Þjóðviljinn - 12.07.1980, Blaðsíða 13
Helgin 12,—13. júli; liJODVILJINN — SIÐA 13
Fyrir fimm árum var haidin
kvennaráðstefna á vegum Sam-
einuðu þjóðanna I Mexikó í tilefni
kvennaárs. Þá var ákveðið aö
helga næstu 10 ár málefnum
kvenna — kvennaáratugurinn —
samin var framkvæmdaáætiun
og ákveðið að kalla aftur til fund-
ar að fimm árum liönum. Stundin
er runnin upp og á mánudag
safnast þiisundir kvenna alls
staöar að ór heiminum saman I
Kaupmannahöfn tii að Ilta vfir
farinn veg og leggja drög að
fra mtiðinni.
Héðan frá Islandi fer 9 manna
sendinefnd undir forystu Einars
Agdstssonar sendiherra, en vik-
um saman hefur undirbúnings-
nefnd skipuð af Svavari Gestssyni
félagsmálaráðherra unnið aö
undirbúningi. Vilborg Harðar-
dóttir, fréttastjóri var formaður
undirbúningsefndarinnar og
Þjóðviljinn ræddi viö hana um
ráðstefnuna og stöðu kvenna I
heiminum.
Mikið um að vera
— Hver er aödragandi ráð-
stefnunnar I Kaupmannahöfn?
Vilborg: A kvennaráðstefnunni
i Mexikó var samþykkt aö næsti
áratugur skyldi vera kvennaára-
tugur til að reyna að bæta stöðu
kvenna I heiminum. Það yar
ákveðiö að hittast I Teheran að
fimm árum liönum en vegna
átakanna þar i landi varð að
flytja ráöstefnuna til Kaup-
mannahafnar. Sú þriðja verður
svo haldin 1985. t Höfn veröa tvær
ráðstefnur samhliða likt og var 1
Mexikó, hin opinbera stendur frá
14,—30. júlf og þar sitja nefndir
skipaðaraf rikisstjórnum. Hin er
ætluð frjálsum félagasamtökum
og er öllum konum opin og
stendur frá 14.—24. júli. Þar
verður mikið um að vera, sýn-
ingar, tónlist og eins konar mark-
aðstorg ræðumanna þar sem allir
geta staðiö upp og sagt sina mein-
ingu. Aðgangur er ókeypis, en
framlög vel þegin. Þessi
ráðstefna er skipulögð af dönsk-
um konum i samvinnu við
kvennamálanefnd S.Þ. Það var
haldin svipuð ráðstefna I Mexikó,
en þá voru allt of litil tengsl á
milli. Vonandi tekst betur til nú,
enda er hægt að vera á báðum i
einu. Þeir sem skipuleggja öll
þessi fundarhöld segja aö það sé
ómögulegt að gera sér grein fyrir
fjölda gesta, á opinberu ráöstefn-
unni verða um 200 fulltrúar, en
heildartalan getur oröið 12-15 þús
konur I allt, Boöið veröur upp á
1500skipulögð atriöi svo að þaö er
ekkert smáræði sem verður um
aö vera.
Það hefur
dimmt yfir
—- Hvað hefur gerst á þeim 5
árum sem liðin eru frá Mexikó-
ráðstefnunni?
Vilborg: Það rikti bjartsýni
fyrir fimm árum, þrátt fyrir
óánægju meö ýmislegt.
Framkvæmdaáætlunin sem
samþykkt var þá þótti lofa góöu,
en framkvæmdin hefur ekki orðið
eins og vonir stóðu til. Þaö hefur
dimmt yfir. 1 stórum dráttum má
segja að konur hafi það verra.
Efnahagskreppan i heiminum
bitnar fyrst á konum og þar af
leiðandi börnum lika. Arið 1978
sendi deild S.Þ. sem sér um
kvennamálin út spurningalista
um stöðu kvenna til 141 aðildar-
rikis S.Þ. Það bárust svör frá 93
rikjum þar á meöal Islandi, en
hér sá Jafnréttisráð um það verk.
A grundvelli þeirra svara hafa
S.Þ. gert úttekt og byggt upp drög
að áætlun um aögerðir til að bæta
aðstöðu kvenna i einstökum lönd-
um, á heimssvæðum og
alþjóölega.
Hjá S.Þ. er veröldinni skipt i
ákveöin svæöi, Suöur Ameriku,
Asíu, Afriku, Austur Evrópu og
svo Vesturlönd þar meö talin
Evrópa, Bandarikin, Astralia og
Nýja Sjáland. Þessi skipting
byggist á þvi efnahagskerfi sem
rikir á hverjum stað.
Meira hungur
og verri heilsa
— Hvað kemur fram I skýrsl-
unum?
Vilborg: Sú heimsmynd er ekki
björt. Það hefur mörgu fariö
aftur. 1 fyrsta lagi rikir MEIRA
Kona i Kuwait. Staða kvenna i Múhameðstrúarrikjum er eitt þeirra viðkvæmu mála sem ekki má
minnast á.
Kvennaáratugsráðstefna Sameinuðu þjóðanna
Staða kvenna
hefur versnað
Rætt við Vilborgu Harðardóttur
HllNGUR i heiminum nú en fyrir
fimm árunrul ööruiagieru um 809E
kvenna i Afrlku og Asiu ólæsar og
i þvf atriði er einnig um afturför
að ræöa. 1 þriðja lagi hefur
heilsufari kvenna fariö aftur,
vegna þess að ríki hafa skorið
niður fjárveitingar vegna krepp-
unnar, ekki sist til næringaráætl-
unar og fyrirbyggjandi heilsu-
gæslu.
— Er ekki um framför að ræöa
á neinu sviöi?
Vilborg: Að visu eru mun fleiri
konur Uti d vinnumarkaðnum nú
sem er jú jdkvætt, en þær eru i
lágt launuðum „kvennastörfum”
og búa viö öryggisleysi i atvinnu-
málum. Þetta birtist hér á landi i
fiskiðnaðinum þar sem verið er
að segja konum upp, þær eru
varavinnuafl.
Það kemur I ljós I þessum
skýrslum að á 3. til 4. hverju
heimili i heiminum er konan eina
fyrirvinnan, en það er einmitt
alltaf notað sem röksemd til aö
segja konum upp á undan körlum
að þeir séu fyrirvinna
heimilanna. Það eru alltaf kon-
urnar sem missa vinnuna á at-
vinnuleysis-og krepputimum.
— Hvað með önnur réttindi?
Vilborg: Á pappirnum hafa
konur pólitisk réttindi en i reynd
hefur tala kvenna sem kjósa og
sem eru kjörnar eða eru i opin-
berum störfum minnkað. Þátt-
taka kvenna i ákvarðanatöku er
minni. Hér á Islandi stöndum við
nokkum veginn I stað.
Litið yfir
farinn veg
— Hver verða helstu mál ráð-
stefnunnar nú?
Vilborg: Kjöroröin eru hin
sömu og f Mexikó — jafnrétti,
þróun, friður, en það sem á að
ræða nú er: atvinna, menntun og
heilbrigðismál kvenna. Dag-
skráin er þannig upp byggö að
fyrst verður litið yfir farinn veg
sl. 5 ára og metið hvað gert hefur
verið f einstaka löndum, á
svæðum og Iheiminum sem heild.
Siðan verður aðalverkefniö að
endurmeta framkvæmdaáætlun-
ina frá ’75 og móta stefnu næstu 5
ára.
Auk þess veröa þrjú mál tekin
fyrir sérstaklega. Fyrst ber að
nefna aðstæður kvenna I Suður
Afrlku, þá málefni flóttakvenna
um allan heim og siðast áhrif
hernáms Israelsmanna á
palestinskar konur. Þetta siðast
talda mál er mjög umdeilt og hætt
við aö upp komi deilur milli
Araba og Israelsmanna, en ekki
um konur, heldur um ástandið i
Miö-Austurlöndum yfirleitt. Þaö
kom Ut 60 siöna skýrsla um
Palestinumáliö fyrir þetta þing,
en hún fjallar bara minnst um
konur. Það er ekki fyrr en á bls.
45 að minnst er á þær. Þessi
skýrsla er fyrst og fremst
pólitiskt plagg og það má ekki
gerast hið sama og geröist i
Mexikó aö allt lendi i þrasi um
mál, sem alls ekki á að ræöa og
hægt er aö fjalla um á öðrum
vettvangi. Þaö á aö eyða tveimur
dögum i umræður um þetta mál
og það er hætta á að ákveðin riki
hundsi ráðstefnuna meöan þær
standa.
Skýrslan sem fjallar um S.-
Afrfku er hins vegar mjög vel
unnin og hún er algjör hrollvekja
um aðstæður kvenna og
afleiðingar kynþáttastefnunnar
þar i landi.
,,Ekki bara
konur”
— Hvers konar konur eru á
þessum ráðstefnum?
Vilborg: Já, það var hlegiö aö
þvf 1975 að Kurt Waldheim
framkvæmdastjóri S.Þ. skoraði á
rlkisstjórnir aö senda ekki bara
konur til Mexikó, það minntist
enginn þess að hann hafi beint
þeim tilmælum til aðildarrikja aö
senda ekki bara karlmenn á ráð-
stefnur. Það var greinilegt að
margar rfkisstjórnir skildu litt
hvaö um var að ræða '75 og sendu
alls kyns puntudúkkur — forseta-
og ráöherrafrúr sem voru i
hrópandi mótsögn við þær konur
sem böröust fyrir jafnrétti. Slikt
gerist vonandi ekki aftur. Frá
Vesturlöndum koma jafnréttis-
sinnaðar konur, margar þeirra
gegna nú opinberum stöðum sem
þær hafa fengiö i krafti sinnar
baráttu, — það gildir reyndar
ekki um okkur.
— Hvernig hefur verið staðiö
aö undirbúningi hér á landi?
Vilborg: Eins og alltaf, var far-
iö seint af staö, þó er betur staöiö
aö verki en ’75. Þá var ekkert
gert. Við fengum þingskjölin dag-
inn áður en við lögðum af stað, og
við höfðum ekkert til að fara eftir,
enga aðstoö á ráöstefnunni og
ekkert i fórum okkar annað en
bókina „Jafnrétti kynjanna” sem
var I poka f farangrinum. Svo
sátum viö sveittar yfir feröaritvél
og með naglaskæri, ég vélritaði
kveöju frá sendinefndinni, Sigrfö-
ur Thorlacius klippti og Auöur
Auðuns raöaöi inn f bækurnar.
Þannig var aðstaða islensku
sendinefndarinnar.
Núna skipaði Svavar Gestsson
nefnd og það hefur talsvert veriö
unniö fýrir þessa ráðstefnu. Þaö
starf hefur einkum verið tviþætt.
Viö höfum i fyrsta lagi reynt aö
gera citkur grein fyrir ástandinu
hér á landi og þvi sem þarf að
gera næstu 5 ár, og i ööru lagi höf-
um við farið yfir drögin að
framkvæmdaáætlun S.Þ., skýrsl-
ur og plögg svona eftir föngum,
þvi þetta er mikið aö vöxtum.
Við stöndum
í stað
— Hvernig sýnist ykkur
ástandið vera hér á landi?
Vilborg: Við sendum út spurn-
ingalista til 14 aðila þar á meðal
allra stjórnmálaflokkanna sem
eiga fulltrúa á þingi, allra
kvennasamtakanna og aöila
vinnumarkaöarins. Við fengum
svör frá öllum nema tveimur.
Það er gleöilegt við þessi svör,
sérstaklega frá stjórnmálaflokk-
unum, aö þau sýna aö töluvert er
hugsað um þessi mál. Þeir telja
að ýmsu sé ábótavant og sjá aö
við stöndum I stað hvaö varöar
þátttöku kvenna i stjórnmálum.
Þeir telja allir að það þurfi að
móta stefnu í fjölskyldumálum og
það gefur vonir um að á næstunni
komi fram tillögur I þeim efnum,
kannski á næsta þingi! Svipuð
viðhorf koma fram hjá kvenna-
samtökunum. Flestum ber
saman um að jafnrettislögin
komi ekki að nægu gagni, þó aö
bæöi jafnréttisráöið og lögin um
jafnrétti séu góð, þaö þarf meiri
peninga ef þau eiga að anna hlut-
verki sinu.
Hins vegar urðu svör stærstu
aöila vinnumarkaöarins mér
mikil vonbrigði. ASl og VSl
virðast ekki hafa gefið sér neinn
tlma til að huga aö þessum mál-
um. BSRB hefur mótað stefnu i
jafnréttismálum og það starfar
nefnd á þeirra vegum og vonandi
tekur BSRB tillit til þess i sinu
starfi. Þetta er súrt I broti með
ASI þvi þar er stór hluti þeirra
kvenna sem vinna I lægst launuðu
störfunum!
Allar sammála
— Hvernig hefur samstarfið
gengið I Islensku nefndinni?
Vilborg: Mjög vel. Þær konur
sem hafa starfað að undirbúningi