Þjóðviljinn - 09.09.1980, Side 3

Þjóðviljinn - 09.09.1980, Side 3
Þriftjudagur 9. september 1980 ÞJÓDVILJINN — StÐA 3 Lögreglan tók blaðamann við vinnu í míðbænum Gripinn haustaki og dreginn upp í bílinn Vitnum og framburði lögreglumanna ber ekki saman iólátunum I miftbænum á föstu- dagskvöldift gerftist sá atburftur, aft lögreglan handtók Guftlaug Bergmundsson, blaftamann Helgarpóstsins, sem var þar vift störf sin ásamt Ijósmyndara og öftrum fréttamönnum. Lögreglan gaf honum aft sök aö hann heföi truflaö hana í starfi og sýnt inótþróa, en þeir sem voru í fylgd meft honum og urftu vitni aft atburftunum, staftfesta þá sögu engan veginn. Aödragandi málsins var sá aö Guölaugur og ljósmyndarinn komu niöur i miöbæinn skömmu eftir miönætti til að fylgjast með ástandinu þar og höföu fyrst viðtöl við fólk i Grjótaþorpi. A þeirri leiö ræddi Guðlaugur stutt- lega um ástand og horfur á staðn- um við lögregluþjón, sem stóö þar. Um hálf tvö leytiö fóru þau siðan niöur i Aöalstræti og þaðan upp i Austurstræti og gengu um göturnar i fylgd meö fréttaritara fransks stórblaðs og blaðamanni Þjóöviljans. Kynnti Guðlaugur sér hvaö var á seyði, en kom hvergi nálægt þar sem lögreglan var að störfum. Um hálf þrjú kom hann svo aftur i Aðalstræti, þar sem mikill fjöldi unglinga var saman kominn og lögreglan var að hafa afskipti af þeim. Þá vikur lögregluþjónn einn sér skyndilega að ljósmynd- aranum og spyr með nokkrum þjósti til hvers sé verið að taka myndir. Guðlaugur spyr þá á móti hvort ganga um miðbæinn sé nú óheimil, en greinir siðan frá ferðum þeirra. Lögregluþjónninn virtist ekki trúa þvi að hann væri blaöamaður og krafði hann um persónuskilriki. 1 sama bili flykktust að þeim f jórir eða fimm lögregluþjónar og litu á skilrikin sem Guðlaugur sýndi mjög greiðlega. Siöan hurfu þeir allir á braut. En fáum minútum siðar sér blaðamaður Þjóðviljans að Guðlaugur er gripinn haustaki og dreginn öfugur upp i lögreglubil. Það var Magnús Einarsson að- stoðaryfirlögregluþjónn sem framkvæmdi handtökuna, og samkvæmt frásögn Guðlaugs gaf hann honum fyrst að sök að hann hefði slegiö sig.En þegar á lög- reglustöðina kom var þó tónninn annar þvi að Magnús sagði að ástæða handtökunnar væri „ölvun og mótþrói”. Guðlaugur krafðist þess þá að blóðsýni yrði tekið þegar i stað, en þvi var ekki ansaö heldur var hann umsvifa- laust fluttur með valdi i fanga- klefa. Hann var loks tekinn til yfirheyrslu á fimmta timanum og látinn laus skömmu siðar. Þeir sem verið höfðu i fylgd með Guðlaugi höfðu þegar sam- band við lögregluna og spurðu um ástæður handtökunnar, en fengu heldur loðin svör — og mismun- andi eftir þvi hver gaf þau. A sunnudaginn birti Morgunblaðiö svo frétt um atburðina og var þessi frásögn þar höfð eftir Guðmundi Hermannssyni yfir- lögregluþjóni: „Hann (þ.e. Guðlaugur Bergmundsson) var einn þeirra sem hindruðu störf lögreglunnar og reyndist hann vera blaða- maður Helgarpóstsins, sem lög- reglumenn vissu raunar ekki er hann var handtekinn. Hér er fyrirliggjandi skýrsla á hann, og þar kemur m.a. fram að hann var að hvetja unglinga til þess að láta lögregluna ekki taka sig, og ansa ekki þessum „fiflalátum” lögreglunnar. Hann reyndi sem sagt með orðum að hafa áhrif á fólk i þá átt að það hunsaði lögregluna. — Klukkutima eftir að hann er fyrst staðinn að þessari iðju sinni, er hann svo enn staðinn aö verki, og þá er hann handtekinn”. 1 samtali við Þjóöviljann sagði blaðamaður Morgunblaðsins að þessi frásögn væri tekin nákvæm- lega eftir Guðmundi Hermanns- syni. En þegar frét.tamaður Þjóðviljans hafði samband við yfirlögregluþjóninn i gær, endur- sagði hann skýrsluna á nokkuð annan veg. Hann sagði að um kl. 1.50 hefði Guðlaugur Bergmundsson verið að finna að þvi við lögregluþjón- ana að þeir skyldu vera að skipta sér af unglingunum. Lögreglu- þjónarnir hefðu beöið hann að hætta þessum aðfinnslum sinum, þvi að þeim hefði litist svo á að þær æstu unglingana til mótþróa gegn lögreglunni og gerðu illt verra. Um fjörutiu minútum siðar hefði hann verið handtek- inn, þar sem hann hefði ekki vilj- að láta af þessari iðju sinni og svarað lögregluþjónum út i hött þegar hann hefði verið krafinn Þaft hefur verift sukksamt I miftborginni I Reykjavlk. Þessi mynd er raunar ekki tekin aft næturlagi, heldur á Austurvelli eftir aft hádegis- barir lokuöu á sunnudag. Ljósm. gel. um nafn og skilriki. Þeir sem voru i fylgd með Guðlaugi segja að það sé fjar- stæða að hann hafi á nokkurn hátt „reyntaðhafa áhrif á fólk i þá átt að það hunsaði lögregluna”, og þeir kannast ekki við nokkur orðaskipti af þvi tagi sem Guðmundur Hermannsson yfir- lögregluþjónn tilgreindi i siðari frásögn sinni. e.m.j. Stór- kaup- menn mót- mœla Félag islenskra stórkaupmanna hefur harð- lega mótmælt bráðabirgða- lögunum frá 5. september um timabundið innflutnings- gjald. Félagið lýsir furðu sinni yfir þessum aðgerðum sem það telur þvert ofani óskir hiutaðeigandi aðilja. Félagiö itrekar þá skoðun sina að verndartollar sem þessir þjóni enganveginn hagsmunum framleiðenda, hafi einungis i för með sér hærra verð til neytenda og aukna skattheimtu þess opinbera. Til verndar kex- og sælgætisframleiðslu: Tímabundið inn- flutningsgjald Iðnrekendur á móti verndartollum, enda hafa þeir gerst innflytjendur og keppa við sjálfa sig Gefin hafa verið út bráða- birgftalög um timabundið inn- flutningsgjald á erlent sælgæti og kex, 40% á sælgætift og 32% á kexift. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá fjármálaráftuneytinu er tilgangurinn sá aft veita innlend- uin fyrirtækjum á svifti sælgætis- framleiöslu svigrúm til aö laga sig aft óheftri samkeppni á þess- um vörum. Lögin gilda frá 5. september i ár og fram til fyrsta mars 1982. Þjóðviljinn hafði samband við Ingjald Hannibalsson deildar- stjóra hjá Félagi fslenskra iðn- rekenda og spurði hann álits á þessum ráðstöfunum. Hann sagði að félagið væri i grundvallar- atriðum andsnúið verndartollum. Það heföi á sinum tima stutt inn- gönguna i Friverslunarbanda- lagið, og þá, sem nú, taliö að vinna ætti i samræmi við þaö. Reynsla okkar Islendinga sem og annarra þjóða af verndartollum væri slæm, yfirleitt reyndust greinarnar sem þannig væru verndaðar illa samkeppnisfærar þegar hömlum væri aflétt. Hið rétta i sambandi við sælgætis- og kexiðnaöinn heföi verið að gefa innflutninginn frjálsan meðan tollar voru enn háir þannig aö innlend framleiðsla hefði á löng- um tima getað lagað sig að sam- keppni. Ennfremur sagði Ingjaldur að ekki hefði verið rétt að þessum málum staöiö núna. Það hefði veriö tilkynnt i desember i fyrra að til stæði aö gefa innflutninginn frjálsan i april á þessu ári. Hins- vegar hefðu gjaldeyrisbankarnir i raun og veru gefið hann frjálsan strax i janúar og mikil holskefla af erlendum vörum heföi skollið yfir á stuttum tima og án eðlilegs aðdraganda. Þá sagði hann að félagið hefði sent iðnaðarráðuneytinu tillögur um þróunarátak i islenskum sæl- gætis- og kexiðnaði næstu 18 mánuðina. Þessar tillögur taka til hönnunar umbúða, eflfngar markaösaðstööu, þróunar vöru- tegunda, aöstoðar við fram- leiðsluaukningu og rekstrarhag- ræðingar, auk námskeiða i tengslum við Iðnfræðsluráð. Framleiðendur flytja inn Það hefur oft verið nefnt að undanförnu að islenskir framleiö- endur væru orðnir umsvifamiklir á sviði innflutnings. Ingjaldur staðfesti að svo væri. Hinsvegar væri það ails ekki óeðlilegt. Is- lenskir aðiljar gætu ekki fullnægt þörfum neytenda með innlendri framleiöslu einvörðungu og eðli- legt aö þeir reyndu að fullkomna úrvaliö með erlendri framleiðslu. Ennfremur væri eðlilegt aö það væru framleiðsluaðiljar á þessu sviði sem sæju um innflutninginn en ekki aðrir. Aö lokum sagði Ingjaldur þaö skoðun sina aö þó að innflutnings- aukningin á sælgæti væri vissu- lega ógnvekjandi mætti á það minna að svipað hefði gerst i Danmörku fyrir nokkrum árum þegar innflutningur þar hefði veriðgefinn frjáls. Þar hefði jafn- vægi þó náöst fljótlega og engin ástæða væri til að ætla að annað yrði uppá teningnum hér. — Ö.Th. Björn Bjarnason hjá Iðju um innflutningsgjald á kex og sœlgæti: Laukrétt ráðstöfun Björn Bjarnason hjá Iðju taldi innflutningsgjaldið lauk- rétta ráðstölun. El svo hetoi haldið fram sem horfði hefði þessiaukni innflutningur riðið framleiðendum að fullu, þeir hefðu ekki haft kraft tii að taka á sig öldudalinn. Það væri einskær kokhreysti i iðnrekendum þegar þeir segðust vera á móti þessu gjaldi. Miklar uppsagnir hefðu verið i þessum iðnaði i sumar, t.d. hefði kexgerð Sambands- ins lokað og ljóst að allt var komið á heljarþröm. Erlendar vörur hefðu verið boðnar hér á undirboðsverði i miklu magni enda þótt það verö heföi verið kallað kynningarverð og þetta hefði verið að drepa innlenda framleiöslu. Ef stutt væri viö bakiö á framleiðendum veigruðu þeir sér viö að hella sér af fullum krafti úti inn- flutning. \. be J ii , fund {-brc ■r) fla >«1 r oöa Ord 'áéld Or« Bgnótt. -hagur |-ha:qoyl a. ti. -hjaldur (-f>al n. (fm.) Ordyvdori. 'OI'UM; -----------------11------ (13H.). -brigöi l-brl« ^Tríg^rPnpTMTonn ijarfur f-d Hndfe, h én glei cliryUsmi •-I * oröhag ___ r h'olkemunde; sensationrl: ori •rifíevgt: Það vnrð mi .1 rðf . ARTILBOÐ flii l-J f. Rvgie. -flatkja ftflai <ja, -flai »>al h.iy/cfj ed er nui 1 Þ ri.in (ODavSk 352). -hrak ............^ , ), den onllose sigclis, ^ikkerl Ord! kið o. | r/n Jinbúft henni vatd#0*4*5* { fc>:U*l*'llhe<i. -f*r f-fai r| a. veltalende. s }ÞI. &2). -faerö |-taiiíf f.. -færi [ta/e?/ o.. slaebende Siil eTTtojere Siil. — 2. (• , viðftætr.’k'í.: 54.958, <Viðb&tiiáIM9ó3) vMUf burtdiitn í^áriis '::;k()harbáMögBlöiWalsorðábók^lL:i^ -mas (-ma:sl n. (IfH ) orð»kast. intót í R'i . aL. c»at‘ andeta -o»*IUir l-iiaulvool n. af enslydende en upplag nans er takmarkao. o Vs| - Áskrirtargjáld skal greiða íslensk-dönskuin orðabókarsjóði, Háskóia íslanás, á gíró- reikning nr. 67000-6 eða senda gjaldið með <j 'i öðru móti tíl gjáidkera sjóðsins,. Ó'lafs -.kMagnússonar, skrífstofú Háskóla íslands. »< Oríwk^.. **»«;. -.U.l PMk.'l npl. ! ,-hlkur ( ’/f, Asknftarfrestur rennur ut 15. sept. n.k. ythuztð að askrift er fvi adetns sild að '" j- ,;ÍSLENS^UAÍ\StóR bRÖAÓÖKARSJÖÖ^tó:;: ,:; 3 forer i vi/jo, jf við nornni vrðhvngiTshölt vg úiúrs Jidbr. 2. Ord, Tale (*om m»n del): hann hafði iit h..

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.