Þjóðviljinn - 30.08.1980, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 30.08.1980, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.-31. ágúst 1980 Ágúst Vigfússon: Hj arðar- holtsskólinn Fátt af nútiðarfólki gerir sér grein fyrir hvað erfitt var aö afla sér menntunar fyrir 60-70 árum, þó ekki sé farið lengra aftur i tim- ann. Menntastofnanir voru sára- fáar og almenn fátækt hjá öllum almenningi. Þvi eiga þeir menn skilið þakklæti, sem af fórnfýsi, eldmóð og hugsjón börðust fyrir að mennta, upplýsa og manna þjóðina. Þeir eiga það skilið að nöfn þeirra falli ekki í gleymsku. Þjóðin stendur i þakkarskuld við þá. Sr. Ólafur Olafsson, prófastur i Hjarðarholti i Dölum var einn af þessum mönnum. Hann starf- rækti skóla i Hjarðarholti frá 1910-17. Sr. ólafur var fæddur 1860 og hefur þvi staöiö rétt á fimmtugu er hann stofnaði skól- ann. t æsku minni heyrði ég mikið talað um Hjarðarholtsskólann, enda átti ég heima i næstu sveit. Ég heyrði marga dást að þessu framtaki Ólafs og töldu að skólinn hefði verið rekinn með miklum myndarbrag og að margir hefðu haft mjög gott af veru sinni þar. Ég hef hvergi séð neitt skrifað um þennan skóla og veit ekki hvort nokkur gögn eru fáanleg um hann. Þar sem svo langt er um liðið siðan skólinn hætti eru þeir að likindum fáir sem geta sagt frá veru sinni þar. Enn eru þó nokkrir mitt á meðal okkar sem sóttu skólann hjá sr. ólafi. Einn þeirra hitti ég nýlega. Það var Flosi Jónsson kennari, fyrr- um bóndi á Hörðubóli i Miðdölum, Dalasýslu. Hann var á skólanum veturinn 1916-1917. Flosi var svo vinsamlegur að skrifa minninga- þátt um veru sina i skólanum um- ræddan vetur og fylgir hann hér með. Skólinn mun hafa legið niðri frá 1917-1920, en þá tók hann aftur til starfa undir forystu Björns H. Jónssonar, siðar skólastjóra á Isafirði. Björn var mikill áhuga- maður um skóla-og menningar- mál. Fjárhagsörðugleikar munu hafa valdiö þvi að hann varð að hætta rekstri skólans 1924. Það mun hafa tiðkast öll árin sem skólinn starfaði að taka myndir af nemendum og kennur- um. Mér tókst að fá tvö skóla- spjöld og fylgja þau hér með ásamt skýringum. Það skal að lokum tekið fram að greinarkorn þetta er aöeins skrifað til að vekja athygli á málinu. Starfræksla Hjarðarholtsskólans er svo merk- ur þáttur I sögu Dalanna að hann má ekki gleymast. Flosi Jónsson: Nemendur i Hjarðarholtsskóla 1916-17. Efsta röð f.v.: Erlendur Jónsson frá ölvaldsstöðum Mýrasýslu, Sturlaugur Einarsson frá Gröf I Bitru, siöar bóndi I Múla við Djúp, sr. Ólafur ólafsson skólastjóri, pró- fastur i Hjarðarholti, Guðmundur Guðmundsson kennari frá Kirkjubóli I Dýrafirði, siðar skóla- og sparisjóðsstjóri i Keflavik Vaidimar Jónsson frá Stykkishóimi og Ólafur Óiafsson frá Lækjarkoti i Borgarhreppi siðar bóndi þar og oddviti. Ónnur röð ofan frá: Benedikt Sveinsson frá Kolstöðum, siöar kaupfélagsstjóri i Borgarnesi, Bjarni Sveinsson frá Kolsstöðum siðar bóndi i Eskiholti, Jónas Jónsson frá Gilsbakka i Dölum, Kristln Guðmundsdóttir frá Skálpastöðum i Lundareykjadal, Amaiia Guð- mundsdóttir frá Dunkárbakka Hörðudal og Ingiriður Kristjánsdóttir frá Gunnarsstööum Hörðudal. Þriðja röð, taiið ofan frá: Kristján Magnússon frá Seijaiandi, Jóhann Bjarnason frá Leiðólfsstöðum, siðar lengi verslunarmaður i Búðardai, Guðmundur Jónsson frá Ljárskógum, Sigurður Bogason frá Búöardal, Guðmundur Benediktsson frá Sauðhúsum og Jón Guðmundsson frá Felli I Kollafirði Stranda- sýslu (siðar kaupmaður I Felli við Laugaveginn I Reykjavik). Neðsta röð f.v.: Eggert Guðmundsson frá Eyri iFlókadal Borgarfiröi, Flosi Jónsson frá Harðarbóli, Þórður Benediktsson frá Háafelli og Ólafur Benediktsson frá Háafelli. Myndin i miðiö sýnir ibúðarhús, skólahús, fjós og kirkju i Hjaröarholti. Skólaspjaldiö 1914-15. Efsta röð f.v.: Jón Jónasson Laxárdai Hrútafirði, Jónas Jónsson Borð- eyri, Jóhann Jónsson Laxárdal Hrútafirði (þessir þrir bræður), Einar Kristleifsson Stóra Kroppi Reykholtsdal Borgarfirði, Helgi Sigurðsson Hömrum Reykholts- dal Borgarfirði og Pétur ólafsson Stóru-Tungu Fellsströnd (faðir Einar Gunnars cand mag.). önnur röð aö ofan: Rikharður Kristmundsson Vigholtsstöðum Laxárdal Dalasýslu, (siöar læknir), Asta óiafsdóttir (dóttir skóiast jórans, kenndi söng), Ólafur Ólafsson prófastur Hjarðarholti, ólafur Sigurösson kennari (siðar iengi hreppsstjóri á Flateyri), Jóhannes úr Kötlum og Brandur Búason Litlu-Hvalsá Hrútafirði (siðar verslunarstjóri á Borðeyri og starfsmaður Græn- metisverslunarinnar). Þriðja röð talið ofan frá: Þórður Jónsson Baiiará Klofningshreppi Dala- sýslu, Enok Helgason Deildar- tungu Reykholtsdal (siðar skó- smiður I Borgarnesi), Aðalsteinn Magnússon Skeljavik Steingrims- firði, Magnús Einarsson Staöar- felii Fellsströnd, Kristófer Guö- brandsson Kleppjárnsreykjum Reykholtsdal og Þorsteinn Krist- ieifsson Stóra-Kroppi Reyholts- dal. Neðsta röð f.v.: Sigriður Sigurðardóttir Glerárskógum Hvammssveit (giftist Jóni Einarssyni i Sveinadalstungu), Sigurlaug Guönadóttir Glerár- skógum (amma Ómars Ragnars- sonar), Ingibjörg Grimsdóttir Hjarðarholti (ilentist siöar i Kaupmannahöfn) og Sigriður Jónsdóttir Bailará (siðar eigin- kona Stefáns skálds frá Hvltadal) — Upplýsingarnar eru frá Geir Sigurðssyni) Er ég læt hugann reika tii iöngu Iiðinna tlma, verður ávallt bjart um minningarnar frá dvöl minni I ungiingaskólanum I Hjarðarholti veturinn 1916-1917. 20 nemendur voru I skólanum þennan vetur og kennarar 2. Drungalegan haust- dag um miöjan október söfnuð- umst við saman I skólastofunni, en skólann átti að setja daginn eftir. Þetta var yfirleitt hlédrægt fólk við fyrstu kynni allt frá 13 ára upp I nokkra hátt á þritugs aldri, en flestir voru um og innan við tvi- tugt. Skólastjórinn Ólafur Olafsson prófastur (f. 1860) var ágætur kennari og stjórnandi. Mér fundust kennslustundir hans I skólanum liða alltof fljótt. Hann kenndi aðallega ensku og íslands- sögu. Hinn kennarinn var Guð- mundur Guðmundsson frá Kirkjubóli i Dýrafirði (f. 1893) siðar lengi skólastjóri og spari- sjóðsstjóri i Keflavik. Á honum hvildi mestur þungi kennslunnar. Hann var skemmtilegur og dug- legur kennari og mjög samvisku- samur. Þó hann væri á svipuðum aldri og yngri en sumir náms- manna hafði hann góða stjórn i skólanum og gat veriö fyndinn og . gamansamur, þegar þvi var aö skipta. I lestimum á kvöldin sat annar hvor kennarinn ávallt I skólastofu og var þá ævinlega hljótt og þvi gott næði að lesa, mest ef talað var hljóðskraf við næsta sessu- naut. Stundum voru flutt fræð- andi erindi, einkum um helgar. Var prófastur fundvls á skemmti- legt og fræðandi efni og flutti það velsvoallirhlutuaðfylgjast meö. A kvöldin, eftir lestima^voru oft kvöldvökur og var þá lesið ýmis- legt og rætt um efnið. Ég man til dæmis aö Guðmundur kennari las skáldsöguna „Sálin vaknar” eftir Einar H. Kvaran, sem þá var ný komin út. Vakti hún mikla eftir- tekt og biðum við með eftirvænt- ingu eftir framhaldinu. Þessar kvöldvökur gáfu okkur innsýn og vöktu áhuga okkar fyrir fögrum bókmenntum. Ekki var aðstaöa til iþróttaiðkana, en þó æföi Guö- mundur kennari með okkur Möliersæfingar á sunnudags morgnum og fengum við steypi- bað á eftir. Skólinn var þá hitaður fo\ínu i ^ítvt^rtvVoUi \& Uji? upp snemma eins og aðra daga. Af þessu sést að timinn var not- aöur til hins ýtrasta. Þá er eftir að minnast á heimilishaldið á þessu stóra heimili, þar sem voru um og yfir 30 manns auk gesta, en gesta- koma var allmikil, einkum um póstferðir, en I Hjarðarholti var um þessar mundir miðstöð land- póstanna fyrir Vesturland, þar mættust Sunnanpóstur, Vestan- póstur, Stykkishólmspóstur og Strandapóstur. En stjórnartaumarnir innan- bæjar voru fyrst og fremst i hönd- um prófastsfrúarinnar Ingi- bjargar Pálsdóttur og hjálpar- kvenna hennar. Með reglusemi og myndarbrag gekk allt svo að segja, að okkur fannst. af sjálfu sér, svo þetta var eitt fyrir- myndarheimili. Ég hafði hugsaö mér að sækja um skólavist þarna næsta vetur, þvi þó að skólinn starfaði aðeins i einni deild voru oft teknir nem- endur annan vetur; voru þeir þá utan skóla með framhaldsnám i tungumálum og reikningi. En það fór á annan veg. Þetta varð sið- asti veturinn, er skólinn starfaði. Um þetta leyti i lok heims- styrjarldarinnar fyrri fór allt verðlag stórhækkandi, skólinn hafði notið litilsháttar styrks úr sýslusjóði og fór prófastur fram á smávegis hækkun á honum vegna dýrtiðarinnar, þvi hann sagðist ekki vilja hækka skólagjaldið til muna, en sýslunefndin synjaöi um þessa hækkun og mun prófasti hafa sárnað og fundist ráðamenn sýslunnar hafa litinn skilning á þéssu menningarmáli, enda kom I ljós slðar, að sýslunefndin hafði gert þarna mikil mistök fjárhags- lega séö. Minningar úr Hjarðarholti 1916-17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.