Þjóðviljinn - 26.07.1980, Blaðsíða 17
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN HELGIN 26.-27. júll
VINN
najiðsyn éða
t
Hvar sem við förum um ok
hús, raðhús og blokkir með
þetta nú allt heitir fyrir glu<
staði, bílalestirnar mjakast
vinnudegi lýkur. Allt ber v
borðinu. Við stærum okkur
bestu sem þekkjast í heimi
fylgja skuggahliðar og að þac
að konur hafi streymt út á
hef ur vinnuálag á karlmönni
hvað er. Það er staðreynd að
okkar austan hafs sem vest
ar ágæta land blasa við snyrt
úndugardínum,stórisum og
gum. Bílar standa utan við
ram út í úthverf in síðdegis
um velsæld og góðan efn#i
því að lífskjör hér á landi
lum, en það gleymist oft að
liggur mikil vinna að baki. Þr
nnumarkaðinn á undanförnu i
n ekkert minnkað,það hef ur
slendingar vinna mun meira e
an, enda stendur ekki á af
v
eg einbýlis-
lúr og hvað
s og vinnu-
ar löngum
ag á yfir-
i með þeim
velferðinni
itt f yrir það
áratugum
a ikist ef eitt-
nágrannar
iðingunum,
hraði, streifa
áfengis, urr
mannlíf ser
Hversu stóran þátt vinnuþrælkunin á I þessu skal ó
lenskir karlme n svona mikiö? Er svona dýrt aö
miklar? Er öll tessi vinna nauösynleg? Eru islenskir
þetta sjálfskap rviti? Er lifsgæöakapphlaupiö þess
i endalaust stri ? Hvernig er hægt aö losna viö vinnuþ
sem gefur fólk kost á aö vera saman, stunda útivi
minnka iifsfiói ann?
Þaö er oft ræ um tvöfalt vinnuálag kvenna, en þaö
virkilega vinna frá sér vit og heilsu. Hvaö segja þeir sj
fsska
vinnusjúkdómar eins og v
irðulaus börn, hjónaskilnaðir
einkennist af vansæld og va
li
vh
rvíti?
ðvagigt, ofnotkun lyfja og
og ofbeldi, allt sýnir þetta
líðan.
agt látiö, en hvers vegna vinna is-
? Eru kröfurnar til lffsins svona
carlmenn haldnir vinnusýki eöa er
ii aö eyöa 10-20 bestu árum æfinnar
ælkunina og stefna aö eölilegra lffi
t og félagsllf, hvernig er hægt aö
r aldrei spurt hvort karlmenn vilja
Ifir um þetta ástand? —ká
Arnmundur
Backman
lögfræöingur:
„Orðinn
þræll
vinn-
unnar”
Arnmundur Backman er lög-
fræöingur og rekur eigin lögfræöi-
skrifstofu í borginni. Nýlega gerö-
ist hann aO auki aöstoðarmaöur
Svavars Gestssonar » félags-, heili-
brigöis og tryggingaráðherra. Hann
segist sjálfur vera mjög önnum
kafinn maöur, en ræöir fyrst al-
mennt hvort islenskir karlmenn
vinni almennt meira en góöu hófi
gegnir.
,,Þar sem ég þekki til,” segir
hann, „vinna þeir mjög mikiö, og
oft óhóflega mikiö. Þetta á viö um
allarstéttir. Égheld aö ástæöunnar
sé aö leita aö ánhverju leyti I eöli
okkar lslendinga. Hér á landi er
högum þannig háttaö i atvinnu-
lifinu aö vinna veröur i törnum,
allir kannast viö þetta i sjávarút-
veginum. Mikáll afli berst á land og
þaö þarf aö bjarga verðmætum
eins og sagt er. Þannig mótast
viöhorf manna til vinnunnar á
mjög ungum aldri, en svona lagað
þekkst ekki annars staöar. Þetta er
séríslenskt fyrirbrigöi.
Viö þetta bætist svo veröbólga og
dýrti'ö og fyrr en varir eru menn
orönir fórnardýr skattamaskinu og
ákveöinna neysluvenja. I stórum
dráttum er ferliö eins bæöi hjá
tekjuháum og tekjulágum. Hinir
siöarnefndu veröa þó aö vinna
meiri eftirvinnu,en milli 30 og 40%
allra launagreiöslna í landinu eru
fyrir eftirvinnu.
Nokkur hópur manna fellur ekki
inn f þessa mynd og er hann aö
minu mati hin eiginlega láglauna-
stéttílandinu. Þetta er fólkiö sem
ekki á kost á, eöa getur ekki hag-
nýtt sér eftirvinnu. Konur eru hér i
miklum meirihluta og eru aöallega
i Iöju og BSRB. Ég veit meö vissu
aö þetta fólk lifir óendanlega spart
enda biáfátækt I bókstaflegri
merkingu orösins.
óhófsneysla
Svo er lika á þaö aö lita aö eftir
nokkur ár I þessu farinu taka
margir aö vinna fyrir hlutum sem
engin þörf er fyrir. Menn fara aö
temja sér óhófsneyslu og telja sér
jafnframt trú um aö þess arna sé
þörf. Um þetta þekkiég mörg dæmi
og þetta er mjög smitandi, eins og
farsótt. Viömiöunin viö aöra viröist
hafa ótrúlega mikiö aö segja.
Tökum t.d. bilaneysluna, mér
finnst hdn táknræn fyrir neyslu-
æöiö. A sama tima og landiö er aö
sligast i efnahagsöngþveitinu er
margra mánaöa biö eftir nýjum bil
hjá bflainnflytjendum. Menn borga
glaöir miljón aöeins til aö komast i
rööina.
Ekki veit ég hvort þaö á viö rök
aö styöjast sem oft er sagt aö kon-
umar reki mennina sina Ut i þetta
æöi en trUlega er þaö I sumum til-
vikum. Sennilegra þykir mér þó aö
neysluviömiöunin sé hin sama
meöal kvenna og karla.”
Vann öll kvöld
og allar helgar
— En þú sjálfur, ert þú sama
marki brenndur og þeir sem þú
hefur veriö aö lýsa?
„Þegar ég opnaöi lögfræöiskrif-
stofu mina fyrir þremur árum
leiddist ég inn á braut sem Utheimti
alveg óhemjulega vinnu. Ástæöan
var fyrst og fremst sú aö ég var aö
byggja upp minn praksis og mér
var sagt aö þrjú ár hiö minnsta
þyrfti til aö veröa matvinnungur I
bransanum. Ég tók þetta allt-
saman mjög alvarlega og þaö
þýddi aö a.m.k. fyrsta áriö vann ég
öll kvöld og allar helgar. A þessum
tima vann ég af nauösyn, ég þurfti
aö framfleyta fjölskyldunni og
stofnkostnaöur vegna skrifstof-
unnar og ibUöarhúsnæöis var mik-
ill.
Ég geröi þvi alltaf skóna aö þetta
væri stundlegt ástand sem stæöi til
bóta en komst fljótlega aö þvi aö
lögfræöistofa veröur trauölega
rekin nema meö svipuöu vinnu-
álagi. Þaö er eins og starfiö og alis
konar félagsstörf vindi upp á sig
meö ótrúlegum hraöa og áöur en
viö er litiö er maöur orö-
inn þræll vinnunnar og sú hætta er
jafnan yfirvofandi aö maöur taki
aö sér meira en komist veröi yfir
meö góöu móti. Ég held aö þá sé
illa komiö fyrir mönnum
þegar þeim finnst þeir vera aö
slæpast llöi ein helgi svo án þess aö
veriö sé aö vinna eöa sinna félags-
störfum.
Þetta væri I lagi ef aöeins væri
um sjálfan sig aö hugsa en I fæstum
tilvikum erþaö. Þaö veröur aö taka
tillit til fjölskyldunnar. Sé þaö ekki
gert hlýtur þaö aö kosta gifurlega
árekstra á heimilunum.
Ég er ekki I vafa um aö þessi
mikla vinna skaöar hjónabandiö og
,,Ég er ekki í minnsta
vafa um að gallað
uppeldi hefur valdið
ótölulegum fjölda
barna miklum
þjáningum. ”
hún skaöar uppeldi barnanna.
Þetta veit ég bæöi Ur minu starfi
sem lögfræðingur og af veru minni
ibarnaverndarnefnd.Ég vil meira
aö segja taka svo djúpt i árinni aö
fullyröa aö tvær meginorsakir
hjónaskilnaöa séu mikiö vinnuálag
á annan aöilann eöa báöa og fjár-
hagsöröugleikar sem stafa af þvi
aö fólk reisir sér huröarás um öxl.”
— Vinnurþú þá ekkisvona mikiö
af fjárhagslegri nauösyn lengur?
Þetta er vinnusýki
„Nei, ég hef mér ekki þá afsökun.
Þetta er hrein vinnusýki og hún er
drifkrafturinn i daglegu lifi minu.
Ég geri mér ljóst aö ég er á hálli
braut og þessi mikla vinna hefur
valdiö árekstrum á heimili mlnu og
er stööugt til umræöu. Kona min
vinnur lika Utan heimilis en ekki
eins mikiö og ég og heimiliö er I
öllum aöalatriöum i hennar umsjá
og á hennar ábyrgö. Ég reyni aö
hjálpa til eftir bestu getu og þannig
held ég aö gangurinn sé á þessum
málum langvlöast, lika þótt konan
vinni Uti allan daginn.
Arnmundur Backman
Hér er um aö ræöa stórt og erfitt
vandamál. Hvernig á fólk aö vinna
saman á heimili og hvaö mikinn
tima á hver og einn að hafa I friöi
fyrir slg og sln áhugamál? Mér
sýnist aö karlmaöur sem ofur-
seldur er vinnunni neyöi alla aöra I
fjölskyldunni til aö laga sig aö hans
stundaskrá.”
— Ertu þá óánægöur meö þitt
hlutskipti sem vinnusjúkur karl-
maöur?
Vil vinna og
breyta um lifsstil
„Ég er ekkert óánægður meö
mitt hlutskipti eða mina vinnu. Mér
þykir gamanaövinna og mér þykir
gaman aö vinna aö félagsmálum
sem ég tel aö horfi til heilla fyrir
mannfólk, en ég er mér þess jafn-
framt meövitandi aö llfsstillinn er
óheilbrigöur. Þaö þarf aö finna
annað fyrirkomulag þannig aö fólk
geti sinnt vinnu sinni og áhuga-
málum án þess aö aörir — og þá
oftast þess nánustu — þurfi bein-
linis aö liöa fyrir þaö. Þaö er tiflits-
laust og þaö er rangt og oft endar
sllkt meö ósköpum. Menn taka viö-
varanir oft og einatt ekki alvarlega
fyrr en allt er um seinan.
Ég vil breyta minu lifi hvaö þetta
varöar og tei mér stööugt trú um aö
bráðlega muni ég fara aö vinna
eölilegan vinnudag. Um þaö hef ég
haft uppi óteljandi plön. Hvaö
hindri? Þaö er von þú spyrjir. Æ,
ég veit þaöekki, sjálfsagt er þetta
mikiö spurning um venjur. Maöur
venur sig á ýmislegt sem erfitt er
aö brjótast Ut Ur. Lika kemur til
viss þrýstingur frá umhverfinu. Þó
held ég aö hægt sé aö söðla um,en
þaö kostar töiuvert átak.”
Heilsteypt föður-
og móðurimynd
— Þú nefndir áöan aö þessi
mikla vinna foreldra gæti skaöaö
börnin, viltu skýra þaö svolftiö
nánar?
„Ég fór fyrst aö hugsa verulega
alvarlega um föðurhlutverkið og
foreldrahlutverkiö yfirleitt þegar
ég tók sæti I barnaverndarnefnd
Reykjavikur fyrir tveimur árum og
hef komist aö raun um aö þar er
viöa pottur brotinn.
Ég held aö feöur almennt treysti
þvi ansi mikiö aö mæöurnar sjái
alveg um uppeldiö og láti þar viö
sitja. Af sjálfu leiöir aö ábyrgöin og
áhyggjumar sem lenda á þessum
mæörum — oft kornungum — er
alveg glfurleg^enda fer oft illa. Ég
erekkiínokkrum minnsta vafa um
aö gallaö uppeldi hefur valdiö
ótölulegum fjölda barna miklum
þjáningum. Og þetta er aö minu
mati höfuöástæöan fyrir unglinga-
vandamálunum svokölluöu. Þegar
maöur vinnur aö málefnum
bama og unglinga fer ekki hjá því
aö ýmsar spumingar leiti á hugann
varöandi eigin börn. Ég á þau 3 og
er sannfæröur um aö vinnuálag
mitt hafi haft áhrif á uppeldi
þeirra. Ég hef ekki komist til aö
rækja fóöurhlutverkiö sem skyldi.
Ég tel — og er ekki einn um þaö —
aö betra sé fyrir börn aö njóta
góöra uppeldisáhrifa bæði fööur og
móöur heldur en svo til eingöngu
annars hvors og ég held þaö veröi
seint brýnt nógsamlega fyrir for-
eldmm aö fjölskyldan og heimiliö
skipti nánast öllu máli fyrir bömin.
Þaö er þar sem þau mótast fyrst og
sföast og áhrifin frá heimilinu
fylgja þeim ævina á enda. Þess
vegna er þaö fyrir öllu aö börnin fái
á heimilum sinum sæmilega heil-
steypta fööur-og móöurimynd.”
—h S
„Karlmaður sem er
ofurseldur vinnunni
neyðir alla
fjölskylduna til að
laga sig að hans
stundaskrá. ”
Ægir Jónsson:
„Maður
verður
alveg
hugsun-
arlaus”
i sjávarplássum iandsins er iöu-
lega unniö myrkranna á miili,
þegar landburöur er af fiski og
„verömætin liggja undir skemmd-
um”. Hér fyrrum komu löng hlé á
millieftir aö vertið lauk, en á seinni
timum er oröin nánast samfelld
vinna allt áriö, skipt úr einni fisk-
tegundinni yfir I aöra eftir árstima.
Ægir Jónsson verkamaöur
vinnur I Vinnslustööinni I Vest-
mannaeyjum. Hann hefur fengist
viö ýmislegt á undanförnum árum
aiit frá vinnu i hænsnabúi til barna-
pössunar sem er jú ekki beinlinis
algeng vinna karlmanna og heitir á
þeirra máli aö „gera ekki neitt”
Ævar er i sambýli.býr I leiguhús-
næöi og á heimilinu er eitt barn á
skólaaldri.
Hver er afstaöa þin til vinn-
unnar?
Ég reyni aö komast af meö eins
litla vinnu og ég get. Ég vildi geta
unniö 18 tima, en kaupið er svo litiö
fyrir dagvinnu aö þaö dugar hvergi
til. Ég hef stundum neitaö aö vinna
lengur en til 7 á kvöldin, en þaö er
ekki beint vel liöið. Þaö eru allir inn
á þvi aö vinna meðan unniö er og
fólk á erfitt meö aö skilja aö annaö
komi til greina.
Ofsaleg törn
— Hvernig er þinn vinnudagur?
Þaö er auövitaö misjafnt eftir þvi
hvernig fiskast. Meöan sildin og
loönan veiöist er leyfilegt aö vinna
alla daga bæöi laugardaga og
sunnudaga á vöktum, 8 timar
vinna, 8 timar hvild og 8 timar
vinna. Annars er mjög algengt aö
unniö sé frá kl. 8 á morgnana til 10
á kvöldin. Vaktafyrirkomulagiö er
nú komiö inn i samningana, en
þetta er ofsaleg törn. Þó er þaö
mikill munur frá þvi sem áöur var
þegar unniö var til kl. 2 á nóttunni
og svo upp næsta morgun kl. 7.
HELGIN 26.-27. júll ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
— Er þessi mikla vinna nauðsyn-
leg, þarf fólk aö vinna svona
mikiö?
Þeir sem eru aö koma yfir sig
húsnæöi veröa aö vinna svona
mikið til aö borga skuldirnar. Svo
eru aörir sem sækjast eftir pening-
um peninganna vegna. Fólk er
alltaf aö eyöa og fjárfesta. Kerfiö
býöur upp á þetta. Fólk veröur aö
koma upp húsnæöi, þaö er svo erfitt
aö fá leiguhúsnæöi I Eyjum. Svo
kemur lifsgæöakapphlaupiö inn i
myndina. Þaö stefna allir aö þvl aö
hafa allt finna en hjá næsta manni,
nýrri og finni eldhúsgardinur!
Sumir viröast halda aö hamingjan
felist I þvi aö eiga sem stærst og
mest!
— Eru ekki einhverjir aörir en þú
sem vilja eitthvað annaö?
Þaö eru einstaka menn af eldri
kynslóöinni sem vilja eitthvaö
annaö. Ég þekki reyndar margt
ungt fólk sem vill ekki vinna svona
mikið, en flestir ganga beint inn I
kerfiö. Þaö veröur lika aö segja
eins og er aö I mörgum tilfellum er
um hreina græögi aö ræöa. Margar
konurnar á boröunum þurfa alls
ekki aö vinna svona mikið. Ég hef
heyrt þá sögu aö austur á fjöröum
hafi konurnar sofnaö viö aö reikna
Ut kaupiö sitt og bónusinn.
— Tekur fólk I frystihúsunum sér
frl?
Jú, langflestir taka sér fri og ég
held aö flestir séu löngu orönir
dauöþreyttir á þessu vinnuálagi.
Ég getlýst þvi hvernig þetta er yfir
mesta annatimann t.d. sl. vetur.
Ég kom heim kl. 10.30á kvöldin,fór
úr gallanum og þvoöi mér, sat
kannski I klukkutima yfir kaffi-
bolla og þrekiö dugöi kannski rétt
til aö fletta blööunum. Svo I rúmiö,
upp kl. 7,1 vinnu og unniö til 10 aö
kvöldi. Þannig gekk þetta viku eftir
viku. Maöur veröur alveg hugs-
unarlaus. Ég ætlaði stundum aö
leyfa mér þaö aö sofa Ut á laugar-
dögum.enþaö varsegin saga aö þá
var hringt og ég beðinn aö koma I
vinnu.
Þaö er ekki talaö um neitt annaö
en vinnuna. A hverjum degi spyr
maöur hvaö skyldi veröa unnið
lengi I dag, þó aö maður viti aö þaö
veröur til kvölds. Þaö er alltaf ein-
hver von um smáfri. Sum frysti-
Ægir Jónsson
húsin stefna aö þvi aö vinna ekki
lengur en til 7 á kvöldin.
— Veröa afköstin ekki léieg
þegar þiö eruö oröin dauöþreytt?
Auövitaö veröa þau oft léleg, en
þessi þrælavinna kemur mest niöur
á gæöunum. En sjálfsagt borgar
það sig fyrir atvinnurekendur aö
láta fóikiö þræla sem allra mest,þá
hugsar þaö ekkert á meöan og er
ekkert aö rifa sig. Kvöldvinnan
getur oft veriö skemmtilegasti timi
dagsins, þá erofteins og þaö hlaupi
svefngalsi i fólk, en til lengdar er
þetta allt of þreytandi.
— Hvaö haföir þú i kaup sl.
vetur?
Hæst haföi ég 240 þúsund á viku,
en mér fannst lélegt ef ég fékk ekki
yfir 200 þús. Þegar maöur hefir
svona miklar tekjur þá veitir
maöur sér meira, eyöir i allt sem
mann langar: Sigarettur, vin, föt,
skemmtanir og nokkrar feröir til
Reykjavikur á vetri. Ég er nefni-
lega ekki aö fjárfesta i neinu, á
ekkert, en ef ég fór undir 200 þús. á
viku þá fannst mér allt fara 1 kerfi.
Smitandi móðurlif
— Hvernig er litiö á þaö aö skulir
ekki vera aö f járfesta i húsnæöi eöa
bfl?
Fólk segir viö mig: hvenær ætl-
aröu aö hætta þessum barnaskap
ógiftur og eignalaus maöurinn.
— Mikil vinna alit áriö, kemur
hún ekki niöur á heilsu fóiks?
JU, þaö er mikiö um alls konar
krankleika. Aöallega vöövabólgu.
NU er ég búinn aö vera I frli I
mánuö og þaö dugar ekki til aö ná
vöövabólgunni úr heröunum.
Vinnuaöstaöan er lika heldur léleg
fyrir mig. Ég er nærri 190 cm á hæö
en öfl borö og allt er staölaö fyrir
meöalhæö, svo aö ég er næstum
alltaf boginn i baki. Konurnar á
boröunum eru ýmist meö vööva-
bólgur eöa þá aö þær eru veikar i
móöurlifinu. Ég spuröi þær aö þvl I
vetur hvort þetta móöurlif væri
smitandi, en sennilega eru þaö
stööurnar og kuldinn sem valda.
— Ef viö viröum fyrir okkur stöö-
una almennt, kemur vinnuþrælk-
unin ekki niöur á börnunum?
JU, þaö er sko ekkert vafamál.
Þaö er skortur á barnaheimilum og
krakkarnir veröa bara aö sjá um
sig sjálf. Svo er reyndar litiö á
barnaheimilin eins og geymslur,
vinnan situr alltaf i fyrirrúmi. Ég
hef auðvitað ekki mikla reynslu af
þessu, en sl. vetur passaöi ég son
vinkonu minnar i viku. Ég hringdi
Ur vinnunni til aö vekja hann svo aö
hann kæmist i skólann, fór heim i
hádeginu til aö gefa honum aö
boröa, svo varö hann aö vera einn
yfir daginn þangaö til ég kom heim
og eldaöi kvöldmat handa okkur,
sem honum fannst nú ekki takast
allt of vel hjá mér. Þegar ég fór I
vinnu eftir kvöldmat ieiö mér sko
ekkert vel aö vita af honum einum
og fékk stundum fri. Þab mátti
verkstjórinn eiga aö hann skildi
mig vel. Þessi eina vika var mikil
reynsla og þaö hlýtur aö vera erfitt
fyrir mæöurnar aö skilja krakkana
eftir meöan þær eru i vinnunni og
karlinn á sjónum.
Allir á ballið!
— Gera atvinnurekendur ekkert
til aö hlaupa undir bagga? Þaö
hlýtur aö vera þeim I hag aö verka-
fólkinu llöi betur og sé ekki dauö-
kvlöiö eöa þurfti stööugt aö vera aö
hringja eöa skjótast heim.
Atvinnurekendur gera aldrei
neitt ótilneyddir. Þaö væri sterk-
asta vopnið til ab koma þessum
málum i horf ab taka krakkana
meö I vinnuna — þá yröi örugglega
eitthvað gert. Þaö er ekkert skóla-
dagheimili i Eyjum og bæjar-
stjórnin viröist ekki hafa mikinn
áhuga á þessum málum.
— Þaö er mikiö skemmtanalif I
verstöövunum; viltu lýsa einni
helgi?
Þaö fara fiestir á ball um hverja
helgi, þab er aö segja þeir sem ekki
eru komnir i Lions og Kiwanis,
ógifta fóikiö. Þaö er algjör nauösyn
aö fara á balliö um helgar. Þó rikir
I rauninni sama spennan á ballinu
og i vinnunni. Maöur er oft svo yfir-
keyröur aö maður veit ekkert hvaö
maöur segir eöa gerir, enda er
mórallinnoft mikill á sunnudögum.
Þetta er sama sagan viku eftir
viku. Ég held aö fólk skemmti sér I
rauninni ekkert. Ég er oröinn
hundleiöur á þessu, en maöur fær
ekki einu sinni friö heima hjá sér þó
aö maður vilji taka llfinu meö ró.
Þaö er bankaö og hringt — ætlaröu
ekki á balliö maöur, og svo endar
meö þvi aö ég fer. Þarna er alltaf
sama fólkiö aö ræba sömu vanda-
málin, undir leik sömu hljóm-
sveitarinnar. Þetta er eins og
aukavinna og þessi mórall er ábót
ofan á vinnuböiiö.
Segir margt en gerir fátt
Getiö þiö ekki gert eitthvaö
annaö til aö slappa af?
Þaö væri ýmislegt hægt, en viö
höfum hvorki tima né þrek til aö
stunda sport t.d.. Sumir drifa sig I
sund og gufu, en einhvern veginn
veröur aldrei neitt Ur neinu.
— Hvernig finnst þér afstaöa
verkafólks vera gagnvart sinum
kjörum, fylgist þaö meö verkalýös-
baráttunni?
Þaö er ákveöinn hópur sem alltaf
mætir á fundi en flestir sinna þess-
um málum lltt, nema þegar á aö
ræba um bónusinn, þá mæta allir. *
Þetta er kannski ósköp eölilegt.
Þeir sem vinna svona mikiö hafa
ekkert þrek til aö fara á fundi eftir
langan vinnudag. Fólkiö segir
margt, en gerir fátt.
— Er aö einhverju leyti um
vinnusýki aö ræöa hjá verkafólki?
Þetta er vitahringur. Mikiö kaup
kaflar á mikla skatta, en sumir
geta einhvern veginn ekki annað en
unniö og unnib. Þó aö karlarnir séu
orönir slæmir til heilsunnar, þá
halda þeir áfram fram undir
áttrætt, þó aö þaö sé næstum þvi
ekki hægt aö nota þá 1 neitt. Þeir
sem hætta koma kannski niöur I
stöö á hverjum degi til aö fylgjast
meb. Þeir geta ekki slitiö sig frá
þessu. Þessum mönnum finnst aö
þeir eigi aö vinna og þeim finnst
þeir jafnvel ekki vera almennilegir
menn lengur!
— En hvernig heldur þú aö hægt
sé aöbreyta þessu ástandi, minnka
vinnuálagiö?
Ég held aö verkalýöshreyfingin
veröi aö gripa i taumana og gera
eitthvað. Fyrstog fremst verður aö
hækka dagvinnukaupiö, en þaö
verður lika áreibanlega margt
annaö aö koma til. A meöan þessi
peningahyggja er rlkjandi og fólk
villvinna svona mikiö, þá er erfitt
aö breyta þessu, en vonandi gerist
eitthvaö; þetta er ekkert lif.
—ká
Erlingur Viggósson
skipasmiður:
„Menn á
mínum
aldri
vilja
ekki
vinna
meira”
Erlingur Viggósson vinnur viö
bryggjusmlöar I Reykjavikurhöfn.
Hann hefur veriö á vinnumarkaön-
um I 40 ár og komiö vlöa viö. Hann
var á sjó I 25 ár, vann um tima viö
sveitastörf „meö gamla laginu”,
fékkst viö leikiist svo eitthvað sé
nefnt. Hann hefur löngum veriö
virkur I stéttabaráttunni, er búinn
aö yfirstlga þann stóra hjalla aö
koma sér upp eigin húsnæöi og ætti
þvl aö þekkja vel til þeirra hliöa
sem einkenna III Islenskra karl-
manna og þær breytingar sem orö-
iöhafa á vinnutlma og vinnuálagi á
undanförnum áratugum.
— Vinnur þú mikiö, Erlingur?
Ég vinn mina 10 tíma á dag. Ég
hef ekkiunniöaukavinnuimörg ár.
Viö vitum þaö ósköp vel aö þaö lifir
enginn á 8 stunda dagvinnu og þeim
mönnum sem ég þekki finnst ebli-
legtaö vinna svona 10 tima. Menn á
minum aldri vilja ekki vinna
meira.
— Heldur þú aö Isienskir karl-
menn vinni almennt of mikiö, rlkir
hér vinnuþrælkun?
Þaö er spurning hvaö er vinnu-
þrælkun. HUn er örugglega til
staöar hjá vissum hópum. Þaö er
þrældómsvinna i fiskiönaöinum,
þar vinnur fólk meira en þaö vifl.
Þaö er alltaf veriö aö höföa til þess
aö nú þurfi aö bjarga verömætun-
um, en þessi vinnuþrælkun sem þar
rikir er búin til af atvinnurekend-
um en ekki verkafólkinu. I bygg-
ingariönaöinum er oft langur
vinnudagur og viö virkjanirnar.
Þarna hafa menn óhemju tekjur og
þaö skapast eins konar vitahring-
ur. Um leiö og menn hafa meira,
fara þeir aö leyfa sér meira og frá
þvi veröur ekki aftur snúiö aö þvl
er viröist.
t leit að sjálfum sér
— En er alit þaö sem fólk veitir
sér nauösynlegt?
Þaö sem var talinn lúxus fyrir 20
árum er oröin nauðsyn I dag. Þaö
elta allir figúruganginn. Þaö vill
enginn vera lakari en næsti maöur,
þaber bfll og ný eldhúsinnrétting á
6ára fresti, þaö myndast þrýsting-
ur frá umhverfinu, en þaö er auö-
vitaö hver sjálfum sér næstur.
Menn veröa aö átta sig á þvi hvort
borgar sig aö vinna og vinna og
sanka aö sér dóti sem aldrei er
hægt aö njóta. Þab er eins og menn
séu alltaf aö leita aö sjálfum sér, en
þeir gefa sér ekki tima til aö njóta
lifsins. En þaö eru breyttir timar
og ég held aö lif eins og þaö var um
1940 þætti ansi þröngt I dag.
— Heidur þú aö þaö sem kaliaö
er vinnusýki hafi lagt marga undir
sig?
Já, vinnusýki eöa þeir sem viö
köllum vinnualka eru til I öllum
hópum. Alveg jafnt konur sem
skriöa Ut I öll horn meö tannbursta
til aö ná rykkornunum, eins og
karlmennirnir sem vinna allan
sólarhringinn ef þeir geta. Þaö eru
mörg dæmi þess ab menn ráöi sig
bara þar sem þeir fá næturvinnu og
margir iönaöarmenn hlaupa beint
Ur vinnunni I aukavinnu utan sins
vinnustaöar.
— Hvaö veldur þessu ástandi?
t sumum tilfellum er þetta hreint
sjálfskaparviti, miklar kröfur til
lifsgæöa, en þaö eru fyrst og fremst
húsnæðismálin sem eru
aðalorsökin. Fólk fer oft Ut I meira
en þaö getur kláraö i þeim efnum.
Menn eyöa 10 bestu árum ævi
sinnar i þaö að koma yfir sig
húsnæöi og þegar þvi timabili er
lokiö er eins og margir geti ekki
hætt, mikib kallar á meira.
Nýja húsnæöislöggjöfin á von-
andi eftir aö breyta þessu verulega.
Fólk ætti ekki aö þurfa aö eiga
húsnæöiö, en sá hugsunarháttur er.
alls ráöandi. Meb breyttum lána-
kjörum geta menn nú verið aö
borga húsnæöiö alla ævina. Þetta er
gamalt vandamal og spurning um
pólitik. Mér finnst aö samfélagiö
ætti aö taka ab sér aö byggja
húsnæöi og það ætti aö nota lifeyr-
issjdöina til þess. Þegar þeim var
komiö á héidu menn aö þeir væru
góöir, en sannleikurinn er sá aö
þeir eru verðbólguvaldar. Þaö á aö
koma upp einum lifeyrissjóöi fyrir
alla landsmenn sem sæi um aö allir
heföu mannsæmandi laun I ellinni.
Sannieikurinn er sá aö stéttaskipt-
ingin er hvaö mest þegar menn eru
hættir aö vinna. Þá njóta þeir riku
eigna sinna, en aörir lepja dauðann
Ur skel.
Vinna, sofa og nöldra
— Heldur þú ekki aö þessi mikia
vinna komi niður á fjölskyldullf-
inu?
Jú, auövitaö. Eg man hvernig
þaö var hjá sjálfum mér. Ég vann
mikiö aö heiman árum saman og
haföi engan tima til aö sinna fjöl-
skyldunni. Viö slikar aöstæöur
gengur lifiö ekki út á annaö en aö
vinna, sofa og nöldra. Þaö er eng-
inn timi til aö tala viö krakkana og
konuna, hvaö þá aö nokkur tlmi sé
til ab kynnast fólkinu i kringum
þig. Styttri vinnutimi hlýtur aö
vera rökréttur. Viö sáum hvaö
geröist þegar yfirvinnubanniö var
hérum áriö, afköstin voru meiri!
Þaö er allra hagur aö koma á 8
tima vinnudegi og óskiljanlegt aö
þvi skuli ekki hafa veriö fylgt betur
eftir af verkalýöshreyfingunni.
— Kemur vinnuþrælkunin niöur
á stéttafélögunum?
Þessi langi vinnudagur verkar
þannig aö menn sinna ekki sinum
stéttarfélögum; þar eru alltaf sömu
mennirnir sem sjá um allt. Verka-
lýösfélögin eru oröin eins og hverj-
ar aörar stofnanir. Fólk segir
bara: Þeir sjá um þetta, þeir hafa
þaö einsog þeir vilja. Þetta er mik-
11 breyting frá þvi sem áöur var,
þegar menn fylgdust meö öllu og
mættu á fundi.
Félagslegar umbætur
borga sig best
— Hvaö viltu segja um heilsu
verkafólk þar sem þú þekkir til?
Ég held aö hún sé sæmileg. Fólk
hefur gott af þvi aö vinna, likamleg
vinna er nauösyn. Þaö sjáum viö á
öllum þeim sem veröa aö stunda
sport til aö reyna á llkamann. Þar
sem ég vinn voru allir sendir I
hjartarannsókn, þannig aö þaö er
fylgst meö heilsufarinu. Þaö sem
fór verst meö fólk hér áöur fyrr var
kuldinn á vinnustöðum, lélegt vib-
urværi og stanslaus vinna kannski I
12 tlma. NU er hUsnæðið mun betra
aö ekki sé talaö um viöurværiö; þó
eru sjálfsagt einhverjir krank-
leikar á feröinni.
— Hvernig heldur þú aö hægt sé
ab breyta þessu ástandi?
Meö breytingu á húsnæöisstefn-
unni og félagslegum umbótum.
Allar félagslegar umbætur eru
miklu meira viröi en kauphækkan-
ir, sem veröbólgan gleypir óöum.
Þaö er eins og fólk sé svo blankt
fyrir þessu. Þab er fariö i mikil
Erlingur Viggósson skipasmiöur.
verkföll til aö fá launahækkun sem
er svo tekin strax. Kröfur sem nást
fram á sviöi húsnæöis- og heil-
brigöismála haldast miklu lengur.
Þessu áttar fólk sig ekki á og veit
ekki hvaö þaö hefur. Berum okkur
t.d. samanviö Bandarikin þar sem
menn þurfa aö eiga stórfé til ab
komast inn á sjúkrahús. önnur leiö
erauövitaö aö skipuleggja atvinnu-
lifib betur. Þaö má heita furöulegt
þegar frystiiönaöurinn gengur
svona ilia hjá atvinnurekendum og
bæjarfélögin sem eiga hiuta I fyrir-
tækjunum og rlkiö sem stuölar aö
fyrirgreiöslum skuli ekki yfirtaka
reksturinn. Ef fólkiö bæri ábyrgö á
fyrirtækjunum, þá myndi ganga
betur og vinnan væntanlega
minnka.
, — ká
r
„Eg kom heim
kl. 10,30 á kvöldin,
fór úr gallanum og
þvoði mér. Þrekið
dugði kannski rétt til
að fletta blöðunum. ”
„Böllin um helgar
eru eins og
aukavinna,
helgi eftir helgi,
þau eru ábót
á vinnubölið.”
„ Um leið og menn
hafa meira,
fara þeir að leyfa sér
meira og ekki verður
aftur snúið,
að því er virðist. ”