Þjóðviljinn - 30.08.1980, Síða 5
Deildarstjóra Farskrárdeildar sem hefur unnið í 30 ár
hjá flugfélögunum sagt upp
Helgin 30.-31. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Nú er of langt gengið
segja starfsmenn deildarinnar sem fóru sér hægt við vinnu
Starfsmenn farskrárdeildar
Flugleiða, fóru sér hægt við störf i
gær og fyrradag til að mótmæla
uppsögn deildarstjórans islaugar
Aðalsteinsdóttur en hún á að baki
30 ára starf fyrir Loftleiðir og
siðar Flugleiðir.
Fimm starfsmenn farskrár-
deildarfengu send uppsagnarbréf
i fyrradag þar á meðal islaug, en
alls starfa 25 manns á deildinni.
1 tilefni uppsagnar deildar-
stjórans sendu starfsmenn far-
skrárdeildarinnar svohljóðandi
yfirlysingu frá sér i gær.
Undanfarna mánuði hefur
starfsfólk Flugleiða mátt þola
hvert áfallið á fætur öðru af hálfu
stjórnar fy rirtækisins. Þessu
hefur verið tekið með skilningi og
þolinmæði en nú finnst okkur of
langt gengið þegar reyndasti og
hæfasti starfsmaður farskrár-
deildar Frú tslaug Aðalsteins-
dóttir deildarstjóri vikur úr starfi
eftir áratuga þjónustu. Til að
mótmæla þessu fóru starfsmenn
farskrárdeildar sér hægt við
vinnu i dag.
„Við höfum ákveðið að láta
yfirlýsinguna nægja i bili og ætl-
um ekki að tjá okkur frekar um
málið á meðan” sögðu starfs-
menn farskrárdeildar þegar
blaðamenn Þjóðviljans litu þar
við.
Deildarstjórinn tslaug Aðal- upp vildi ekki heldur tjá sig um
steinsdóttir sem sagt hefur veriö málið að svo komnu. — lg.
Starfsmenn Farskrárdeildarinnar mótmæltu uppsögn deildarstjórans
með skæruverkfalli. Þessi mvnd var tekin i farskrárdeildinni i gær.
Mynd-eik.
Sveinn
Sœmundsson
blaðafulltrúi
Flugleiða
um uppsögn
deildarstjórans
Ég hef
ekki
heyrt ad
hún verdi
endur-
skoðuð
„Ég hef ekki heyrt að það
standi til að endurskoða uppsögn
Islaugar”, sagði Sveinn
Sæmundsson blaðafulltrúi Flug-
leiða þegar Þjóðviljinn hitti hann
að máli i farskrárdeild Flugleiða i
gær, þar sem störf voru fram-
kvæmd með hægasta móti.
- Sveinn sagði aðspurður að bú-
ast mætti við einhverjum töfum
vegna þessara mótmæla starfs-
fólksins, en við þvi væri ekkert að
gera.
Allur akstur
krefst x
varkárni
Ýtum ekki barnavagni
á undan okkur við
aðstæður sem þessar
AUGLÝSING
samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 40 18.
mai 1978 um tekjuskatt og eignarskatt
með siðari breytingum, um að álagningu
opinberra gjalda á árinu 1980 sé lokið i
Suðurlandsumdæmi á þá lögaðila sem
skattskyldir eru hér á landi samkvæmt 2.
gr. greindra laga.
Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna
þau opinberu gjöld sem skattstjóra ber að
leggja á á árinu 1980 á þessa skattaðila
hafa verið póstlagðar.
Kærur vegna allra álagðra opinberra
gjalda sem þessum skattaðilum hefur
verið tilkynnt um með álagningarseðli
1980 þurfa að hafa borist skattstjóra eða
umboðsmanni hans innan 30 daga frá og
með dagsetningu þessarar auglýsingar.
Hellu, 31. ágúst 1980,
Skattstjórinn i Suðurlandsumdæmi,
Hálfdán Guðmundsson.
AUGLÝSING
samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 40 18.
mai 1978 um tekjuskatt og eignarskatt
með siðari breytingum, um að álagningu
opinberra gjalda á árinu 1980 sé lokið i
Reykjanesumdæmi á þá lögaðila sem
skattskyldir eru hér á landi samkvæmt 2.
gr. greindra laga, svo og á þá aðila sem
skattskyldir eru samkvæmt 3. gr. lag-
anna.
Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna
þau opinberu gjöld sem skattstjóra ber að
leggja á á árinu 1980 á þessa skattaðila
hafa verið póstlagðar.
Kærur vegna allra álagðra opinberra
gjalda sem þessum skattaðilum hefur
verið tilkynnt um með álagningarseðli
1980 þurfa að hafa borist skattstjóra eða
umboðsmanni hans innan 30 daga frá og
með dagsetningu þessarar auglýsingar.
Hafnarfirði, 31. ágúst 1980,
Skattstjórinn i Reykjanesumdæmi,
Sveinn Þórðarson.
Bœkur til sölu
Stórt bókasafn nýkomið. Nefnum m.a.:
Mariusaga, útgúfa C. Ungers Kristiania 1868, kápueintak óupp-
skorið, Leifar fornra fræða kristinna, Kh. 1878, Grágás 1-2, útg.
Vilhj. Finsens 1852, alskinn, Ræður Tómasar Sæmundssonar,
Viðey 1841, Sjöorðabók Vidalins, Hólum 1741, Norsku lög,
Hrappsey 1779, Flest rit Daniels Bruun um Island, Samtið og
saga 1-4, Timaritið Saga, Timaritið Birtingur, Arbók Fornleifa-
félagsins 1-25 (frumprent), Skammir eftir Skugga, Harmsaga
ævi minnar eftir Jóhs. Birkiland, Endurminningar Sigurðar
Arnasonar, Ævisaga Agústs i Birtingarholti, Dægradvöl Grön-
dals (frumútg.) Illgresieftir Orn Arnarson, Ritsafn Páls Ardals,
Ljóð Páls Ólafssonar, Ævisaga Osears Wilde, Sagnaþættir úr
Húnaþingi eftir Theódór Arnbjörnsson, Edda Þórbergs, Kynleg-
ar ástriður eftir E.A. Poe. Þýðing Þórbergs Þórðarsonar, Rvik
1915, Opið bréf til séra Arna Frikirkjuprests eftir Þórberg, Af-
mælisrit til Einars Arnórssonar 70 ára og Afmælisrit til próf.
Ólafs Lárussonar 70 ára, Þjóðtrú og þjóðsagnir útg. Oddur
Björnsson og Þjóðsögur og munnmæli, útg. Jón Þorkelsson,
Bragfræði islenskra rimna eftir Helga Sigurðsson, Eldvigslan,
Skóla-farganið eftir Benedikt Gröndal, Sögur og sagnir úr
Breiðafirði, Aldarfar og örnefni i Onundarfirði, Was ich in Island
sah eftir Adrian Mohr, Land og lýður eftir Jón i Yztafelli, Frum-
útgáfur Laxness, Kaþólsk viðhorf, 1 austurvegi, Gerska æfintýrit
Dagleið á fjöllum, Sjálfstætt fólk 1-2, Atómstöðin, Sjálfsagðir
hlutir, Dýraljóð, útg. Guðm. Finnbogason, Ljóð Andrésar
Björnssonar eldra, Fjárdrápsmálið i Húnaþingi eftir Gisla
Konráðsson, Islenskar nútimabókmenntir eftir Kristján E.
Andrésson, Ferðabók Eggerts Ólafssonar, Eggert Ólafsson eftir
Vilhj. Þ. Gislason, Mynsters hugleiðingar, Um siðbótina á
Islandi eftir Þorkel Bjarnason, Verk Gunnars Gunnarssonar 1-8
bækurnarum Arin 1965-1973, Jónas Hallgrimsson 1-2, alskinn og
ótal margt fleira.
Nýkomið safn erlendra þýddra skáldsagna, fjöldi skemmtilegra
pésa og bæklinga, úrval ljóðabóka, verk ungu umdeildu skáld-
anna og sitthvað fleira skemmtilegt og sjaldfengið.
Kaupum og seljum allar islenskar bækur, gamlar og nýjar, heil
söfn ogeinstakar bækur og ílest erlend verk. Sendum i póstkröfu
hvert sem er.
BOKAVARÐAN
- Gamlar bækur og nýjar -
Skólavörðustig 28,
Reykjavik. Simi 29720
Tónlistarskóla
Kópavogs
Innritun hefst fimmtudaginn 4. september
og lýkur þriðjudaginn 9. september.
Innritað verður samtimis i forskóla-
deildir.
Skrifstofa skólans að Hamraborg 11, 2.
hæð, simar 41066 og 45585, verður opin inn-
ritunardagana kl. 9—12 og 17—18, nema
laugardaginn 6. september kl. 9—12.
Athygli er vakin á þvi að takmarka verður
fjölda nemenda i vetur.
Skólastjóri
! i
Amma óskast I
gamla vesturbænum
Barngóð kona óskast til að koma heim og
gæta 4ra ára drengs frá kl. 9—1 f.h. frá 1.
september.
Upplýsingar i sima 81699 og á kvöldin i
24119.
Steinunn.
]
í
i
I
i