Þjóðviljinn - 26.07.1980, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 26.07.1980, Blaðsíða 21
HELGIN 26.-27. júli ÞJÓÐVILJINN — StÐA 21 Umskurður á konum í þriðja heiminum 74 miljónir kvenna í Afríku eru kynferðislega limlestar Eitt af þeim málum sem mikið hefur verið til umræðu á alþjóð- legri ráðstefnu kvennasamtaka f Kaupmannahöfn (Forum’80) er hinn s.k. umskurður á konum. Umskurðurinn er útbreidd aðgerð I ýmsum Afrfkurikjum s.s. Kenýa, Tanzaniu, Etiópfu, Sómalfu, Súdan, Nfgeríu, Zaire, Úganda og Gambfu, en einnig eru þess dæmi að hann sé stundaður f ýmsum rfkjum Asiu og Suður— Ameriku. Er taliö að i Afrfku einni saman séu um 74 miljónir kvenna með meira eöa minna eyðilögö kynfæri af þessum sök- um. Hugtakið umskurður er í raun- inni mjög villandi fyrir þá aögerð sem kwiur þessara rlkja gangast undir, því hiin á litið sem ekkert skylt við þann umskurð sem framkvæmdur er á körlum. I dag eru framkvæmdar þrjár gerðir af umskurði, en þær eru: 1) Sunna-umskurður sem er vægastur og felst í þvf að forhúðin er fjarlægö og fremsti hluti klftoris. 2) K li t o r is a f s ku r ð u r (Excision), sem eins og nafnið bendir til felst f þvi að klitoris er skorinn burt, auk hluta af innri skapabörmum. 3) Faraólskur umskurður eða limlesting (Infibulation). í þess- ari aögerð er klitoris skorinn burt, innri skapabarmar og hluti af ytri skapabörmum. Það sem eftir er af kynfærum er saumaö saman fyrir utan örlitið op fyrir þvag og blæðingar. Afleiðingar umskurðar Yfirleitt eru þessar aðgerðir framkvæmdar af ömmum eöa þorpsljósmæðrum við léleg skil- yrði, án deyfingar og með frum- stæðum verkfærum s.s. rakvéla- blaöi eöa skærum. Hafa þær allar i för með sér ýmsar aukaverkanir s.s. kröftugar blæðingar, bólgur, Igerð o.fl. fyrir utan þær kyn- ferðislegu og sálrænu afleiöingar sem þeim fylgja. Sú stærsta þeirra, Faraóiskur umskuröur, veldur þvl oft, að tlöablóð kemst ekki niður af konunni þar sem legopið er orðið að ummáli eins og ddspýta, auk þess sem skera verður á það þegar hún giftir sig og I hvert skipti sem hún fæöir böm. Fæðingin er þessum konum sem og börnum þeirra mjög erfiö og getur valdið þeim marghátt- uöum skaða, þvl útvikkun er óeðlilega lltil. Það er nokkuð mis- jafnt eftir löndum á hvaða aldri stúlkumar eru þegar aögerðin er framkvæmd, en yfirleitt fer Faraólskur umskurður fram á 4-8 ára stúlkubörnum, en klítorisaf- skuröur á stúlkum á aldrinum 12- 14 ára. Konan eign karl- mannsins En hvers vegna er þessi aðgerð framkvæmd? Vesturlandabúum hættir til að líta á þetta sem ein- skæra grimmd og glæpsamlegt athæfi og taka þetta gjarnan sem dæmi um kvenfjandsemi I islam. Konur sem þekkja aðgerðina af eigin raun segja hins vegar að að- gerðin hafi ekkert með múham- eðstrú að gera, heldur eigi hún sér miklu dýpri rætur I menningu þeirra þjóða sem hana fram- kvæma. Máli slnu til stuönings benda þær á, að jafnt kristnar konur sem múhameðstrúar láti framkvæma aðgerðina, auk þess sem ekki sé staf um hana aö finna IKóraninum. Sá hluti múhameðs- trúarmanna sem nefnist shi’itar framkvæmir t.d. engan umskurð á konum og þ.a.l. eru konur I íran ekki umskornar. Sú menning sem elur af sér kynferöislega limlestingu á kon- um er auðvitaö mótuð af karl- veldinu og til þess gerö að halda konum á sfnum bás sem eign karlmannsins. Sá siður að um- skera konur á rætur slnar að rekja til þess, að karlmennirnir vilja koma I veg fyrir kynferöis- lega löngun hjá konunum og tryggja sig gegn því aö þær séu þeim ótrúar eöa of krefjandi kyn- feröislega. Meydómurinn skiptir miklu máli I þessum samfélögum og Faraóumskuröurinn kemur m.a. I vegfyrir aö konurgeti haft samfarir án þess að skoriö sé á legopiö, sem er fyrst gert þegar konan giftir sig. Sú trú er einnig rikjandi í þessum samfélögum að sé klitoris ekki fjarlægður þá geti hann stækkað og konan orðiö að karlmanni. I flestum þessara samfélaga er umskuröurinn mikilvæg athöfn I llfi hverrar stúlku og tákn um það aö hún sé orðin kona og hafi ákveðnu hlut- verki að gegna sem slik. Athöfnin er einnig tekjulind fyrir fjöl- skyldu stúlkunnar þvl henni eru færðar gjafir og peningar I tilefni hennar. Afriskar konur verða að stjórna baráttunni Mjög stutt er slöan konur I Afríkurlkjunum tóku sjálfar upp umræðu um umskuröinn I þeim tilgangi að berjast gegn honum. Nýlenduveldin reyndu það á sln- um tlma og settu m.a. lög sem áttu að banna umskurð, en varö ekkert framgengt. Sllk lög voru t.d. sett I Súdan árið 1946 og ljós- móðir handtekin fyrir aö fram- kvæma umskurð. Fólkið leit þá á þetta sem hverja aðra nýlendu- kúgun, mótmælti harkalega og krafðist þess að hún yrði látin laus. Þegar sá orörómur hefur breiöst út að banna eigi umskurð hefur fólkið yfirleitt tekið sig til og látið umskera öll stúlkubörn, jafnvel nýfædd. Vesturlandabúar geta ekki útrýmt þessari aðgerð, og það veröur heldur ekki gert með valdboöi. Barátta gegn henni verður aö vera f höndum afrfskra kvenna sem gjörþekkja þann jarðveg sem hún er sprottin úr. A kvennaráðstefnunni I Kaup- mannahöfn hafa afriskar konur bent á, að I þeirra heimalöndum sé öll umræða um umskurö, og kynferðismál yfirleitt, mjög viö- kvæm og mál sem engin sómakær kona tali um. Þær sem það gera séu yfirleitt ásakaöar fyrir þjónk- un við vestræna menningu og heimsvaldastefnu. Segja þær að ákaflyndi vestrænna kvenna I baráttunni gegn umskurðinum geti lagt stein I götu þeirra og komiö I veg fyrir að á þær sé hlustaö. Ekki svo að skilja að þær séu á móti aöstoö frá konum á Vesturlöndum, en eins og egypsk kona sagði á fundi um þessi mál: ,,Við viljum hjálp ykkar, en verið svo vænar að leyfa okkur að biðja um hana”. Telja afrlsku kon- urnar aö eina leiðin eins og er, til að þoka þessu máli áfram, sé að fá trúarleiðtoga og höföingja ætt- flokka til að fallast á réttmæti þess og leggja þvl lið. Hluti af stærra vanda- máli Allar þær afrísku konur sem rætt hafa um umskurö á Forum ’80 hafa lagt mikla áherslu á að ekki sé hægt aö llta á umskurðinn sem einangrað vandamál, heldur sé hann bein afleiðing af efna- hagsástandinu I Þriðja heim- inum. Bítur þar hvert atriðið I halann á ööru. Lélegt efnahags- ástand og frumstætt atvinnullf veldur þvl, að ekki er þörf fyrir menntað vinnuafl, og meðan sú þörf er ekki fyrir hendi þá eru konur jafnt sem karlar ofurseldar ómanneskjulegri vinnubyröi, al- geru menntunarleysi og llfi á hungurmörkunum. 1 sllku sam- félagigeta konur ekki veriö efna- hagslega sjálfetæöar. Llfsafkoma konunnar er háð þvl, aö hún kom- ist I hjónaband, en á þvl eiga þær konur sem ekíd eru umskornar litla möguleika. Þær eru útskúf- aöar úr samfélaginu, og þá áhættu og ábyrgð vill engin móöir taka fyrir hönd dóttur sinnar. Þaö eru þvi' litlar llkur á að takist að útrýma umskuröi á konum nema vítahringurÞriðja heimsins veröi rofinn. Sólrún Gisladóttir. ORÐABOK BLONDALS ÁSKRIFTARTILBOÐ---- GILDIR TIL 1. SEPTEMBER N.K. Islensk-dönsk orðabók eftir Sigfús Blöndal kom út á árunum 1920-24 og var ljósprentuð 1952, en hefur nú verið ófáanleg um langt árabil. Á þessu sumri verður bókin ljósprentuð að nýju og kemur út í október. Blöndalsorðabók er nauðsynjarit öllum bókasöfnum, skólum og skrifstofum, þarfaþing þeim sem íslensku skrifa eða þýða á önnur norræn mál og kjörgripur öllum þeim sem forvitnir eru um íslenskt mál. Blöndalsorðabók bundin í tvö bindi: Áskriftarverð kr. 49.400.- Bókhlöðuverð u.þ.b. kr. 80.000.- Áskrifendur að Ijósprentinu eiga þess jafnframt kost að eignast VIÐBÆTI (1963) á gömlu verði, bundinn í sams konar band og nýja ljósprentið, eri upplag hans er takmarkað, svo að vissara er fyrir þá sem vilja eignast ljósprent frumbókarinnar ásamt VIÐBÆTI að hafa fyrra fallið á um greiðslu áskriftar. Blöndalsorðabók + Viðbætir: Áskriftarverð kr. 54.958.- Bókhlöðuverð u.þ.b. kr. 95.000.- Áskriftargjald skal greiða íslensk-dönskum orðabókarsjóði, Háskóla íslands, á gíróreikning nr. 67000-6 eða senda gjaldið með öðru móti til gjaldkera sjóðsins, Ólafs Magnússonar, skrifstofu Háskóla íslands. Á sama stað er hægt að kaupa gjafa- kort fyrir bókinni. IIORNSHINN ÍSIKiNSKIUR RITMENNINGAR ÍSI i:\XK IUNSM H orðabókarsjóðór HÁSKÓLA ÍSLANUS SUMARFERÐ Alþýðubandalagsfélagið i Hveragerði fer sina árlegu sumarferð vestur i Hitarhólm á slóðir BjörnsHitdælakappa i Hitardal á Mýrum, laugardaginn 9. ágúst n.k. Lagt verður af stað kl. 10 árdegis, ekið til Þingvalla um Kaldadal og Borgarf jörð og komið i áfangastað siðdegis. Félagið hefur til umráða 15 svefnpláss i fjallhúsi og veiðileyfi i Hitarvatni. Til baka verður haldið siðdegis á sunnu- dag og ekið um nývigða Borgarfjarðar- brúna og troðnar slóðir heim. Tekið á móti pöntunum og upplýsingar veittar i simum 4259 4518 og 4332. Aliir velkomnir. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.