Þjóðviljinn - 30.08.1980, Side 15

Þjóðviljinn - 30.08.1980, Side 15
Helgin 30.-31. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Oliugeymamir skerða byggingaland Keflavíkur Tillaga um byggingu olíutanka hersins í Helgu- vík rétt fyrir norðan nú- verandi byggð í Keflavík felur í sér að gera verður breytingar á því aðalskipu- lagi sem nú er í gildi fyrir Keflavík, Njarðvík og Kef lavíkurf lugvöll. Eins og sjá má á meðfylgjandi korti af aðalskipulaginu sem gildir fyrir timabilið 1967-87 þá skerða oliutank- arnir byggingarmöguleika svæðisins, en á þessu svæði var ætlunin að hafa fram- tíðar íbúðarhúsa- og iðn- aðarhverfi Keflavíkur (merkt nr. 1). Byggðin í Kef lavík er nú þegar farin að teygja sig all nærri Helguvíkursvæð- inu eins og sjá má á mynd- um á næstu opnu, og ef sú þróun heldur áfram sam- hliða byggingu olíutank- anna þá yrði byggðin orðin allískyggilega nærri oliu- geymunum. Spurning þá hvort byggðin yrði ekki hættulega nálægt tönk- unum. Á sjálfu Helguvíkur- svæðinu er gert ráð fyrir staðsetningu 12 olíutanka. Ellefu af tönkunum verða 15000 rúmmetrar að stærð, en einn verður 4000 rúm- metrar. Þessir tankar eru á því svæði sem merkt er nr. 1. Þá er gert ráð fyrir 8 tönkum á flugvallarsvæð- inu. Af þessum átta tönk- um er gert ráð fyrir stað- setningu 5 tanka á því svæði sem merkt er númer 2 en 3 þessara tanka verða á svæði sem merkt er númer 3. Hver þessara 8 tanka er 4000 rúmmetrar. Heildarrými tankanna verður þvi 201 þús. rúm- metrar. Tankarnir í Helgu- vík og innan vallar verða svo tengdir saman með miklum olíuleiðslum (merkt nr. 4). Tankarnir í Helguvík eru hugsaðir sem birgðatankar en hinir sem dreif ingartankar. Núna eru olíutankar hersins staðsettir á tveimur meginsvæðum þ.e. innan f lugvallarins og á svæði milli hafnar- svæðisins og flugvallarins (merkt nr. 5). Tankarnir sem nú eru til staðar eru samtals 43 og þar af eru 18 staðsettir utan vallarins. Þessir tankar eru þó minni en þeir sem byggja á, því tillagan um byggingu nýrra olíugeyma felur í sér þreföldun á olíugeymslu- rými hersins. Bæjarráðin í Kef lavík og Njarðvík hafa lagt mikla áherslu á byggingu olíu- tankanna í Helguvík og telja að með byggingu þeirra megi fjarlægja þá olíutanka og þær olíu- leiðslur sem nú eru á milli haf narsvæðisins í Kef lavík og vallarins (merkt 5). Á þessu svæði verði síðan hægt að skipuleggja ibúðarsvæði. Þannig virð- ast yfirvöld í Keflavik og Njarðvikum vilja skipta á stórum hluta byggingar- svæðisins við Helguvík fyrir áðurgreint svæði sem merkt er nr. 5. á kortinu. — þm Kort þetta sýnir aðalskipulag Keflavíkur,Njarðvíkur og Keflavikurflugvailar fyrir timabilið l967-i987.Tölur nr. 1,2 og 3 visa til þeirra staða þarsem Bandarikjamenn ætla að reisa nýja oliutanka. Tankarnir eru sýndir sem rauðir deplar. Tala nr. 4 visar tiloliuleiðslna sem tengja tankana saman. Litlu ferhyrningarnir á svæðinusem merkter nr. 1. sýna jafnframt þærbyggingar sem fyrirhugaðer að reisa á Helguvikursvæðinu samkvæmt aðah skipulaginu. Á svæðinu sem merkt er nr. 5 er nú hluti af oliutönkum hersins. J

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.