Þjóðviljinn - 30.08.1980, Síða 11
Helgin 30.-31. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
r
Þröstur Olafsson, hagfrœðingur
Gengisfelling
er engin lausn
Að undanförnu hefur fjölmiðl-
um orðið tiðrætt'um hugmyndir
efnahagsmálanefndar, sem
sendar voru rikisstjórn fyrr i
þessum mánuði. 1 framhaldi af
áhuga dagblaðanna á fyrrnefnd-
um hugmyndum hafa efnahags-
málin almennt séð orðið tilefni
yfirlýsinga og viðtala af misjafn-
lega heppilegri gerð.
Þar sem hugmyndir efnahags-
nefndar eru ekki opinbert plagg,
verða þær ekki gerðar að um-
ræðuefni hér, hvorki það sem i
þeim er né hitt sem þar er ekki að
finna. Hér á eftir verða ræddar
hugsanlegar aðgerðir til lausnar
þeim vanda sem blasir við i
sjávarútveginum og almennri
efnahagsstjórnun, sem tengist
þessum vanda, en hann er aðeins
hluti af stærri heild.
Óþarfi er að tiunda mikilvægi
sjávarútvegs i þjóðarbúskap okk-
ar Islendinga. Það vita menn
mætavel. Þörf er hins vegar á að
vara við að gera of mikið úr þessu
mikilvægi, sem leiðir til þess að
allar efnahagsaðgerðir verða
hugsaðar út frá „þörfum”
sjávarútvegsins.Allaralhæfingar
eru varhugaverðar, hvort sem er
á sviði efnahagsmála eða ann-
arra þjóðmála. Okkur verður að
lærast að setja hlutina á réttan
bás hvern eftir stærð og mikil-
vægi. Stjórn efnahagsmála má
aldrei ráðast af hluta heldur að-
eins af heild.
Genginu má ekki' stjórna sam-
kvæmt pöntunum frá aðilum i
sjá varútveginum. Gengis-
breytingar verða að miðast við
þarfir þjóðarbúsins sem heildar
en ekki sjávarútvegsins. Ef
gengisstjórnun ræðst af vand-
kvæðum sjávarútvegsins, eins og
gerst hefur allt of mikið er verið
að magna upp afleiðingar
sveiflna i sjávarútvegi i stað þess
að draga úr þeim. Þetta er fyrsta
boðorð efnahagsstjórnunar þessa
siðsumarsdaga. Genginu má ekki
breyta vegna þarfa sjávarútvegs-
ins. Við núverandi aðstæður má
ekki fella gengið, þvi það er bein
ávisun á framhaldandi verð-
bólgu. 8-10% gegnisfelling i sept-
ember festir 55-60% verðbólgu á
ári i sessi allt næsta ár ef ekki
lengur. Þessi verðbólguþjáða
þjóð má ekki við þvi að láta
teyma sig i enn villtari verðbólgu*
dans. En af hverju má ekki fella
gengið og hvað er þá til bragðs, ef
ekki má beita genginu?
Gengið hefur áhrif á allt vöru-
verð i landinu. Gengislækkun
hækkar allar innfluttar vörur
strax, en þær eru um 45% af vöru-
notkuninni. Gengislækkun. jafn-
gildir aukinni verðbólgu. Hugsan-
lega má draga úr þensluáhrifum
gengisfellingarinnar, með þvi að
koma i veg fyrir að visitalan mæli
gengisfellinguna. Slikt er örþrifa-
ráð, sem erfitt er að réttlæta og
reyndar alls ekki ef önnur úrræði
eru hugsanleg. Visitöluskerðing
kemur ekki til greina nema sem
hluti i hugsanlegri almennri
niðurfærslu kaupgjalds og verð-
lags i landinu.
Gengisbreyting er réttlætt með
vanda i sjávarútvegi. Erfiðleik-
um i einni atvinnugrein er velt út i
allt þjóðarbúið og látnir marka
spor sin þar. En hver er þessi
vandi sjávarútvegsins? Er hann
svo almennur að velta þurfi hon-
um út i þjóðarbúið með fyrirsjá-
anlega stórhættulegum afleiðing-
um?
Samkvæmt best fáanlegum
upplýsingum, er sjávarútvegur-
inn rekinn með um 3% halla við
núverandi skilyrði. Þetta jafn-
gildir um 12000 Mkr. ef miðað er
viðallar greinar sjávarútvegsins.
Nú er það svo, að sá hluti sjávar-
útvegsins sem stundar veiðar
hagnast ekki á gengisfellingu,
þvert á móti. Stór hluti af kostn-
aði hans er erlends uppruna og
eykst við gengisfellingu. Tekj-
Þröstur Olafsson.
urnar aukast ekki við gengisfell-
ingu, nema hvað geta frystihús-
anna til að greiða hærra fiskverð
batnar. Gengisfelling er þvi ein-
göngu gerð fyrir vinnsluaðila i
sjávarútvegi. Hins vegar eiga
vinnsluaðilar aðrir en frystingin
ekki við rekstrarvandkvæði að
striða.
Gengisfelling væri þvi eingöngu
til að rétta af hallarekstur i
frystingu. Hallarekstur i fryst-
inguer sennilega á bilinu 3,0-4,0%
eða um 6000 Mkr. Gengisfelling
kemur á allan innflutning lands-
manna. Gerum ráð fyrir að hann
verði um 400 miljarðar á yfir-
standandi ári. Ef gengið yrði fellt
um 10% þýddi það 40 miljarða
til viðbótar i peningaþénslu til að
rétta við 6 miljarða halla i fryst-
ingu. Er þetta ekki fuilsterkt lyf
til að lækna sjúklinginn? Kynni
ekki lækningin að verða hættu-
legri en sjúkdómurinn? Við skul-
um ekki karpa um þær tölur sem
ég hef notað. Vel má vera að deila
megi um þær, þvi dæmið er flók-
iö. Einnig er rétt, að eftir kaup-
hækkanir i september bæði vegna
verðbóta og grunnlauna, verður
þetta dæmi nokkuð verra. En
hlutföllin breytast ekki verulega
við það.
Vissulega er um vanda að
ræða; En það eru alvarleg afglöp,
ef reyna á að leysa hann með þvi
að hækka allt verðlag i þjóðfélag-
inu. Við verðum að leysa vanda
sjávarútvegsins innan hans
sjálfs, og reyna að draga sem
mest úr óæskilegum afleiðingum
þeirra aðgerða fyrir þjóðarbúið.
Gengisfellingu má ekki miða
við þarfir einnar atvinnugreinar
heldur eingöngu við heildarþarf-
ir. Vandi sjávarútvegsins er
margslunginn og verður engan
veginn leystur með gengisfell-
ingu, heldur þurfa til að koma
margar samverkandi aðgerðir.
Þvi má heldur ekki gleyma að þó
að afurðaverð hans i erlendum
gjaldeyri hafi staðið i stað um
nokkurt skeið, þá er það þó
hæsta verð sem islenskar fiskaf-
urðir hafa selst fyrir um alllangt
skeið.
Frystihúsavandinn er ekki al-
mennur. Dreifing vandans er
einkum bundin við ca. 15-20 hús,
þótt nokkur fleiri þyrftu eflaust á
bata að halda.
Vandi sumra húsanna er m.a.
sá að vegna landburðar af fiski i
vor og fyrri part sumars, reyndist
ekki hægt að vinna hann strax og
var hann orðinn lakari að gæðum
þegar hann var unninn, en þegar
hann var keyptur. Með þvi að
lækka afurðalánavextina má
bæta stöðu húsanna nokkuð, svo
og lengja iánaafborganir frá þvi
sem nú er.
Margar aðrar skipulagsaðgerð-
ir geta bætt stöðuna verulega.
Eitt af þvi er útflutningsgjalda-
kerfið. Siðan má beita fyrirfram
markaðri og tilkynntri gengis-
skráningu t.d. 1,5% á mánuði og
slita hana þannig úr tengslum við
sjávarútveginn. En umfram allt
ber að forðast gengisfellingu i
einu stóru stökki nú, eins og ýms-
ir hafa verið að leika sér að i fjöl-
miðlum.