Þjóðviljinn - 30.08.1980, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.-31. ágúst 1980
AF REYKJAVlK
AÐNÆTURÞEU
Þegar reykvíkingur vaknar, er það venjulega
vegna þess að hann hefur sofið of stutt, eða
eins og sagt er á gullaldarmáli ,,of skamma
ríð".Hann hefur þá e.t.v. fengið sér „hænu-
blund" undir sjónvarpinu. Þá flögrar það að
sjálfsögðu að honum að hugsa til hreyfings.
Um margt er að velja fyrir slíkan reykvíng,
sé hann nátthrafn. Það fyrsta og auðvitað
handhægasta er að halda áfram að horfa á
sjónvarpið og fara ? draumalandið í leiðinni,
en skemmtilegra þó að leggja land undir fót og
kanna næturlíf borgarinnar.
Styst er að fara á Hótel Borg, þar eru bæði
flugleikur og diskótekið Dísa, en þó eru það
dyraverðir staðarins, sem fyrir ferðamenn
hafa þótt athygliverðastir og hafa ferða-
langar komið um langan veg til að bera — eða
berja dyraverði Hótel Borgar augum.
wKKKBm Mt
ív
Heyröu Muller heiduröu aö þessi sé á skrá hjá okkur.
Komist maður ekki inn á „Borgina", vegna
troðnings er farið útá Austurvöll að kasta
flöskum í hausinn á vegfarendum, sem flýja
þá venjulega útá „Hallærisplan" og fá það þar
óþvegið. Þar er nef nilega æska íslands í stuði.
Nú er ekið með næturgest höf uðborgarinnar
uppá slysavarðstofu til að sauma saman á
honum höf uðið, svo hann geti haldið áfram að
lifa hinu Ijúfa lífi næturgleðinnar.
Á slysavarðstof unni eru snotrar daður-
drósir, en eigi skal hinn slasaði næturhrafn
láta glepjast af slíku, heldur hyggja að höfði
sinu og heilsufari, því nú ríður á að vakna.
Það fyrsta sem f lögrar að nátthraf ninum er
að fara á Hótel Sögu. Þá þarf hann að gá að
því hvort hann sé í leðurjakka og ef hann er í
slíkri f lík, en þó með bindi, þá þarf jakkinn að
vera úr gerf ileðri, ætli maðurinn að komast
inn. Hann kemst semsagt ekki inn.
Nú fer að verða fátt um f ína drætti — og þó
— tekinn er leigubíll og ekið í Hollywood. Þar
er diskótek og rúmlega það.
Það voru víst í eina tíð, að því er sagt er að
„módeldömur" sem breyttust i „hóteldömur"
eftir lokun, en nú er slikt liðin tíð sem betur
fer, sérstaklega fyrir þær.
Þarna í Hollywood er það mikill skarkali í
eyrun og Ijósagangur í augun að gesturinn
heldur ekki dvölina út nema tiltölulega stuttan
tíma. Hann lætur semsagt leigubílinn ekki
fara.
Og sem hann kemur aftur út í bílinn, spyr
hann að sjálf sögðu bílstjórann hvert nú sé ráð-
legast að fara.
Ef bílstjórinn segir ekki „heim" þá er hann
vís til að fara með þennan margumrædda
gleðimann í Alþýðuhúskjallarann. Þar sitja
konurnar öðrumegin en kallarnir hinumegin
og svo þegar dömufrí er, þá bjóða dömurnar
herrunum upp. En nú er gesturinn okkar orð-
inn svo aðframkominn að dömunum hinum
megin lýst ekki nógu vel á hann. Hann á eins
og sagt er ekki sjens í Alþýðuhúskjallarnum.
Og nú er ennþá færra um f ína drætti en áðan.
Út aftur á málþing við bílstjórann, sem nú
er farinn að taka virkan þátt i næturbrölti
gestsins.
Og hvert væri nú rétt að halda herra „sjó-
för"?
„Ó mín venn" svarar þá sjóförinn af því
hann er húmoristi. Leiðin liggur að sjálfsögðu
beint í „Æðahnútabæ".
Nú klórar gesturinn sér að sjálfsögðu í
skallanum sé hann búinn að missa hárið, en
annars i hárinu og segir svo: „olræt við
þangað". Og við þangað. Nú nú. Og síðan ekki
söguna meir, eða vér teljum að nú sé rétt að
láta staðar numið í bili, en þó með vísukorni ef
vera kynni að hún gæti varpað nokkru Ijósi á
innihald textans:
Rétt er að vera fólegur í ranni sfnum
soleiðis finnst svanna mínum
sérstaklega í miðjum klíðum.
Flosi.
Maðurinn
minn er
saklaus
Rokk gegn her
heitir meiri háttar viöburður i
tónlistarlifinu sem herstöðvaand-
stæðingar gangast fyrir i Laugar-
dalshöllinni 13. september n.k.
Þar munu m.a. koma fram
Þursaflokkurinn, Mezzoforte,
Bubbi Mortens og Utangarðs-
menn og Táragas. Þá er ætlunin
aðhöllin verðiskreytt risastórum
veggspjöldum og myndum. Þetta
er byrjunin á vetrarstarfi Sam-
taka herstöðvaandstæðinga og
lofar hún góöu.
Bubbi Mortens og Utangarös-
menn verða meöal þeirra sem
koma fram á „Rokk gegn her” i
Laugardalshöll
Litla
Alþýðublaðið ætlar nú að reyna
að verða stórt á ný. Ákveðið hefur
verið að stækka það upp i 8 siður
hversdagslega og i 12 sfður um
helgar frá og með næstu mánaða-
mótum. Blaðamönnum verður
fjölgað um helming og i siðasta
Helgarpósti var auglýst eftir
þeim og krafist háskólaprófs og
góðs valds á islensku.Blaðamenn
eru nú tveir auk ritstjórans, Jóns
Baldvins Hannibalssonar. Jafn-
framt er i auglýsingunni óskað
eftir fólki sem geti tekið að sér
fasta þætti og þýðingar.
Heimildarmaður Þjóðviljans
sagði að Jón Baldvin hefði hug á
að skapa nýju Alþýðublaði sér-
stöðu með þvi að helga efni þess
fyrst og fremst stjórnmálum og
menningarmálum en ekki dag-
legum fréttaflutningi nema i litl-
um mæli. „Það á að fjalla um
áhugamál ritstjórans, nefnilega
pólitik og pianókonserta”, bætti
hann við
Snemma
i vor barst boð til alþingis frá
æðsta ráði Sovétrikjanna um að
■senda þingmannasveit i austur-
veg til hálfs mánaðar dvalar og
kynningar.
Allir þingflokkarnir þekktust
boðið og tilnefndu fulltrúa i ferða-
lagið strax i vor. Þegar dró að
olympiuleikunum og mikil blaða-
skrif hófust um hvort senda bæri
islenska iþróttamenn á leikana,
kom mikill órói upp i herbúðum
Sjálfstæðismanna þe. Geirs-
liðsins vegna ferðarinnar til
Sovét. Akveöið var i skyndi að
láta fresta ferðinni fram á næsta
ár og ýmsar tylliástæður týndar
til. Sagan segir að sjálfstæðis-
menn vilji ekki tala hátt um þessi
mál, þvi i ljós kom að flokkurinn
hafði alveg gleymt innrásinni i
Afghanistan þegar boðsferðin var
þegin I vor.
Ingólfur
Margeirsson fyrrv. umsjónar-
maður Sunnudagsblaðsins situr
nú i Osló og skrifar ævisögu Guð-
mundu Eliasdóttur söngkonu.
Var hann fengin til þess verks af
bókaforlagi i Reykjavik en Guð-
munda á litrika ævi auk þess að
vera ákaflega skemmtileg kona.
Ingólfur Margeirsson: Situr nú I
Osló og skrifar ævisögu Guö-
mundu Eiiasdóttur söngkonu
Hún er ekkja Sverris Kristjáns-
sonar sagnfræðings. Ingólfur
ræddi við Guðmundu áður en
hann fór og tók samtölin upp á
segulband og um daginn mæltu
þau sér mót i Kaupmannahöfn
sömu erinda.
Landið
mitt er uppflettibók sem notið
hefur mikilla vinsælda hér á
landi. Nú er að koma út hjá Erni
og örlygi ný útgáfa þessa verks,
mjög endurbætt og aukin. Fyrsta
bókin með þessu nafni var eftir
Þorstein heitinn Jósepsson en
siðan bætti Steindór Steindórsson
frá Hlöðum öðru bindi við um há-
lendið. Og það er einmitt Steindór
sem nú hefur aukið við verkum.
Það kemur út i fjórum veglegum
bindum mikið myndskreyttum
bæði i lit og svarthvitu. Fyrsta
bindið kemur út nú fyrir jólin og
er það von útgefenda að þetta
verk verði klassiskur staðfræði-
leksikon.
Þórður
nokkur Friðjónsson hefur verið
ráðinn efnahagsráðunautur for-
sætisráðuneytisins og hafa ýmsir
velt vöngum yfir þessu nafni þvi
að það kemur kunnuglega fyrir
sjónir. Já, reyndar. Þórður er
sonur dómsmálaráðherrans,
Friðjóns Þórðarsonar. Til
gamans má geta þess að að-
stoðarráðherra Gunnars
Thoroddsens forsætisráðherra er
Jón Ormur Halldórsson. Hann er
bróðursonur Magnúsar Jóns-
sonar frá Mel fyrrv. fjármálaráð-
herra Sjálfstæðisflokksins og nú-
verandi bankastjóra Búnaðar-
bankans.