Þjóðviljinn - 30.08.1980, Side 22

Þjóðviljinn - 30.08.1980, Side 22
22 SIÐÁ — ÞJÓÐVÍLJINN Helgin 30.-31. ágúst 1980 RÝMINGARSALA á gólfteppum og butum 20%-50% AFSLÁTTUR Stendur f nokkra daga lEPPfíLfíND Grensásvegi 13 Símar 83577 og 83430 Stúdentakjallarinn Klúbbur eff ess DJASS SUNNUDAGS- KVÖLD Guömundur Steingrímsson og hljómsveit hans leika í klúbbnum uppi. Matur frá kl. 6. Fimmtudagur 4. sept.: Reynir Sigurðsson, Tómas Tómasson, Ásgeir óskars- son og Þóröur Árnason með dúndrandi djassmúsík. Stúdentakjallarinn Klúbbur eff ess v/Hringbraut. Óskar Þórðarson frá Haga skrifar Ó, Dj onny 1 stóru timburhúsi, innarlega við Laugaveginn, höfðu þrjár ungar stúlkur rúmgott herbergi á leigu. Tvær þeirra voru skóla- systur minar frá Reykholti. Ég hygg að þær hafi snemma verið allmjög upp á karlhöndina og mjög fljótlega eftir að breski her- inn kom til Islands voru þær komnar „á kaf i bransann”, eins og það var kallað. Einnig mun stallsystir þeirra hafa verið af svipuðu sauðahúsi. Ekki þekkti ég neitt til hennar fyrr en ég heimsótti þær stöllur í vistarveru þeirra við Laugaveginn. Nokkur tengsl og kunnings- skapur var milli Reykhyltinga, bæði skólabræðra og systra, fyrstu árin eftir Reykholtsdvöl- ina. Sumt af þessu unga fólki flutti til Reykjavikur, til frekara náms, og hernámsvinnan og allt það sem hernáminu fylgdi sogaði drjúgan hluta þess til sin á þá staði þar sem mest var um að vera og þá sérstaklega til Reykjavikur. Ég minnist þess að einu sinni var haldið smá sam- kvæmi. svokallað Reykhyltinga- kvöld. Það voru framtakssamir ungiinglingar úr minum árgangi frá Reykholti sem gengust fyrir þvi. Þar var spilað, sungið og dansað og þangað komu ótrúlega margir. Þetta var heilbrigð og fersk unglingavinátta sem entist þó leiðir skildu, en fæst af þessum kynnum leiddu til hjúskapar, þó voru þessi dæmi, jafnvel nokkr- um árum siðar. Dag nokkurn skeði það, að ég hitti þær tvær skólasystur minar sem fyrr er getið, á götu i bænum. Þær buðu mér að heimsækja sig og samdist svo um, að ég gerði um þær visur og hefði með mér, þegar ég yrði gestur þeirra. Samningurinn hljóðaði upp á það, að herbergissystir þeirra skyldi einnig fá sina visu, þó að ég hefði ekki enn séð stúlkuna, né heyrt. Að launum skyldi ég fá kaffi og kökur, eins og mig lysti. Er nú ekki að orðlengja þaö, að ein- hvern næstu daga labbaði ég inn Laugaveginn, hitti þær stöllur heima og um viðtökurnar var ekki að sakast, enda stóð ég við minn hluta af samningnum. Ekki hafði ég lengi dvalið þarna þegar einni vinkonunni varð litið út um glugga og sagði að bragði: — Guð, þarna kemur Djonn (eða hvern fjandann hún nefndi hann). Þessi náungi var breskur hermaður og hafði, að þvi er mér skildist, verið i tygjum viö, ja við skulum segja vinkonu númer eitt, en hún vildi nú ólm segja upp þeirra vinskap og losna við pilt- inn. Gerðist nú margt i miklum flýti meðanDjonn nálgaðisthúsið og fór upp margar tröppur, að útidyrunum. Vinkona númer eitt var drifin inn á klósett, sem var á ganginum og sem, eins og i flestum þessara gömlu húsa, var ekki rúmgóð vistarvera. Ekki þótti rétt að ég, Islendingurinn, yrði séður hjá þeim. Þær vildu auðvitað hafa allt á hreinu. Og einnig ég var drifinn á klósettið, með vinkonu númer eitt og þar hímdum við i þrengslunum meðan vinkonur númer tvö og þrjú fullvissuðu Djonn um að vinkona númer eitt væri ekki heima. Mér varð skyndilega ljóst að ég var staddur i dæmigerðum heimi hins ljúfa lífs hernámsáranna, á markaðs- togi girndar og nýjungagirni. I hjarta minu hafði ég and- styggð á þessu, á hernámi, á her- mönnunum, án þess aö eiga sökótt við hvern einstakan þeirra, og á islensku stúlkunum sem lögðu lag sitt við þá. Mig langaði til að komast burt úr prisundinni, úr loftleysinu og fýlunni, svifta upp hurðinni og hlaupa út úr húsinu, en ég gerði ekki neitt, bara beið. Það tók dálitinn tima að sann- færa dátann um að vinkona hans væri alls ekki i herberginu og á meðan á þvi stóð þorðum við tvö ekki að láta i okkur heyra. En þegar kauði var farinn var okkur gert aðvart og heimsóknin hélt áfram i fyrra horfi. Ég gerði kaffinu og kökunum skil en sam- tal stúlknanna snerist um það hve Djonn væri afskaplega þrár og tortrygginn. Ég fann að ég var algerlega utanveltu i þessum félagsskap. öll hugsun og vandamál kvenn- anna snerust um hermennina. 1 vitund þeirra voru íslendingar ekki lengur til. Og heimsóknin varð einnig nokkuð endaslepp. Ég veitti þvi athygli að vinkona númer tvö var alltaf að lita á kiukkuna á milli þess sem hún fór út að glugganum og kikti út. Það leið heldur ekki á löngu að hún yrði einhvers visari. Þá klappaði hún saman lófunum og hálf- hrópaði upp yfir sig: ö, hann Dikk er að koma. Hann er alltaf svo akkúrat, hann Dikk. Og á meðan hún fór til dyra að taka á móti Dikk sinum, hvisluðust vinkonur númer eitt og þrjú á um að nú yrðum við að fara út, öll þrjú,— Þau verða að fá að vera ein. Það er svo langt siðan ... Ekki get ég sagt að ég harmaði það þótt heimsóknin reyndist töluvert öðruvisi en ég hafði áður gert mér i hugarlund að hún yrði. Vinkonurnar tvær sýndu á sér fararsnið og ég kvaddi og fór. Það var sannarlega að þvi nokkur léttir, að vera aftur kominn út á Laugaveginn þrátt fyrir alla Dikkana og Djonnana, sem voru þar á ferli i hersetinni borg. Vinkona númer eitt giftist seinna Islendingi, að þvi mér var sagt. Vinkona númer tvö hélt alla tið tryggð við hermennina, þá amerisku eftir að þeir komu til landsins. Hún giftist einum slikum, fór með honum til Ameriku, skildi, kom heim, giftist á ný öðrum Amerikana og fór með honum vestur. Vinkona númer þrjú hafði þann hátt á að eignast a.m.k. tvö börn með ameriskum. Einhver ár bjó hún með börn sin i braggaskrifli i Skólavörðuholtinu, liklega við heldur þröngan kost. Hvort nokkur vildi taka sér hana fyrir konu, veit ég ekki. Hernámsmorgunninn 10. mai 1940. Myndin hefur ekki birst áður

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.