreytt. Rímíni iðar af lífi og fjöri a II'an sólarhring- inn. Maturinn ódýr og afbragðsgóður, skemmtistaðir og diskótek á hverju strái og alls staðar krökkt afkátu fólki, jafnt að degi sem nóttu. Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 3. júli - uppselt 7. júli - „auka-auka“ ferð - 8 sæti laus 14. júlí - örfá sæti laus 24. júlí - laus sæti 28. júlí - „auka-auka“ ferð - örfá sæti laus 4. ágúst - uppselt, biðlisti 14. ágúst - uppselt, biðlisti 18. ágúst - „auka-auka“ ferð - uppselt, biðlisti 25. ágúst - örfá sæti laus 4. september - uppselt, biðlisti 15. september - laus sæti PORTO ROZ Stórbrotin náttúrufegurð og nálægð stór- borga gefa möguleika á fjölda ógleyman- legra skoðunarferða, m.a. til Feneyja, Bled vatnsins, Postojna dropasteins- hellanna og víðar. Spyrjið vini og kunningja um Portoroz - einn vinsælasta sumarleyfisstað islend- inga síðustu árin. Löng reynsla og örugg viðskiptasambönd tryggja farþegum okkar fullkomna þjónustu og lægsta mögulega verð. 3. júlí - uppselt 14. júlí - örfá sæti laus 24. júli - laus sæti 4. ágúst - uppselt, biðlisti 14. ágúst - uppselt, biðlisti 25. ágúst - örfá sæti laus 4. september - uppselt, biðlisti 15. september - laus sæti

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.