Þjóðviljinn - 05.07.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.07.1980, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN He|g»n 5- 6- Íúlt- UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: EiÖur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Ólafsson Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir. Auglýsingastjóri: Þorgeir ólafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsbiaös: Þórunn Siguröardóttir Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson Ctllt og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnssoiu Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur -.Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa :Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristln Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavfk, sfmi 8 13 33. Prentun: Blaöaþrent hf. Meö Pentagon-augum • Tvennt er athyglisvert við umf jöllun Morgunblaðs- ins um fund Atlantshafsráðsins í Ankara þar sem utan- ríkisráðherrar NATÖ komu saman. Eina spurningin sem er að veltast fyrir blaðinu er hvort mannalega sé staðið gegn Sovétríkjunum og stefnu þeirra. Á þann mæli- kvarða er öll viðleitni mæld, en ekki sett nein spurninga- merki við kjarnorkuvopnakapphlaupið milli stórveld- anna og af leiðingar þess fyrir ríkin á áhrifasvæði þeirra. £ f annan stað vill Morgunblaðið gera spurninguna, sem Bandaríkjastjórn neitar að svara, um vistun kjarn- orkuvopna á fslandi.að mati á trúverðugleika Ölafs Jó- hannessonar utanríkisráðherra sem samstarfsaðila í ríkisstjórn. Þetta eru harla einkennilegar áherslur hjá smáþjóðarmálgagni. Dálitið broslegt afbrigði af minni- máttarkennd sem felst í því að þykja íslenskur sjónar- hóll of lágur, en vilja endilega renna augum Pentagon yfir heiminn. • Undir það skal tekið með Morgunblaðinu að Ölafur Jóhannesson er trausts verður sem stjórnmálamaður enda þótt blaðið kenni honum jafnan um f lesta þá glæpi sem að mati þess hafa verið framdir í efnahagsmálum. En herstöðvaandstæðingar eru ekki að bíða eftir frá- sögnum ráðherrans af einkasamtölum við utanríkisráð- herra Bandaríkjanna á lokuðum NATö-fundum. Ölafur hefur sjálfur lýst yfir því að hann hafi farið fram á skriflega yfirlýsingu bandarískra yfirvalda um að hér séu ekki og verði ekki geymd kjarnorkuvopn. • íslenski utanríkisráðherrann mun væntanlega sýna af sér þá málafylgju að fá fram slíkar yfirlýsingar, og þær eru nokkurs virði, því jafnvel forsetar Bandaríkj- anna hafa orðið að svara til saka fyrir meinsæri. Morgunblaðið reynir að gera herstöðvaandstæðinga hlægilega fyrir traust þeirra á bandarísku réttarfari og rannsóknarblaðamennsku. Bandarískir stjórnmála- menn óttastsvo báðar þessar svipur í þeirra stjórnmála- lífi að þeir vilja fremur þegja en gefa rangar yfirlýs- ingar. Einmitt af þeim ástæðum er tekið mark á skrif- legum ummælum þeirra. • Varðandi hitt atriðið um kjarnorkuvopnakapp- hlaupið hafa stórblöð i Bandaríkjunum mun meiri áhyggjur og ótta af því en Morgunblaðið með Pentagon- augún. New York Times segir í forystugrein sl. þriðju- dag, að það sé lítil huggun í því,að bilunina sem varð tvisvar á þremur dögum í stjó. nkerfi atómvopnabún- aðar Bandaríkjahers megi rekja til lausrar skrúfu sem kosti 46 sent. Þótt Pentagon sé allshugar fegið sé full á- stæða til þess að almenningur um allan heim setji við- vörunarkerfi sitt í gang. • New York Times telur alvöruna felast í því, að sá tími sem stórveldin hafa til þess að bregðast við hugsan- legri árás með kjarnorkuvopnum sé sífellt að styttast. Stórveldin séu að taka í notkun ný vopnakerfi og önnur séu á teikniborðinu eða á fyrstu framleiðslustigum sem munu gera það ósennilegra að hægt sé að bregðast skyn- samlega við mannlegum mistökum eða tæknigöllum. • Bandaríska stórblaðið telur þó að tæknin sé ekki vandamál í sjálfu sér heldur vitglóran í bandarískri utanríkismálastefnu. Áður hafi það verið stefnan að samhliða því að koma upp „ósnertanlegu" vopnabúri hafi verið lögð áhersla á gagnkvæma takmörkun og eftirlit með árangri í SALT-viðræðunum milli stórveld- anna. Nú hafi forsetum og þingi tekist, á valdastreitu- og máttleysistíma í Bandaríkjunum, að tef ja afgreiðslu SALT-II samkomulagsins í fimm ár. A meðan hafi skap- ast óvissuástand og nýir hringir hafnir og boðaðir í vopnakapphlaupinu. • Viðvörunarkerfin verða aldrei fullkomin, segir New York Times. Eina tryggingin gegn skyndiárás vegna mistaka er gagnkvæmt vopnaeftirlit og vopn sem geta staðist skyndiárás án þess að vera ógnun um slíka árás. Bandaríkin hafa farið heimskulega að ráði sínu með því að rjúfa samningaumleitanir um takmörkun kjarnorku- vopna. • Að lokum segir blaðið að „lausa skrúfan hættulega" sé í hugum „okkar sjálfra". Það þarf varla að taka það fram að sú órofa samstaða meðal NATö-ríkja sem Morgunblaðið segir fagnandi að ríkt hafi í Ankara var m.a. um það að halda fast við áætlanir um staðsetningu stýriseldf lauga í Vestur-Evrópuríkjum. — Bravó, svona á aðtaka Rússana, segir Mogginn með Pentagonaugun. úr aimanakinu Vigdts Finnbogadóttir nýk.iör- inn forseti Islands spuröi i sjón varpsviötali á mánudagskvöld eftir kosningadag hvernig á þvi stæöi aö Islenskar konur væru svo fáar og atkvæöalitlar sem raunber vitni I stjórnmálum og á öörum þeim sviöum þjóöllfs- ins þar sem málum er ráöiö til lykta. Þetta eru ekki nákvæm- lega hennar orö en merkingin var á þessa leiö ef minniö bregst mér ekki því meir. Ég reikna meö aö þaö séu fleiri en Vigdls sem spyrja svip- aöra spurninga þessa dagana þegar kona vinnur glæsilegan sigur í forsetakosningum yfir þremur körlum sem allir áttu sér einhvern bakhjarl uppi I valdakerfinu. Sennilega munu margir hugsa sem svo aö fjar- hreyfingarinnar. Margar konur hlýddu kallinu og komu til starfa en fundu fljótt aö þær áttu aöeins aö veiöa atkvæöi. Vildu þær fara aö hafa áhrif á stefnu flokksins og frumfylgja yfir- lýstri stefnu hans I ýmsum greinum var nóg komiö og þær máttu hypja sig. Ég nefni þetta dæmi af þvl aö ég þekki best til I þessum stjórnmálaflokki, en býst viö aö viöbrögöin viö stjórnmálavafstri kvenna séu svipuö I öörum stjórnmála- flokkum. Er t.d. liklegt aö Vig- dís Finnbogadóttir heföi veriö kjörin forseti heföi valiö fariö fram meöal þingmanna okkar á Alþingi? Areiöanlega ekki. Ég tel engar likur á þvl aö samkunda manna sem margir hverjir hafa troöiö flokkssystur aöri vinnu. Ég held aö Islensku láglaunakonurnar séu orðnar sérstakt fyrirbrigði a.m.k. á Vesturlöndum. Þær vinna þau störf sem innflytjendur vinna I nágrannalöndum en eru trúlega enn verr launaöar. Eg held aö ein aöalástæöa þess aö unnt er aö viöhalda þvi láglaunakerfi sem nú er rekið á tslandi sé einmitt kvennavinn- an. Þær vinna þegjandi og hljóöalaust á lægstu töxtum en þaö láta fáir karlar bjóöa sér. En taxtarnir eru skjalfestir og samþykktir og I oröi kveönu jafnt fyrir konur og karla svo þaö er auövelt fyrir atvinnurek- endur og aöra „aöila vinumark- aöarins” aö skjóta sér á bak viö það. Raunar held ég að þessir taxtar væru ekki til ef konur Næst hækkum við kvennakaupið veru kvenna af stjórnmála- vettvangi sé um aö kenna hlédrægni þeirra og rótgróinni minnimáttarkennd. kannski felst I þessu sannleiksbrot, en þaö er langt I frá aö vera allur sannleikurinn. Mín skoöun er sú og margra fleiri aö höfuöastæö- ur þess aö lltiö fer fyrir þátttöku Islenskra kvenna i pólitik og stjdrnsýslu séu allt aörar. Þær eru hinar sömu og valda þvl aö minnihluta- og jaöarhópar I þjóöfélaginu komast ekki til áhrifa. Þeir sem völdin hafa og fjármagninu ráöa halda öllum þeim hópum markvisst frá þvl aö hafa áhrif á gang mála i þjóöfélaginu. Þetta er afar aug- ljóst og þarf engan aö undra en ef viö reynum aö sjá svolitiö skýrarhverjir þaö eru sem sitja aö auöi og völdum hér á landi þá eru þaö karlar á aldrinum 30-60 ára, en alls ekki allir karlar á þeim aldri. Þetta er þvl I raun mikill minnihluti þjóöarinnar en þaö skiptir ekki máli. Hann hef- ur yfir þvl aö ráöa sem skiptir sköpum, auöi og völdum,en þaö tvennt verður vitaskuld ekki sundurskiliö eins og vitað er. Konur eru aftur á móti stærsti jaöarhdpurinn sem markvisst er haldiö utan viö stjórnsýslu. Þessi hópur er fátækur upp til hópa og valdalaus. Þegar talað er um flnar og rlkar frúr þá er átt við konur sem giftar eru rlk- um körlum. Sjálfsagt geta margar þeirra keypt sér fin föt o.fl þess háttar.en þær eru fjár- hagslega háöar slnum karli og ráöa ekki yfir fjármununum. Þaö sést vel I starfi stjórn- málaflokkanna hvernig karlar hafa svarist I fóstbræöralag (sennil. ómeövitaö) um aö halda konum I hæfilegri fjar- lægö. Aþreifanlegt dæmi um þetta er sókn Alþýöubandalags- ins eftir Rauösokkum til starfa fyrir flokkinn á fyrstu árum sinar undir fótum færu aö kjósa konu sem þjóöhöföingja. Þetta er athyglisvert og sýnir þeim sem vissu þaö ekki fyrir aö raunverulegt lýöræöi er ekki vel tryggt meö þingræöinu einu saman. í þessum forsetakosn- ingum tók almenningur af skar- iö og gaf langt nef þeim ihalds- öflum sem koma af staö og viö- halda þeim áróöri gegn konum aö þær hvorki „þori, vilji né geti”. Onnur ástæöa þess aö konur eru svo litt áberandi I opinber- um málum er gamalkunn. Kon- ur bera enn höfuðábyrgö á heimilishaldi og barnauppeldi. Þrátt fyrir margvlslegar breyt- ingarl þjóöfélaginu og einhverj- a áfanga I jafnréttisbarattu er þetta óbreytt. Og á meöan svo er, er tómt mál aö tala um jafn- rétti. Þaö er ekki einasta aö konur axli þessa ábyrgö og vinnu svo til einar, heldur hvllir llka á þeim vinnuskulda utan heimilis. Ég segi skylda vegna þess aö launin I landinu eru svo lág, og I þessu láglaunalandi sitja kon- urnará botninum. Þessar konur sem eru langstærsti hluti Is- lenskra kvenna geta ekki, enda þótt vilji og þor væri fyrir hendi. látið aö sér kveöa á opinberum vettvangi. Þær komast ekki yfir annaö en sinna heimili sinu og börnum og erfiðri og illa laun- Helga Sigurjónsdóttir skrifar heföu ekki streymt á síöustu ár- um Ut á vinnumarkaöinn og tek- iðaö sér þegjandi og hljóöalaust störf ófaglæröra verkamanna. Ég vona svo sannarlega aö glæsilegur sigur Vigdlsar Finn- bogadóttur komi til meö aö vega þungt I jafnréttisbaráttu islenskra kvenna á komandi ár- um. Ég vona lika aö þessi sigur skerpi sjón okkar þannnig aö viö sjáum enn skýrar en ella hversu hrikaleg og ömurleg kúgun Islenskra kvenna er. Svo sann- arlega eigum viö atkvæöi I hrönnum og næst skulum viö nota þau til aö hækka laun kvenna og annarra láglauna- hópa. Viö skulum llka nota þau til aö skapa okkur betra um- hverfi þar sem llfið sjálft er ekki gert Utlægt. Og enn skulum viö nota þau til aö reka af höndum okkar erlendan her og kveöa I kUtinn alla þá sem styöja heimsvaldabrölt stjórþjóöanna. — Meöan konur vinna möglun- arlítiö verstu verkin I þjóöfélag- inu á lægsta kaupinu — meöan fórnardýr nauögara eru send I geörannsókn en ekki brotamaöurinn — meöan konur taka á sig tvö- falda vinnubyr;öi mestalla starfsævi sina — og meöan konur skilja ekki samhengiö i eigin llfi — þá er jafnrétti svo sannarlega ekki I sjónmáli. —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.