Þjóðviljinn - 11.07.1980, Síða 1

Þjóðviljinn - 11.07.1980, Síða 1
ÞJOÐVIIJINN Föstudagurinn 11. júli 1980, 156. tbl. 45. árg. Fimmta gosið á 5 árum Eldgosið sem hófst i gær á Kröflusvæðinu er hið fimmta I rööinni siöan Kröflueldar hóf- ust i desember 1975 og fer nil að styttast I það að þessi elds- umbrot veröi jafnlöng Mý- vatnseldum sem stóðu yfir árin 1724-1729. Kröflueldar hófust meö litlu gosi i Leirhnjilk 20. desember 1975. Var þaö syðst og næst Kröfluvirkjun allra þeirra gosa sem siðar áttu eftir að koma en stl þróun hefur verið áberandi að gosstöðvarnar hafa færst norðar og norðar með hverju gosi. Hinn 27. apríl gaus i annaö sinn og nú noröar á svæöinu en i þetta sinn varð mikil sprungumyndun á Náma- Framhald á bls. 13 Svona leit gosið út kl. 22.40 i gærkvöldi. Það er nyrðri sprungan sem blasir við en sú syðri var útdauö. Svo virtist á timabili sem gosiö væri aö fjara út en seint i gærkvöldi tók þaö nýjan fjörkipp. (Ljósm.: gel) Stærsta gos Kröfluelda „Sprungan opnaðist óskaplega hægt og fyrsta eldinum fylgdi enginn reykur. Svolítið rautt band myndaðist eins og þegar vætlar blóð úr sári. Fljót- lega varð eldurinn eins og risastór margblaða rós sem logaði i köntunum en áður en varði var komin 30 metra löng sprunga ." — Þetta er frásögn Ævars Jó- hannessonar tæknimanns á Raunvísindastofnun Há- skólans í samtali við Þjóð- viljann i gær en hann varð fyrstur allra til að sjá eld- stöðvarnar úr lofti ásamt flugmanni frá Leiguflugi Sverris Þóroddsonar. Þeir tveir voru nýfarnir af flug- vellinum 1 Aðaldal á leiö suður er gosiö hófst. Taldi Ævar nákvæm- asta timasetningu upphafsins vera kl. 1245. Þegar þeir komu yfir gosstaðinn var nyrðri sprungan byrjuð að gjósa en lýs- ingin hér að framanverðu er af syðri sprungunni þegar hún opn- aðist en þá voru þeir beint yfir gosstöðvunum. Framhald á bls. 13 Atti fótum f jör að launa Danskur feröalangur að nafni Stig Mortensen varö fyr- ir þeirri einstöku lifsreynslu i gærdag að vera staddur að- eins 30 metrum frá gosstaðn- um þegar eldgosið hófst. Varö honum ekki um sel eins og vænta mátti enda átti hann fótum fjör að launa. Erlingur Sigurðsson, frétta- ritari Þjóðviljans.hitti hann að máli seinna um daginn og sagðist Stig Mortensen hafa verið aö flakka þarna um hó- lendið og gist i gangnamanna- kofanum á Hliöarhaga sunnan undir Eilffsrétt I fyrrinótt. Vaknaði hann kl. 9 um morg- uninn viö jaröskjálfta og datt þá Krafla strax i hug en hún er til suövesturs frá kofanum. Daninnvar ekkert of klár á umbrotasvæöinu og álpaðist I norðvestur, þangð sem sist skyldi, og var staddur i miðju Gjástykki kl. 12.45 þegar gosið hófst. Þegar eldurinn kom upp rétt við hann sá að sjálfsögðu i iljarhonum og opnuöust eldar hvarvetna I slóð hans. Tókst honum þó að foröa sér frá þessum háska en gleymir vist ekki lslandi I bróö. —GFr Daninn Stig Mortensenmeð gosmökkinn i baksýn (Ljósm.: Erlingur Sigurðarson) Hraunið hverfur þarna ofan I eina sprunguna I Gjástykki. (Ljósm. —gei.).

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.