Þjóðviljinn - 30.08.1980, Blaðsíða 32
ÞJÓÐVHMN
Helgin 30.-31. ágúst 1980
nafn*
„Stormur birtir stýri-
mennsku” segir gamalt mál-
tæki og mjög hefur stormað i
kringum Sigurð Helgason for-
stjóra Flugleiða frá þvi að hann
varð einvaldur i fyrirtækinu
fyrir tveimur árum. Stýri-
mennska hans er umdeild á
þessari stormasömu tið i sögu
Flugleiða og meðan mesta hvið-
an gengur yfir frá siðustu upp-
sagna- og endurskipulagn-
ingarhrinu heldur forstjórinn
sig i viðskiptaerindum i Banda-
rikjunum.
Vafalitið hafa fáir þurft að
taka eins afdrifarikar ákvarð
anir og forstjóri Flugleiða nú
siðustu misseri. Hitt er aftur
meiri óvissu hvert förinni er
heitið og hvernig er háttað þeim
alþjóðlegu tengslum og dóttur-
fyrirtækjasamböndum sem
einkum eru verk Sigurðar
Helgasonar frá siðustu árum
Flugleiða.
Sigurður Helgason er nú um
sextugt. Hann gerðist starfs-
maður flutningadeildar Banda-
rikjahers i Rvik á striðsárunum
og fór upp úr þvi tii verslunar-
náms við Colombiuháskóla i
New York. Að loknu námi
stundaði hann innkaupastörf
fyrir islensk fyrirtæki i Banda
rikjunum. Frá ’48 til ’61 var
Sigurður framkvæmdastjóri
Orku h.f. og Steypustöðvarinnar
h.f. i Reykjavik, en var jafn
framt varaformaður stjórnar
Loftleiða frá 1953. Hann var um
svifamikill hluthafi i fyrirtækj
um hér heima en veðjaði að lok
um öllu á flugið, og gerðist for-
stjóri dótturfélags Loftleiða h.f.
i New York frá 1962, þ.e.a.s. Ice-
landic Airlines Incl.
Við sameiningu flugfélaganna
á sinum tima söfnuðu Helgason
bros. (Sig. Helg. og Gunnai
Helg.) og komust i oddaaðstööu
i kompanii með þeim mönnum
sem kenndir eru við Klak hf.
(Hans Indriðason, Björn Theó-
dórsson, Sveinn Valfells o.f).).
Sigurður Helgason var siðan
kallaður heim og sneri þá baki
við Loftleiðafélögum sinum,
enda sá forystuarmur mjög tek-
inn að gamlast og þreytast.
Samkeppni sú sem gömlu Loft-
leiðaforstjórarnir beittu sér
fyrir viö Flugfélagið á Norður-
landaleiðunum varð m.a. til
þess að sameiníng félaganna
þótti nauðsyn.
begar erfiöleikar Fiugleiða
jukust með harðnandi sam-
keppni á Atlantshafsleiðinni, og
hækkandi oliuverði þótt inarg-
fait framkvæmdastjórakerfi
þungt i vöfum og smám saman
varð Sigurður Helgason einráð-
ur i fyrirtækinu, amk. útávið,
enda þótt örn Johnsen sé einnig
kunnur af þvi að geta ekki siður
hugsað nokkra leiki fram i tim-
ann i innri refskák, enda enn
stjórnarformaður.
Sigurður Helgason hefur orð á
sér fyrir harðneskjulegan
stjórnunarstil, þykir maöur
svarkaldur og skjótráður. Sá
ameriski forstjóratónn sem
hann hefur sett á fyrirtækið
hefur mælst misjafnlega fyrir
og ekki fyrir aðra en „Sigurðar-
menn” aö stiga dansinn eftir
honum.
Eintómir „Sigurðarmenn”
Framhald á bis. 27
Xftalsími Pjóftviljans er N133.I kl. 9-20 mónudaga til föstudaga.
l'tan þess tlma er hægt aö ná í blaöamenn og aöra starfsmenn
blaösins í þessum simum : Ritstjórn 81382, H14H2 og H1527, umbrot
H12H5. Ijósmvndir H1257. l.augardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aÖ
ná í afgreiöslu blaösins I slma H1663. BlaÖaprent hefur sfma 8134H
og eru blaöamenn þar á vakl öll kvöld.
Aðalsími
81333
Kvöldsími
81348
Helgarsími
afgreiðslu
81663
VSÍ lagði fram tilboð sem eykur til muna launabilið milli ASÍ og BSRB:
VIÐRÆÐUSLIT
„Vinnuveitendur tilkynntu
okkur að þessar tillögur væru
beirra lokasvar að hlutfallsleg
visitala væri skilyrt forsenda og
að auki sambærileg um þær
félagsmálakröfur sem þeir settu
fram á sinum tima og ASt hefur
áður algerlega hafnað. t fáum
orðum sagt þá auka þessar til-
lögur atvinnurekenda til muna
launamismun milli félagsmanna
BSRB og ASt, en við höfum lagt
megináherslu á það i þessum
samningaviðræðum að jafna
þetta launabii" sagði Haukur
Már Haraldsson blaðafulltrúi
Alþýðusambandsins i samtaii við
Þjöðviljann I gærkvöldi.
A fundi deiluaðila með sátta-
nefnd í gær lögðu vinnuveitendur
fram tilboð-um 10 þús. kr. kaup-
hækkun á lægstu laun, þannig að
þau verði 285 þús. á mánuði, en
samkvæmt tilboðinu dregur siðan
ört úr hækkuninni eftir þvi sem
launin er hærri. Viðræðunefnd
ASl ákvað i gærkvöldi að slita
frekari viðræðum að óbreyttri af-
stöðu vinnuveitenda.
„Það verður að taka það fram
að sú hækkun sem VSl býður er
ekki einu sinni grunnkaups-
hækkun, heldur inniheldur hún
visitölu, álög og annað”. sagði
Haukur.
Ef tilboð VSI er borið saman við
nýju BSRB samningana kemur i
ljós að á launbilinu 275-450 þús
þar sem grunnkaupshækkun
BSRB manna er 14 þús. kr. er
hækkunin til launafólks innan
VMSI frá 10 þús. kr. niður i 2900
kr. eða frá 3.6% i 0.6%.
A launaflokkum frá 450 þús. til
500 þús þar sem BSRB menn fá
6000 kr. grunnkaupshækkun, er
hækkunin samkvæmt tilboði VSI
2300 kr. niður i 283 kr. eða frá
0.5% til 0.1%.
Haukur Már sagði að fulltrúar i
samninganefnd ASI myndu nota
helgina til viðræðna við sérsam-
böndin, en 14 manna nefndin
myndi koma saman strax eftir
helgi, og þá yrði tekin afstaða til
frekari aðgerða af hálfu Alþýðu-
sambandsins.
-lg-
gengu á fund forsætisráðherra og
er frá þessu skýrt á siðu fjögur og
fimm i dag.
Ljósm.gel.
Sjá bls. 4—5
Nýbakaður heimsmeistari,
Kasparov.
Kasparov
vann!
Garry Kasparov tryggði sér i
gær heimsmeistaratitil unglinga,
er hann gerði jafntefli viö Mor-
ovic frá Chile i aðeins fimm leikj-
um. Eðlilegt er að hann taki enga
áhættu, þó flestum hafi þótt þetta
fullmikið af þvi góða. Reyndar
voru um það sögusagnir I Dort-
mund i gær aö fylgisveinar hans
hafi lagt honum þetta fyrir.
Jón L. Arnason missti af mögu-
leikanum til að ná i 2. sætiö, er
hann varð að sætta sig við jafn-
tefli með svörtu gegn Morales frá
Mexico.
Þegar ein umferö er eftir, en
hún verður tefld á sunnudag.'er
Kasparov meö 10 vinninga, en i 2.-
3. sæti eru þeir Morovic Chile og
Neguleschu, Rúmeniu með 8
vinninga. Reyndar átti Short,
Englandi biðskák þegar þetta var
skrifað, og góða möguleika á 8,5
vinningum. Jón er með 7 vinn-
inga, og vel fyrir ofan miöju.
—eik—
Flugleiðir
Starfsmenn farskrárdeildar
Flugleiða fóru sér hægt við vinnu
I gær og mótmæltu með þeim
hætti uppsögn deildarstjórans.
Fulltrúar stéttarfélaga flugliða
Blöðin hækka
Frá næstu mánaðarmótum
verður áskriftargjald Þjóðviljans
kr. 5.500 á mánuði. Lausasöluverð
kr. 280 pr. eintak, nema Sunnu-
dagsblaðið á kr. 400 (óbr.)
Grunnverð auglýsinga verður kr.
3.300 pr. dálkcm.
Sjávarhitinn við landið um 2 C°yfír
meðaltali
Faxaflói fullur
af marglyttum
„Það er orðið svo mikið um
marglyttu i sjónum um allan
Faxaflóa að hann er viða eins og
mjólkurlitaður. Þaö eru um 10
dagar siðan ég tók fyrst eftir
þessu en það er einsog marglytt-
urnar hafi komið á einni nóttu”,
sagöi trillusjómaður sem leit við
á ritstjórn Þjóðviljans í gær.
Hann hefur lagt ýsunet út af
Sviðsbrúninni með góðum ár-
angri um nokkurn tlma, en eftir
að sjórinn fylltist af marglyttum
hefur alveg tekið fyrir veiöina
enda netin full af marglyttu.'lýi.
„Ég hef eiginlega átt von á
þessu I allt sumar,” sagöi Ingvar
Hallgrimsson fiskifræðingur að-
spurður um þessa marglyttu-
göngu.
„Sjávarhitinn hefur verið alveg
óvenjuhár i sumar eða um 2° C
yfir meðaltali, og því hafa borist
hingað alls kyns suðræn sjávar-
dýr og svif. Marglytturnar hafa
borist með straum hingað norður
eftir en þeirra hefur mikið verið
vart I kringum Bretlandseyjar i
sumar. Þessi ganga er meö
stærsta móti sem hingað hefur
borist, en áður hefur borið nokkuð
á þessu sumarið 1974 og ’63.
Ingvar sagði að rannsóknar-
skipið Dröfn væri nú við Eldey og
þar væri allt krökkt af marglytt-
um.
„Marglytturnar timgast mjög
ört, og því ekki óliklegt að sjó-
mönnum finnist þetta koma á
einni nóttu. Mesta ólánið við þetta
er hvað marglytturnar festast
mikið I netum og draga þannig úr
veiði.
Það má alveg búast við annari
marglyttugusu ef veðrið helst
svona hlýtt eins og verið hefur”
sagði Ingvar að lokum.
-lg-
Sölustjóri Flugleiöa segir upp:
Bíð ekkí eftir sparkínu
— segir Ásbjörn Magnússon, sem starfað hefur við flugið i 30 ár
Það er rétt. Ég sagði upp
i gær og hætti á mánudag
sagði Ásbjörn Magnússon,
sölustjóri Flugleiða í sam-
tali við Þjóðviljann í gær.
Ásbjörn hefur starfað við
flugið frá árinu 1947 með
fimm ára hléi á sjötta ára-
tugnum, en þá rak hann
ferðaskrifstofuna Orlof.
Um ástæður uppsagnarinnar
sagði Asbjörn: Ég er ekkert að
biða eftir skellinum, þetta er allt
að dragast saman og það liggur i
loftinu aö hér verða hlutirnir end-
urskipulagðir í samræmi við
breytta aðstöðu fyrirtækisins á
næstunni. Slikt kallar á miklu
færri menn til starfa og ég álit að
ég heföi ekki orðið starfsmaöur
fyrirtækisins til lengdar hvort eð
væri.
Dagurinn sem Asbjörn sagði
starfi sínu lausu var fyrsti form-
legi starfsdagur nýs yfirmanns
hans, en á fimmtudag tók Björn
Theodórsson formega við fram-
Tryggingabætur
hækka um 8,7 %
Allar bætur almannatrygginga,
svo og tckjutrygging elli- og
örorkulifeyrisþega hækka frá og
með 1. scptember um 8,7% til
samræmis viö liækkun kaup-
gjaldsvisitölu.
Þetta er i þriðja sinn sem bætur
almannatrygginga hækka á ár-
inu, 1. mars hækkuðu þar um
6,67% 1. júni um 11,7%, en þá
hækkaði tekjutryggingin um
17,29%. Hafa bæturnar hækkað
alls á árinu um 29,36% og tekju-
trygging um 35,8%.
Upphæöir helstu bótaflokka
verða þá á mánuði frá 1. sept.:
Elli- og örorkulifeyrir kr. 99.792
(hjóna: kr. 179.626), tekjutrygg-
ing kr. 96.248 (hjóna kr. 162.711),
barnalifeyrir 1 barns kr. 51.065
mæðralaun vegna eins barns kr.
8.754, vegna tveggja kr. 47.520 og
vegna þriggja barna kr. 95.035,
ekkjubætur — 6 mánaða og 8 ára
slysabætur kr. 125.038, ekkju-
bætur — 12 mánaða kr. 93.759,
fæðingarkostnaöur kr. 50.904 og
heimilisuppbót kr. 34.247. — vh
kvæmdastjórn markaðssviös sem
söludeild heyrir undir. Aöur
gegndi Martin Pedersen þeirri
stöðu en hann „hætti” ásamt Jóni
Júliussyni um siðustu mánaða-
mót. Asbjörn sagði að I uppsögn
sinni fælust engin mótmæli gegn
þessum nýja yfirmanni, ástæð-
urnar væru einfaldlega þær að
miklar breytingar lægju I loftinu,
svo virtist sem Atlantshafsflugið
yrði fellt niöur og fækkun starfs-
manna væri óumflýjanleg. Ann-
ars vil ég sem minnst um þetta
segja, sagði hann.
Um hvað viö tæki hjá sér vildi
Asbjörn engu spá, hann sagðist
ætla að hugsa ráð sitt. Annars er
þetta engin skyndiákvörðun, það
hafði svo sem hvarflað að fólki að
hér gætu oröið breytingar i þessa
veru, sagði hann.
Asbjörn Magnússon hóf störf
hjá Flugfélagi Islands 1943 en
geröist siðar flugumsjónarmaður
þegar rikið tók við rekstri flug-
vallanna. Arið 1947 varð hann yf-
irmaður fyrstu söluskrifstofu
Loftleiða erlendis en hún var i
Kaupmannahöfn og stjórnaði
hann fyrst henni og siðan sameig-
inlegri skrifstofu F1 og LL fram
til ársins 1952. Þá rak hann ferða-
skrifstofu sem fyrr segir en 1957
réðist hann aftur til Loftleiða og
hefur verið sölustjóri Flugleiða
frá sameiningu félaganna.