Þjóðviljinn - 01.10.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.10.1980, Blaðsíða 7
Miðvikudpgur 1. október 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Guörún Helgadóttir, alþingismaður: Veri Patrick Gervasoni Guörún ingur vill aö Patrick Gervasoni sói lifi sinu I franskri fangelsis- holu? Ekki ég, ekki þið. Þess vegna tökum viö umboðiö af þeim ráöamönnum, sem svo mæla fyrir. Valdiöer hjá okkur i þessu máli. Dómsmálaráðherra þarf engan frest til annars en aö ákveða hvort hann gegnir embætti sinu áfram. Viö höfum þegar tekið ákvöröun. Viö höfum kvatt út her, þar sem hver einasti einn er ábyrgur. Viö göngum glöö til þeirrar herþjónustu i nafni fána og fööurlands. Málstaöur okkar er virðing fyrir mannslifum. Veri Patrick Gervasoni velkom- inn i þann her.” Ávarp frá Patrick Gervasoni: Til isiensku þjóöarinnar: Það var ólýsanlegur léttir fyrir mig þegar ég frétti aö brottvisun minni til Danmerkur, og þar af leiðandi i frönsk fangelsi, hafði veriö frestað til 2. desember. Þó þetta sé aðeins timabundiö frelsi, er þetta frelsi þrátt fyrir allt. Þaö á ég ykkur öllum aö þakka. Ykkur, verkafólki, launafólki, sjómönnum, bænd- um, námsfólki og menntamönn- um, sem a.nnaö hvort sem einstaklingar eöa i gegnum ykk- ar samtök, verkalýösfélög eöa flokka, tókuö afstööu meö mér, get ég aldrei þakkaö nógsam- lega. Einnig vil ég þakka stuön- ingsnefndinni, svo og lög- fræöingi minum, Ragnari Aðal- steinssyni, sem hafa unniö lát- laust frá þvi ég kom til landsins þar til núna. En þaö er islensku þjóöinni i heild sem ég á þetta frelsi að launa, án tillits til stéttar eöa stööu. Ef ég fæ griö I þessu landi, ef ég fæ aö lifa hér og starfa og fara minna ferða frjáls, þá verður þaö ykkur öll- um aö þakka. Þá mun ég loks geta um frjálst höfuö strokiö eftir 12 ára stööugan flótta. Patrick Gervasoni velkominn í þann her „Góöir fundarmenn! Máli Patricks Gervasoni hef- ur verið slegið á frest. Hann fær að ganga laus til annars desembers. Eflaust er það hon- um nokkurt fagnaöarefni þessa stundina/en aö þvi er okkur hin- um enginn léttir. Þetta mál snýst ekki nema aö litlu leyti um Patrick Gervasoni, heldur um okkur sjálf, land okkar og þjóö og þaö lif sem viö kjósum að lifa i þessu landi. Þetta mál getur skorið úr þvi hvort virkt lýöræöi fyrirfinnst i landinu eöa hvort viö viö lútum skilyröislaust valdboöum þeirra, sem viö höf- um fengið umboð I hendur til þess aö taka ákvarðanir. Það snýst um viröingu okkar og ást á föðurlandi okkar, sem aðeins er unnt að sýna með þvi að gera þvi aldrei neitt til vansæmdar. Islenska lýöveldiö hefur hing- aö til komist hjá þvi aö niðast á ööru fólki i nafni fána og fööurlands. Um fööurland Patricks Gervasoni verö- ur ekki þaö sama sagt og hann hefur kosið að standa utan viö þann leik af ástæö- um sem hann hefur tilgreint. Fyrir það er hann hund- eltur i heimalandi sinu og vegna samtryggingar valdsins um hálfa Evrópu. Spurning okk- ar hlýtur að vera sú, hvort viö tökum þátt i aö dæma og fangelsa Patrick Gervasoni fyrir þessar sakir. Vafalaust mundu allir svara þvi neitandi, einnig þeir skrifstofumenn ráðuneyta sem sömdu úrskuröinn um brottrekstur hans úr landinu. Þeir voru aöeins að framkvæma lög og reglur og þeir vissu ekki hvað um hann yrði og þeir spurðu heldur ekki um þaö. Nákvæm- lega ' þannig framkvæmdu þjónar valdsins útrýmingu lifandi fólks i siöustu heims- styrjöld, hiö sama geröi Calley majór i My Lai. Skriflegar dag- skipanir gengu milli skrifboröa, allir geröu eins og þeim var sagt og enginn var ábyrgur. Þúsundir manna liggja og rotna i fangelsum út um allan heim, gleymdir af öllum og enginn er ábyrgur fyrir dvölinni. Við viljum ekki bæta einum viö þennan hóp. Enginn hefur fengiö vald til þess aö stuöla aö þvi i okkar nafni. Hvaöa Islend- Ungir sem aldnir fylltu Lækjartorg tii stuönings kröfunni um land- vist fyrir Gervasoni. Ljósm. — gel. Málstaður okkar er virðing fyrir mannslífum fjf Tilkynnmg Þeir sem telja sig eiga bila á geymslu- svæði ,,Vöku” á Ártúnshöfða þurfa að gera grein fyrir eignarheimild sinni og vitja þeirra fyrir 15. október n.k. Hlutaðeigendur hafi samband við af- greiðslumann ,,Vöku” að Stórhöfða 3 og greiði áfallinn kostnað. Að áðurnefndum fresti liðnum verður svæðið hreinsað og bilgarmar fluttir á sorphauga á kostnað og ábyrgð eigenda, án frekari viðvörunar. Reykjavik, 29. september 1980, GATNAMÁLASTJÓRINN í REYKJAVÍK Hreinsunardeild ® ÚTBOЮ Tilboð óskast i eftirfarandi bifreiðar og tæki fyrir Véla- miðstöð Reykjavikurborgar: 3 stk. vörubifreiðar Mercedes Benz ■ 1513 árg. ’69 og ’70 án palls. 1 stk. vörubifreið Scania Vabis árg. ’69 með 6 manna húsi. 1 stk. vörubifreið Volvo árg. '66 með 6 manna húsi. 1 stk. Volkswagen 1300 árg. ’73 1 stk. Simca 1100 árg. '77. 1 stk. vökvagrafa JCB SC. Ofangreindar bifreiðar og tæki verða til sýnis i porti Vélamiðstöðvar aö Skúlatúni 1 i dag og á morgun fimmtu- dag 2. okt. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi 3 föstudaginn 3. okt. kl. 14.00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR FrikirUjuvegi 3 — Sími 2S800 Laus staða Staða ritara hjá samgönguráðuneytinu er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist ráðuneyt- inu fyrir 17. október 1980. Upplýsingar um téða stöðu verða ekki gefnar i sima. Reykjavik, 26. september 1980, Samgönguráðuneytið. V erkakvennaf élagið Framsókn F élagsfundur fimmtudagskvöld 2. okt. i Álþýðuhúsinu við Hverfisgötu kl. 20.00. Fundareí ni: 1. Rætt um samningana. 2. Heimild fyrir verkfallsboðun. 3. önnur mál. Félagar fjölmennið. Sýnið skirteini við innganginn. Stjórnin. Skrifstofustarf Stúdent af viðskiptasviði óskast til fjöl- breyttra skrifstofustarfa. Framtiðarstarf. Starfsreynsla i skrifstofustörfum gæti komið i stað stúdentsprófs. Umsóknir, sem greini aldur, menntun og fyrri störf sendist til „Lifeyrissjóður” Pósthólf 645 121 Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.