Þjóðviljinn - 12.07.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.07.1980, Blaðsíða 5
Helgin 12.—13. júll. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 „Ekki yantar yiljann en oft meirihlutann” Guðrún Agústsdóttir: Ég vil fagna þvl sérstaklega að tengsl milii stjórnar og starfsmanna hafa gjörbreyst. „Það er rétt að til eru ýmsar sáraódýrar og einfaldar lausnir sem geta leyst mikinn vanda bæði fyrir farþega SVR og vagnstjóra en allar þær iausnir, sem Magnús Skarphéðinsson, vagnsstjóri, bendir á hafa verið ræddar og eru i framkvæmd á vegum stjórnar Strætisvagna Reykjavlkur,” sagði Guðrún Agústssóttir, for- maður stjórnarinnar i samtali við Þjoðviljann I gær, en tilefnið var gagnrýni Magnúsar i blaðinu i gær. „Ég vil taka undir með Magnúsi að kerfið er vissulega þungt i vöfum og svifaseint. Það er hins vegar ekki nóg að hafa viljann, maður þarf lika að hafa fyrirvilja sinum meirihluta, ekki aðeins á einum staö I kerfinu heldur á mörgum öðrum stöðum,” sagði Guðrún. Meiri þátttaka starfsmanna „Magnús segir að ekkert hafi breyst frá tið fyrri stjórnar SVR og m.a. þess vegna er hann leiður yfir þvi að hafa kosiö Alþýðu- bandalagiö i siðustu kosningum. A þessu timabili hefur hins vegar ótal margt verið gert og tilraunir geröar til annars. Um þaö er Magnúsi fullkunnugt enda hafa tengsl milli stjórnar og starfs- manna gjörbreyst frá þvi sem áður var. Nú situr fulltrúi vagn- stjóra i stjórn SVR og nýverið mælti stjórnin með þvi að fulitrúi vagnstjóra fengi sæti á fundum umferðarnefndar. Þá hef ég sjálf staöið i nánum tengslum við ýmsa vagnstjóra sem hafa greið- an aðgang að mér I sima og not- færa sér þaö. Þvi vil ég fagna sér- staklega. Þarf nýja vagna Rekstur SVR er borginni erfið- ur eins og fram hefur komið og i ár greiðir borgarstjóður 1250 miljonir með honum. Breytingar hafa þess vegna ekki verið eins umsvifamiklar og við hefðum viljað og mikill tlmi hefur farið I aö ræða og undirbúa ný vagna- kaup. Hins vegar höfum við lika talið sjálfsagt að bíða eftir heildarniöurstöðum af könnun sem gerð var 1976 meðal farþega SVR áöur en farið væri i miklar breytingar á leiðakerfinu. Þó höfum við komið á hraðferöum ofan úr Breiöholti svo dæmi sé nefnt en til þess að setja vagna á nýjar leiðir, sem fer að veröa mjög aðkallandi, þarf nýja vagna. A þvi strandar. Við Alþýðubandalagsmenn vildum fá vagna sem kæmu I notkun I haust en það náði ekki fram að ganga eins og flestum mun kunnugt. Það hefði hins vegar leyst mikinn vanda. Ef Ikarus þá..... Ég sé fyrir mér allt það sem hægt heföi verið að framkvæma I gerð biðskýla, aukinni upplýsingaþjónustu og bættri þjónustu við farþega fyrir þær 500 miljónir sem þannig hefðu spar- ast. Það þýöir þvi ekki að segja að við Alþýðubandalagsmenn höfum ekki bent á lausnir, það höfum við einmitt gert en fyrir framkvæmd þeirra var ekki vilji, m.a. meöal vagnstjóranna sjálfra. Næturakstur og lokun Laugavegs Eitt mál sem ég kom með snemma á kjörtimabilinu var um næturakstur strætisvagnanna, og gerði ég tillögu um aö vögnunum yröi ekið tii kl. 3 á nóttuni um helgar en slikt gæti komið sér mjög vel fyrir fólk. Gegn þessari tilraun var svo mikil andstaða meðal vagnsstjóra aö ekki þótti fært aö hrínda henni i framkvæmd þess vegna. Hins vegar tóku vagnstjórar m jög vel i þá tillögu mina sem stjórn SVR samþykkti að Laugaveginum yröi lokaö fyrir öörum en strætis- vögnum á laugardögum I desem- ber þegar búðir voru opnar. Sérstakir vagnar voru þá I feröum niður Laugaveg og upp Hverfisgötu og gafst þaö mjög vel, bæði árin sem liöin eru frá þvi núverandi stjórn tók viö. Rútur neyðarlausn — Nú bendir Magnús á að hægt sé að nota rútur á mesta álags- timanum og segir það mjög ódýra lausn. Er þetta ekki tilvalið? „Eins og Magnúsi er full- kunnugt um voru 8.1. vetur stað- settar sérstakar rútur i bækistöð strætisvagnanna á Kirkjusandi einmitt til þessa brúks. Gerður var samningur við Guðmund Jónasson um að hann fengi að geyma rúturnar þar gegn þvi að hlaupa undir bagga ef á þyrfti aö halda á mestu annatimunum. Þetta var gert að tillögu orku- sparnaðarnefndar og flutti ég þá tillögu sjálf inn I stjórn SVR. Hvaö þessar rútur voru mikið notaöar er mér ekki kunnugt um. Ef þær hafa ekki verið notaöar hefur það verið mat þeirra sem um eiga að sjá aö ekki hafi verið notfyrir þær. Þetta er þvi ekki ný tillaga heldur gömul sem þegar hefur komist I framkvæmd. Hins vegar er það hálfgerð neyðarlausn að nota rútur til strætisvagnaferða. 1 þeim er mjög hátt uppstig og erfitt fyrir fullorðið fólk aö klöngrast upp i þær. Þá eru aðeins einar dyr á þeim og þröngt á milli sæta þann- ig að m jög erfitt er aö halda tima- áætlun þess vegna. Ef til vill væri mun hagkvæmara að fá leigubila I lið með sér.” ikarus hefði leyst málið — Magnús segir að spara megi kaup á nýjum vögnum með þessum hætti. „Það er rétt að hér er mikið toppálag á morgnanna, mun meira en gerist á Noröur- löndunum og ef farþegafjöldinn dreiföist jafnar á daginn þyrfti mun færri vagna. Magnús stingur upp á þvi að nota rútur og láta fólk klöngrast upp i þær en ef hann og aðrir vagnstjórar hjá SVR heföu veriö meömæltir þvi aö spara SVR 500 miljónir I fyrstu lotu með þvi að kaupa sérhannaða strætisvagna frá Ungverjalandi hefðu þeir verið komnir hingað fyrir haustið. Þá hefði ekki þurft að hugsa frekar um rútur. Það var reyndar Magnús sjálfur sem kom heim til min með undirskrifta- lista vagnstjóranna þar sem mælt var með þvi aö keyptir yrðu Volvo vagnar, sem þeir vissu þó fullvel aö yrðu ekki komnir i gagniö fyrr en á næsta ári. Eitt af þvi sem þeir nefndu máli sinu til stuönings var að uppstigið I Ikarusvagnana væri of hátt og er það þó margfalt lægra en upp i rútur. Hugmyndasamkeppnin um biðskýli — Nú kemur fram hjá Magnúsi að einungis 123 biðskýli eru á 340 biðstöðum SVR, og að þeim hafi aðeins veriö f jölgað um fimm þaö sem af er kjörtimabilinu. Hefur ekkert verið gert i biðskýla- málum? „Jú. Gerð biöskýla hefur alltaf veriö miðuð viö að þau standi á eins konar berangri, þar sem þau veiti skjól en hefti ekki umferö gangandi fólks og séu ekki fyrir að öðru leyti. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fékk frá for- ráöamönnum SVR á siðasta ári var ekki talin þörf á fleiri en fimm slikum biðskýlum tii viö- bótar og voru þau sett upp siðast- liðinn vetur. Hins vegar hefur aldrei veriö hugsað fyrir svokölluðum gang- stéttarbiðskýlum og þau vantar um alla borgina. Þess vegna ákvað núverandi stjórn SVR að efna til hugmyndasamkeppni i samvinnu við Arkitektafélag íslands um gerð slikra skýla og verður hún auglýst nú um miðjan mánuðinn. Biöskýlin forsenda Þessi biðskýli á aö vera hægt aö setja upp á þröngum gangstéttum svo sem eins og i Lækjargötuna þar sem er stór biðstöð og ekkert rými fyrir venjuleg skýli og eins á Laugaveginum. Þaö rignir alveg jafn mikiö á þessum stöðum og öðrum og þvi er full ástæða til að koma þar upp skýlum. En það er einmitt það sem núverandi stjórn SVR hefur verið aö vinna aö. Ég tel að ein aöalforsendan fyrir þvi að fólki þyki gott að nota strætó sé einmitt að það hafi gott skýli aö vera i þegar það biöur eftir honum,” Vilja vagnstjórar strætógötur — Tafir i þungri umferðinni raska áætlun strætisvagnanna oft. Er ekki kjörið að taka upp sérstakar strætógötur eins og Magnús bendir á? „Ég er svo hjartanlega sam- mála Magnúsi um þetta atriöi og það er stjórn SVR reyndar öll. Þess vegna samþykktum viö t.d. veturinn 1979 að láta athuga hvort hægt væri að setja sérstaka ak- rein fyrir strætisvagna á Hverfis- götunni, þvi þar var okkur sagt aö þeir þyrftu oft að biða lengi til að komast út I umferðina. Þetta erindi fór fyrir umferöarnefnd þar sem þaö fékk ekki stuöning, m.a. vegna þess að þeir vagn- stjórar sem umferöarnefnd leitaði álits hjá töldu enga þörf á sliku! Þegar stjórn SVR samþykkir að reyna að fá sérakrein eða loka Laugaveginum fyrir bilaumferð, þá kem ég til meö að lýsa eftir stuöningi vagnstjóra i þvi máli.” Góð lausn Magnúsar — Magnús bendir á að auö- veldlega mætti dreifa betri uppiýsingum um leiðakerfið inn á heimili I borginni þvi upplýsinga- skortur valdi þvi oft aö fólk nýti sér ekki þjónustu SVR. Fyrir nokkrum vikum óskaöi Magnús eftir stuðningi minum i þessu efni. Vagnstjórar ætla að gefa út blaö með ýmsum upplýsingum og m.a. leiðakorti og leiðakerfi SVR. Ætlunin var að dreifa þessu i öll hús borgarinnar, sem eins konar auglýsingabæk- lingi að hluta til ágóða fyrir ferðasjóö starfsmanna. Ég tók mjög vel I að SVR styddi þetta fyrir mitt leyti, sérstaklega þar sem ég haföi lengi velt þessu fyrir mér og var nýkomin ofan af Borgarskipulagi frá þvi aö skoða kort sem nota mætti I þessum sama tilgangi. Lausn Magnúsar heföi hins vegar verið mun ódýr- ari fyrir SVR þvi að póstburðar- gjöldin ein yrðu um tvær og hálf miljón. Þó nokkur afturkippur viröist hafa komið i þetta mál þá vona ég að af þessu veröi, þvi það er auðvitaö mikilvægt að leiða- kort séu til á hverju heimili. Þess má geta aö leiðakort og leiða- bækur fást á Helmmi og á Lækjartorgi og upplýsingar um ferðir vagnanna eru einnig gefnar i sima.” óbreytt stefna — Hefur stefna Alþýðubanda- iagsins breysj frá þvi það var i stjórnarandstöðu? „Stefna Alþýðubandalagsins varöandi almenningssamgöngur hefur ekki breyst. Hins vegar væri æskilegt að stjórnvöld sýndu málefnum Strætisvagna Reykja- vikur meiri skilning en raun ber vitni. Okkur hefur gengiö mjög erfiðlega að fá hækkun fargjalda eins og ég hef margbent á I ræðu og riti og eins væri gott aö við fengjum felldan niöur þungaskatt af vögnunum en hann nemur 80 miljónum á þessu ári. í orku- kreppu hlýtur þaö að vera þjóð- hagslega hagkvæmt að fólk noti frekar almenningsvagna en einkabilinn og þvl væri eðlilegt að stjórnvöld liðsinntu okkur frekar i þessum efnum, m.a. meö þvi að fella niður aöflutningsgjöld af nýjum vögnum en þau eru meira en helmingur af kostnaði við vagnakaupin”. —AI Maunús Skarphédinsson vagnstjórí hjá S VR: Aö bæta þjónustuna kostar ekki nein ósköp Fjórar einfaldar og ódýrar lausnir — Þið er hægt aö gera margt til a5 bæta strætisvagnaþjón- usiuna hér I Reykjavik án þess l'dö þurfi að kosta nem óskóp, og ég sakna þess að heyra ekkert I þá átt frá forsvarsmönnum fyrir- tækisins " Það er Magnús Skarphéðinssor. sem þetta segir en hann er strctisvagnstjóri hjá SVR og heíur margolt að eigin sogn reynt að koma tillogum slnum á fram- fcri við ráðamenn, eða eins og hann orðaöi það: „Eg hef kembt embcttismannasligann ofanfrá ogniðurúr en enga áheyrn fengið. Þess vegna langar mig til að komá hugmyndum mlnum á framfæri hér I Þjóöviljanum.ekki slst vegna þess að nú er fariö að ^armft1 **------- lA'igja rútur á álagstimunum - i fyrsta lagi þarl að fjölga vögnum á mestu álagstlmunum á morgnana. Þé er ekki þrongt I vögnunum heldur troðiö og oft er fólk skilið eftir á biöstóövunum Þetta cr ekki nærri eins mikið vandamál a eltirm iðdogum vegna þess að heimferðir fólk.s ur vinnu og skólum dreifist á miklu lengri llma Nu er ákallega dýrl að kaupa marga vagna aðeins til aöanna þörfinni I (áa tlma á dag. og þess gerist heldur ekki þórf þvl að önnur lausn er til, miklu ódýr ari Það er hreint og beint hcgt að fá leigöa rútublla til að aka á mestu annatlmunum. Þetla hefur —xtxifixxupgt&jirld-mér iLDhirH- fjárhagsáctlun borgannnar 1979 var veitt 10 milj. til byggingar skyla og það ncgði fyrir fimm Nu er upphcöin 20 milj en ennþá hefur ekkert bólað á nyjum skýlum Vcntanlega verða þau samt byggð fyrir veturinn og ekki dregið fram undir jól að reisa þau eins og i fyrra. - Þnðja tillagan er su aö leysa mestu umferðarhnutana svo að vagnarnir haldi áctlun. t d mctti (jolga sérstokum strctógotum og margt fleira kemur eflaust til grema Upplýsingaskortur — Að lokum vil ég nefna það sem ég hefði kannski átt að byrja á og þaö er að sjá svo um aö stöð- ugt upplýsingastreymi berist frá fyrirtckinu ut til almennings. -^lrctLSvagnarnir fru þ»ð ------ þjónustu en þcr eru allar dýrt og þar sem fyrirtckið er sagt illa statt lct ég hér við sitja — Annars er stundum eins og peningar séu ncgir og ekki þurli aö spara þegar fariö er ul I breyt ingar Ucmi um dyra breytingu sem þó gagnasl ekki nógu vel r þegar farið var að láta leið i ganga um kvöld og helgar a k freil! be«i np.ÍLrcyHng Ef vagnstjórar hefðu verið þvi meðmæltir að spara SVR 500 miljónir meö þvi að kaupa strætisvagna frá Ungverjalandi hefðu þeir veriö komnir i notkun i Reykjavik fyrir haustið. r „Allt rætt eöa er í framkvœmd” segir Guðrún Agústsdóttir stjórnatformaður SVR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.