Þjóðviljinn - 12.07.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.07.1980, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 12.—13. júll. UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: EiBur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan ólafsson Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir. Augiýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir Rekstrarstjóri: Úlfar ÞormóÖsson Afgreiöslustjóri:Valþór Hlööversson Blaöamenn: AlfheiÖur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón FriÖriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson, Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Safnvöröur:Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigrföur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Skrifstofa :Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir. Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, SigríÖur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavfk, slmi 8 13 33. Prentun: BlaÖaþrent hf. 277 mikils að vinna • Staða frystiiðnaðarins í landinu er öllum áhyggju- efni enda snertir hún atvinnuöryggi þúsunda manna og nánast alla atvinnustarfsemi í sumum byggðarlögum. Töluverður hluti af frystiiðnaðinum og fyrirtækjum tengdum honum er í félagslegri eigu þar sem f jármagn- ið er staðbundið í byggðarlögunum. Þessvegna er ekki aðeins um mál einstaka atvinnurekenda að ræða heldur fólksins sjálfs á stöðunum. • Ekki skortir á að atvinnurekendur minni á þessa staðreynd þegar á bjátar í rekstrinum og eru sumir ærið f Ijótir aðgrípatil uppsagnarsvipunnar í þeim tilgangi að fá rikisvaldið til að lappa upp á reksturinn. Það vekur hinsvegar upp spurningar hjá launafólki um það hverjir í rauninni eigi fyrirtæki „ríkiskapítalismans". Félagsleg fyrirtæki leyfa sér yfirleitt ekki slíka framkomu gagn- vart starfsfólki sínu. • En allajafna þykjast atvinnurekendur og sölusam- tök þeirra í frystiiðnaði komast vel af án afskipta ríkis- valds eða einstaklinga sem þykjast geta gert betur en stóru einokunarsamtökin. Með tilliti til þess sem fram hefur komið á undanförnum vikum virðist þó vera' full ástæða til þess að ætla að þverbrestir séu á f lestum svið- um. Skipulag vinnslu og veiða er í molum, vinnslugæðum fer hrakandi, og ýmsir þættir í markaðsöf lun hafa verið vanræktir. D I vetur hefur verið landburður af fiski en þó ekki meiri en oft áður og ekki metvertíð allsstaðar. Þó berast hrikalegar sögur frá fólki sem vinnur í frystihúsunum af því hvernig staðið er að verki. Bátar koma með viku- gamlan fiskað landi. Ekki hefst undan í frystihúsunum og sífellt er verið að vinna þann hluta landaðs af la sem elstur er orðin. Fjölmörg dæmi eru um það þar sem f leiri en eitt frystihús eru á sama stað að fiskur flæðir út um allar gáttir í einu meðan atvinnuleysi er í öðru. I Bandaríkjunum þykjast menn geta séð það á af- urðunum þegar saman fer landburður af fiski og af- kastahvetjandi launakerf i sem ekki hvetur til vöruvönd- unar. Dæmi af þessu tagi bera ekki skipulagi atvinnu- rekstrará Islandi fagurt vitni. Af leiðingin af óðagotinu í vetur blasir hinsvegar við í birgðavanda frystihúsanna. C AAikið hef ur verið gert úr þeim af rekum sem fslensk- ir söluaðilar hafa unnið á Bandaríkjamarkaði, en svo virðist sem aðrar hliðar markaðsmálanna hafi verið vanræktar. Þannig hafa t.a.m. markaðsmöguleikar í Austur-Evrópuríkjum verið hundsaðir, enda þótt Norð- menn f úlsi ekki við þeim. Sömuleiðis eru möguleikarnir í Vestur-Evrópu hvergi nærri fullnýttir. Það er fyrst nú sem sölusamtökin íslensku virðast vera reiðubúin að snúa sér að þeim af fullum þunga. • Allir sæmilega hugsandi menn hljóta að viðurkenna að hægt sé að skipuleggja veiðar, vinnslu og markaðs- starfsemi íslendinga betur en gert er nú. Það verkef ni er nú á dagskrá ríkisstjórnarinnar og hlýtur að verða að þvf stefnt að koma á einhverju því kerfi sem tryggir dreif- ingu aflans á ársfjórðunga, landshluta, byggðarlög og vinnslustaði með skynsamlegum hætti. Það þolir enga biðeins og þingflokkur Alþýðubandalagsins benti á í vet- ur. • Það hlýtur einnig að koma til skoðunar að af leggja núverandi bónuskerfi í frystihúsunum eða að minnsta kosti breyta þeim á þann veg að þau verði hvati til vöru- vöndunar. Það virðist vera miklu manneskjulegra að út- deila gæðabónus heldur en að úthluta fólki refsibónus f vinnslu á slæmu hráefni. • Hlut sölusamtakanna verður einnig að endurskoða því fullyrt er að ýmsir forráðamenn frystiiðnaðarins hafi gert sér fulla grein fyrir yfirvofandi söluerfiðleik- um þegar um síðustu áramót. Þá lá einnig f yrir að beina ætti sókninni í aðra stofna en þorskinn, en markaðsöf lun fyrir þær afurðir sýnist ekki hafa verið markviss. • Þótt margt sé vel gert í sjávarútvegi og f iskiðnaði á (slandi er heildarstjórnun ákaflega ábótavant. Þar duga engar „patentlausnir", en þau stjórnvöld sem ná heild- artökum á stjórnun sjávarútvegsins fá í verðlaun veru- lega bót á verðbólgumeininu ef ekki fulla lækningu. —ekh. # úr aimanakínu Fréttir og fréttamat eru dálitið skrýtin hugtök. Stundum gerist eitthvaö sem veröur til þess aö allir fréttamenn rjúka upp til handa og fóta og fara aö skrifa um atburðinn, baksvið hans og aödraganda og iandiö sem hann geröist I. 1 mislangan tima — en aldrei mjög langan — er einsog litiö annaö sé aö ger- ast I heiminum. Svo allt I einu gerist eitthvaö annarsstaöar, og þá eru allir roknir þangaö og búnir aö gleyma þvl sem geröist I gær. í aprll og frameftir maí var Kúba I heimsfréttunum á þennan hátt. Dag eftir dag dundu yfir okkur fréttir þaðan: af bátafólkinu, efnahags- vandræðunum og þeim ógöngum, sem Fidel Castro og margar miklu verri veriö geröar. En hún var lýsandi dæmi um fréttamennsku sem byggist á þvi aö maöur sem litla þekkingu hefur á viöfangsefninu fjallar um þaö frá sinum sjónarhóli, út ■ frá sinu eigin gildismati. ' Langur kafli i myndinni var t.d. um þá hræöilegu staöreynd aö bilarnir á götunum I Havana eru margir orönir gamlir og lasnir. Þaö fást engir varahlutir i þá, sagöi hann. Ljóta ófrelsiö, aö mega ekki flytja inn varahluti i bilinn sinn. En hver skyldi vera ástæöan fyrir þvi aö litiö er um varahluti i ameriska bila á Kúbu? Og ekki aöeins bila — hvaö um alla isskápana, þvottavélarnar, loftkælingar- tækin, vélarnar osfrv. osfrv.? Þaö skyldi þó ekki vera aö Bandarikjamenn, þessir höfuö- postular viöskiptafrelsis, stæöu I veginum fyrir þvi aö Kúbu- menn fái þá varahluti sem þá vantar? Þaö hafa þeir nefnilega gert frá árinu 1961. I landi þar sem bókstaflega allt vélknúiö alverlegt og menn hafa viljaö vera láta. Atvinnumöguleikum hefur lika fjölgaö mjög og ástandiö er ekkert svipaö þvi sem þaö var fyrir byltingu, þegar atvinnuleysi var land- lægt. Þar viö bætist aö félagsleg aöstaöa fólks er öll önnur en áöur var, og menn búa nú viö öryggi sem ekki þekktist áöur. Sjúkdómarnir sem herjað hafa á kúbanskan landbúnaö s.l. tvö ár eru annaö vandamál, sem ekki veröur framhjá gengið. Sykurinn, tóbakiö og svinin hafa oröið verst úti. Þaö þarf engan aö undra þótt menn fari aö gruna ýmislegt, þegar þessi óáran dynur yfir, þótt enn hafi kúbönsk stjórnvöld ekki haldiö þvi beint fram að hér sé um skemmdarverk aö ræöa. Hins- vegar sannaöist þaö óve- fengjanlega fyrir nokkrum árum, aö bandariska leyniþjón- ustan CIA stóö á bak viö svina- sjúkdóm, sem olli þvi aö skera varö stóran hluta af kúbanska svlnastofninum, og nú er þessi K Ú B A — útrætt mál? byltingin áttu aö vera kqnin I. Svo var þetta allt i einu „útrætt mál” og nú heyrist ekki hósti eöa stuna um Kúbu. Aö þessu fjaörafoki afstöönu væri kannski ekki úr vegi aö Ihuga hvaö þaö var sem gerðist i raun og veru. Þegar fjallaö var um „flótta- mannastrauminn” settu flestir fréttamenn hann i samband viö efnahagsöröugleikana sem byltingin óneitanlega á viö aö strlöa. Aö vlsu reyndist svo- litlum vandkvæöum bundiö aö sýna fram á „almenna óánægju” landsmanna, vegna þess hvernig viöbrögö almenn- ings á Kúbu uröu viö þessum „flóttamannastraumi” 19. aprll fór hálf önnur miljón manna út á göturnar i Havana, þar sem búa rúmar tvær miljónir, og gekk I skipulegri fylkingu eftir Fimmta breiöstræti, framhjá perúanska sendiráöinu, þar sem flóttamennirnir höföust viö. 17. mal voru farnar göngur I öllum stærri bæjum á Kúbu, og er talið aö um fimm miljónir manna hafa tekiö þátt I þeim. I þeim göngum var mótmælt því athæfi Bandarikjamanna aö halda uppi viöskiptabanninu sem sett var á Kúbu 1961, reka herstöö I Guantanamo þvert ofan I marg- yfirlýstan vilja Kúbumanna, og halda uppi njósnaflugi yfir eyj- unni. Þetta Kúbumál veröur engan veginn skilið nema þaö sé sett I sögulegt samhengi, en þaö hafa fáir gert. Fréttamenn hafa komiö I stuttar heimsóknir til Kúbu og skrifað greinar eöa tekiö fréttamyndir sem sýna margar hverjar mjög ein- faldaöa mynd af þvl sem þar er aö gerast. Eitt dæmi um þaö er fréttamynd sem Islenska sjón- varpiö sýndi nokkru áöur en þaö fór I sumarfrl. 1 sjálfu sér var þetta ekki vond mynd, og hafa var amerískt, til ársins 1959. A þetta var ekki minnst I frétta- myndinni. Þáö væri fróölegt aö fá ein- hverntlma aö sjá fréttamynd um þá ótrúlegu hugvitsemi sem Kúbumenn hafa sýnt á þessum tuttugu árum til aö bjarga sér af eigin rammleik, án bandariskra varahluta. Fyrir byltingu var allt slíkt flutt inn frá Florida, og þaöan komu llka sérfræö- ingarnir. Þegar eitthvaö fór úr- skeiöis t.d. I sykurverk- smiöjunum eöa námunum, var einfaldlega hringt til Miami og þá kom bandarískur sérfræö- ingur fljúgandi samdægurs til aö llta á máliö, enda voru flest þessi fyrirtæki þá I bandarlskri eigu. Hvaö sem öllum fréttum llöur er staöreyndin sú, aö á Kúbu hafa orðiö gifurlegar framfarir á flestum eöa öllum sviöum s.l. tuttugu ár. En erfiöleikarnir eru enn miklir, fram hjá þvi verður ekki gengiö. Fólksfjölgunin hefur oröiö geysimikil — úr 6,7 miljónum ibúa áriö 1958 I u.þ.b. 10 miljónir. Kúbumenn eru mjög „ung” þjóö, sem þýöir aö þeir árgangar sem nú eru aö koma á vinnumarkaöinn eru fjölmennari en nokkru sinni fyrr. Þeir eru llka betur mennt- aöir en nokkru sinni áöur I sögu landsins. öllu þessu fólki þarf aö útvega atvinnu, og þaö er sem stendur töluvert vandamál, þótt timabundiö sé og ekki eins Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar sjúkdómur, sem þá var eytt að fullu, kominn aftur upp. Menn skyldu ekki sletta I góm og tala um ofsóknarbrjálæöi. Þaö er margsannaö mál aö CIA hefur veriö I strlöi viö Kúbu I 20 ár, og það strlö er enn I fullum gangi. Hvaö eftir annaö hefur komist upp um tilraunir til að myröa Fidel Castro og aöra leiötoga byltingarinnar, skemmdarverk I verksmiöjum ig ýmsum mannvirkjum, á sykurökrum osfrv., og allt hefur þaö veriö rakiö til CIA. Flóttamennirnir margum- töluöu hafa komiö Carter I vanda. Þaö er I rauninni kát- broslegt til þess aö hugsa, aö þegar þetta mál kom upp I aprll töluöu Kúbumenn um flótta- mennina sem ruslaralýö, þótt ekki flokkuöust þeir allir undir þessa skilgreiningu. Þá um- hverföust Bandarikjamenn og sögöu aö þetta væri sko enginn ruslaralýður, þetta væri heiöarlegt fólk sem væri aö kjósa frelsiö. Svo kemur fólkiö til Bandarikjanna, og þá kveöur allt I einu viö annan tón: þaö „leikur grunur á” aö glæpa- menn séu I hópi flottafólksins. Margir þeirra sitja nú i fang- elsum I sælurikinu og talað er um að skila þeim aftur. Þaö skyldi þó ekki vera aö Banda- rlkjamenn hafi trúaö slnum eigin áróöri og oröiö steinhissa þegar þeir sáu hverjir voru

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.