Þjóðviljinn - 01.10.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.10.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVÍLJINN Miövikudagur 1. október 1980. skák Umsjón: Helgi ólafsson Margeir meðal þátt- takenda á Haust- móti TR Haustmót Taflfélags Reykja- víkur hófst siöastliöinn sunnudag með keppni i öllum flokkum sem fram eiga að fara. Haustmótiö hefur um alllangt skeið fariö fram með sama sniöi, þ.e. mönn- um er raöaö niöur i riöla eftir skákstigum og er ekki annaö aö heyra en almenn ánægja sé meö þá skipan mála, þóenn séu þeir til sem tala hátt um ágæti Monrad- kerfisins og yrki jafnvel léttan brag máli sinu tii stuönings. Hjá þeirri staðreynd verður þó ekki gengið að jafnan þurfa sterkir skákmenn að láta sér lynda að tefla i B-riðli þar sem stig þeirra geta i sumum tilvikum gefið mjög óraunsæja mynd af styrkleika þeirra. I a-riðli. en keppnin i þeim riðli vekur að sjálfsögðu langmesta athygli, eru samankomnir margir ágætir skákmenn og meira að segja einn alþjóðlegur titilhafi, Margeir Pétursson. Hann hlýtur að teljast sigurstranglegasti keppandinn þó ýmsir geti veitt hinum harða keppni. Þannig tekur Sviinn Dan Hanson þátt i mótinu, en hann mun vera i metum i heimalandi sinu. 1. umferð var tefld á sunnu- daginr^en áöur en farið verður að krukka f einstök úrslit skal hér rakin töfluröðin: 1. Bragi Halldórsson 2. Jóhann ö. Sigurjónsson 3. Elvar Guðmundsson 4. Björn Þorsteinsson 5. Stefán Briem 6. Margeir Pétursson 7. Sævar Bjarnason 8. Dsn Hansson 9. Július Friöjónsson 10. Karl Þorsteins 11. Gunnar Gunnarsson 12. Asgeir P. Ásbjörnsson. i 1. umferð vann Björn Þor- steinsson Július Friðjónsson og Gunnar Gunnarsson vann Jóhann ö. Sigurjónsson. Jafntefli gerðu Bragi Halldórsson og Ásgeir P. Ásbjörnsson. Skákir Stefáns Briem og Dans Hanssonar og Elvars Guðmundssonar og Karls Þorsteins fóru i bið, en skák Mar- geirs og Slvars var frestaö. Eins og vera ber var hart barist á sunnudaginn. Björn slapp út úr verri stöðu gegn Júliusi og vann eftir mikinn barning. Gunnar vann Jóhann örn hinsvegar ákaf- lega örugglega, en úrslitin i skák Braga og Asgeirs voru i meira lagi merkileg. Bragi fékk unnið tafl út úr byrjuninni, en lék illi- lega af sér og kom upp staða þar sem Asgeir haföi gefið drottningu fyrir fjóra menn sem i flestum til- vikum þætti kappnóg. Bragi hafði engin umtalsverð gagnfæri og hefur þvi sjálfsagt orðiö undrandi þegar Asgeir bauð jafntefli. Þvi tilboði var þegar tekið. Dan Hansson hefur tvö peð yfir i skák sinni viö Stefán Briem, en þó eru ýmis ljón i veginum. Bið- staöan i skák Einars og Karls er ákaflega athyglisverð en hún er þessi: Elvar — Karl Það er Elvar sem á biðleik. Þaö væri náttúrlega sérlega ósmekklegt af greinarhöfundi að vera-gaspra eitthvað um þessa biðstöðu, en þó má benda á að stöðum sem þessum má oft gera tæmandi skil eða svo gott sem. Skák dagsins er úr deildar- keppninni i Munaðarnesi en þar sýndu piltarnir i TR mikla hæfni og töpuöu ekki nema einni skák. Sökudólgurinn var Sævar Bjarna- son en hann lék herfilega af sér gegn Þór Valtýssyni frá Akur- eyri. TR-sveitin saknaði nokk- urra sterkra skákmanna en hún var engu að siður jöfn og að sama skapi sterk á pappirnum. Jóhann Hjartarson tefldi á 1. borði, As- geir Þór á 2. borði og Bragi Kristjánsson á 3. borði. Hann hefur ekki mikið sést á mótum undanfarið en tefldi mjög vel uppi i Munaðarnesi og vann allar sinar skákir. Hér kemur eitt dæmiö um yfirvegaða taflmennsku hans: Hvitt: Jón Björgvinsson Svart: Bragi Kristjánsson Ilollensk vörn 1. d4-f5 2. c4-gtí 3. Rf3-Bg7 4. g3-Rftí 5. Bg2-0-0 6. O-O-dtí 7. Rc3-Rctí 8. d5-Re5 9. Rd2 (9. Rxe5 kemur sterklega til greina). 9. ...-g5! 10. f4?-gxf4 12. Rf3-Ctí 11. gxf4-Rgtí 13. Db3? (Þarna hefur drottningin ekki neinu hlutverki að gegna. 13. Bd2 var betra). 13. ...-Dc7 14. Bd2-htí 15. Hael-Re4! (Og nú strandar 16. Rxe4 á 16. — fxe4 og riddarinn á f3 fellur). 16. e3-Rxd2 17. Rxd2-Kh8 19. dxe6-Bxe6 18. Rf3-e5 20. Rd4-Bg8! (Með hótun á borð við b7-b5). 21. Hf2-Hae8 (21. — b5 strax kom einnig til greina en Bragi ákveður að styrkja tök sin á miðborðinu fyrst). 22. Rf3-b5 23. Bfl-bxc4 24. I)C2 (24. Bxc4 strandar á 24. — d5 og 25. — d4.) 24. ,..-d5 27. exf4-Hxel4- 25. Bh3-d4 28. Rxel-dxc3 26. Hg2-Rxf4 29. bxc3-Dxf4 (Einfaldast). 30. Hf2-De3 — Hvitur gafst upp. + Hjartans þakkir færum við öllum fjær og nær, sem sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför eiginmanns mins, föður, tengdaföður og afa, Gunnlaugs Jóhannessonar, Skálageröi 15. Guð blessi ykkur öll. Olga Sigurðardóttir, Guðmunda Gunnlaugsdóttir, Marinó Friðjónsson, Elisabet Gunnlaugsdóttir, Hlöðver Jóhannsson, Málfrfður Gunnlaugsdóttir, Sigmar Holbergsson. og barnabörn. Opið bréf til Viðars Ólafssonar Rafhitun varmaveita Hrafn Baldursson Stöðvatfirði skrifar Fjar Þar sem undirritaöur er einn - þeirra sem eru um það bil að byrja að gjalda starfa þins vegna orkusölu til fjarvarmaveitna og vegna þess að undirritaður les allt sem um orkumál er skrifað og hann nær i, hér á hjara veraldar, sér hann sig knúinn til að senda þér þessar linur þar sem þú hefur nú stigið fram úr samheitinu VST i þeim tilgangiað andmæla skrifum Heimis Sveinssonar. (Sjá grein Viðars Ölafssonar, verk- fræðings i Þjóðviljanum 19.9 s.l.) Undirritaður ætíar ekki að fara að svara fyrir Heimi, enda ástæðulaust þar sem skrif hans standa enn fyrir sinu og hann er einfær um að svara fyrir sig. Hins vegar langar mig að fara nokkrum orðum um málflutning þinn og röksemdarfærslur, vegna þess að þú ert að fjalla um lifs- hagsmuni, hvorki meira né minna, ekki aðeins Norðfirðinga og Seyðfirðinga heldur allra þeirra sem versla við Rafmagns- veitur rfkisins i smásölu. Það verða nefnilega að teljast lifs- hagsmunir þegar um þriöjung ráðstöfunartekna heimila er aö ræða. Þar sem þú býrð á hitaveitu- svæði og hefur þar að auki bæri- leg laun trúlega, skilur þú kannski ekki muninn á þvi að borga 80% og 96% af beinni hitun og ruglar þessu saman ásamt tali um mat ykkar og óvisst verðlag. Er visst verðlag á svartoliu? Þú talar um að varmaveitan við Skutulsfjörð gangi vel og þar sé orkan seld á 90% af verði beinnar hitunar. Hefur kannski einhver lofaö ykkur hjá VST að tryggja þá verðlagnigaaðferð sem dugi til þess að verö til beinnar rafhitunar verði i fram- tiðinni 25% dýrara en orkuverð frá fjarvarmaveitum? Þú eyðir tæpum fimm linum i að tala um ókosti varmaveitna og gerir það eins lauslega og frekast er kostur þó vafalaust vitir þú að þar i felast vegamestu rökin gegn þeim, sem sé, orkutap þeirra er eitthvað meira en beinnar þil- ofnahitunar, þetta eitthvað veistu að eru 30%, m.ö.o. Það þarf 30% meiri orku út úr varmaveitunni en fyrir þilofnahitun, enda væri það meiri verkfræðingurinn sem viöurkenndi að honum væru þessar staðreyndir ekki kunnar eftir að vera búinn að gera athug- un á málinu. Undirritaður skal samt rifja það upp fyrir þér á hverju þetta byggist. Þ.e. rýmd vatnskerfis annarsvegar móti rýmd þilofna og hinsvegar næmni stýringar á hita. Annan hlut hýtur þú lfka að vita og hann er sá að hægt er að selja umframorku til hitunar beint til notenda, meö stýribúnaði sem ekki kostaði nema brot af varma- veituframkvæmdunum. Slikur búnaður er til i Hafnarfirði og hefur verið notaður notaður. Af hverju heldur þú að hann hafi ekki verið valinn? Að þessu tvennu athuguðu ætti að vera óþarft að leyta eftir lánum og kanna kostnað við R/O kerfi, en það sakar kannski ekki að geta þess að áætlanir um fjárfestingu standast ekki eftir þvi sem þú sjálfur segir, samkvæmt reynslu- tölum frá Seyðisfirði. Hvernig er með Höfn. Raunar skiptir þetta ekki máli þvi allt dæmið var svo upp sett að ekkert mátti útaf bera til þess að ekki væri orðiö stórfellt tap á fyrirtækinu, nema já, nema þvi aðeins að gerðar væru sérstakar ráðstafanir i orkumálum, þ.e. gjaldskrármálum Rafmagns- veitna rikisins t.d. til þess að geta látið dæmið ganga upp. Þetta er þvi ekki tæknilegt mál- efni og heldur ekki hagfræðilegt, heldur pólitikst og veröur að ræðast sem slikt. Það þjónar þvi pólitiskum tilgangi að setja fram fullyrðingar eins og þá að nýtingartimi hámarksafls al- mennrar notkunar og húshitunar sameiginlega sé að meðaltali nálægt 55%, takandi það trúlega upp úr kennslubókum ykkar, þegar reynsla okkar er sú að þetta séu aldrei undir sextiu og þrem prósentum. Ég undirritaður er einn þeirra sem telja umræður yfirleitt gagn- legar og þvi betri sem þær eru hreinskilnari og opinskárri og mér rennur til rifja að lesa skrif manna sem kannað hafa mál og hafa til þess þekkingu, eða i öllu falli, eiga menntunar sinnar vegna að hafa hana, skrif þar sem visvitandi er sneitt hjá að ræða opinskátt um hlutina. Það hentar vafalaust einnig fyrir þá menn sem þannig skrifa aö kalla öll andmæli dylgjur og and- mælendurna ofstopamenn. 1 annan staö má kannski benda á aö þeir sem vit hafa á hestum á búinu hafa leyfi til að skipta skapi þegar hestaprangarar eru að pranga afsláttar drógum á gæðingsverði upp á annars sauð- glögga bústjóra þvi öllu búinu mun ætlað að borga, ekki einasta þeim. Sem sagt, þegar atvinnubæjar- stjórar eru farnir að leggja sig eftir að fá ódáminn keyptan og gera jafnvel ráðstafanir til að að- varinar sem þeim eru sendar komi ekki fyrir almenningssjónir, svona eftir þvi sem þeir eru menn til. þvi þessum viðskiptum sem öðrum slikum va'r vitaskuld ætlað að fara svo leynt sem unnt væri, þá hlýtur þeim sem sjá i gegnum hlutina að leyfast að taka upp i sig, bæði hvað varðar meinta ein- feldni bústjóranna og illa fenginn gróða prangaranna. Þegar svo við þetta bætist að Rafmagns- veitur rikisins, rikisfyrirtæki, er - farið að þjarma að viðskipta- vinum sinum i þeim tilgangi að gera gripinn kræsilegri, þá tekur steininn úr. Ef þú ekki þegar veist það, þá var til hjá rafmagnsveitunum söluskilmáli sem kallaður var númer 23 eða heimilis- og búrekstrarmarktaxti. Eftir þessum gjaldskrárlið gat fólk út- rýmt hjá sér oliunni i áföngum og tekið upp hina hagstæðu þilofna- hitun hjálparlaust ef frá er talin uppsettning neysluvatnsgeymis. Allmargir raffróðir Austfirðingar fóru þessa leið og að sjálfsögðu miklu fleiri, en nú er verið að kippa út þessum taxta nema handa ábúendum bújarða og hækka á honum verðið, að þessu hefur verið unnið i allt sumar og á bara eftir að reka á þetta enda- hnútinn. Annar söluskilmáli var einnig inni I gjaldskrá Rarik, svo kallaður hitunarmarktaxti, og einnig hann var afltakmarkandi, það stendur einnig fyrir dyrum að kippa honum út. Þessar aðgerðir eru áberandi vitlausar fyrir dreifiveiturnar, það er ljóst, en þær geta verið hagkvæmar til að fylla upp i götin á forsendum fjar- varmaveitumanna. 1 fyrstalagi er ekki lengur hægt að breyta yfir i þilofnahitun öðru- visi en kaupa sér viðbótarraflögn og breytingar á rafmagnstöflu. 1 annan stað gætu áður umtöluð 55% nálgast raunveruleikann með þvi að afltakmarkandi taxtar eru farnir út, og ekki nóg með það, öll gjöld af uppsettu afli eru farin úr gjaldskránni. Að siöustu er svo þægilegra að hafa alla hitunarkaupendur á einum Framhald á bls. 13 Minning: Guðmundur Kristinn Helgason Fæddur L april 1955 — Dáinn 21. september 1980 Sviplegt slys hefur dregið ský fyrir sólu. Vinur minn og starfs- félagi.urn hálfan tug ára, er fall- inn frá I blóma lifsins, aðeins 25 ára. Menn setur hljóða á slikum stundum, og tregt tungu að hræra. Leiðir skildu fyrir hálfu ári, er viðhurfum báðir frá þeim starfa, sem batt vináttuböndin. A vinnu- staðnum gerðust postular rétt- lætis og siögæðis.að eigin dómi, skjöpuleygir á almenn mannrétt- indi. Þá var vor í lofti, og við ; gengum út á lifsins torg, með I fyrirheit hinna óþekktu, i mann- grúann. Þótt hurðin að baki okkur væri dökkmáluö, og fölva slægi á veröldina, hugöumst við stikla hin skreipu sker i hverfulum heimi. Guömundur Kristinn hafði ] aflað sér nokkurrar menntunar á sviði þess handverks er við störf- i uðum aö. Hann ætlaöi sér stærri hlut I þá veru, enda með viötæka starfsreynslu og afar hugkvæmur ásamt miklu listfengi. Guðmundur Kristinn kvæntist Ester Kristjánsdóttur, hinni ljúf- ustu stúlku, þau eiga einn son, Helga. Sólargeislann i tilverunni, er oft þurfti á liðveislu pabba að halda. Nú er strengur brostinn, og röðull hausts sendir geisla hins torræða yfir storð. Það mun ávallt verða litt eða aldrei skihð, hvi menn á morgni lifsins eru hrifnir burt úr jarðvist- inni; þvi kunnum vér að spyrja með barnslegu hugarfari: Hvers- vegna? En minningin um einstaklega hjálpfúsan, fjölhæfan og góðan dreng mun verða hið græðandi balsam, er stundir liða. Lifiðereinsog sálmasöngur, og ómurinn svar kærleikans, en sólin blundar, llkt og skáldið segir i hinum ljóðrænu linum: „Blundar nú sólin i bárunnar sæng, húmskuggar læðast frá haustnætur væng, sveipa I svörtu hinn sofandi dag. En andvarinn kveður hans útfararlag.” Jónas Guðlaugsson. Ég kveð hinn unga og greinda vin minn, með virðingu og þökk, aðstandendum votta ég samúð mina. Hjalti Jóhannsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.