Þjóðviljinn - 01.10.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.10.1980, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Miðvikudagur 1. október 1980 — 220. tbl. 45. árg. Nýr keðjubréfafaraldur Viltu græða 20 miljónir? Viltu græða 20 miliónir? Eitthvað á þessa leið hljómar spurningin sem nú ku vera algengust á höfuð- borgarsvæðinu/ þar sem Prentaradeilan \Þokast I þótt Í hægt fari IDeila bókageröarfólks stendur enn. Samningafund- ir hafa veriö haldnir frá morgni til kvölds undan- farna daga hjá sáttasemj- ara, en litiö hefur þokast aö sögn Magnúsar E. Sigurös- sonar starfsmanns HtP. Deilan strandar nú sem fyrr á atvinnuöryggis- og tæknimálum, eöa fjóröa kafla samninganna, kröfu bókageröarfólks um réttinn til að taka við þeim nýju tækjum sem koma á markað og tryggja þar meö atvinnu- möguleika sina i framtiöinni. Þá hefur kennsla I prentiön blandast inn i umræöurnar, en kennsla fer fram i Iðn- skólanum i öllu þvi sem aö prentiðn snýr, m.a. tölvu- setningu, en einmitt á þeim sviöum er deilan hvaö viö- kvæmust; hverjir eiga aö annast innskrift og hverjir ekki. Aö sögn Magnúsar halda fundir áfram, en verk- föllum bókageröarfólks lýk- ur i kvöld. —ká menn eru í óða önn að koma út keðjubréfum sin- um en nýr keðjubréfa- faraldur gengur þar Ijós- um logum. Fyrir nokkrum árum var starfsemi keðju- bréfahrings í Hafnarfirði stöðvuð af yfirvöldum og hrundið af stað viðtækri lögreglurannsókn af því tilefni en þegar Þjóðviljinn hafði í gær samband við rannsóknarlögreglu ríkis- ins höfðu þeir ekkert heyrt um keðjubréf í fleiri mán- uði og hljóta þeir (svei mér þá) að vera þeir einu! Nýju keöjubréfin eru aö þvi leyti frábrugöin þeim sem mest voru i tisku hér I eina tiö, aö menn kaupa bréf meö tiu nöfnum fyrir 25 þúsund krónur og meö bréfinu fylgir 10 þúsund króna ávisun á efsta nafniö á listanum. Kaup- andinn sendir ávisunina, strikar efsta nafniö á listanum út, bætir sinu eigin nafni neöan á listann á tvö ný bréf, sem hann selur siöan á 25 þúsund krónur hvort. Lætur hann 10 þúsund króna ávlsun fylgja hvoru bréfi sem hann selur siðan vinum og vandamönnum á 25 þúsund krónur hvort. Þegar þessu er lokiö hefur kaupandinn „grætt” 5000 krónur að frádregn- Framhald á bls. 13 Aukablaö í dag Sérrit Þjóðviljans um hús- næðis- og skipulagsmál/ sem koma átti út um síðustu helgi, fylgir balðinu í dag. Keyptu reiðhjól Glæsilegur reiöhjólafloti starfsmanna Reiknistofnunar bankanna. Magnús Báröarson og Björn Tryggvason tóku viö þessum 5 og 10 gira farartækjum. — Ljósmynd..: —gel. t gær gat aö lita glæsilegan reiöhjólaflota fyrir utan verslunina örninn. Innan dyra voru tveir starfsmenn Reikni- stofnunar bankanna, þeir Magnús Bárðarson og Björn Tryggvason«aö taka viö góssinu, en starfsmenn fyrirtækisins tóku sig saman og pöntuöu 30 hjól. Þeir Magnús og Björn sögöu aö hugmyndin heföi komiö upp i sumar, þegar einn félagi þeirra fékk sér hjól. Þá fannst hinum timi til kominn aö gera eitthvaö raunhæft til aö spara peninga og bensín og nýta eigin orku. Þaö er dýrt aö reka bil nú til dags og hjól fást meö góöum greiöslu- kjörum. Afgreiöslumaöur verslunarinnar lét þess getiö þar sem hann horföi yfir hjólin, aö farartæki fyrir 30 manns tækju ekki meira pláss en tveir bilar. Tilgangur starfsmanna Reikni- stofnunarinnar er aö minnka notkun einkabilsins og bæta heilsuna meö aukinni hreyfingu og hressileika sem af hjól- reiöum leiöir. —ká Fjölmeimi á útifundi til stuðnings Gervasoni Stuöningsmenn Patricks Gervasoni héldu á föstudag úti- fund á Lækjartorgi til stuðnings kröfunni um aö honum veröi veitt griö á tslandi eftir 12 ára stööug- an flótta. Ræöumenn á fundinum voru úr öllum stjórnmálaflokkum og ber sú staöreynd svo og fjöl- menni fundarins vott um almenn- an stuðning landsmanna viö kröf- una. Frásagnir af ræöunum og myndir af fundinum eru á siöu 6 og 7 I Þjóöviljanum I dag og þar er einnig birt þakkarávarp frá Patrick Gervasoni sem lesið var á fundinum. Gervasoni hefur nú fengiö þriggja mánaöa frest á brottvisun úr landi. Nýfengiö frelsi er honum ólýsanlegur léttir og er honum nú mest i mun aö byrja aö vinna hálfan daginn á móti islensku- náminu. Fresturinn rennur út 2. desember n.k. en óþarfi ætti aö vera aö láta Gervasoni og alla aöra biöa i óvissu um hvaö þá veröur, svo lengi . tslenskum stjórnvöldum er ekkert aö van- búnaöi til þess aö veita þessum flóttamanni griö hér á landi strax eins og ræöumenn á Lækjartorgi bentu réttilega á. _AI Frá útifundinum á Lækjartorgi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.