Þjóðviljinn - 01.10.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.10.1980, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 1. október 1980. Skipuð framkvæmda- nefnd Alþjóðaárs fatlaðra Á ad gera tillögur um heildar- stefnu Svavar Gestsson, félagsmála- ráðherra hefur nýiega skipað sér- staka framkvæmdanefnd i tilefni aiþjóðaárs fatlaðra 1981, en heistu verkefni hennar veröa annarsvegar aö gera tillögur um heildarstefnu i málefnum fatl- aðra og hinsvegar að beita sér fyrir kynningu á málefnum fatl- aöra i skólum landsins og fjöl- miðlum. Heildarstefnuna á að móta ma. með samræmingu gildandi laga og reglugerða sem snerta málefni þessara þjóöfélagshópa og með tillögugerðum átak iatvinnumál- um, umhverfismálum, kennslu- málum o.s.frv. Grundvöllur stefnumótunarinnar er að fatlaðir öðlist jafnrétti á við aðra þjóð- félagsþegna. Með skipun framkvæmda- nefndar, sem á aö starfa til loka ársins 1981, er jafnframt leyst frá. störfum þriggja manna undir- búningsnefnd sem skipuð var haustið 1979. Með stofnun framkvæmda- nefndarinnar hafa verið tryggð tengsl við stjórnsýslu, sveitar- stjórnir og samtök fatlaöra á Is- landi, en i framkvæmdanefndina hafa eftirtaldir einstaklingar verið skipaðir: Margrét Margeirsdóttir deildarstjóri fulltrúi félagsmála- ráöuneytisins og er hún jafn- framt formaður neíndarinnar, Guðni borsteinsson yfirlæknir fulltrúi heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins, Magnús Magnússon sérkennslufulltrúi til- nefndur af menntamálaráðuneyt- inu, AlexanderStefánsson al- þingismaður tilnefndur af Sam- bandi Isl. sveitarfélaga og Unnar Stefánsson ritstjóri til vara, Ólöf Rikharðsdóttir fulltrúi tilnefnd af Endurhæfingarráði, Sigriöur Ingimarsdóttir tilnefnd af öryrkjabandalagi Islands, Friðrik Sigurösson þroskaþjálfi tilnefndur af Landssamtökunum Þroskahjálp og Theódór A. Jóns- son forstöðumaöur tilnefndur af Sjálfsbjörg, landssambandi fatl- aðra. Ritari nefndarinnar er Þórður Ingvi Guðmundsson stjórnmálafræöingur. 77/ orkusparnaðar: Námskeið Iðnaöarráðuneytið hefur falið Byggingaþjónustunni að halda námskeið i stillingu hitakerfa fyrir pipulagningamenn og aðra aöila, sem geta tekiö þessa þjón- ustu að sér. Markmiö námskeiðsins er aö kenna stillingu vatnshitakerfa og miðla upplýsingum um stýri- búnað, mikilvægi hans og still- ingar með tilliti til orkusparn- aðar. Námsskrá er i mótun, en eink- um verður fjallað um þætti eins og 1) orkuþörf húss, 2) fyrir- komulag og nýtni hitakerfa, 3) stjórntæki (í kyndiklefa, stofu og við ofna), 4) hvernig hitakerfi er stillt. Mestum tima veröur variö i 3. og 4. lið, þ.e. umfjöllun, sýni- kennslu og verklegar æfingar varöandi stýritæki, ofnloka og stillingaraðgerðir, sem haldið veröur i samvinnu við samtök sveina og meistara i pipulagn- ingaiön. Námskeiðið verður haldiö i húsakynnum Byggingaþjónust- unnar, Hallveigarstig 1, Reykja- vik, dagana 20. til 22. október n.k. og þarf að tilkynna þátttöku þangaö i sima 29266, fyrir 10. okt. Þess er getið i frétt Bygginga- þjónustunnar aö hún hefur samið viö Flugleiðir um svokallaöan helgarpakka fyrir þátttakendur utan af landi þannig að afsláttur fæst frá venjulegu fargjaldi. á dagskrá >Hvaðan koma réttar hugmyndir? Falla þær af himnum ofan? (Maó Tse-Tung, Rauðakverið bls. 207) óskar Guðmundsson Himinloftaima úr- lausn—Flugleiða- vandinn levstur Þaö bar til ekki alls fyrir löngu, að vængjuð fyrirmynd frjálsrar samkeppni á Islandi magalenti á móðurjörö sinni blessaöri, skap- endum sinum nokkuð aö óvörum. Einhvern tima eða annars staöar hefði óvæntara sjónarhorn veriö tekið á rústir Flugleiða en gert er i raunalegri umfjöllun borgara- legra fjölmiöla þessa dagana. Dæmi um þetta er sú uppþemba þröngsýninnar sem sjónvarpið flutti fyrir par vikum i ógnarlöng- um og leiðinlegum sjónvarps- þætti undir stjórn Helga Helga- sonar. Gagnrýnendur á pólitik fyrirtækisins voru þarna hvergi nærri enda þá þegar úthrópaðir i moggunum fyrir guðlast gegn „heilbrigðum fyrirtækjarekstri”. t fljdtu bragði virtust hér vera á feröinni fulltrúar skáta- hreyfingarinnar aö ráðskast um næsta Botnsdalsmót. Forstjórinn og fylginautar hans náðu þvi að fylla hálfan annan tima með vandræðalegu og innantómu rausi um litiö sem ekki neitt. Var erfitt að sjá hver var hvaðj full- trúi verkalýðs- eöa feröamála, spyrill, ráðherra eöa forstjóri. Skjaldan hefur aulalegri þáttur á skjá komiö. Málgagnið góða Við leikmenn höfum auðvitað takmarkaö vit á hvar auð- hringurinn teygir klær sinar. Merkilegt nokk, þá hefur hann notiö litillar umfjöllunar okkar málgagns. Sama má segja um stjórnmálamenn hreyfingar- innar, þeir hafa nú ekki hingaö til farið itarlega I saumana á bram- bolti fyrirtækisins á undanfömum árum. í þessum frumskógi þagnarinnar hefur þó Ólafur Ragnar Grimsson ómað einsog hjalandi skógarlind. Mætti manni leyfastað þakka honum fyrir það. Það er e.t.v. eingöngu þess vegna, sem við höfum örlitinn grun um hvar illfyglið flögrar i fjármagnspólitlkinni. Sini.uleysi Þjv. hefur sem betur fe. ekki verið algjört. Gallinn er bara sá aðsú litla rifa sem blaðið opnaði á Flugleiöatjöldin svalar hvergi forvitni okkar lesenda, heldur eykur fróðleiksþorstann. I stór- merku blaðaviötali Þjv. sl.sumar viö einn frumkvööla Loftleiöa, Al- freð Eliasson kom tilaömynda i ljós, að forstjórinn Sig. Heigason hefði á sinum tima komið inn i fyrirtækið sem fulltrúi fjármagns Sveins Valfells (sem yfirleitt þá sjaldan sem hann er nefndur á nafii er titlaður umsvifamaður). Þessar upplýsingar heföu nú fleirum en mér þótt tilefni til frekari eftirgrennslana i anda „rannsóknarblaðamennsku’'. Er þeirri hugmynd hérmeö komiö á framfæri. Slik rannsókn gæti m.a.s. fariö fram hér á Islandi, sem er vist meira en hægt er að segja um fjárreiður fyrirtækisins i Bandarikjunum og fasistarikj- um Suður-Ameríku. Hver étur hvern? Það er ljótt að segja það — en er ekki grátbroslegt.aö þetta stolt ogstærilætiislenskskapitalisma i öllum gögnum ihaldsins um ára- tugaskeiö skuli nú verða „raun- verulegri” samkeppni að bráö? I ljóskom um siðir, að velsældin og velgengnin hvildi aldrei á traust- um stoöum frjálsrar samkeppni. Ekki var Carter kallinn fyrr bú- inn aö gefa frjálsri samkeppni yfir Atlansála lausan taum- inn en flugleiðir misstu flugið einsog íkarus forðum Flugleiðir urðu frjálsri samkeppr.i að bráö hvaösem leiftursóknarliðið tautar og raular, umsnyr og afbakar. Enda fer litiö fyrir þvi um þessar mundir, að burgeisamiðlar tiundi hver éti börnin sin! Þrátt fýrir þetta áfall er frjálsi samkeppnis- dansinn stiginn áfram af slikum djöfulmóð i málgögnum borgar- anna aö viö veröum aö fara langt aftur til að muna aðra eins hnykki. Og þeir sem neita að stiga sporið i þessum hrunadansi kapi- talsins á þeim bæjum eiga ekki annaö yfir höfði sér en útskúfun og kommastimpil. Þeir hljóta lika aösofa vært sem láta sig dreyma um félagslegan rekstur á flug- samgöngum þessa daga. Þú skalt liggja í lofti Þaö hefur lengi verið plagsiður burgeisanna að réttlæta munaö sinn og hóglifi meö þvi að þeir taki meiri áhættu en þorri fólks i hvunndeginum. Blómlegu fyrir- tæki fylgi áhættusamur rekstur i höndum útsjónarsamra, snjallra, viturra og fórnfúsra forstjóra. A þeim hvili þess vegna meiri ábyrgð en á meðaljóni — og bur- geisinn eigi því aö bera meira úr býtum. Þvi miöur er þetta borgarabull oröiö lenska alltof viða og alltof margir launaþrælar láta sér misréttiö i léttu rúmi liggja. Auövitaö er annað uppi þegar i haröbakkann slær. Þegar afrakstur áhættunnar gerir vart viö sig f formi hallæris eða gjald- þrots gripa greifarnir til annarra ráöa. Þá þykir sjálfsagt að knýja dyra hjá rikisvaldinu. Flugfurst- um ferst enda nú viö rfkið einsog Gunnhildi kóngamóöur þegar hún forfærði Hrút Dala-Kollsson um árið: „Þú skalt liggja I lofti meö mérlnótt ....”• Svoá almenningur aö borga næturgreiöann einsog standi best i bólið hans! Starfsfólki Flugleiða er nú sagt upp störfum einsog fara gerir. Þaö hefur kynnst miskunnarleysi kapítalsins og frjálsrar sam- keppni. Vonandi að það hafi safnað þrótti og mundi nú kraft- ana til félagslegra átaka sjálfu sérog samfélaginu til heilla I nýtt flugfélag, hvort sem það mun nú heita Flugafl, Alþýöuflug eða eitthvað annað. Að axla ábyrgð Rétt er að benda á áður en austur almannafjár hefst i botn- lausa taphit flugforystunnar að hugsanleg séu önnur úrræði: 1) Að fyrirtækiö geti selt hluti sina eða dregið fé út úr fjárfest- ingum sinum i Evrópu eöa Ame- riku.Eða hvort má ekki spyrja þá flugbændur hvar var fjárfest á feitu árunum fyrir þau mögru? 2) Hinn kosturinn er sá að eig- endur/hluthafar standi i raun við ábyrgöina af rekstrinum og borgi sinn hlut af tapi eigin fyrirtækis. Eftirlitsmannaþáttur Hér er kominn nýr vettvangur fyrir eftirlitsmenn rikisins. Þeir þyrftu nú ekki annað til að byrja meö en dusta rykið af hluthafa- skrá fyrirtækisins. Og sjá; mikið undur væri ef þeir reyndust á vonarvöl. Altént eru þeir ekki eins illa settir og einstæðu mæö- urnar sem fengu fyrir skemmstu hærri opinber gjöld en oftast áður. Né blasa viö þeim óþægindi atvinnuleysis einsog margur starfsmaður Flugleiöa má þola. Til tilbreytingar skulum við leyfa okkur smá bjartsýni i kreppunni — og reikna meö að eignakönnun hluthafa leiöi i ljós að þeir gætu vandræðalaust aur- að saman upp I tapiö. Ef ekki I Framhald á bls. 13 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.