Þjóðviljinn - 30.08.1980, Qupperneq 23

Þjóðviljinn - 30.08.1980, Qupperneq 23
Helgin 30.-31. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 Ættin Thorsteinsson Vestfirðingurinn Þorsteinn Þorsteinsson (1817—1864) var ættfaðir Thorsteinsson-ættarinn- ar sem ekki má rugla saman við ættina Thorsteinson (með einu s). A fyrstu áratugum þessarar ald- ar voru synir Þorsteins meöal umsvifamestu manna landsins og margir afkomendur þeirra eru enn mjög áberandi i þjóölifinu. Þorsteinn Þorsteinsson fór ung- ur að aldri til Flateyjar og varð tengdasonur hins fræga athafna- manns Guðmundar Schevings en hann var einn af brautryöjendum i skútuútgerð á Islandi. Þorsteinn eignaðist árið 1847 verslunarstað- inn Paterksfjörö en þar var hann þó ekki nema i nokkur ár. Hann var siðast bóndi i Æðey og fórst i hákarlalegu aöeins 48 áragamall. Synir hans urðu stórkarlar. Þeir voru Davíð Sch. Thorsteinsson, læknir, Guðmundur Sch. Tor- steinsson,kaupmaður, Th. Thor- steinsson, kaupmaöur og stórút- gerðarmaður og Pétur J. Thor- steinsson kaupmaöur og stórút- gerðarmaður. Dóttir Þorsteins var Soffía sem giftist Samúel Richter, kaupmanni i Stykkis- hölmi. Daviö Sch. Thorsteinssonjækn- ir (1855—1938) var giftur Þórunni Stephensen. Meðal barna þeirra voru Þorsteinn Sch. Thorsteins- son.apótekari i Reykjavikurapó- teki, tengdasonur Jóhannesar Paturssonar, frelsishetju Færeyinga, og Magnús Sch. Thorsteinsson, forstjóri Smjör- likisgerðanna i Reykjavik. Fyrri kona Magnúsar var Laura Haf- stein, bróðurdóttir Hannesar Haf- stein, ráðherra, og voru synir þeirra Daviö Sch. Thorsteinsson, iðnrekandi og Gunnar Sch. Thor- steinsson.verkfræðingur, tengda- sonur Björns Hallgrfmssonar, for- stjóra (H.Ben & Co). Seinni kona Magnúsar Sch. Thorsteinssonar var Sigriður Briem. Þorsteinn Thorsteinsson (1856—1920), sem kallaði sig jafn- an Th. Thorsteinsson, var einhver auðugasti kaupsýslu- og útgerð- armaður landsins á sinum tima. Hann var tengdasonur Geirs Zoega, kaupmanns sem fyrstur manna hóf skútuútgerð i stórum stil við Faxaflóa. Th. Thorsteins- son gerðist meðeigandi að rekstri tengdafööur sins 1889 en stofnaöi 1896 verslunina Liverpool i Reykjavik og hafði jafnframt mikla þilskipaútgerö og siðar tog- araútgerð. Meöal togarafélaga sem hann var aðaleigandi aö voru Trawlfélagið Bræðurnir Thor- steinsson, Bragafélagið og G. og Th. Thorsteinsson. Meöal barna Th.Thorsteinssonar < var Geir Thorsteinsson sem hélt áfram togaraútgerð til dauöa- dags. Hann var tengdasonur Hannesar Hafsteins.ráðherra. Meðal félaga hans i útgeröinni um tlma var Hallgrimur Bene- diktsson, stórkaupmaður sem giftur var inn i ZoSfeaættina (þaö- an kemur nafn Geirs Hallgrims- sonar). Og enn heldur þessi út- gerð áfram og er Ragnar Thor- steinsson,sonur Geirs,nú forstjóri hennar (togarinn Karlsefni). Hann er m.a. faöir Hallgrims fréttamanns hjá útvarpinu. Systir Ragnars er Kristjana Milla Thor- steinsson, viöskiptafræðingur, eiginkona Alfreös Eliassonar, Flugleiðaforkólfs. Dóttir Th. Thorsteinssonar var Guðrún, eig- inkona Böðvars, menntaskóla- kennara og forstjóra, Kristjáns- son'ar, ráðherra, Jónssonar af Gautlandakyni. Þeirra sonur er Gunnar Böðvarsson, yfirverk- fræðingur og siöar prófessor I Bandarikjunum. Pétur Jens Thorsteinsson (1854—1929) var launsonur Þor- steins Þorsteinssonar og ekki af ætt Guðmundar Scheving. Hann var um tima mesti athafnamaður landsins. Hann gerði Bildudal að stórveldi og keypti þá m.a. Vatn- eyri við Patreksfjörð. Siðar stofn- aði hann Miljónafélagið (sem hét raunverulega P.J. Thorsteinsson & co), ásamt Thor Jensen og fleirum. Þaö hafði aðalstöðvar i Viðey og mikil umsvif. Siðasta stórfyrirtæki Péturs var togara- félagiðHaukur i Reykjavik. Kona hans var Asthildur Guðmunds- dóttir (systir Theodóru Thorodd- sen) og áttu þau fjölmörg börn sem nú er mikill ættleggur kom- inn af. Katrin var elst barna Péturs og Asthildar. Hún var fyrri kona Eggerts Briem^tórbónda i Viðey og voru börn þeirra m.a. Ast- hildur, kona Þóröar Flygenring kaupmanns og útgerðarmanns i Hafnarfiröi, Sverrir Briem.stór- kaupmaður i Reykjavik, Gyða er átti Héðin Valdimarssoiyilþingis- mann en siöar Guðmund Þorkels- son,fasteignasala, Eirikur Briem forstjóri Landsvirkjunar og Guö- rún, fyrri kona Péturs Benedikts- sonarsendiherra, bankastjóra og alþingismanns (bróður Bjarna, forsætisráðherra). Pétur J. Thor- steinsson, sendiherra, er sonur Katrinar. Helga hét önnur dóttir Bildu- dalshjónanna. Hún var gift ólafi Johnson, stórkaupmanni (O. Johnson & Kaaber). Sonur þeirra var Friðþjófur Ö. Johnson.fram- kvæmdastjóri, tengdasonur Jóns Ólafssonar, bankastjóra, út- gerðarmanns (Alliance) og Eirikur Briem framkvæmda- stjóri Landsvirkjunar, kominn af Þorsteini i Æðey I 3. liö Alfreð Eliasson fyrrv. Loftlciða- forstjóri, kona hans er komin af Þorsteini i Æöey i 3. lið örn ó. Jónson stjórnarformaöur Flugleiða, kominn af Þorsteini i Æðey i 3. liö alþingismanns. Sonur Friðþjófs er Rafn Johnson i Heimilistækj- um h.f. Annar sonur Ólafs og Helgu er Pétur ó. Johnson.fram- kvæmdastjóri i New York, sem giftur er inn i Thorsættina, og örn ó. Johnson, stjórnarformaður Flugleiða sem einnig er giftur inn i Thorsættina. Þriðja dóttir Péturs J. Thor- steinssonar var Borghildur. Hún giftist ólafi.ritstjóra tsafoldar. Björnssonarrráðherra,Jónssonar. Ólafur var bróðir Sveins Björns- sonai; forseta. Meðal barna Borg- hildar og Ólafs voru Elisabet, gift llilmari Thors, lögfræðingi, en þeirra sonur var svo aftur ólafur B. Thors, borgarstjórnarfulltrúi, Pétur ólafsson,hagfræðingur og lengi forstjóri Isafoldar (tengda- sonur Magnúsar Kjaran, stór- kaupmanns) og Björn ólafsson, fiðluleikari. Fjórða barn Péturs á Bildudal var Asta. Hún var kona Jóns Ilermannssonag lögreglustjóra i Reykjavik. Dóttir þeirra var Gyða, gift Lorentz Thors, einum af Thorsbræðrum, en þeirra son- ur var m.a. Jón Thors,deildar- stjóri i dómsmálaráðuneytinu. Sonur Astu og Jóns var Hermann Jónsson lögfræðingur sem giftur var Auði Auðuns, ráðherra. Yngsta barn þeirra Astu var Ing- unn, gift Kristjáni G. Glslasyni sem lengi var framkvæmdastjóri Verslunarráðs Islands. Kristján var sonur Garðars Gislasonai; stórkaupmanns, eins mesta auð- manns landsins. Börn Ingunnar og Kristjáns eru Garðar Gislason, borgardómari, Jón Gislason,lög- fræöingur (giftur inn i Laufásætt) og Þóra Kristjánsdóttir, forstöðu- maður Kjarvalsstaða, eiginkona Sveins Einarssonar, Þjóðleikhús- stjóra. Guörún hét enn ein dóttir Pét- urs J. Thorsteinssonar. Hún átti Gunnar Egilson,forstjóra Bruna- bótafélagsins og siðar verslunar- fulltrúa á Spáni en hann var af þekktri útgeröarmannaætt i Hafnarfirði — og reyndar skáldaætt (Sveinbjörn Egilsson — Benedikt Gröndal). Þau Gunnar áttu mörg börn. Eitt var Elisabet, kona Indriða Waage.bankaritara og leikara, annað Asthildur sem fyrr átti Stcfán Þorvarðsson, sendiherra en siöar Hauk Þor- leifsson.bankaféhirði (þeirra sonur, Þorleifur Hauksson, bók- menntaráöunautur Máls og menningar), þriðja Helga, leik- ritaskáld, kona Rögnvalds Sigur- jónssonar, pianóleikara og fjórða Gunnar Egilson, hljóðfæraleikari. Nokkra syni áttu Bildudals- hjónin m.a. Guömund Thorsteins- son,listmálara (Mugg), Samúel Thorsteinsson, lækni i Kaup- mannahöfn og Friðþjóf Thor- steinsson, verslunarmann. Það er athyglisvert að af- komendur stórútgerðarmann- anna Péturs J. Thorsteinssonar og Thors Jensens sem bæöi voru keppinautar stundum og sam- herjar (Miljónafélagið) giftust innbyröis a.m.k. á fjórum stöð- um. Pétur 0. Johnson, dóttur- sonur Péturs, giftist Margréti Þorbjörgu Hallgrimsson, dóttur- dóttur Thors. Orn Ó. Johnson, dóttursonur Péturs, giftist Margréti Þorbjörgu Thors, son- ardóttur Thors Jensen. Elisabet Ólafsdóttir, dótturdóttir Péturs, giftist Hilmari Thors, syni Thors Jensens, og Gyða Jónsdóttir, dótturdóttir Péturs, giftist Lorentz Thors, syni Thors Jen- sens. P.s. Ætt Sveins Nielssonar á Staðastaö, sem lofað var i slð- asta þætti verður enn að biöa um hriö. P.s. Allar ábendingar eru vel þegnar. Skrifið Sunnudagsblaði Þjóðviljans, Siöumúla 6. —GFr /?/fífíO/V-stóllinn RIBBON kemur ' » ósamansettur ■ en hver sem er getur sett hann saman án verk- færa. RIBBON getur veriö stakur stóll eða raðsófi eða jafnvel sófi meö örmum. RIBBON: Stólinn sem fer sigurför um heiminn, jafnt fyrir unga sem aldna. Teiknaður af Niels S. Bendtsen og framleiddur af KEBE MÖBLER. Þessi stóll vakti strax athygli fyrir cinfalt en um leiö fallegt útlit og Museum of Modern Art i New York valdi stól þennan sem sýningargrip. JIE Loftsson hf. Hringbraut 121 Jón Sími 10600 Auglýsing um adalskoöun bifreida f lögsagnarumdæmi Kefla- vikurT Njarövíkur, Grinda- víkur og Gullbringusýslu AAánudaginn Þriðjudaginn AAiðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn AAánudaginn Þriðjudaginn AAiðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn AAánudaginn Þriðjudaginn AAiðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn AAánudaginn Þriðjudaginn AAiðvikudaginn Fimmtudaginn 1. sept. 0-5051 — 5125 2. sept. Ö-5126 — 5200 3. sept. 0-5201 — 5275 4. sept. Ö-5276 — 5350 5. sept. Ö-5351 — 5425 8. sept. Ö-5426 — 5500 9. sept. Ö-5501 — 5575 10. sept. Ö-5576 — 5650 11. sept. Ö-5651 — 5725 12. sept. Ö-5726 — 5800 15. sept. Ö-5801 — 5875 16. sept. Ö-5876 — 5950 17. sept. Ö-5951 — 6025 18. sept. Ö-6026 — 6100 19. sept. 0-6101 — 6175 22. sept. Ö-6176 — 6250 23. sept. Ö-6251 — 6325 24. sept. Ö-6326 — 6400 25. sept. ö 6401 og þar yf ir. Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sinar að Iðavöllum 4 í Keflavík og verður skoðun framkvæmd þar á fyrrgreindum dögum milli kl. 8:00 — 12:00 og 13:00 — 16:00. A sama stað og tíma fer fram aðalskoðun annarra skráningarskyldra ökutækja s.s. bifhjóla og á eftirfarandi einnig við um umráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því að bifreiðagjöld fyrir árið 1980 séu greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðun- ar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn i Keflavík, Njarðvik, Grindavík og Gullbringusýslu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.