Þjóðviljinn - 01.10.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.10.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 1. október 1980. Listsýning a Ári trésins Þaö er hagsmunamál nemenda aö geta keypt skólabækurnar án álagningar I skólunum sjálfum. — Or skólabóksölu MH I gær. — Ljósm. —eik—. Leggjast skólabóksölur nidur? Bóksalar neita afslátt um ,/Fyrir hönd allra nem- enda innan L.M.F. mót- mælir stjórn L.M.F. harö- lega þeirri svívirðu sem bókaútgefendur og bók- salar hafa bundist samtök- um um. Með því samsæri sinu, að neita að selja bók- sölum framhaldsskólanna kennslubækur á heildsölu- verði, vega þeir alUharka- lega að rótum efnahags- legrar afkomu nemenda". Þannig hefst ályktun sem stjórn Landssambands mennta- og fjölbrautaskólanemenda hefur sent frá sér í tilefni þess, aö bók- salar hafa tekið sig saman um aö neita skólabókasölunum um af- slátt eða heildsöluverð, en sú ákvöröun hefur i för með sér stóra útgjaldaaukningu auk mik- illar fyrirhafnar, segir á ályktun stjórnar L.M.F., sem jafnframt segist harma þessa ákvörðun bóksala og bókaútgefenda og vona aö þeir sjái að sér f tima svo aö bóksölur framhaldsskólanna geti tekiö til starfa strax um næstu áramót. Væri heppilegasta lausnin aö taka upp fyrra sam- starf sem hefur reynst prýðilega siöustu árin, segir stjórnin. Karl Andersen formaöur bók- sölunefndar MR sagöi i samtali við blm. að þessi ákvörðun bók- sala hefði í för með sér allt að 25% útgjaldaaukningu fyrir nem- endur. Þetta væri mikla fjárhæðir fyrir hvern nemanda, jafnvel yfir 10.000 kr. Karl sagði að á undan- förnum árum heföi sá háttur verið hafður á að skólabóksölur hefðu fengiö 20% afslátt hjá bóka- búðum en lagt siðan á 1% til að mæta kostnaöi. Nemendur hefðu þvi getaö keypt bækur á mjög hagstæðum kjörum. Jónsteinn Haraldsson hjá Bókabúð Máls og menningar sagöi blm. að Félag islenskra bókaverslana hefði ekki fengið þetta mál til umfjöllunar,en bóka- búðirnar tekið sig saman að undirlagi Bókabúðar MM, Ey- mundssonar og Snæbjarnar og neitað að selja skólabóksölum bækur meö afslætti. Astæöan væri sú að viðskipti þessi hefðu verið orðin mjög óhagstæð fyrir verslanirnar. Þær fái 20—30% i umboðslaun en skólabókaverslanir hafi verið farnar aö heimta 20% afslátt, þ.e. 60—70% umboðslaunanna til sin. Jónsteinn sagði þetta tapviðskipti og verslanirnar iðulega þurft að sitja uppi með skellinn af geð- þóttastarfsemi framhaldsskól- anna. Auk þess sem viöa væri pottur brotinn i þessum efnum, t.d. hefði einn framhaldsskólinn fengið bækur með 20% afslætti en selt á meira en fullu verði til þess aö fjármagna Flóridaferð 6. bekkjar. Bókaverslanir gætu ekki verið varaskeifur slikrar starf- semi. Jónsteinn bætti þvi við að skólanemendur fái 10% afslátt af erlendum bókum og hafi fengið i lengri tima. Hann geröi ekki ráð fyrir að breyting yrði á þessum málum en sagði það einn mögu- leikann að bóksölur framhalds- skólanna tækju alveg að sér viö- skipti með skólabækur. -gb. Iönaöarmannafélagiö i Reykja- vík hyggst efna til sýningar á nytja- og listmunum úr tré i byrj- un nóvember n.k., i tilefni af ,,Ari trésins”. Sýningin veröursett upp I samvinnu viö framkvæmda- nefnd um ár trésins, og hefur þegar veriö kjöriö i undirbúnings- nefnd, Formaöur hennar er Helgi Hallgrimsson. A blaðamannafundi meö nefnd- inni fyrir skömmu kom fram, aö i Reykjavik eru nú aöeins starf- andi 4 eða 5 myndskerar, sem hafa myndskurð aö aðalstarfi. Hinsvegar eru margir sem stunda þessa listiðn i fristundum. Nefndin hefur skrifað öllum iðn- aöarmannafélögum á landinu til þess aö leita fanga um gripi á sýninguna. Einnig er þvi beint til fólks sem á muni, nýja eða gamla, sem gætu sómt sér vel á sýningunni, að hafa samband við einhvern sýningarnefndar- manna, t.d. við formanninn, Helga Hallgrimsson, i sima 33594. Skógræktarmenn taka þátt i sýningunni með þvi að sýna i máli og myndum sögu viðarins, frá fræi til efniviðar. Þá verður viður sýndur sem smiðaefni, vinnsla hans og meðhöndlun, og er gert ráð fyrir að hagleiksmenn veröi til staðar og sýni gestum hvernig fariö er að þvi aö smiða fagra muni úr tré. Loks verða sýndir listmunir og nytjamunir, m.a. frá Þjóðminja- safninu og eftir ýmsa listasmiði. Nokkur verk eftir Sigurjón ólafs- son verða á sýningunni. Iönaðarmannafélagið stóð að listsýningu árið 1977, og þótti þá mjög vel til takast. Sýningin i nóvember verður haldin á sama stað, i kjallara Húss iðnaðarins við Hallveigarstig. — ih Listasmiö Rikharðs Jónssonar i baöstofu iðnaöarmanna I Reykjavík. Brennivín, ýsa ogkaffi Afengisvarnarráö hefur sent frá sér samanburö á veröhækkunum á áfengi annars vegar og ýsu og kaffi hins vegar. I bréfinu segir að I nóvem- berárið 1967 hafi 1 kg. af ýsu kostað 15 kr„ 1 kg. af kaffi kostaði þá 84 kr„ en ein flaska af brennivini 315 kr. 18. september sl. kostaði kg. af ýsu 555 kr„ kaffi 5.160 kr. hvert kg„ en brennivins- flaskan 11.000 kr. Ef brennivinsverðið hefði hækkaö jafnmikið og verð á ýsu ætti það að vera 11.655, en ef þaö hefði hækkað jafn mikið og kaffi ætti það að vera 19.350. Þá er boriö saman brenni- vinsverð og timakaup árið 1937 og 1980. Arið 1937 var tlmakaup verkamanns i hafnarvinnu 1,45 og brennivinið kostaði þá 8,50. Það tók verkamann tæpar 6 stundir aö vinna fyrir einni flösku. I dag kostar flaskan 11.000 eins og áður segir, en timakaupiö er 2.263. 1 dag tekur það verkamann tæpar Sstundir að vinna fyrir flösk- unni. Hefði brennivinið hækkað jafn mikiö og timakaupið ætti það aö kosta 13.266. Rune Andréasson ráögjafi WHO: Bílbeltí bjarga mörgum Runé Andréasson ráögjafi hjá Heilbrigöisstofnun Sameinuöi þjóöanna gisti island nú fyrii skömmu. Hann hélt fund meö fulltrúum heilbrigöis- og um- ferðarmáia og kynnti þá kosti sem fylgja notkun biibelta. A fundi meö biaöamönnum ræddi Andréasson um reynslu ýmissa þjóöa af bilbeltum, ásamt þeim Svavari Gestssyni féiags- málaráöherra og ólafi Ólafssyni landlækni. Andréasson sagði aö það væri ótvirætt mikill kostur aö lögleiöa notkun bilbelta. Alls staðar þar sem slikt hefur verið gert eða i 30 löndum, hefur dregið verulega úr slysum. Hér á landi fer slysum fjölgandi og Island sker sig úr meðal Noröurlandanna hvaö þetta atriöi varöar. Aróðurinn einn dugir ekki. Andréasson nefndi dæmi frá Sviss. Þar voru bilbelti lögleidd, en svo komust einhverjir laga- fróðiraö þeirri niðurstöðu, að slik lögleiöing væri ekki I samræmi við stjórnarskrána og þau voru felld úr gildi. Viö það féll notkun bilbelta úr 92% i 59%. Þarna er komið aö stórri spurn- ingu, á þaö að vera réttur ein- staklingsins aö ákveöa hvort hann tekur þá áhættu ab lenda i slysi, eða á samfélagiö aö gripa i taumana. Þeir sem mæla gegn bilbeltum gleyma þvi oft hvilikur gifurlegur kostnaöur það er fyrir samfélagiö aö sinna öllum þeim Ólafur ólafsson landlæknir, Svavar Gestsson félagsmálaráöherra og Rune Andréasson kynntu blaöa- mönnum kosti þá sem fylgja biibeltum. sem slasast, sjúkrahúsvist, end- urhæfing og fleira, en meö notkun bilbelta má koma i veg fyrir all verulegan fjölda þeirra slysa sem verða. Andréasson minntist einnig á aðra gagnrýni, þá spurningu hvaö gerist ef bill veltur og fer i klessu, ef bill lendir i vatni, eða ef eldur kemur upp við árekstur og snöggra handtaka er þörf. Rannsóknir hafa sýnt að einnig i þessum tilvikum veröa bllbelti til bjargar, þvi oftast veldur það miklu að fólk rotast eöa ruglast við það aö kastast til, en ef bil- beltin eru notuö, situr fólk fast og getur hugsað upp ráö til að losna, jafnvel á kafi i vatni. Þaö hlýtur aö vera samfélaginu i hag aö afstýra slysum og þvi rekur WHO, heilbrigöisstofnun S.Þ.,áróður fyrir lögleiöíngu bil- belta. Hitt er svo annaö mál, að sögn Andréasson aö bilbeltin duga aðeins upp að vissum hraöa, þegar farið er yfir þau mörk, veröur ekkert til bjargar. Eftir aö notkun bilbelta var lögleidd i Sviþjóö kom fram ný tegund slysa, fyrst og fremst skurður á halsi og hörundssár, en þó mun minni skaöi en ella. Enn eitt hefur komiö fram, þar sem bilbelti eru lögleidd. Lögin 'ein duga skammt, til að þau séu notuö, refsing við broti verður aö fylgja með. Andréasson sagöi að læknar væru yfirleitt mjög hlynntir bilbeltum, en þaö væri stjórn- málamanna aö taka ákvöröun og þeir væru oft erfiðir við að eiga. Hann nefndi aö það hefði kostað miklar umræöur aö lögleiða bil- belti i Sviþjóð, en eftir aö þaö var samþykkt, hefur ekki heyrst nokkur gagnrýni opinberlega. — ká

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.