Þjóðviljinn - 26.07.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.07.1980, Blaðsíða 2
AF TÆKNILEGRI, FRÆÐI- LEGRI CXj FÉLAGSLEGRI SKILGREININGU Á NAUÐGUN ÞAR SEM KON- AN ER FÓRNARLAMBIÐ I Vikuskammti mínum á sunnudaginn var, gerði ég að umræðuefni stórsigur veikara kynsins á ritstjórn Þjóðviljans og það hvernig konur og hin margvíslegu litríku og óyfir- stíganlegu vandamál kvenna, hafa nú loks — sem betur fer— náð því að fá verðuga: umf jöllun, eins og vera ber. Sunnudagsblaðið 12. og 13. júlí var semsagt til fyrirmyndar, lunginn af efni og innihaldi helgað því sem fegurst er, blómlegast, best og eigulegast í veröldinni, sjálfri konunni. Já, hvorki meira né minna en tólf síður og þar af forsíðan og tvær opnur í miðblaðinu. Það sem ég ætla að gera hér að umræðuef ni eru miðopnurnar og greinarnar sem þær prýddu. Greinarnar eru þrjár undir yf irskriftunum: „Hvers vegna er konum nauðgað?" „Hvað er nauðgun?" „Hverjir nauðga?" Þessi skrif eða umf jöllun er unnin í hópefli fimm óvenju föngulegra og eigulegra kvenna, sem allar eiga það sammerkt að hafa gilda ástæðu til að bera talsverðan ugg i brjósti - SIÐARI HLUTI gagnvart ágengni karla, því alltaf hljótum við nauðgarar að bera meiri fýsnir í brjósti og búki, þegar stálgreindar kynþokkaverur eiga í hlut, heldur en þegar á vegi okkar verða vit- grönn greppitrýni, kynþokkalausar eins og frystikistur og illa vaxnar í þokkabót. Konur hafa mikið klifað á því í ræði og riti undanfarin ár, þar sem rætt hefur verið um réttarstöðu konunnar í mannlegu samfélagi, að flest það sem karlar geri sé mótað af megnri kvenfyrirlitningu. Þetta er áreiðan- lega rétt. Annars væri því einfaldlega ekki haldið fram af grandvörum konum. Hitt verður að segja eins og er, að ef nokkur skrif, sem ég hef séð um dagana, endurspegla megna karlfyrirlitningu, þá eru það þessi þrjú greinaafsprengi hópeflis fimmkvenmenning- anna í umræddu Sunnudagsblaði Þjóðviljans. Karlinn er hinn viðbjóðslegi hrotti, sem lætur sér ekki nægja að misþyrma hreinum meyjum, meiða og slá blásaklausa engla- kroppa varnarlausra smámeyja, heldur bætir gráu ofan á svart með því að brjóta á kyn- frelsi þeirra og niðurlægja þær á viðbjóðs- legan hátt, með nauðgunum og líkams- meiðingum. Hann er einsog „bremsulaus bíll í brekku" og, eins og segir orðrétt, „enn ein staðfestingin á því hvað konan er varnarlaus í sínu kvenhlutverki." Ekki f lökrar eitt andartak að þessum nauðg- anavísu fimmkvenmenningum að fræðilegur möguleiki geti verið á því, að konan eigi eða geti átt nokkurn hlut að máli þegar nauðgun er uppi á teningnum. I Vikuskammti mínum á sunnudaginn var, lýsti ég þeirri sök á hendur mér, að ég væri tvímælalaust nauðgari samkvæmt skilgrein- ingu fimmkvenmenninganna. En það er ekki nóg með það. Ég er það að auki karlmaður, búinn að lifa í hálfa öld, og eftir að hafa öðlast mína lífsreynslu, get ég aðeins sagt eitt: Ég vona bara að ég sé búinn aðsjá og heyra meira um dagana heldur en f immkvenmenningarnir því annars eru þær ekki eins saklausar og þær virðast vera. Ég ætla þess vegna að slá botninn í þetta með því að taka upp hanskann fyrir okkur nauðgarana og drepa á nokkur atriði, sem taka mætti fyrir f næsta hópef li um nauðgana- fýsn djöfulsins kallpungaveldisins. Er hugsanlegt að kona, sem er í hörku heimaleikfimi með „bláókunnugum manni" í hjónarúminu, þegar eiginmaðurinn kemur af sjónum, hrópi nauðgun! og fari svo í mál? Er hugsanlegt að gift kona sem verður ólétt þegar maðurinn er úti á sjó telji sig hafa orðið vanfæra við nauðgun? Er það ekki vitað að talsvert er um það að konur setji nauðgun á svið, annað hvort til að ná sér niðri á körlum eða einfaldlega f f jár- öflunarskyni með fjárkúgun? Þótti fimmkvenmenningunum ekki ástæða til að drepa aðeins á þessa tæknilegu mögu- leika? Og eitt vil ég taka skýrt fram: Það sem gerði mig og alla mína vini og kunningja hérna vestur í bæ (samkvæmt skilgreiningu fimm- kvenmenninganna) að nauðgurum í dentfð, var sú staðreymd að stelpurnar vissu, að ef þær létu undan okkur af fúsum og frjálsum vilja, fengju þær það orð á sig, að þær væru einfaldlega helvítis mellur, og svoleiðis titla- tog var nú ekki það æskilegasta f yrir ungar og siðprúðar smámeyjar í Vesturbænum. En hvað áhrærir skilgreininguna á því, „hvað er nauðgun", nægir að benda á vísuna, sem kvenkynssálfræðingurinn varpaði fram á alheimsþinginu forðum: Karlarnir ráðast á kvenfólkið, kúga þær mjög tii fanga. En nauðgun er búin, býst ég við, þegar bæði er farið að langa. Flosi. Nœsta helgarskákmót á ísaflröi og Bolungavík: Miljón krónur í aukaverðlaun Akveöift hefur veriö aö næsta Helgarskákmót timaritsins Skákar og Skáksambands tslands fari fram á tsafiröi og Bolungar- vfk dagana 8. til 10. ágúst nk. Þar veröa flestir snjöllustu skákmenn landsins meöal þátttakenda svo sem Friörik Ólafsson, Helgi ólafsson, Jón L. Arnason, Margeir Pétursson, Jóhann Hjartarson, Guömundur Agústs- son o.m. fl. Tvö mót hafa þegar veriö tefld, það fyrra i Fjölbrautarskólanum i Keflavik, I samvinnu viö Samtök sveitarfélaga á Suöurnesjum. Þar sigraði Helgi ólafsson meö 5 v. af ömögulegum. 12,3. sæti uröu Margeir Pétursson og Friörik Ólafsson, einnig meö 5 v. og i 4.-6. sæti uröu þeir Guöm. Sigurjóns son, Jón L. Arnason og Hilmar Karlsson meö 41/2 v. Annaö mótiö var teflt á Hótelinu i Borgarnesi i samvinnu viö Hótel Borgarnes og Borgar- neshrepp, en á hótelinu var veriö aö taka nýja gistiálmu i notkun. 1 Borgarnesi sigraöi Guöm. Sigur- jónsson meö 51/2 v. af 6. 233. Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason 5v. 4,- 5. Karl Þorsteins. og Jóhann Hjartarson 41/2 v. Fjóra vinninga hlutu Elvar Guömundsson, Friö- rik Ólafsson, Guömundur Agústs- son og Asgeir Þ. Arnason. Eins og fram hefur komiö i fréttum af hinum fyrri mótum þá hafa ungir Bolvikinar staöiö sig meö miklum ágætum á mótunum. Ljóst er aö þar vestra eru margir *snjallir skákmenn og vist aö þeir ætla sér aö v'eita veröugt viönám aökomumönnum. A Helgarskákmótinu 8.-10. ágilst n.k. sem haldiö er i sam vinnu viö bæjarfélögin i Bolungarvik og Isafiröi, veröur keppt aö veröugum veröíaunum: 1. veröl. 300. þúsund kr., 2. 200. þúsund, 3. 100 þúsund kr. Þá eru sérstök kvennaverölaun, kr. 50. þúsund, veröi þrjár konur meö og heyrst hefur aö svo geti oröiö. Sá unglingur, yngri en 14 ára, sem bestum árangri nær, fær aö Hér eru þátttakendur á siöasta helgarskákmóti sem haidiö var I Hótel Borgarnesi. Fremst eru þrfr efstu menn I punktakeppninni til aukaverölauna, frá v. Helgi ólafsson (40p.). Guðmundur Sigurjónsson (35p.) og Jón L. Árnason (20p.). — Ljósm.: eik. launum fria skólavist i eina viku á Skákskólanum aö Kirkjubæjar- klaustri næsta sumar. A Helgar- skákmótunum er einnig teflt um aukaverölaun, kr, 1.000.000, en þau vinnast eftir ákveönu punkta- kerfi þar sem 1. lætiö gefur 25 punkta, 2, 15, 3. 12, 4. 10, 5. 8, 6. 6, 7. 4, 8. 3, 9. 2 og 10. 1 punkt. Eftir fyrstu mótin stendur keppnin um aukaverðlaunin þannig: 1. Helgi Ólafsson 40. p., 2. Guöm. Sigur- jónsson 35, 3. Jón L. Árnason 20, 4. Friörik 'Olafsson 16, 5. Margeir Pétursson 15, 6. Jóhann Hjartar- son 14, 7. Karl Þorsteinsson 8, 8.- 9. Hilmar Karlson og Elvar Guö- mundsson 6, 10.-11. Guömundur Agústsson og Sævar Bjarnason 4, 12. Asgeir Þ. Árnason 3 og 13. Pálmar Breiðfjörö 1. p. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku ættu að tilkynna sig til Tima- ritsins Skák, simi 31975, og 15899 eöa i sima Skáksambands Islands, 27570, milli kl. 2 og 5 alla virka daga, þvi skipuleggja þarf feröir og gistingu. Skákstjóri veröur Jóhann Þ Jónsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.