Þjóðviljinn - 30.08.1980, Blaðsíða 21
Helgin 30.-31. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21
MeOal 20 algengustu karlmannsnafna I Færeyjum árið 1801 var aðeins eitt af norrænum uppruna,
ólafur. Vinsældir þess eru skýrðar vegna átrúnaðar á ólaf konung helga sem Ólafsvakan er við kennd
en þessi mynd var einmitt tekin á Ólafsvöku 1976 (Ljósm.:GFr)
Færeysk mannanöfn:
Norræn nöfn nær útdauð
Nafnasiðir i Færeyjum tóku
töluvert aöra stefnu heldur en hér
á landi. Fyrsta allsherjarmann-
taliö I Færeyjum var tekið árið
1801 og hefur Jákup i Jákupsstovu
gert úttekt á mannanöfnum sem
þar koma fyrir og gefið út í bók
sem hcitir Fólkanövn i Föroyum.
Það sem vekur athygli tslendinga
er fyrst og fremst það að á árinu
1801 var nærri búiö aö útrýma
mannanöfnum af norrænum upp-
runa úr færeysku en langflestir
Færeyingar hétu Bibliunöfnum
eða nöfnum dýrlinga. A islandi
héldu hins vegar norrænu nöfnin
velli við hliðina á hinum. Þess
skal geta að Færeyingar hafa
gert töluvert af þvi á siöari árum
aö endurvekja gömlu norrænu
nöfnin.
Árið 1801 voru 5265 ibúar i
Færeyjum en þessir ibúar báru
^aðeins samanlagt 176 mismun-
andi nöfn. Mismunandi karl-
mannsnöfn voru 104 en mismun-
andi kvenmannsnöfn 72.
Tuttugu algengustu karl-
mannsnöfnin voru þessi: Jógvan
(406), Jákup (262), Olavur (203),
Hanus (182), Jóannes (177), Páll
(162), Pætur (131), Dánjal (101),
Mikkjal (88), Tummas (84),
Niklas (82), Simun (61), Andras
(59), Kristjan (55), Janus (48),
Jóhann (44), Sámal (40), Rasmus
(39), Magnus (36) og Heini (35).
Eina norræna nafnið sem er
meðalvinsælustu nafna er ólavur
og skýrast vinsældir þess vafa-
laustaf átrúnaðinum á Ólaf helga
(sbr. ólafsvökuna), önnur
norræn nöfn sem koma fyrir eru
flest fátið. Algengust eru Sjúrður
(14), Eirikur (11), Gutti (10) og
Tróndur (9). Siöasta nafnið er
nafn Þrándar i Götu, einnar aðal-
söguhetjunnar i Færeyingasögu.
Sögusagnir herma að Þrándar-
nafniö hafi ætið haldist i Götu og
Tróndur sá er lést þar skömmu
fyrir siöustu aldamót hafi verið
20. Þrándur frá Þrándi i Götu.
En Sigmundur, nafn annarrar
söguhetju IFæreyingasögu,er alls
ekki til i manntalinu 1801. Það er
gömul trú i Færeyjum að nafn
Sigmundar færi mönnum óham-
ingju og þeir sem beri það deyi
ungir. Böndi nokkur sem bjó i
Skúfey á siðustu öld og var mikill
aðdáandi fornsagna reyndi aö
hnekkja þessu orði af Sigmundar-
nafninu meö þvi að skira tvo syni
sina i röð eftir Sigmundi Brestis-
syni en þeir dóu báöir sem korn-
börn. Þriöja son sinn skýrði hann
Simon Evangelist og hefur
Simonarnafnið vafalaust átt aö
minna á Sigmund.
Til samanburöar má geta þess
að 10 algengustu karlmannsnöfn
á Islandi árið 1910 voru Jón, Guð-
mundur, Siguröur, ólafur, Magn-
ús, Kristján, Einar, Jóhann og
Björn. Af þeim er helmingur af
norrænum uppruna (Guö-
mundur, Siguröur, Ólafur, Einar
og Björn).
Tuttugu algengustu kven-
mannsnöfnin I Færeyjum voru
áriö 1801 þessi:
Anna (552), Katrin (292),Marin
(290),Elsupa (281), Malan (238),
Sunniva (194), Súsanna (182),
Maria (139), Lisbita (132), Suffia
(110), Sigga (76), Elin (70),
Kristin (62), Margreta (47), Billa
(43), Birita (40), Jóhanna (35),
Rakul (28), Giljanna (27),og Sára
(26).
Af þessum 20 nöfnum er Sigga
aðeins af norrænum uppruna
(dregiö af Sigriöi). önnur norræn
nöfn eruafarfátið. Aðeins voru til
2 Guðrúnar, 1 Ingibjörg, 2 Ragn-
hildar og 1 Sigriöur.
Þess skai þó getið aö nafnasiðir
hafa breyst mjög I Færeyjum á
siðustu öld og margir gefið börn-
um slnum norræn nöfn af hug-
sjónaástæöum. Undirritaður
kynntist t.d. Jóhan Hendrik Wint-
herPoulsen sem er norrænufræð-
ingur og kennir við Fróðskapar-
setur i Færeyjum. Hans börn
heita Ingibjörg, Hjördis og
Teitur.
Til samanburðar má þess geta
að 10 algengustu kvenmannsnöfn
i islenska manntalinu 1910 eru
Guðrún, Sigriður, Kristin,
Margrét, Ingibjörg, Anna, Helga,
Jóhanna, Sigrún og Maria. Helm-
ingur þessara nafna er norrænn
að uppruna (Guörún, Sigriður,
Ingibjörg, Helga og Sigrún).
Ýmis færeysk nöfn koma Islen-
dingum spánskt fyrir sjónir svo
sem karlmannsnöfnin Aggu-
steinus, Ápran, Arant, Bartal,
Blásius, Dávur, Djóni, Grækaris,
Jaspur, Jæramiggjas, Kristafár,
Liggjas, Mórus, og Rubekkur.
Eða þá kvenmannsnöfnin
Abellóna, Duruta, Gortra og
Sissal.
En við höfum nú lika átt nöfn
eins Amlin, Axelma, Danilúrs,
Dagóbert, Emerentsina, Fimm-
sundtrina.Guðvalinur og Gæflaug
svo að aðeins fá nöfn séu nefnd.
— GFr
Jógvan er algengasta karlmannsnafnið en Anna algengasta kven-
mannsnafnið (Ljósm.:GFr.)
Þarft ÞÚ
að
Það má vel vera að þér finnist
ekki taka þvl að auglýsa draslið
sem safnast hefur I kringum
þig-
LOSA GEYMSLUNA eða
Kemst
bíllinn ekki inn?
Þetta er ekkert mál!
SMÁAUGLÝS/NG í VÍSI
LEYS/R VANDANN
ö/l kvöld nema /augardaga
En þaö getur líka vel veriö aö
einhver annar sé að leita aö þvi,
sem þú hefur faliö I geymslunni
eða bflskúrnum.
V ______________
rJ&{ ■ sítni 8-66-11