Þjóðviljinn - 01.10.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.10.1980, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. október 1980. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 3 Fjöldi manns fylgdist með komu Wagners til Reykjavikur og hér má sjá hann umkringdan stráka- skaranum sem sýndi honum mikla aðdáun og athygli. — Ljósm. —eik. Strand hér vegna snjókomu í Kulusuk Sviptivindar og snjókoma i Kulusuk á Grænlandi hindruðu för þýska bilasalans Wagners frá tslandi i gær, en hann er nú á I . | Ssfaátf&'- - ilB A þaki vélarinnar er lúga sem Wagner getur smeygt sér niður um ef eitthvað fer úrskeiðis en annars er hann þar reyrður með leðurólum og skorðaður i stálgrind. — Ljósm.: —eik. leiðinni er ekki ástæðan fyrir þessum furðulega ferðamáta eins og einhverjum gæti dottið i hug. Wagner ætlar sér að setja heimsmet og að auki vonast hann til þess að bandariskar sjón- varpsstöðvar og kvikmyndafyrir- tæki veiti sér athygli og greiði sér eitthvað smáræði fyrir ómakið. Hlýtur för hans að teljast mikið glæfraspil þegar tekið er tillit til þess árstima sem hann velur sér til fararinnar hér á norðurhjara veraldar. Fróðir menn telja að hættulegasti kafli leiöarinnar sé einmitt flugið milli Islands og Grænlands og þegar þess er gætt að flugmennirnir áttu i erfið- leikum meö að finna Reykja- vikurflugvöll i bliðskaparveðri á mánudag, er ekki að furða að snjókoma og blindbylur i Kulusuk hafi hindrað för þeirra i gær! —AI Stundarfriður til Póllands? Leikriti Guömundar Steins- sonar, „Stundarfriöi” var mjög vel tekiö i Júgóslaviu, Finnlandi og Sviþjóö en nú um helgina kom leikhópur Þjóöleikhússins úr ieik- för meö verkiö um þessi lönd. Sýningar voru fjórar: tvær i Belgrad á alþjóðlegri leiklistar- sýningu, ein i Helsinki og ein i Stokkhólmi. Leikið var á is- lensku, og voru dómar mjög lof- samlegir. Þá sýndu ýmsir áhuga á að fá þessa sýningu Þjóöleik- hússins m.a. til Kaupmanna- hafnar og Póllands og „Stundar- friður” var eitt þriggja leikrita sem júgóslavneska sjónvarpiö tók upp á hátiðinni. Þjóðleikhúsið mun i vikunni á blaðamannafundi segja frá þessari vel heppnúöu leikför og kynna þá dóma sem leikritið fékk. —AI Tvennt fyrir bíl Tvö umferðarslys urðu i Hafnarfirði i gær. Piltur á skelli- nöðru lenti i árekstri við bil á Hafnarfjarðarvegi og stúlka varð fyrir bil á Arnarhrauni Bæöi hlutu nokkur meiðsli og mun pilturinn hafa lærbrotnað. —mhg feröalagi milli Evrópu og Banda- rikjanna standandi á þaki litillar flugvélar! Ekki er öli vitleysan eins, heyrðist margur segja á Reykja- vikurflugvelli á mánudagseftir- miðdag þegar Wagner lenti þar. Hafði flugið frá Færeyjum þá tekið sex klukkutima en flogið var i sex þúsund feta hæð i fimm stiga gaddi. Wagner var hress en kaldur og stirður þegar hann sté niður af þaki vélarinnar. Hann sagðist myndu jafna sig á hálf- tima, hann væri i góðri þjálfun enda væri hann búinn að eyða tveimur heilum árum i stöðugan undirbúning fyrir ferðalagið. Sætaskortur á N-Atlantshafs- Starfshópur ABR um kjaramál: Hvaö á aö setja á oddinn? Starfshópur Alþýöubanda- lagsins i Reykjavik um kjaramál kemur saman tii fundar i kvöld aö Grettisgötu 3 kl. 20.30. i kvöld verður aöallega rætt um félagsleg réttindamál i sambandi við kjarasamninga. Þessi mál voru rædd á fundi starfshópsins fyrir hálfuin mánuöi þar sem Arn- mundur Bachmann aöstoöar- maður félagsmálaráöhcrra hafði framsögu. Kristin Guðbjörnsdóttir einn af fulltrúum stjórnar ABR i starfs- hópnum sagði i samtalinu við blaðið að i umræðum hefði komið fram að nokkuð skorti á ákveðna stefnumótun af hálfu Alþýðu- bandalagsins i þessum efnum. Nauðsynlegt væri að ræða hvaða félagsleg réttindamál flokkurinn vildi setja á oddinn, og ættu póii- tiskt og siðferðilega að hafa for- gang. A fundinum i kvöld væri ætlunin að ræða frekar um ,,fé- lagsmálapakka” á þessum nótum. Kristin sagði ennfremur að starfshópurinn hefði rætt um lif- eyrismál á sérstökum fundi og ákveðið væri að fjalla itarlegar um þau, enda væru þau mál i deiglu og mikill áhugi á lifeyris- réttindajöfnun meðal lands- manna. —ekh ->V ' : VERKSMIDJUSALA SAMBANDSVERKSMIÐJANNA SÝNINGAHÖLLINNIBÍLDSHÖFDA 1.-11. OKTÓBER OPIÐ FRA KL. 1-6 I' ''^WÍ&fcs FRA LAGER: Tískuvörur úr ull: peysur/ fóöraöir jakkar< prjónakápur/ ofnir jakkar ofl FRÁ VERKSM. SKINNU: Mokkajakkar/ — kápur, — húfur og lúffur. FRA GEJUN: Ullarteppi, teppabútar, áklæöi, gluggatjöld, buxnaefni, sængurveraefni garn, loðband og lopi. FRA FATAVERKSM HEKLU: Ulpur, gallabuxur, peysur, treflar, sokkar og samfestingar. FRÁ SKÓVERKSM. IÐUNNI: Karlmannaskór, kvenskór, unglingaskór og fóöraöir kuldaskór. FRA TORG/NU Dömu-, herra- og barna fatnaöur. FRA YLRUNU: Sængur, koddar, svefn pokar og teppi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.