Þjóðviljinn - 01.10.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 01.10.1980, Blaðsíða 15
 M frá Að © „þyrla” upp moldviðri í Westan- Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum, Siðumúla 6. lesendum Myndin er tekin af ASB um borö í varöskipi sl. júli. Varðandi níðingsverk Stundum koma þeir dagar aö maður skammast sin fyrir að vera islendingur. Einn þeirra vaf sá dagur þegar dómsmálaráðuneytið úthýsti manni er leitað hafði á náðir okkar, þar sem hann kærði sig ekki um sveinspróf i manndrápum. Við islendingar, (sem eigum ekki fyrir stórum staf þessa dagana), grobbum okkur af þvi i þjóðhátiðarræðum og á tyllidögum, að við séum vopn- laus og friðsöm þjóð. En hvað geristþegar á reynir? Um það vitnar ameriski herinn, þátt- taka okkar i morðbandalagi vestrænna lýðræðisþjóða og, þótt að visu sé smátt móti þvi sem fyrr er talið, mál Patricks Gervasoni. Við styðjumnefni- lega vestrænan og lýðræöis- legan skepnuskap hvar sem við getum og með þessu siðasta afreki erum við komin i flokk þeirrar dýrategundar sem áður visaði gyðingum heim i faðm Hitlers og sovésk- um flóttamönnum undir algóða vernd Stalins sáluga. Þeir voru nefnilega lika brot- legir við „lög” sins heima- lands. Og skitt veri svo með mannúð, náunganskærleika og önnur ópraktisk fyrir- brigði. Að endingu vil ég gera það að tillögu minni að lagagránar i dómsmálaráðuneyti islend- inga fari að bursta rykið aí þeim góða sálmi Heims um ból. Varla myndi saka að þeir syngju hann á írönsku um næstu jól, um leib og þeir rifja upp hvað þeir hafa vel gert á árinu, öðrum til blessunar og sér til sóma. — 4226-5950 Kostar ekkert að borða heima? blænum Loksins náðu þeir saman i einingu andans og bandi friðarins, pabbadrengirnir tveir og fyrrverartdi sjónvarps- stjarna, sem rekið hafa á f jörur islenskra stjórnmála fyrir Westanblænum, sem hér hefur ráðið rikjum, siðan landið var hernumið hérna um árið, frá Guðs eigin landi. Sameiningartákn þessara pilta er að stærri glæpur gegn þjóðinni en kaup á margumræddri þrylu, sé ekki til, eins og málin standa i dag, og er þó liklega úr ýmsu að moða á kærleiksheimilinu. Þessir sjálfskipuðu siða- postular með geislabaug um höfuðið telja sig þvi þess umkomna að kasta fyrsta stein- inum. (Góði Guð, við þökkum þér að við erum ekki eins og aðrir menn.) Það er aftur á móti von min og trú að þessi steinn hitti ekki i mark og að svo mikið sé lán þessara drengja þrátt fyrir allt, að þeir snúi við blaðinu og leggi þessu máli lið. Af þvi munu þeir meiri menn kallaðir verða. Landhelgisgæslan undir leiðsögn Péturs Sigurðssonar i liðnum þorskastriðum á annað skilið af þjóðinni en að vera stillt upp við vegg i fjölmiðlum, eins og ótindum glæpamönn- um. Ef það er glæpur dagsins að keypt er fullkomin, velbúin þyrla til gæslu og björgunar- starfa, þá vil ég heldur teljast til þeirra, sem fremja ódæðið, en hinna, sem fordæma það. AsgrimurS. Björnsson. Mislukkuð berjaferð Einn laugardag í miðj- um september langaði mig þessi ósköp í berja- mó. svo ég bað pabba og mömmu að fara með mér eitthvað að tína ber. Upp úr hádeginu lögðum við af stað. Og í skottinu á bílnum var fullt af doll- um sem við ætluðum að tína berin i. Við ætluðum suður á Reykjanes og ók- um því að Kleifarvatni. En þar fundum við ekki nein ber. Pabbi vildi að við athuguðum hvort ekki væru ber i hrauninu milli Kleifarvatns og Grinda- víkur en þar voru heldur engin ber. Og nú vorum við búin að vera í þrjá tíma svo við gáf umst upp við að tína ber og f órum í kaffi hjá frænku minni í Grindavík. DÝö. Og mislukkuð bíóferð Einu sinni var maður sem ætlaði í bíó. Hann keypti sér miða og ætlaði svo inn í salinn. En í dyr- í umræöum um kjör farand- verkafólks er krafan um frltt fæðiofarlega á blaöi. Er iöulega á það bent að þaö sé óréttlátt aö farandverkafólk sem vinnur fjarri heimilum sinum þurfi aö borga fyrir mat sinn i mötuneyti meöan heimafólk geti bara skroppið yfir götuna og heim i inat. unum stóð maður sem tók miðann af honum og reif hann. Maðurinn fór í fýlu og fór aftur að miðasöl- unni og keypti sér annan miða. Allt fór á sömu leið fimm sinnum. Þá fór miðasalinn að undrast og spurði: /,Af hverju kaup- irðu þér alltaf nýjan og nýjan miða?" Þá svaraði maðurinn: „Nú, þessi asni þarna við dyrnar ríf- ur hann alltaf fyrir mér." Verða þessi rök ekki skilin öðruvisien svo, að það kosti lítið eða ekkert að borða heima hjá sér. Ég er siður en svo á móti þvi að farandverkafólk fái fritt fæði hjá atvinnurekendum, en mig langar mikið til að vita hvernig hægt er að borða fritt heima hjá sér. Ein sem þarf aö elda. Svör við gátum Asninn sefur þangað til hann vaknar. Skólataskan fer í skólann en lærir aldrei neitt. Kílóin eru alltaf jafn- þung. Bókstafurinn e er bara í sekúndu! Umsjón: Sigga og Pýrleif Dýrleif teiknaöi þessa mynd af stelpu i berjamó. barnahornid Miövikudagur 1. október 1980. ÞJÓÐVILJINN — StDA 15 V aldaránið í Tyrklandi Skálmöld hefur rikt i Tyrk- landi um alllanga hriö, og ekki batnaöi hún þegar herinn tók völdin á dögunum. Þetta bandalagsriki okkar i Nató er alllangt frá því aö vera eitt- hvert dýröarinnar lýöræöis- riki. Sjónvarpið sýnir i kvöld stutta fréttamynd breska um valdaránið i Tyrklandi, ,,og alla þessa elskulegu menn sem aö þvi stóöu” einsog Baldur Hermannsson hjá Sjónvarpinu orðaði það. Og þaö verður að viðurkennast, að aðalmaðurinn i valdarán- inu, Kenan Evren hers- höfðingi, hefur útlitið með sér. Hann er öllu geðslegri að sjá, en t.d. valdaræningjarnir i Chile og Bóliviu. En menn skyldu ekki láta blekkjast af afalegu útliti og kimnis- glampa i augum. — ih Sjónvarp kl. 22.40 Kenan Evren, maöurinn á bakviðvaldarán tyrkneska hersins. V etrar- dagskrá barnanna Október er gcnginn i garö með tilheyrandi haustskógar- sinfóni, rigningu og barnatim- um kl. 6 á miðvikudögum. Tveir myndaflokkar, sem hafa verið á sunnudögum að undanförnu, færast nú yfir á miðvikudaga. 1 dag er fjallað um fljótfærni i stuttu finnsku þáttunum Fyrirmyndarfram- koma. Siðan kemur tiundi þátturinn um óvænta gestinn, litlu geimstelpuna sem kom til Tékkóslóvakiu og gerði allt vitlaust. Þetta eru skemmti- legir þættir og hæfilega spenn- andi til að halda ungum áhorfendum við efnið. Ekki vantar heldur dýralif á skjáinn i dag. Sýndur verður fyrsti þátturinn i flokki frá Kanda, Maöur norðurhjarans, sem fjallar um dýravininn A1 Oeming. Hann kom á fót griðastað villtra dýra i Kanada, og þessi þáttur er um hvitabirni. A laugardögum verða áfram sýndar myndir kl. 18.30, og á sunnudögum verður Stundin okkar i umsjá Bryndisar Schram, einsog i fyrra. Tommi og Jenni eru enn á mánudögum og þriðjudögum eftir auglýsingar. Þeir O Sjónvarp ^ kl. 18.00 sjónvarpsmenn ættu að taka til nánari athugunar þá gagn- rýni sem hefur margoít komið fram, t.d. i lesendabréíum frá foreldum, að þetta efni, sem höfðar mest til yngstu barnanna, sé of seint á ferðinni. 1 þvi sambandi dettur manni i hug hvort ekki væri réttara að nota miðviku- dags- og helgartimana meira fyrir smábarnaefni, en sýna fremur efni við hæfi eldri barna og unglinga eftir fréttir. — ih Slökun gegn streitu Þeir sem verða orönir þrcyttir og slæptir uppúr ellefu i kvöld ættu aö kveikja á útvarpinu og slappa af meö Geir Viðari Vilhjálmssyni. Hann ætlar aö leika rólega tónlist og gefa leiðbeiningar sem eiga aö duga i baráttunni gegn streitu. Eitt ráð vil ég þó gefa mönn- um: háttið fyrst, og komið ykkur i rúmið. Annars fer kannski fyrir ykkur einsog kunningja minum sem var að hlusta á Geir og steinsofnaði i stofustólnum sinum. Þar vaknaöi hann um mprguninn i heldur aumu ásigkomulagi og var lengi aö ná sér eftir harð- sperrurnar. — ih. Geir Viöar; róleg tónlist og slökun. Utvarp kl. 23.15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.