Þjóðviljinn - 26.07.1980, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 26.07.1980, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN HELGIN 26.-27. júll mannleg samskripti Sigrún Júlíus- dóttir Nanna i Siguröar- dóttir Þessa mynd rákumst viö á I danska dagblaöinu „Infor- mation”. t sumar hefur þaö blaö veriö meösumartema um börn og foreldra. Fram aö þessu hefur margt áhugavert boriö þar á góma. Má þar nefna stööu kon- unnar I þjóöféiaginu, hvernig þaö er aö eiga og hugsa um smábörn, unglingavandamálin, þegar börn vinstri sinnaöra foreldra gera uppreisn gegn sinum „borgara- legu” foreldrum og fleira gott mætti telja. Myndin er frá um- ræöum um meiri hlutverkaskipt- ingu og styttri vinnutima beggja foreldra. Hugmyndir um 5-6 tima vinnudag fellur I góöan jaröveg hjá ýmsum dönskum stjórn- málamönnum. Atvinnuleysi i Danmörku er ennþá mikiö og meö þvi aö stytta vinnudaginn hjá öll- um, væri hægt aö koma fleirum I vinnu. Þetta dæmi sýnir glöggt, hve þarfir atvinnulifsins og þjóö- félagsins, hafa bein áhrif á þaö lff sem einstaklingarnir lifa, hverju sinni. FORELDRARAÐGJOF Alfheiöur. Um miöjan október 1979 var komiö á fót foreldraráögjöf á veg- um Barnaverndarráös Islands. Tilgangur foreldraráðgjafar- innar var einkum þríþættur: i fyrsta lagi aö gefa foreldrum kost á þvi aö leita sjálfir eftir sálfræöi- legri aðstoð i uppeldis- og sam- skiptamálum. 1 öðru lagi að reyna að vinna fyrirbyggjandi starf, með því að taka á málum áður en þau yrðu að meiri háttar vandamálum. 1 þriðja lagi að kanna þörf fyrir sllka þjónustu hér á landi. 1 skýrslum um starfsemi for- eldraráðgjafarinnar kemur fram, aö á fyrstu 6 mánuðum starfsem- innar hafa 43 fjölskyldur leitaö aöstoðar. Ráðgjöfin hefur starfað fyrir allt landið og veriö opin tvisvar I viku. I sumar veröur gert hlé á starfseminni I júli og ágúst, en starfiö hefst aftur I september. Við ráögjöfina starfa tveir sál- fræðingar þær Alfheiður Stein- þórsdóttir og Guðfinna Eydal. Til þess aö kynna lesendum Slö- unnar betur starfsemi foreldra- ráögjafarinnar, höfum við fengið Alfheiði til að svara nokkrum spurningum. Hefur þú oröið vör við aö það væri erfitt skref fyrir fólk aö leita þessarar aðstoðar? Já, fólk hefur stundum hugsaö sig vel um áöur en það hringdi til okkar. Astæðan er vafalaust sU að foreldrar eru ekki vanir að fá neinn stuðning eða fræðslu um barnauppeldi. Hinsvegar er mjög sterk til- hneiging I samfélaginu að kenna foreldrum um, þegar illa fer. Þetta veldur þvi, að foreldrar á- saka sjálfa sig og finnst að þeir eigi að geta leyst öll vandamál sjálfir og biða þá meö að leita að- stoðar, sem aftur veldur þvl a6 vandamálið getur oröið erfiöara viðfangs. Þaö er I raun furöulegt, i þjóðfélagi nUtimans, þar sem æ meiri kröfur eru geröar til menntunar til allra starfa, aö ekki sé meiri áhersla lögö á þekk- ingu mannsins á sjálfum sér og hvernig hann þróast. Þaö er ennþá álitiö einhvers konar algilt náttúrulögmál aö ala upp börn, hvernig sem þjóöfélagiö þróast. Hefur ákveðin tegund vanda- mála verið í brennidepli, frekar en önnur? Vandamálin eru margvlsleg, enda er leitað til okkar vegna barna á öllum aldri. Vandamálin eru oft mjög háð þvl þróunar- skeiöi sem barnið er á hverju sinni. Þannig koma erfiðleikar oft upp á svo kölluðu mótþróaskeiði barna á forskólaaldri t.d. reiði- og æðisköst, en einnig erfiðleikar I sambandi við svefn, mat og svo framvegis. Skólabörn hafa oft alvarleg streitueinkenni, eiga erfitt með að samlagast vinum og eru jafn- vel hætt aö þora I skólann. Unglingar og foreldrar geta átt i miklum erfiðleikum og innbyrö- is valdabaráttu. Eg vil þó sérstaklega nefna einn málaflokk, en það eru börn sem hafa fariö I gegnum skilnað, en eignast slðan nýtt foreldri og samskiptaerfiðleikar sem af þvi hljótast. Það er hins vegar rétt að hafa I huga, að þó aö ég tali hér um þau einkenni barnsins sem foreldr- arnir leita Ut af, þá er ekki litið á barniö sem einangraö fyrirbæri, heldur er það alltaf I órjúfanleg- um tengslum við þá lifsheild sem það er hluti af. Þannig geta einkenni barna oft stafað af inn- byrðis vandamálum og vanllöan foreldra, tlöum flutningum, skiptum á dagvistun og skóla, yfirstandandi skilnaði, komu nýs systkinis svo eitthvaö sé nefnt. Er þörf fyrir ráögjafarþjónustu af þessu tagi? Já, tvlmælalaust. Viö höf- um á undanförnum árum orðið þess varar, að mikil þörf væri fyrir sllka sálfræðiþjónustu fyrir almenning. Þetta kom fram bæði. I starfi og einnig leituöu einstakl- ingar til okkar eftir aðstoö. Ráö- gjafarmiöstöövar hafa veriö starf- andi I áratugi á hinum Noröur- löndunum og þaö var full ástæöa til aö ætla aö þörfin væri sist minni hér á landi. Islenskar fjöl- skyldur bUa við mikiö álag vegna t.d. vinnuálag á foreldrum mjög mikiö, erfiö skilyröi til aö eignast húsnæði samfara litlum vistunar- möguleikum fyrir börn. Þaö hefur komiö I ljós að þrátt fyr- ir litla auglýsingu á foreldraráð- gjöfinni, hefur áhugi verið mikill, ef dæma má af beiðnum um við- töl. Þannig hefur yfirleitt verið pantaö 3-4 vikur fram I timann. Það er llka rétt að benda á, að flestir foreldrar sem til okkar hafa leitaö, hafa sérstaklega lýst yfir ánægju sinni með þetta ráð- gjafarform og fundist mikilvægt að geta leitaö að eigin frumkvæði eftir sálfræöilegri ráögjöf. Barnaverndarráð Islands hefur ákveöið að efla þessa starfsemi aö hausti. Vonumst viö þá til aö ytri aöstæöna á sama tima og bömin eru að vaxa upp. Hér er geia lexio tyrr a mou ioiki en ver- ið hefur. BÓKAHORNIÐ Bækur eru alltaf góð hjálpartæki i uppeldismálum. Þær geta gefiö hugmyndir og veitt stuðning á erfiöum stundum. Aö sjálfsögöu er ekki hægt aö ala börn upp eftir bókum eingöngu, en þekking á grundvallaratriðum t.d. á venjulegum þróunarferli barns, kemur oftast aö góöu gagni. Við bendum hér á 3 bækur, sem náð hafa miklum vin- sældum meöal almennings. Foreldrar og börn (uppeldishandbókin) eftir dr. Haim G. Ginott. Utg. hjá bókaforl. Orn og Orlygur ’70. Foreldrar og táningar (uppeldishandbókin) eftir sama höfund og útgefin á is- lensku hjá sama bókaforlagi áriö ’71. Þetta eru bækur, sem skrifaöar eru fyrir aímenning á þægilegu máli. Þær gefa hugmyndir um heppilegar og miöur heppilegar samskipta- aöferöir viö börn. Þriöja bókin heitir: Parent Effectiveness Training eftir Thomas Gor- don, Utg. David McKay & Co I.N.C. New York. ’70. Þessi bók er kennslubók I ákveöinni uppeldistækni fyrir foreldra og er öllu fræöilegri en hinar tvær. HUn hefur verið notuö á námskeiðum I foreldrafræðslu og þýdd a.m.k. á dönsku og sænsku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.