Þjóðviljinn - 01.10.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.10.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJ15TN Miðvikudagur 1. október 1980. DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs-, hreyfingar og þjóðfrelsis (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvœmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan ólafsson . Auglýsingastjóri: Þorgeir Ölafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Rekstrarstjóri: ÚÍfar Þormóösson Afareiöslustlóri: Valbór Hlööversson ‘ Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir. Mágnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórssor.. Þingfréttir: porsteinn Magnússon. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Safnvöröur:Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigrföur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: GuÖrún Guövaröardóttir. AfgreiÖsla:KristIn Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir. ' Slmavarsla: ólöf Halldórsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóöir: Anna Kristín Svernsdóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. • "útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. • Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumdla 6, Reykjavlk, slmi 8 13 33. t Prentun: Blaöaþrent hf. Lýðhylli # ,,Ég hneigist til að taka mark á þessu", segir for- maður þingfiokks Sjálfstæðisflokksins í Dagblaðinu í gær, þegar hann er spurður álits á niðurstöðum skoðana- könnunar Dagblaðsins varðandi fylgi ríkisstjórnarinnar. # Af þeim sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Dag- blaðsins um síðustu helgi lýstu 61,4% yfir fylgi sínu við núverandi ríkisstjórn, en 38,6% lýstu yfir andstöðu við stjórnina. Hvort sem menn taka nú mark á svona skoðanakönnun, eins og formaður þingflokks Sjálf- stæðisf lokksins segist gera , eða ekki, þá eru þetta at- hyglisverðar tölur. # Séu þær bornar saman við úrslit síðustu alþingis- kosninga fyrir 10 mánuðum, þá kemur í Ijós að sam- • kvæmt skoðanakönnuninni samsvarar fylgi ríkissti.órnar- innar nú öllu fylgi Alþýðubandalagsins og Framsóiknar- flokksins í síðustu alþingiskosningum og þar til viðbótar rétttæplega helming af fylgi Sjálfstæðisf lokksins í þeim kosningum. Samkvæmt skoðanakönnuninni fylgja ríkisstjórninni nú 61,4% kjósenda, en fylgi Alþýðubanda- lagsins og Framsóknar að viðbættum helming af fylgi Sjálfstæðisflokksins var í síðustu alþingiskosningum 62,3%. # Getur það verið, að helmingurinn af kjósendum Sjálfstæðisflokksins telji sig nú stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar, þrátt fyrir linnulausar árásir Morgun- blaðsins og forystu Sjálfstæðisflokksins þar sem öllum vopnum hefur verið beitt gegn stjórninni alla þá átta mánuði sem hún hefur setið að völdum. — Eða eru það Alþýðubandalagið og Framsóknarf lokkurinn, sem eiga nú meiri stuðning en þegar alþingiskosningar fóru fram fyrir tíu mánuðum? # Séu niðurstöður skoðanakönnunarDagblaðsins um fylgi ríkisstjórnarinnar nærri lagi, þá hefur annað tveggja gerst frá alþingiskosningum," — það að Alþýðu- bandalagið og/eða Framsóknarf lokkurinn hafi bætt við sig fylgi ellegar hitt að um helmingur kjósenda Sjálf- stæðisflokksins telji sig nú styðja ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. # Auðvitað er varasamt að taka niðurstöður skoðana- kannana sem þessarar bókstaflega, en þær gefa þó oftast vísbendingu. # Og víst er um það, að leiftursóknarstjórn breska íhaldsflokksins, sem sigldi úr vör undir gunnfánum „frjálshyggjunnar" fyrir nær hálfu öðru ári,hefur mátt þola ólíka og lakari útreið í skoðanakönnunum þar í landi að undanförnu.og virðist margt benda til þess að breska járnfrúin og Geir Hallgrímsson ætli að fylgjast að ekki aðeins í lífi heldur einnig í dauða á vettvangi stjórnmálanna. # Vesalings Bretar féllu fyrir leiftursóknaráróðrinum í kosningunum þar í landi snemma árs 1979 og sitja nú uppi með yfir 2 miljónir atvinnuleysingja, en það sam- svarar því að á íslandi væru skráðir atvinnuleysingjar yfir 8000. Það er varla von að skoðanakannanir gangi járnfrúnni í haginn um þessar mundir, enda reyndist stjórn hennar ekki mikið meira en hálfdrættingur á við islensku ríkisstjórnina hvað varðar fylgi í skoðanakönn- unum um þessar mundir. # íslenskir kjósendur báru gæfu til að hafna síðla árs 1979 sams konar leiftursókn gegn lífskjörunum og Bretar kusu yfir sig. Þess vegna eru niðurstöður skoðanakannana nú svo miklu hagstæðari íslensku ríkis- stjórninni en þeirri bresku. -k Björt spá # Fyrir um einni viku var frá þvi greint í fréttum, að Hafrannsóknarstofnunin haf i nú komist að þeirri niður- stöðu að hryggningarstof n þorsksins verði nokkru stærri um næstu áramót en áður hafði verið talið. Þetta er fagnaðarefni. # Ekki er síður ástæða til að vekja athygli á þeim boð- skap Hafrannsóknarstofnunar að þótt hér verði næstu 5 ár veitt árlega álika af lamagn af þorski og á síðasta ári, eða um 350.000 tonn, þá eigi þorskstofninnað f imm árum liðnum að hafa náð þeirri stærð, sem tryggir hámarks- nýtingu og bíður uppá 450—500þús. tonna af la á ári. # Það er ekki síst athyglisvert, að spá Haf rannsóknar- stofnunar varðandi þorskstofninn skuli nú vera svona björt, þegar haft er í huga að á árunum 1978 og 1979 voru samtals veidd hér um 700.000 tonn af þorski í stað 540.000 tonna, sem Hafrannsóknastofnun lagði tii í byrjun árs 1978, og horfur eru á að á árinu 1980 verði veidd einsog í fyrra um 100.000 tonn umfram það magn af þorski sem stofnunin gerði tillögu um. —k. klippt Viðkvœmar sálir „Lýöræðisbandalaginu” á Tlmanum, Morgunblaðinu og Alþýðublaðinu, Jónunum Sigurðssyni og Hannibalssyniog Styrmi Gunnarssyni, veröur tið- rætt um það i forystugreinum fyrir helgina að sá landlausi Gervasoni hafi „lent i trölla- höndum” vinstri manna. Jón Sigurðsson segir að sjálfskip- aðir „vinir” Gervasonis eigi mikla sök á vandræðum hans hérlendis. Allt sé þetta orðiö „hræðilegt mistakamál” osfrv. Jón Baldvin vitnar i tékkósló- vaskan útlaga sér til stuönings i þvi að Gervasoni-málið sé mannréttinda-og mannúðarmál og megi ekki verða einkamál vinstri samtaka. beitti sér i máiinu, sömuleiðis Guðrún Helgadóttir alþingis- maður og verkalýðsleiðtogarriir Guömundur J. Guðmundsson, Eövarð Sigurösson og Snorri Jónsson meöal annarra. Það munaði ekki nema svo sem klukkutima að embættis- mönnum tækist sú fyrirætlan sin aö koma Gervasoni af höndum sér i skyndingu þannig aö engum vömum yrði við komið. Hann hafði þegar verið fluttur til Keflavíkurflugvallar og beið þar eftir að SAS-vél hæfi sig á loft. Ef ekki heföi verið fyrir þessi snöggu og ákveönu viöbrögð heföi „lýöræöisbandalaginu” á Timanum, Alþýðublaðinu og Morgunblaöinu aldrei gefist tækifæri á að úthella mannúð sinni og réttlætiskennd á siður blaöa sinna. 1 stað þess að tala um „tröllahendur” osfrv. ættu vegna verkfallsins, en haföi ekki I frammi neinar þrýstings- aðgeröir og laut i einu og öllu ákvörðunum HIP og starfsfólks Blaöaprents. Þjóöviljinn naut engra sérréttinda af hálfu þess- ara aöila og fór heldur aldrei fram á þau. Svo gjörsamlega virðast for- ráðamenn Visis hafa misst átt- irnar og glatað tilfinningu fyrir hlutföllum aö þrátt fyrir að svona væri i f pottinn búið leyfa þeir sér aö láta útá þrykk ganga óráðshjal af þvi tagi sem hér á eftir greinir: „Þegar svo á það er litiö að auki, að á sama tima og stöðvuð var vinnsla á VIsi var lok- ið við vinnslu, allt að pressu á sérstöku aukablaöi Þjóöviljans, sem ekki á að koma út fyrr en á föstudag, verður það berlega ljóst, að hér er um aö ræða póli- tiska ofsóknaraögerö þeirra Patrick Gervasoni við Tjörnina sl. föstudag. — Ljósm.: gei. Ein litil staðreynd Nú er það að sönnu afar þýðingarmikiö, og skiptir i raun eitt máli, að fimm af sex dag- blöðum landsins (öll nema Visir) og Helgarpósturinn að aukihafa iforystugreinum tekið þá afstöðu að veita beri Gerva- soni griðland á Islandi. Ctlegg- ingar af öðru tagi og hnútukast skipta litlu miðaö viö þessa óvenjulegu samstööu. En ekki veröur hjá þvi komist að minna „lýðræðisbandalagið” á eina litla staðreynd, sem þeir ritstjórar og aörir er um Gerva- soni-málið fjalla ættu að festa sér vel I minni. Það voru fyrst og fremst leiftursnögg viöbrögö stuðningsmanna Gervasoni, sem margir eru úr vinstri sam- tökum, og forystumanna úr Alþýðubandalaginu sem komu i veg fyrir aö Frakkinn land- lausi yröi sendur úr landi I franskt herfangelsi. I Munaði 1 klst. Um leið og fréttir bárust af ■ þeim úrskurði dómsmálaráðu- I neytisins rétt fyrir hádegi sl. þriðjudag að Gervasoni yrði I sendur úr landi kl. 5 sama dag ■ var brugöist við hart. Svavar Gestsson félagsmálaráðherra þeir að vera vinstri hreyf- ingunniævinlega þakklátir fyrir viöbragðsflýtinn. Það er honum að þakka að allir geta nú sam- einast um aö tryggja það að Gervasoni verði ekki hrakinn úr landi. Visir I aðfara skyndiverkfalls prentara og bókageröarmanna höfðu framkvæmdastjóri Visis og stjórnarformaður Reykja- prents sig talsvert i frammi. Var þar Þjóðviljanum blandað i mál að nauðsynjalausu. Mergurinn málsins var sá að forráðamenn Visis geröu Itrek- aðar tilraunir til þess aö snið- ganga verkfallið og koma út helgarútgáfu sinni. Prentarar stöðvuðu þá fyrirætlan og Visis- menn komu þvi til leiöar aö Þjóðviljinn kom ekki út auka- blaði sem fylgja átti föstudags- blaöinu. Hér.var þó um óskyld mál að ræöa þvl að aukablaði Þjóöviljans hafði veriö frestað um eina viku aö beiðni verk- stjóra i Blaðaprenti, og var til- búið fyrir nokkrum dögum. Þar var heldur ekki um sér tölublað að ræða eins og haft var eftir Visismönnum i útvarpi. Þjóöviljinn fór þess að sjálf- sögöu á leit að sem minnst röskunyröiá útgáfuáætlunhans •9 öfgaafla, sem ráða lögum og lofum I stéttarsamtökum prent- ara gegn frjálsum fjölmiðli, sem þau vilja koma höggi á. Feta fyrirsvarsmenn islenzkra prentara hér I fótspor pólitiskra ofstækismanna i nokkrum nágrannalöndum okkar, sem á undanförnum árum hafa lagt f einelti frjáls, borgaraleg dag- blöð, sem þeir hafa talið standa i vegi fyrir skoðanakúgunartil- raunum þeirra. I eðli sfnu er þessum aðgerðum því ekki ein- göngu beitt gegn þeim dag- blöðum.sem fyrir þeim veröa á hverjum tíma, heldur gegn sjálfu prentfrelsinu og frjálsri skoðanamyndun i landinu.” Litið tilefni Þetta eru stór orö af harla litlu tilefni. Og hvað skyldu Visismenn segja ef prentarar tækju nú upp á þeim skratta að fara aö ofsækja þá I raun og veru? Hvað gera menn þegar búið er aö nota öll stóru oröin og eyöa öllu púðrinu út af svo sem engu? Enda þótt Visismenn hafi verið i þörf fyrir að nota orða- vaðalinn til þess að fela eigin til- raunir til þess að brjóta niður verkfallið hljóta menn aö gera þá kröfu til forráöamanna fjöl- miðils að orð þeirra séu ekki órafjarri raunveruleikanum. ■ —ekh skorid

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.