Þjóðviljinn - 01.10.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.10.1980, Blaðsíða 16
UOOVIUINN Miövikudagur 1. október 1980. Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-30 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná i afgreiöslu blaösin^i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 KvöLdsími 81348 Helgarsími aigreiðslu 81663 Reglum um rikisábyrgðarsjéð breytt fyrir Flugleiðir? Reglur sjóðsins leyfa ekki frekarí ábyrgðir Ljóst er að atbeina alþingis þarf til að veita Flugleiðum rikisábyrgð á 12 miljón doliara láni sem fyrirtækið hyggst taka þar sem athugun i fjármálaráðuneytinu hefur leitt i ljós að miðað við þær reglur sem gilda um veðhæfni eigna og rikisábyrgðar- sjóð er litið svigrúm til frekari veðsetninga, að sögn Höskuldar Jóns- sonar, ráðuneytisstjóra. Höskuldur sagöi aö reglur rikisábyrgöarsjóös um veömörk kynnu aö vera umdeilanlegar en ljóst væri aö breyta þyrfti reglu- geröum eöa lögum til þess aö unnt væri aö veita umbeðna rikis- ábyrgö. Rikisábyrgðarsjóöur hefur nó mál þetta til athugunar en samkvæmt reglum sjóösins er fasteign talin fullveösett þegar 60% af matsveröi er veösett og flugvélar þegar 80% af matsverði er veösett. Hér er um að ræöa sérstakt mat rikisábyrgöarsjóðs en ekki fasteignamat. Hinir ýmsu sjóöir setja aö sögn Höskuldar misjöfn skilyröi fyrir veöhæfni eigna, t.d. munu lifeyrissjóöirnir telja fasteign fullveösetta ef hún er veðsett fyrir skuldum sem nema 50% af matsveröi. r Ovíst um sölu Boeing-vélanna Forráöamenn Flugleiöa hafa lagt á það áherslu að lániö sé þeim nauösynlegt nú strax næstu vikur til þess aö standa undir rekstri fyrirtækisins öörum en N-Atlantshafsfluginu en fjár- hagur fyrirtækisins hefur sam- kvæmt fréttum enn þrengst þar, sem óvissa rikir um fyrirhugaöa sölu tveggja Boeing-flugvéla til Júgóslaviu en söluandviröiö nem- ur 3 miljörðum króna. —AI DAGBLAÐSKÖNNUN: 161.4% eru ánœgðir \ j með ríkisstjórnina j • Dagblaöið birti I gær niöurstööur skoöanakönnunar um afstöðu ■ | manna til ríkisstjórnarinnar. Alls voru 600 manns spuröir álits. I IAf þeim voru 41,2 af hundraöi fylgjandi stjórninni, 25,8% voru henni andvigir, en 33 af hundraði höföu enga skoöun á málinu. Ef tekiö er miö af þeim sem svöruöu af eöa á, þá voru 61,4 af , hundraöi ánægöir með stjórnina en 38,6% á mótihenni. Ilsamanburöi viðkönnunsem gerövar I febrúar, skömmu eftir aö rikisstjórn Gunnars Thoroddsen tók viö völdum, kemur I ljós aö vinsældir hennar hafa heldur minnkað. Þá voru rúmlega 70 af , hundraöi fylgjandi stjórninni, aöeins 8% voru henni andvigir, en , ■ 21 af hundraöi haföi enga skoöun. _ltá Ríkissaksóknari um mál fyrrverandi Fatlaðir komast auöveldlega leiöar sinnar I Seljaskóla. Ljósm. L áfanga Seljaskóla lokið — gel. Tekid tillit til fatlaðra t haust var I. áfanga Seljaskóla I Breiöholti lokiö. Um hönnun byggingarinnar sáu Arkhönnun s.f. og ttak h.f., auk þe^s sem samráö var haft viö danskt verk- fræöifyrirtæki. Skólinn verður fullby-ggöur átta, sjálfstæö hús, tengd meö göngum, og iþróttahús, sem stendur eitt sér. Nú eru risin fjög- ur hús, samtals 3664 fermetrar. Þarfir fatlaöra voru sérstak- lega hafðar I huga við hönnun skólans. Húsin eru þvi samtengd meö hjólastólabrautum auk trappa. í hverju húsi er aö finna salerni fyrir fatlaöa. Húsin ofan botnplötu voru gerö úr forsteyptum einingum og var byggingartimi mun skemmri en tiökast við hús af þessari stærö. I. áfanganum tókst aö ljúka á 18 mánuöum aö frátalinni jarö- vinnu, en fyrsta húsiö var tekiö I notkun sex mánuöum eftir aö byggingarframkvæmdir hófust. —gb. skólastjóra í Grindavík: Ekkí ástæða til aðgerða Lokiö er opinberri rannsókn á ástæöum þess aö Friöbjörn Gunn- laugsson, fyrrverandi skólastjóri i Grindavfk,sá sig knúinn til þess aö segja embætti sinu lausu og er aö mati rikissaksóknara ekki ástæöa til frekari aögeröa I mál- inu. Arnmundur Backmann, lög- maöur Friöbjörns, sem fór fram á rannsóknina, hefur mótmælt þvi aö rannsókninni sé lokiö og krafist frekari rannsóknar á ein- stökum þáttum málsins. Þjóöviljanum barst i gær ljósrit af tilkynningu rikissaksóknara um aö rannsókninni væri lokið ásamt bréfi frá Boga G. Hall- grimssyni, sem gegndi störfum skólastjóra meöan Friöbjörn var i leyfi. Segir i bréfi Boga aö yfir- heyrslur og skjöl rannsóknarinn- Framhald á bls. 13 Lögmaður skólastjórans: Hefur óskad eftir rannsókn áfram „Bréf rikissaksóknara um aö rannsókn málsins var iokiö kom mér I opna skjöldu og ég hef óskaö eftir þvi aö fram veröi haldiö rannsókn einstakra þátta þessa máls, — m.a. hvort skipt hafi vériö um skrá I húsnæöinu, en þar stendur staöhæfing gegn staöhæfingu,” sagöi Arnmundur Backmann, lögmaöur Friöbjörns Gunnlaugssonar i gær, en hann fór á sbium tima fram á opinbera rannsókn ,,á þeim ástæöum og at- buröum sem ollu þvi aö opin- berum starfsmanni var meinaö aö rækja starf sitt og flæmist aö lokum á brott og sér sig knúinn til þess aö segja af sérembætti.” Arnmundur sagðist hafa ýmis- legt viö rannsóknina aö athuga og þegar hann haföi lokið lestri hinna yfirgripsmiklu skjala heföi hann haft samband viö rikissak- sóknara og óskaö eftir þvi að rannsókninni yröi ekki lokið fyrr en hann heföi komið athuga- semdum sinum á framfæri. Fékk hann loforö um þaö simleiöis og hefur nú hermt þaö upp á emb- ættiö, sem fyrr segir. Aö ööru leyti sagist Arnmundur vilja benda á aö þó rikissaksókn- ara sýnist aö ekki sé tilefni til frekari aðgerða af hálfu rikis- valdsins að lokinni rannsókn, þá væri þar um aö ræöa mat á þvi hvort knýjandi nauðsyn væri talin á aö sækja einhvern til saka fyrir brot á landslögum af hálfu rikis- ins. ,,Þó svo sé ekki, getur til- gangi rannsóknarinnar veriö náö á þann hátt aö i henni komi fram sannanir fyrir þvi aö menn hafi meö óheiöarlegum hætti i sam- einingu valdiö Friöbirni verulegu fjárhagstjóni. Þannig getur rann- sóknin veriö grundvöllur stór- felldrar skaöabótakröfu á grund- velli einkamálaréttarins,” sagöi Arnmundur. Um bréf Boga Hallgrimssonar, sem fylgdi ljósriti af bréfi sak- sóknara til Þjóðviljans vildi Arn- mundur ekki tjá sig. —ai 50*** ALKYO LAKK i / /'i'1 'I f/i/J og tuni HÖRPU þakmálning hefur þá eiginleika að standast óvæga veðráttu annari málningu betur. — Að þola vel þá geysilegu þenslu sem hita- mismunur t.d. frá ^-3 — 36 C. á klst. veldur á þaki móti sól. — Að þola vel álag seltubruna og slagveðurs. — Að varna ryðmyndun. HÖRPU LAKK ÞAKMÁLNING er afar ódýr málning, sem sérhæfð er hinni umhleypinga- sömu íslensku veðráttu. Hún hefurfrábært veðrunarþol og ver bárujárn gegn veðri og vatni. HÖRPU LAKK ÞAKMÁLNING er rétt málníng gegn frosti og funa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.