Þjóðviljinn - 12.07.1980, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 12.07.1980, Blaðsíða 23
Helgin 12.—13. júll. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 Þessi stefna flokksins var þegar i upphafi boöuö á eins áhlrifamik- inn hátt og hægt var, þvi aö leiö- togi hans, Georges Marchais, lýsti henni yfir I beinni sjónvarps- útsendingu frá Moskvu og hrak- yrti fréttamenn sem reyndu aö vekja máls á atriöum sem stönguöust á viö lýsingu leiötog- ans á atburöunum. Slöan tóku málgögn flokksins upp llnuna: lénsskipulagi og hjátrú Afgana var lýst á sem svartasta hátt (af einhverjum undarlegum ástæö- um styöja kommúnistar þó stefnu Khomeinis æjatolla, trúbróöur Afgana, I Iran....), en frétta- maöur L’Humanité I Kaboul sagöi frá þvl aö allt væri meö friöi og spekt I landinu, fréttir af hernaöaraögeröum og moröárás- um gegn óbreyttum borgurum væru helber lygi og almenningur sýndi rússneskum hermönnum hina mestu vinsemd. Kommúnistar hafa þó kapp- kostaö aö afneita ekki bein- linis fyrri afstööu sinni. 1 sam- bandi viö innrásina I Afganistan tóku þeir t.d. fram, aö þeir heföu ekki breytt um skoöun á innrás- inni I Tékkóslóvaklu 1968 og for- dæmdu hana eins og áöur. Fyrir stefnubreytinguna höföu þeir lýst yfir stuöningi viö ýmsa andófs- menn, og þvl mótmæltu þeir út- legö Sakharofs I Gorki. Hins vegar veröur ekki um þaö villst aö tónninn er breyttur: kommún- istar foröast aö minnast á andófs- menn nema til aö leggja áherslu á aö þeir séu I rauninni verstu afturhaldsmenn og útsendarar Bandarikjamanna. Þessi áróöur hefur harönaö I allan vetur og hafa kommúnistar einkum aukiö árásir slnar á aöra vinstri menn. Þeir töldu fund Giscards og Bresnéfs I Varsjá já- kvæöan, og gagnrýndu sóslalista mjög fyrir afstööu þeirra I Afgan- istan-málinu: sýndi hún aö sá flokkur væri kominn ,,til hægri viö Giscard” I Bandarlkja-þjónk- un sinni og stuöningi viö aftur- haldsöfl hvar sem væri.... Hafa kommúnistar hvergi dregiö úr þessum áróöri sinum þótt hann hafi leitt til hríöversnandi sam- búöar viö Italska kommúnista, en þeir fordæmdu innrásina I Afgan- istan harölega. sem aöal verkalýösflokkur og stjórnarandstööuflokkur lands- ins, og sérstaöa þeirra hyrfi I almennri umbótastefnu. Þvl hafi þeir fremur kosiö aö fórna vinstra samstarfinu — og hugsanlegri stjórnarsetu — til aö bjarga flokknum sem slikum, og styrkja hann e.t.v. meö eins konar þögl- um „sögulegum sáttum” viö stjórnarflokkana. Þeir sem hall- ast aö þessari skoöun llta svo á aö utanrikisstefnan sé I rauninni aukaatriöi: kommúnistar beiti sovésku goösögunni vegna þess aö þannig geti þeir skapaö flokkn- um sérkenni sem engir aörir hafa — enda viröist hún þrátt fyrir allt hafa talsveröan hljómgrunn enn meöal kjósenda flokksins. Jean Elleinstein, sem er þekktastur „andófsmanna” kommúnista- flokksins, hefur jafnvel haldiö þvi fram aö kommúnistar styöji stefnu Rússa I Afganistan og vlö- ar fyrst og fremst af þvi aö þaö sé langöruggasta leiöin til aö giröa á róttækan hátt fyrir allt vinstra samstarf. Mun hann ekki einn um þá skoöun. Staða sósíalista Róttæklingar dæma kommún- ista yfirleitt mjög harölega fyrir stefnubreytingu slna og kemur þaö ekki sist fram I málgagni ysta vinstri vængsins „Liberation”, sem birt hefur m.a. ágætar frá- sagnir frá Afganistan (kommún- istar segja aö þaö blaö „dylji nú ekki lengur stuöning sinn viö Giscard”). Staöa sósialista- flokksins er hins vegar mjög slæm. Greinilegt er aö kommún- istar ætla aö notfæra sér aö kjör- fylgi þeirra er miklu ótryggara: hvaö sem gerist eru kommúnistar nefnilega öruggir meö aö fá 18- 20% atkvæöa, en fylgi sósialista getur hins vegar sveiflast mjög mikiö til — þaö er mikiö þegar flokkurinn fylgir einingarstefnu og von er um árangur af henni, en dalar svo ört ef hann er grunaöur um aö sveigja til hægri. Þess vegna eru sóslalistar milli tveggja elda: ef þeir halda svo fast viö einingarstefnuna að þeir svara ekki árásum kommúnista eiga þeir á hættu aö vera ásakaöir um linkind, en ef þeir taka til aö öld og gleðitíð Afótta við sósíalista Jafnhliöa þessari stefnubreyt- ingu I utanrlkismálum hefur kommúnistaflokkurinn gerst lok- aöri og einstrengingslegri i inn- anlandsmálum. Reynt hefur ver- iö aö einangra sem mest þá frjálslyndu menntamenn, eins og Jean Elleinstein, sem áöur voru eins konar skrautfjaörir flokks- ins. Þeir fá ekki lengur aö birta greinar slnar I flokksmálgögnum, og ef þeir birta þær annars staö- ar, er öllu vísaö á bug sem þeir segja á þeim forsendum aö ekki sé hægt aö ræöa þaö sem kommúnistar leggist svo lágt aö birta I borgarapressunni.... Tvær skýringar hafa komið fram á þessari róttæku stefnu- breytingu kommúnista. Sumir halda aö ástæöunnar sé aö leita utan Frakklands: llti kommúnist- ar svo á aö framundan séu meiri háttar átök austurs og vesturs og dugi þá ekkert hlutleysi heldur veröi hver aö taka ótvlræöa af- stööu. Búist þeir viö þvl aö Sovét- menn muni þá styrkja stööu slna mjög, hvort sem togstreitunni lykti meö nýjum „Jalta-samn- ingi” eöa ööru vlsi, og ætli þeir aö njóta góös af þvi. En fleiri viröast þó vera þeirr- ar skoöunar aö innanlandsmál hafi ráöið þessari stefnubreyt- ingu aö öllu leyti. Kommúnistum hafi alls ekki likað þaö aö sóslal- istar skyldu hagnast mest á vinstri samvinnunni og auka fylgi sitt mikiö. en þeirra flokkur standa I staö. Hafi þeir óttast aö valdataka vinstri fylkingarinnar kynni aö leiöa til þess aö kommúnistar misstu þá sterku stööu, sem þeir hafa löngum haft Þaö er nokkurnveginn vlst aö Giscard veröur endurkjörinn Rocard: sóslallstar eru komnir I hár saman út af þvf hvort eigi aö tefla honum fram eöa Mitterand svara bandamönnum slnum fyrr- verandi, gagnrýna kommúnistar þá fyrir aö „sveigja enn meira til hægri”, en hægri menn túlka þaö hins vegar þannig aö þeir hafi nú loks viöurkennt aö einingarstefn- an hafi veriö röng! Hingaö til viröast þeir einkum hafa valiö fyrri kostinn, þótt þeir hafi svar- aö höröustu árásum. Þaö hefur helst oröiö sóslalistum til huggun- ar aö myndast hefur einhver visir aö samstarfi viö Italska kommún- ista — hinum frönsku til mikillar reiði. En nú er svo komiö aö fæstir viröast trúa á einingarstefnu lengur. Andúö á kommúnistum hefur aukist gifurlega mikið I Frakklandi, og hætt er viö því aö sósialistar myndu glata trausti manna aö verulegu leyti ef kommúnistar byöu aftur upp á samstarf og þeir gengju I gildr- una. Fyrir bragöiö sjá hægri öflin sér leik á boröi og hafa sjaldan veriö öruggari um sig en nú: stjórnarflokkarnir viröast ekki hafa minnstu áhyggjur af fram- tlöinni, og yst til hægri eru smá- hópar yfirlýstra fasista farnir aö skjóta upp kollinum. Andrúms- loftiö er einna likast þvi aö maöur sé allt f einu kominn aldarfjórö- ung aftur I tlmann. Þetta ástand skopstældu blaöamenn hins alþekkta háötlmarits „Charlie- hebdo” á sinn hátt fyrr I vetur. Skömmu eftir aö fóturinn haföi veriö tekinn af Titó forseta Júgóslavfu birtu þeir risastóra forslöufyrirsögn: „Fóturinn á Tltó kýs frelsiö!” Og undir henni var mynd sem sýndi stakan fót- legg hoppa yfir gaddavirsgirb- ingu, en hinn aldni marskálkur brölti foxvondur á eftir honum á hækjum... e.m.j. visna- mál Umsjón: Adolf J. Petersen Vertu minna drauma dís Allmargt er þaö I heimi hér, sem ruglar svo fyrir allt of mörgum mönnum aö þeir missa tökin á tilveru sinni ef þannig má aö oröi komast; lifshlaup þeirra veröur ekki alveg í beinni línu að settu marki sem þeir kunna aö hafa sett sér aö stefna aö. örlögin hafa þá spunnið þeim þann hnökraiþráð, sem þeir hafa svo oft óafvitað hnýtt á þá hnúta sem þeir fengu siöar ekki leyst, vegna þess að þaö hafa ekki verið þeir lukku- hnútar sem lán hefur fvlgt. Simon Bjarnarson Dalaskáld teíur þrjá óláns hnökra á sinum li'fsþræði, og betur heföi fyrir sér farið ef þeir heföu ekki verið;hann kallar þá ekki góða félaga og nefnir þá kunn- um nöfnum, Mammon, Amor og Bakkus: Þrlr mér fylgja út og inn, ei félagar góöir, Bakkus.Amor. Mammon minn. myrkar heims um slóðir. Hyggur mammon hafa vald, hnugginn oft að vonum, hinir þvi að gleypa gjald og gróðann burt frá honum. Hann mér skipar safna seim sist með bllðu gróna. Ég má lipur aula þeim oft og tíðum þjóna. Gullið vill aö græöi sá gott, en litlu eyði, likt og foröum Fáfnir á fögru Gnitaheiöi. Um sig Amor hefur hljótt, hlaðinn klókum geröum, sá um kveld og svarta nótt seint er oft á ferðum. Hann þó tíðum tapar ró, tryggöum bestu fjærri, þegar frið og mittismjó meyja stendur nærri. Bót þó honum mæla má meður lyndi hlýju: Mig oft lætur liðugt á leika bragar gigju. Verstur Bakkus þeirra þó þrautum jafnan olli, meöan svakki raskar ró, ruglar mig I kolli. Þegar fyrst I fangiö hans flýg meö huga glöðum, viö mig stlgur vakran dans veraldar í trööum. Mér svo bregður hælkrók hann, hrekkjum meöur frlu, og sér hegöa illa kann, oft svo fæ ég spýju. Hér af gerist hjartaö sjúkt, heilsu tekur feila, timburmanna tusk ómjúkt truflar llka heila. Skiliö segi ég þvl viö þig, þrællinn, heims um vega, sem aö einatt svikur mig svona herfilega. Þessa þrjá taldi Símon vera sina verstu félaga, einkum Bakkus. En hvaö hafa aðrir sagt um þessa fjölskyldu sem Símoni varö svo oft ab fóta- kefli? Jón M. Pétursson frá Hafnardal hefur haft Amor I huga þegar hann kvaö: Hjartaö nærist, fundiö fær friö og kærleiksvarma. Astin hlær og gæfan grær, geimslum slf á hvarma. Hjartað aldrei fyndi friö, frysi sál til grunna, ef þú ekki viö og við veittir skemmtun, Gunna! Svo ei festi angursís inn viö hjartarætur, vertu minna drauma dls dimmar vetrarnætur. Astin þtöir hugans hjarn, hjartans eyðir sorgum. Ég hef ennþá eins og barn yndi af spilaborgum. En svo getur þetta orðið dýrkeypt allt saman og Jón kveður: Man ég okkar ástarfund, — ótal kossa þina — fyrir leik um litla stund lét ég sálu mina. Yndi spillti tálgjörn tryggð, traustiö villti, duldi, lyndi fyllti hræsni, hryggö, harma stillti kuldi. Heitust þrá mins hjarta brást, hlýt ég þess aö gjalda, ýmislegt mér yfirsást, örlög munu valda. Ástin er þá sem vindurinn sem kemur og fer. Bakkus hefur löngum átt sina málsvara. Káinn var tals- verður vinur Bakkusar, blótaöi hann stundum en blótaði honum aldrei, sem hann segir i þessari visu: Barnatrú er biluð mln, burtu flúin kæti. Feginn snúa vatni i vín vildi ég nú ef gæti. Þaö er eins og Káinn hafi haldiö aö menn þekktu sig ekki ef hann væri ófullur, og kveður um þaö: Segi ég glaöur sannleik þann, sem frá skaða ver mig: Að sjá mig aðeins ófullann enginn maður sér mig. Svo er þaö Mammon. Um hann kvað Páll Ölafsson: Hver vill annars eigum ná, um einskilding og dalinn; menn eru aö þræta og ýtast á uns þeir falla I valinn. Páll kvaö lika um Bakkus: Bakkusar að knjám ég krýp klökkur daga og nætur. Þar ég margan sopann sýp og sofna við hans fætur. 1 sföustu Vísnamálum voru visur sem gengiö hafa um án þess að vitaö væri um höfunda þeirra, en óskað eftir vit- neskju um þá ef einhver vissi um hina réttu höfunda. Einn maöur hringdi;það var Stefán Sigurgeirsson, sem þá sagöi eina vísuna vera eftir fööur sinn Sigurgeir Guömundsson á Akranesi, en ekki væri rétt fariö meö fyrstu hendinguna; vlsan kemur þvi hér aftur og leiörétt af syni höfundar: Sigla frlöum súöahæng segja lýðir yndi, blakki riöa, búa I sæng baugahliðar undir væng. Þá er aö endurtaka óskina um, aö ef lesendur vita um rétta höfunda aö vlsunum sem áöur er sagt frá, aö biöja þá aö senda svör sín til Þjóöviljans merkt Vísnamál.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.